Dagblaðið Vísir - DV - 02.02.2000, Síða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 02.02.2000, Síða 6
22 MIÐVIKUDAGUR 2. FEBRÚAR 2000 Jón Leifs og Kristján Jóhannson verða báðir i stórum hiutverkum á árinu. virkaði óeðlilega og íslenskir óperufiklar fengu loksins þetta alvöru óperusánd sem maður lætur sig bara dreyma um í Gamla bíói. 1 Aidu kemur meðal annars fram stórten- órinn sjálfur, maðurinn með gettóblasterinn í barkanum, Kristján Jóhannsson. Mun hann sjálfsagt keppa við aðra einsöngvara á sviðinu. Kristján hefur ekki sungið í is- lenskri óperuuppfærslu i nokkurn tíma og munu aðdáendur hans örugglega standa upp og æpa eins og venjulega að sýningunni lok- inni. Píanókeppni Víðar verður keppt en á óperusviðinu því fýrirhuguð er heil píanókeppni í haust. Tón- listarkeppni hefur ekki verið áberandi á fs- landi, að minnsta kosti ekki sérhæfð keppni eins og tíðkast erlendis. Ríkisútvarpió hef- ur veitt hin svonefndu Tónvakaverðlaun með reglulegu millibili en um þau verðlaun keppir tónlistarfólk af ýmsum gerðum, söngvarar og hljóðfæraleikarar, og þarf dóm- nefndin þá að gera upp við sig hvort tiltek- inn söngvari sé betri en einhver fiðluleikari eða trommari. Nú verður breyting á, þvi Islandsdeild Evrópusambands píanókennara mun efha . til keppni í október og verður keppt í þrem- ur riðlum. I þungavigtarriðli keppa píanó- leikarar eða nemendur sem eru i eða hafa klárað háskólanám og mega ekki vera eldri en 25 ára. Léttvigtin samanstendur af píanó- nemendum sem eru i framhaldsnámi, 6. eða 7. stigi og skulu ekki vera eldri en 19 ára. Fjaðurvigtin er svo ekki deginum eldri en 15 ára og er i svonefndu miðnámi, en það er 4. og 5. stig. Veitt verða vegleg verðlaun og er þetta kjörið tækifæri fyrir upprennandi pí- anósnillinga að kveðja sér hljóðs. Hver er bestur? En þó keppt verði í píanóleik verður að- alkeppnin meðal atvinnufólksins sem heldur hina fjölmörgu tónleika á árinu, þvi allir vilja vera bestir og njóta hylli almenn- ings. Aheyrendur eiga líka eftir að keppast við að fá miða á þá fjölmörgu tónleika sem fyrirhugaðir eru og verður örugglega sleg- ist í miðasölum. Gagnrýnandinn í Þjóðólfi hafði nefnilega ekki rétt fyrir sér þegar hann spáði að pípið í islenskum hljóðfæra- leikurum ætti enga framtíð fyrir sér, öðru nær eins og aðsóknin siðustu ár hefur sannað. Auðvitað er ekki allt gott sem hér ber fyrir eyru og magnið er ekki alltaf til marks um gæðin. Stundum er stemningin dálítið barnaleg á tónleikum eins og þegar áheyrendur stökkva upp úr sætunum og hrópa húrra bara ef einhver músíkant er flinkur í fingrunum eða fer upp á háa C. En úrvalið er nóg og efnisskráin yfirleitt fjölbreytt. Nú er bara að vona að menning- arárið verði skemmtilegt og allir verði ánægðir, jafnt tónlistarfólk, áheyrendur og við gagnrýnendur líka. -Jónas Sen Maí Borg málaranna í bókinni Reykjavík málaranna, sem kem- ur út í maí, er safnað saman myndum sem ís- lenskir málarar hafa gert af Reykjavík í gegnum tíðina. Málararnir eru af fjórum kynslóðum íslenskra listmálara og þar sem myndunum er raðað í tímaröð er hægt að sjá þróun borgarinnar frá lágreistum dönskum smábæ yfir í þá nútímaborg sem við þekkj- um í dag. Mál og menning gefur bókina út. Söguveisla í maí hefst Söguveisla á Sögusetrinu á Hvolsvelli. Sögusetrið er brautryðjandi í að tengja saman sögu og atvinnulif og hefur byggt upp menningarlega ferðaþjónustu með Njáls sögu í öndvegi. Boðið er upp á ferðir með leiðsögn um Njáluslóðir, sýningu