Dagblaðið Vísir - DV - 08.02.2000, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 08.02.2000, Blaðsíða 2
2 ÞRIÐJUDAGUR 8. FEBRÚAR 2000 Fréttir Formaður umhverfis- og heilbrigðisnefndar, sem á þrjá ketti: Sektir innheimtar eins og önnur gjöld Mikil ólga hefur rikt vegna átaks Reykjavíkurborgar við að fanga flæk- ingsketti. Nú hafa meindýraeyðar borgarinnar farið í gegnum vestur- bæinn og byrjuðu veiðar í miðbæn- um í gærdag. Kattaeigendur í mið- bænum verða því að vera á varðbergi og halda sínum ferfætlingum innan- dyra. Samkvæmt upplýsingum frá hreinsunardeild borgarinnar hafa færri kvartanir borist úr miöbænum en vesturbænum. Þær séu um tíu talsins og sé fjöldi búranna í sam- ræmi við fjölda kvartana. Hrannar B. Amarsson, sem tók ný- lega við formennsku umhverfis- og heilbrigðisnefndar Reykjavíkurborg- ar, var inntur álits á átakinu. Sjálfur á hann þrjá ketti. „Meðan við höfum lausagöngu katta verða óumflýjanlega árekstrar. Borgaryfirvöldum ber skylda til að leysa úr þessu á eins mildan hátt og mögulegt er. Við höfum á undanfórn- um árum fengið mjög mikið af kvört- unum og athugasemdum vegna katta- halds og þessari reglugerð er ætlað að koma á móts við þær. Borgaryfir- völd geta ekki látið sem óánægja borgarbúa sé ekki til staðar,“ segir Hrannar. Skotnir fyrir fáeinum árum Hrannar sagði ekki nema nokkur ár frá því vandi vegna útigangskatta hafi verið leystur með því að skjóta ketti. Þannig væri þessi leið væg í samanburði. Hann sagði að þó mætti skoða betur nokkra þætti við framkvæmdina í ljósi reynslunnar. Hrannar sagðist aðspurður ekki kviða vikunni fram undan hvað við- kæmi sínum eigin köttum. - En ef einn kattanna sleppur út? „Ég myndi ná í hann og greiða þessi gjöld. Það fylgja því ákveðnar skyldur að eiga kött á sama hátt og því fylgja ákveðin réttindi. Við kattaeigendur verðum að sætta okk- ur við þennan pakka,“ segir Hrann- Húsleit lögreglu: Barnaklámefni hjá Steingrími Njálssyni Réttarhald fór fram í gær í máli ríkissaksóknaraembættisins gegn Steingrími Njálssyni vegna barna- klámefnis sem fannst á heimili hans á síðasta ári. Lögreglan í Reykjavik framkvæmdi húsleit heima hjá Steingrími i kjölfar þess að fyrrverandi blaðamaður DV kærði hann fyrir ítrekað síma- ónæði að næturlagi. Við húsleitina fann lögreglan 21 myndbandsspólu en á sex þeirra var klámefni, þar af barnaklám á þremur. Þegar Steingrimur var spurður út í barnaklámið í Héraðs- dómi Reykjavíkur sagöist hann hafa fundið spólurnar í ruslakörfu í biðstöðinni á Hlemmi. Spurður hvers vegna hann hefði verið í ruslinu á Hlemmi sagði Steingrím- ur að þetta hefði allt saman staðið upp úr ruslafótunni. Þess vegna hefði hann tekið efnið. Steingrímur Njálsson hefur set- ið í afplánun á Litla-Hrauni frá því í byrjun desember. Hann er að taka út 6 mánaða dóm fyrir ölvun- arakstur. Hann fékk svokallaða áminningu fyrir að hafa ónáðað fyrrverandi blaðamann DV. Viðurlög við vörslu á barna- klámefni eru einungis sektir. Dómsmálaráðherra hefur hins veg- ar lagt fram frumvarp um breyt- ingu á þeim lagaákvæðum. -Ótt Hrannar B. Arnarsson með kettina sína þrjá, Grámosa, Blíðu-Brand og Nótt. Hrannar og fjölskylda eru búsett í mið- bænum en átak til aö fjarlægja flækingsketti stendur einmitt yfir þar þessa viku. DV-mynd Teitur - Hvað um þá sem neita að borga innheimtugjöldin? „Það er skýr lagaheimild fyrir þessum sektum og ég reikna með að þau verði innheimt eins og önnur gjöld. Þetta er kostnaður sem fellur til og einhver verður að borga hann,“ sagði Hrannar. -hól Steingrímur J. telur lánið leika við jarðasöluráðherra: Heppnir að vera ekki dæmdir - jarðasölur verði stöðvaðar og samræmd stefna mótuð „Það er út í hött að verðlauna fólk fyrir góða frammistöðu í landkynn- ingarefnum með eyjum,“ segir Stein- grímur J. Sigfússon, sem hóf utandag- skrárumræðu á Alþingi í gær um sölu ríkisjarða. Þar beindi Steingrímur fyrirspumum til Davíðs Oddssonar. Davíð taldi að Björk Guðmundsdóttir ætti að fá að byggja hús í Elliðaey og búa þar endurgjaldslaust þar sem hún hefði getið íslandi meiri frægð og frama en allir aðrir íslendingar. „Þetta er prinsippmál og fyrir neð- an allar hellur að menn afgreiði slík mál eftir því hver á í hlut. Eiga ekki þegnar þjóðfélagsins að búa þarna við sama rétt? Ég held að efnaðir íslend- ingar sem vilja eignast jarðskika hafi nóga möguleika til þess að kaupa jarð- ir sem eru til sölu á almennum mark- aði,“ segir Steingrimur. Fráleit fálkaoröuviðbót „Það kom á daginn að menn eru ekki með það á hreinu eftir hvaða reglum eigi að fara í þessum málum, samanber það að íjöldi jarða hefur Steingrímur J. Sigfússon: „Fyrir neöan allar hellur að menn afgreiöi slík mál eftir því hver á í hlut.