Dagblaðið Vísir - DV - 08.02.2000, Blaðsíða 5

Dagblaðið Vísir - DV - 08.02.2000, Blaðsíða 5
ÞRIÐJUDAGUR 8. FEBRÚAR 2000 5 r>v Fréttir Aðstoöarlandlæknir um gagnagrunninn: Loðnuveiðin jöfn: Engin tímamörk á úrsögn - en börnin vandamál „Ég hvet alla sem á annað borð ætla að segja sig úr gagnagrunnin- um að gera það strax. Það er ekki eftir neinu að bíða,“ segir Matthías Halldórsson aðstoðarlandlæknir. „Þeir sem segja sig úr grunninum geta alltaf skráð sig í hann aftur ef þeir skipta um skoðun." Aðstoðarlandlæknir segir engin tímamörk á þvi hvenær hætt verður að taka við úrsögnum í grunninn. Menn geti gert það endalaust nema hvað að erfitt geti orðið í framtíð- inni að ná til baka þeim upp- lýsingum sem þegar eru komnar þangað. „Enn sem komið er eru engar upplýs- ingar komnar í miðlæga gagna- grunninn vegna Matthías Hall- þess að það er dórsson. eftir að ganga frá öllum samningum þar um,“ seg- ir Matthías Halldórsson aðstoðar- landlæknir. Ekki er enn ljóst hvernig staðið verður að skráningu barna og ung- linga í miðlægan gagnagrunn á heil- brigðissviði en að sögn aðstoðar- landlæknis ráða foreldrar yfir börn- um sínum fram að 18 ára aldri. Á móti kemur að samkvæmt áliti um- boðsmanns barna ber að spyrja böm áður en mikilvægar ákvarðan- ir eru teknar um framtíð þeirra: „Að sjálfsögðu þarf þá fyrst að út- skýra fyrir börnunum út á hvað málið gengur og leyfa þeim að segja sitt álit en ég viðurkenni að þetta liggur ekki alveg ljóst fyrir. Þá höf- um við sent lagastofnun Háskóla ís- lands erindi og beðið um álit hvað varðar rétt þeirra bama sem látast fyrir lögræðisaldur. Við erum að bíða eftir svari frá þeim,“ sagði Matthías Halldórsson aðstoðarland- læknir. -EIR Nýtt hótel á Suðurlandsbraut: Eigendaskipti tefja breytingar - 100 ný herbergi í júní „Þetta verður milliverðshótel, ætlað fyrir hinn almenna ferða- mann,“ segir Ólafur Haukur Magn- ússon, framkvæmdastjóri Fosshót- ela sem gert hafa samnig um leigu á nýrri 100 herbergja hótelbyggingu sem verið er að innrétta á Suður- landsbraut 12. Hlutafélagið Hamra, sem átti hús- ið, mun hafa selt það nýjum aðila og hafði það í för með sér nokkrar taf- ir á verkinu en Ólafur segir starfs- menn verktakans nú við vinnu í húsinu og reiknar með að Fosshótel geti tekið við því á umsömdum tíma, 15. júní. Auk herbergjanna 100 eiga að vera i byggingunni þrír ráð- stefnusalir en Ölafur segir viðbúið að þeir verði ekki tilbúnir til notk- unar um leið og hótelið verður opn- að. Hann segir nokkum skort á hót- elrými á höfuðborgarsvæðinu. í því samhengi má geta þess að nú er ver- ið að hanna viðbyggingu við Grand Hótel, neðan Suðurlandsbrautar. -GAR Suðurlandsbraut 12. Enn 300 þúsund tonn eftir DV, Akureyri: Loðnuveiðin hefur verið þokkaleg undanfarið, sérstak- lega hjá bátum með flottroll, en nótabátarnir hafa átt í tals- verðum erfiðleikum. Þeir hafa nú flestir tekið grynnri nætur um borð, enda reiknað með að loðnan fari að ganga upp á grunnin og þétta sig betur með hverjum deginum. Samkvæmt upplýsingum Félags fiskimjölsframleiðenda frá í gærmorgun nam heildar- aflinn á vertíðinni um 265 þús- und tonnum, 83 þúsund tonn veiddust á sumar- og haust- vertíð en frá áramótum, á vetrarvertíð, hafa veiðst 182 þúsund tonn sem er geysilega gott. Við bætast svo um 10 þúsund tonn sem erlend skip hafa landað hérlendis. Upphafskvóti, útgefinn sam- kvæmt tillögum Fiskistofu, nam 576 þúsund tonnum, þannig að nú eru óveidd ríf- lega 300 þúsund tonn af þeim kvóta. Hæstu löndunarstaðir eru Eskifjörður með 33.498 tonn, Neskaupstaður 29.157 tonn, Vopnafjörður 24.417 tonn, Fáskrúðsfjörður 17.335, Grindavík 14.237 tonn og Þórs- höfn 11.674 tonn. -gk i DAGANA 2. TIL 9. FEBRUAR. DEKK OG FELGUR OG MARGT FLEIRA. GAR VERÐ FRÁ 3.990 25-50% AFSLÁTTUR. UTVARP/GEISLI PREnlEPE' ÁnVr.2G.7GC NU 19.900 ÁÐÚÍÍ33.SSC Þ.RAÐLAUS GJORGÆSLA ASTANDi 19.900 ALFELGUR 30% AFSLATTUR 14" KR. 7.716 15" KR. 8.172 4 STK* ALFELGUR OG NY NEGLD DEKK 14" KR. 49.900 15" KR. 56.900 NY SNJODEKK 30% AFSLÁTTUR 155-10R13, KR. 165-70R13, KR. 175-70R13, KR. 175-70R14, KR. I85-70R14, KR. 175-65R14, KR. 185-65R14, KR. 195-65R15, KR. 2.845 3.111 3.102 3.467 3.780 3.731 4.091 4.537 JEPPADEKK 30% AFSLATTUR 235-75R15, KR. 7.016 30x9,50R15, KR. 7.583 31x10,50R15, KR. 8.033 4 STK. MEÐ 15x8 ÁLFELGUM 30" DEKK + FELGUR, KR. 74.900 31" DEKK + FELGUR, KR. 77.900 SENDIBILADEKK 30% AFSLÁTTUR 185-R14, KR. 4.804 195-70R15, KR. 5.946 20-40% AFSLÁTTUR OPIÐ FRA KL 8-20 DEKK OG FELGUR AF NÝJUM BÍLUM ÁLFELGUR. 16x7, 6 GATA, DEKK 245-70R, 4 STK. KR. 25.000 ALFELGUR. 16X7, 6 GATA, NY DEKK, 265-75R16, 4 STK. KR. 60.000 ALFELGUR, 15x6, 5 GATA, DEKK, 205-75R15, 4 STK., KR. 20.000 VERSLUN SU9URLANDSBRAUT 16 108 REYKJAVIK - s. 588 9747.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.