þar sem tíðarandi víkingaaldar og efni Njáls sögu eru i hávegum höfð og loks kvöldvöku og veislu í sögualdarstíl i nýjum Söguskála. Sú nýbreytni verður tekin upp á árinu að hafa sérstaka dagskrá fyrir yngstu gestina sem á að auðvelda þeim að kynnast heimi Njálu og annarra miðaldasagna. Listahátíð hefst Eitt af afmælisbörnum ársins er Listahátíö í Reykjavík sem verður þrítug í mai. Hún verður sett í Þjóðleikhúsinu 20. maí og á opnunarhátíðinni munu leikarar syngja lög íslenskra tónskálda úr islenskum leikverk- um. Tónleikarnir eru hluti af hátíðardagskrá Tónskáldafélagsins á menningarárínu. Þá verða einnig tilkynnt úrslit úr smásagnasam- keppni Listahátíðar. íslands þúsund ljóð 20. maí verður opnuð sýningin Islands þúsund Ijóð á vegum Listahátíðar í Þjóð- menningarhúsinu við Hverfisgötu (sem áður hýsti Landsbókasafnið). Þar verða sýnishom af íslenskri Ijóðlist frá upphafi, sett fram á ótal nýstárlega vegu, til að hylla ljóðadísina. Völuspá Þórarinn Eldjárn hefur „þýtt“ Völuspá á nútímaíslensku og Möguleikhúsið ætlar að setja hana á svið undir lok maí á nýstárlegan hátt. Danski leikarinn Peter Holst stýrir einum leikara sem ásamt hljóðfæraleikara miðlar verkinu til yngstu kynslóðarinnar. Garðhúsabær Garðhúsabær (Kolonihaven) er alþjóð- legt verkefni í byggingarlist og sameigin- leg framkvæmd Arkitektafélags Islands og Listasafns Reykjavíkur. 17 heims- þekktir arkitektar voru fengnir til að teikna smáhús og afraksturinn verður sýndur á Kjarvalsstöðum frá 27. maí til 23. júlí. Sýningin var fyrst sett upp á menningarári Kaupmannahafnar árið 1996 og frum- kvöðull verkefnisins, Kirsten Kiser, er einnig sýningarstjóri Kolonihaven í Reykjavík. Þúsund raddir 31. maí hefst norrænt bamakóramót sem mun laða til sín 400 gesti frá Norðurlöndun- um ásamt þeim 600 íslensku börnum sem áætlað er að taki þátt. Kóramótið nær há- marki þegar þessar tvær fylkingar sameinast í þúsund raddir sem syngja einum rómi i Laugardalshöll þann 3. júní með Sinfóníu- hljómsveit íslands. Dag einn árið 1876 komu saman nokkrir blásturshljóðfæraleikarar í Reykjavík og héldu tónleika undir stjórn Helga Hclgason- ar tónskálds. Skömmu síðar birtist gagnrýni í Þjóðólfi og þar var sagt frá því að tónlistar- mennimir heföu sungið inn í hljóðfærin sín. Gagnrýnandanum fannst það óskaplega spaugilegt og taldi að svona píp ætti varla framtíð fyrir sér. Þetta kemur fram í bókinni New Music in Iceland eftir Göran Bcrgcndal (ITM 1991) og telur höfundur að þetta hafi verið fyrstu opinberu tónleikarnir í sögu þjóðarinnar. Ef það er rétt þá er það skemmtileg tilviljun, því sama ár gerðist annar atburður úti í hinum stóra heimi sem tengist íslendingum óbeint. Þá var Niflungahringur Wagners frum- fluttur í heild sinni en eins og flestir vita sótti Wagner innblástur í fornnorrænar og forn- germanskar bókmenntir, þar á meðal Eddu- kvæðin. Islenskt tónlistarlíf hefur vaxið með undraverðum hraða síðan 1876 og aldrei ver- ið eins blómlegt og nú. I fyrra var fyrsti al- vöru tónleikasalurinn tekinn í notkun, annar tónleikasalur sem er í eigu Karlakórs Rcykjavíkur var vígður fyrir nokkrum dög- um og því má kannski segja að nú séu tíma- mót í tónlistarheiminum hér, líkt og árið 1876. Báðir salimir eru þó litlir og því verð- ur fyrst ástæða til að skála þegar hin marg- umrædda draumatónlistarhöll verður reist og opnuð en hún er enn á astralplaninu og hef- ur ekki líkamnast ennþá. Þangað til verður Laugardalshöllin að duga fyrir stærstu