Dagblaðið Vísir - DV - 08.02.2000, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 08.02.2000, Blaðsíða 10
10 ÞRIÐJUDAGUR 8. FEBRÚAR 2000 Spurningin Fylgdistu með beinni út- sendingu sjónvarpsins í badminton um helgina? Guðbjört Gyifadóttir nemi: Já, ég sá örlítið af því, Siv Friðleifsdóttir var flott. Sigrún Hafþórsdóttir nemi: Nei, ég horfði ekki á það og hef ekki áhuga á badminton. Anna Gyða Pétursdóttir nemi: Nei, ég hef engan áhuga á badminton. Dagrún Antoinettep farðari: Nei, ég hef engan áhuga á badminton. Karólína Gunnarsdóttir nemi: Ég var ekki á landinu, ég var í fríi í Hollandi. Lilja Sigurbjörg Harðardóttir nemi: Nei, ég hef ekki áhuga. Lesendur Rokktónlist og bíl- skúrshljómsveitir - vantar húsnæði til samkomuhalds Oft þarf aö halda tónleika á stööum þar sem ekki komast allir inn sem vilja vegna mannmergöar eöa vegna aldurstakmarkana. - Hafi einhverjir hug á aö aöstoöa meö því aö útvega húsnæöi þá láti þeir vita, t.d. á þessum vettvangi. Sigurður Trausti Traustason, Guðný Lára Thorarensen og Birna Rún Sævarsdóttir skrifa: Stór hópur af ungmennum á við vanda að stríða. Þannig er mál með vexti að á undanfórnu ári hefur ver- ið mikil gróska í íslenskri rokktón- list, tónlistinni sem kannski er ekki spiluð í útvarpinu og mikið af svokölluðum bílskúrshljómsveitum láta mikið að sér kveða með og mæta 100-300 manns á hverja ein- ustu tónleika sem eru oft haldnir á lélegum stöðum þar sem oft komast ekki nærri allir inn sem vilja vegna of mikils af fólki og aldurstakmarks. Þegar þetta bréf er skrifað eru alla vega 10 hljómsveitir sem ég veit um sem eru húsnæðislausar og heft- ir það framför þessarar tónlistar. Fáir góðir staðir flnnast til að halda tónleika og er þessi hópur því nán- ast á götunni og getur ekkert að gert. Við höfum reynt flest; safnað undirskriftum, farið á fund ÍTR en ekkert heppnast og því erum við að skrifa þetta bréf og biðja íslenska fjölmiðla um aðstoð. Þetta er kannski ekki mjög stór hópur en nógu stór til þess að okkur finnist að hlusta eigi á okkur. Eða erum við kannski bara minnihlutahópur sem er ekki þess virði að hlusta á? Okkur finnst það ekki! Það eru bara góðir hlutir að ger- ast í þessari „senu“ eins og við köll- um þetta og byggist á bræðralagi og vináttu og það hefur aldrei neitt óskemmtilegt komið upp á tónleik- um. Fólk er með fordóma gagnvart þessum hópi sem samanstendur af fólki sem vill bara skemmta sér án alls vesens. Ef farið er t.d. á skemmtistað í borginni nú á dögum eru miklar lík- ur á að fólk sé barið eða rænt. Fólk á þessum stöðum er út úr heimin- um vegna áfengis eða annarra efna, og veit ekkert hvað það er að gera. Við ítrekum það að á svona tón- leikum hefur aldrei neitt slæmt gerst. Fólk hefur bara fengið það inn í kollinn á sér að við séum eit- urlyfjaneytendur, þjófar eða þaðan af verra. Var það ekki sagt um bítl- ana forðum að þeir væru frá „hinu illa“ eða eitthvað álíka. Við vonum að það verði eitthvert mark tekið á þessu bréfi, en ekki bara hent hent í ruslið og ekkert meir um það hugsað. Þetta er orðið mikið mál hjá stórum hóp af fólki og við biðj- um um hjálp! í hamingjuríkinu Misrétti Unnur