“ verið seldur án þess að þær hafi verið auglýstar. Það er brot á anda stjórn- sýslulaganna, sérstaklega 11. grein, sem mælir alveg skýrt fyrir um að í allri stjómsýslu skvúi gæta jafnræðis og sanngirni milli þegnanna. Það hafa fallið dómar í þá átt að vegna þess ákvæðis sérstaklega sé mönnum skylt að auglýsa. Þá segir reglugerð frá 1994 um meðferð eigna hins opinbera að þær beri að auglýsa ef þær eru til sölu og leita tilboða í þær. Ég er með gögn í höndum sem sýna það svart á hvítu að ráðherrarnir mega þakka fyrir að verða ekki hreinlega dæmdir ef þeir ekki auglýsa þessar eignir,“ segir Steingrímur, sem hvatti til þess á Al- þingi í gær að stöðva allar jarðasölur ríkisins. Setjast ætti yfir málin og móta almenna samræmda stefnu sem öllum ráðuneytum bæri að fara eftir. „Almenningur er naumast hrifinn af því að plokka út náttúruperlur í eigu ríkisins og selja þær eða gefa ein- staklingum. Hvaða eyju fær Kristján Jóhannsson, Friðrik Þór eða Vigdís? Þetta fólk er alls góðs maklegt en það er fráleitt að nota verðmætar jarð- eignir almennings sem verðlaun af þessu tagi, eins og einhverja viðbót við fálkaoröuna," segir Steingrímur. -GAR Stuttar fréttir i>v Heillaóskir Ólafur Ragnar Grímsson sendi í gær heillaóskaskeyti til Tarja Halonen, ný- kjörins forseta Finnlands. í skeytinu vísaði forseti íslands til langrar og náinnar sam- vinnu íslands og Finnlands, lýðveldanna tveggja í hinni nor- rænu fjölskyldu. Þá vonaðist hann til að hinn nýkjömi forseti sækti ísland fljótlega heim. RÚV greindi frá. Gegn stóriðju Naturs Naturvenforbund, stærstu náttúruvemdarsamtök Noregs, ætla að blanda sér í bar- áttu gegn virkjana- og stóriðju- framkvæmdum á Austurlandi og ef ósk um slíkt berst frá andstæð- ingum framkvæmdanna á íslandi munu þau beita Norsk Hydro þrýstingi. RÚV greindi frá. GSM í Júgóslavíu í dag verður Júgóslavía 62. rík- ið þar sem viðskiptavinir Símans GSM geta notað farsímann sinn. Ósáttir Líffæraþegar sem hingað til hafa farið utan í eftirlit era ósátt- ir viö þau viðbrögð Trygginga- stofnunar að taka ekki þátt kostn- aði þeirra vegna ferðanna. Ástæða neitunarinnar er sú að nú gefst kostur á að fara í eftirlit hér heima. Bylgjan greindi frá. 600 skilnaðarbörn Um 330 lögskilnaðir verða á hverju ári og eru þá ekki meðtal- in sambúðarslit. Á bilinu 500-600 börn verða þannig fyrir þeirri reynslu árlega að foreldrar þeirra skilja og vill ráðherraskipuð nefnd ganga langt til að tryggja rétt bamanna. Stöð 2 greindi frá. Forsvarsmenn allra sveitarfé- laga á höfuðborgarsvæðinu hafa sent samgöngu- ráöherra bréf þar sem þeir mótmæla harð- lega fyrirhug- aðri tillögu rík- isstjórnarinnar um niðurskurð á fé til vegaá- ætlunar á þessu ári. RÚV greindi frá. Frestað Indversk stjómvöld hafa farið þess á leit við embætti forseta ís- lands aö fyrirhugaðri fór forset- ans til Indlands 20. mars verði frestað. Ástæða þessa er sú að Bill Clinton kemur til Indlands þann 20. mars. Gert er ráð fyrir að ferð Ólafs verði í lok mars. RÚV sagði frá. Mikil spenna Mikil spenna ríkir víða um land vegna væntanlegra jarð- gangaáætlana og búast má við að þrjú verkefni verði sett í for- gang. Þau eru á Austurlandi, Siglufirði og á Vestfjörðum, en ekki er talið að endanlega verði gert upp á milli þeirra að sinni. Stöð 2 greindi frá. Efasemdir Minnihlutinn í bæjarstjórn Hafnarfjarðar efast um að nægi- legt fjármagn fáist til að gera þær breytingar á Reykjanes- braut sem meirihlutinn kynnti borgarafundi í gær. Stöð 2 greindi frá. Til íslands Guido Vent- uroni, formað- ur heymála- nefndar NATO, kemur í opin- bera heimsókn til íslands 7.-8. febrúar í boði Halldórs Ás- grímssonar utanríkisráðherra. -hdm

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.