upp- ákomumar. Baldr Jóns Leifs Laugardalshöllin er að mörgu leyti gall- að tónleikahús, þó forráðamönnum Sin- fóníuhljómsveitar Islands hafi tekist að lappa upp á það með tæknibrellum þegar Turandot eftir Púccini var sett þar upp í fyrra. Vonandi mun Höllin duga á menn- ingarárinu sem nú er að hefjast, því þar verður annað tónverk um norrænar goðsagnir frumflutt, ballettinn Baldr eftir Jón Leifs. Baldr er auðvitað allt öðruvísi en Niflungahringur Wagners og tekur mun skemmri tíma en samt er um ógnarmikið sjónarspil að ræða. Reyndar frumflutti Sinfóníuhljómsveit Æskunnar verkið árið 1991 en þaö var aðeins konsertupp- færsla. Jón mun hafa hugsað sér Baldr fyr- ir hljómsveit, dansara, einsöngvara og kór, og þannig verður Baldr fluttur þann 18. ágúst. Óneitanlega er þetta mest spennandi tónlistarviðburðurinn á árinu, því allt getur komið fyrir. Jón var óskaplega mistækur, hann gat samið snilldarverk og líka skelfi- leg leiðindi og því má áætla að Baldr verði annaðhvort stórkostleg upplifun eða hrein- asta hörmung. Bara það að þetta er ballett er líka áhugavert eitt og sér, maður á ein- hvern veginn erfitt með að ímynda sér fólk dansandi við tónlist eftir Jón, því hann samdi aldrei neitt léttmeti. Tónlist hans er þess eðlis að manni finnst hálfpartinn að ballettdansararnir eigi að vera í góðum holdum, helst stórar og miklar fitubollur sem hoppa og skoppa eftir sviðinu og láta gólfið skjálfa. Það væri að minnsta kosti frumlegt. SALURINN er leigður út til tónleikahalds og fyrir upptökur, en hentar einnig afar vel fyrir móttökur, fyrirlestra og ráðstefnur af ýmsu tagi. SALURINN tekur 300 manns í sæti og er gott aðgengi fyrir fatlaða. Veitingasala er í húsinu. Bókanir og nánari upplýsingar eru í síma 5 700 400. Salurinn • Hamraborg 6 • 200 Kópavogi • Sími 5700 400 • Fax 5700 401 • salurinn@salurinn.is Nútímatónlist Jón Leifs átti frumkvæðið að stofnun Tónskáldafélags íslands og félagið mun ekki sitja auðum höndum á menningarárinu því íslensk tónlist verður þar í öndvegi. Geysimikil tónlistarhátíð hófst 29. janúar og henni lýkur ekki fyrr en um miðjan nóvem- ber. Hátíðin ber yfirskriftina íslensk tónlist á 20. öld og skiptist I þrennt. Fyrsti hluti verður helgaður íslenskri tónlist í upphafi aldarinnar og er þar um að ræða sígild verk sem samin voru á árunum 1900 til 1943. Annar hlutinn verður tormeltari, það er tímabilið 1944 til 1984 og verður lögð áhersla á tónsmíðar sem þóttu frumlegar á sínum tíma. Síðasti hlutinn verður trúlega mest spennandi en þá verður reynt að skyggnast til framtíðarinnar og þar verða yngstu tónskáldin í fararbroddi. íslensk nú- tímatónlist er stundum litrík og skemmtileg og ef marka má nokkra tónleika siðasta árs með yngstu tónskáldunum lofar framtíðin góðu. Kristján Jóhannsson Á Sinfóníutónleikum ársins verður ým- islegt annað en íslensk tónlist en þá má reyndar skjóta því að að sumir telja að und- ir íslenska tónlist flokkist ekki einvörðungu tónsmíðar heldur líka hljóðfæraleikarar og söngvarar. Samkvæmt því er alltaf islensk tónlist á Sinfóníutónleikum, líka þegar óp- erutryllirinn Aida eftir Verdi verður fluttur í Laugardalshöllinni 10. febrúar. Rico Saccani stjórnar og tekst það vonandi eins vel og þegar hann stjórnaði Turandot eftir Puccini í fyrra. Sýningin var listviðburður og ein glæsilegasta óperuuppfærsla á ís- landi fyrr og síðar. Tæknimenn voru búnir að magna hljómburðinn án þess að það

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.