skrifar: Ég hef áhuga á þjóðfélagsmálum og það er m.a. þess vegna sem ég sendi þessar línur. Ég vil t.d. ekki að barnabömin mín þrjú þurfi, þeg- ar þau verða á sama aldri og ég (fimmtug), að upplifa misrétti í launum fyrir vinnu sína eða fyrir það að tvö þeirra séu telpur. Við erum hamingjusamastir allra manna á jarðríki. „Meðallaun" landsmanna eru með þeim hæstu í heiminum. Hvergi er meiri bíla- eign, símaeign, tölvueign, ísskápa- eign, þvottvélaeign, ryksygueign og rafmagnstækjaeign yfirleitt. Maður bara tínir þetta til í svip. Við eigum allt nema samkennd með lítilmagn- anum. Við eigum mikla auðmýkt til gagnvart ríkisbubbum og öðru fólki sem er að gera verulega gott á kostnað okkar hinna. Á vissan hátt má líkja okkur við hvuttann sem sleikir höndina á húsbóndanum þegar hann hefur verið sleginn. Hvernig á að skilja ótrúlegt fylgi við Sjálfstæðisflokkinn og rikis- stjómina í heild öðruvísi en að helmingur þjóðarinnar séu stór- eignafólk, sjálfstæðir atvinnurek- endur eða sægreifar? Fólk á stjarn- fræðilega háum launum miðað við þá lægst launuðu - þ.e. fátæklinga þessa hamingjulands? Olíuvörur fyrir bifreiðar Skarphéðinn Einarsson skrifar: í nokkum tíma hafa Bónus-versl- anirnar boðið við- skiptavinum amer- íska vélarolíu frá Texaco (í 1 lítra pakkningu) á bíla á verði sem er langt fyrir neðan það sem annars staðar tíðkast hér, eða á kr. 176 lítr- ann. Munar um helmingi á verði við það sem gerist á bensínstöðvum olíufélaganna. Þessi olía var þó að- eins miðlungs (“medium") gæðaolia. Nú hefur Bónus hafið sölu á Mobil I frá Bandaríkjunum og er sú olía há- gæðaolía, talin ein sú besta sem völ er á í heiminum, enda notuð á bíla á keppnisbrautum víða um heim. Þessi olía hefur fengist hjá Olís í mörg ár og þá frá Frakklandi eða Þýskalandi, en ekki selst vel sökum þess hve dýr hún þykir, eða um 870 kr. lítrinn. En nú býður Bónus Skarphéðinn Einarsson. [L[1@[1IMI[d)/S\ þjónusta allan sólarhringinn H H r \ r-1 r\-i") r-1 Lesendur geta sent mynd af sér með bréfum sínum sem birt verða á lesendasíðu Olíuvörur ýmissa tegunda hafa veriö á markaöinum hér, en undanfariö hafa oröiö breytingar í þá átt aö fleiri en olíufélögin bjóöa þessa vörutegund og á lægra veröi en þau. þessa olíu á 399 kr. lítrann. Mis- munur er því tæpar 400 kr. Þetta dæmi sýnir það skeytingarleysi ol- íufélaganna að kaupa allar olíuvör- ur frá Evrópu þar sem verð á þess- um vörum er geysihátt. Ef olíufélög- in fiyttu inn olíuvörur frá Banda- ríkjunum í miklu magni væri verð- ið enn lægra en hjá Bónusi sem sel- ur ekki mikið af olíunni. Er ekki kominn tími til aö láta af hefðinni og kanna hvar hagkvæm- ast er að kaupa inn? En það virðist vera frá Bandaríkjunum og Kanada. En öll þau merki sem hér eru á boðstólum eru amerísk (þ.e. móður- félögin), t.d. Mobil-Texaco, Exon (Esso) Shell, Castrol o.fl. Jafnvel má fá varahluti í japanska bíla frá Bandraíkjunum á lægra verði, t.d. dekkin eins og alkunna er. - Og um tíma var ódýrara að kaupa Scania- vörubíla frá Ameríku þótt fram- leiðslan væri í Svíþjóð. DV Borgin og hús- næðismálin J.M.G. skrifar: Á valdatíma sjálfstæðismanna í Reykjavík lögðu hinir flokkamir sem þá voru ekki feimnir við að kalla sig vinstriflokka mesta áherslu á húsnæðismálin, og aö borgin þyrfti að byggja fleiri leigu- íbúðir. Nú eru þessir vinstriflokkar við völd í Reykjavík og kenna sig við félagshyggju. Þeir hafa hins vegar brugðist alþýðunni hrapa- lega í húsnæðismálunum. Stéttarfé- lagið Efling sem er risi á brauðfót- um ætti að minnast þess að mesta kjarabótin væri að aflétta húsnæð- isokrinu með auknu framboði af íbúðum. Eftir stríðið urðu bragga- byggingar alþýðunni til bjargar. Fólkið sem flúði af landsbyggðinni til Reykjavíkur gat sest að í brögg- unum á meðan það var að koma undir sig fótunum. Kannski eru braggarnir mesta guðsgjöf sem ís- lensk alþýða hefur fengið í 1100 ár. Sum sveitarfélög létu rífa viðlaga- sjóðshúsin svo fátækt fólk gæti ekki flutt inn i þau, en sjálfstæðis- menn leyfðu bröggunum að standa og það varð fólki til bjargar þá. Er réttlætinu fullnægt? Veröandi fangi sendir þessar línur: íslenskt dómskerfi er sífellt í umræðunni. - Ýmsir dómar hafa að undanfórnu vakið furðu al- mennings. Svo sem sýknudómar yfir fikniefhainnflytjendum og barnaníðingum. Næstum á hverj- um degi getur að líta í DV frétt um einhverja skilorðsbundna dóma fyrir glæpi eins og rán og líkams- meiðingar. Þetta virðast þá vera smáglæpir. En þeir sem aka án ökuleyfis eru greinilega taldir mun hættulegri samfélaginu en t.d. dópsalar, sjoppuræningjar, handrukkarar eða barnaníðingar. Ég er einn af þessum hættuleg- ustu. Ég hlaut fyrir stuttu 3 mán- aða fangelsisdóm fyrir að aka rétt- indalaus. Allar tilraunir mínar til að sleppa við fangelsisvistina eru án árangurs hingað til. Og nú skal maður settur inn. Ég gat ekki einu sinni fengið fangelsisdóminum frestað um einn og hálfan mánuð jafnvel þótt ég sem skipverji á loðnubáti hafi meginhluta tekna minna einmitt á næstu 2 mánuð- um. Svona er kerfið, og það ætlar að gera mig að betri manni með 3 mánaða fangelsisvist. Ég er nokk- uð viss um að það verkar þveröf- ugt. En mun koma í ljós. Ríkisstjórn og alþingismenn Halldór Vigfússon skrifar: Ég reikna með að alþingismenn og einstaklingar í ríkisstjórn vUji njóta viðunandi siðferðisálits hjá bönkum og öðrum fjármagnsstofn- unum (og fyrirtækjum). En hvað með siðferðisálit gagnvart ykkur hjá örorku- og ellUífeyrisþegum? Þeirra laun hafa setið á hakanum árum saman. Það er ekki verið að gefa þessu fólki neitt; það hefur áratugum saman greitt tU trygg- ingamála ríkisins. En það sem þessir menn ætla þessu fólki nægir engan veginn. Hvar er ykkar sið- ferði, þingmenn og ríkisstjóm? Er ekki kominn tími tU að vakna af dvala siðleysisins og afnema skerð- ingu á bótagreiðslum. Burt með skatta af þessum greiðslum. Leðurstígvél hurfu í Skautahöllinni Heiða Björk skrifar: Ég var í SkautahöUinni í Reykja- vík sunnud. 6. febrúar sl. mUli kl. 15 og 16. Einhver hefur tekið í mis- gripum svört kvenmannsstígvél á staðnum á þessum tima og farið með þau. Nú skora ég á þann hinn sama að skUa stígvélunum aftur í SkautahöUina þar sem ég tilkynnti hvarfið á stígvélunum eða hringi í mig í síma 587 9861 eða 699 1022 sem aUra fyrst.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.