Dagblaðið Vísir - DV - 08.02.2000, Blaðsíða 11

Dagblaðið Vísir - DV - 08.02.2000, Blaðsíða 11
UV ÞRIÐJUÐAGUR 8. FEBRÚAR 2000 enning „ Hörður Áskelsson, orgelleikari og kórstjóri. Jónas Ingimundarson píanóleikari. Rico Saccani hljómsveitarstjóri. Björn Steinar Sólbergsson orgel- leikari. Umsjón Silja AJalsteinsdóttir íslensku bókmenntaverðlaunin fyrir árið 1999: Skáldið sem vill komast Eiginlega hefur verið vitað allt frá káputextanum aftan á Ljóðasmygli og skáldaráni sem kom út 1995 þegar Andri Snœr Magnason var 22 ára að hann ætti eftir að komast langt. „Ljóðasmygl og skáldarán er fyrsta bókin í nýjum flokki hasarljóða, “ stendur þar: „Á miðhálendi íslands hafa illvíg leynisamtök stundaó neð- anjarðartilraunir á atómljóðum. En eitthvað fer úrskeiðis og nókkur þeirra sleppa upp á yfirborð jarðar ... Væntanlegar bækur úr smiðju höf- undar: Dauðaljóðið, Ljóðið í hrað- lestinni, Ljóðavélinni rœnt. “ Lært skáld Andri Snær, sem í gær hlaut íslensku bókmenntaverðlaunin langyngstur rithöf- unda og fyrstur bamabókahöfunda, hefur farið klassíska leið að sínu fagi: Lesið mikið. Hann hefur aflað sér orðaforða á skáldamiðum og bæði í ljóðum og sögum vísar hann hiklaust og oft afar skemmti- lega i bókmenntaarfinn. í áðumefndri fyrstu ljóðabók hans situr til dæmis á einum stað ungur maður undir styttunni af Jónasi 1 Hljómskálagarðinum og er að velta fyrir sér með hverju þeir hjá Mac Donalds drýgi kjötið 1 hamborgurunum þegar þröstur kemur „með fjaðrabliki“ og beinir tísti sínu að styttunni: „Heyrðu gæturðu nokkuð lýst þessum engli með rauða skúfinn örlítið betur.“ Bónusljóð sín (1996) byggir Andri Snær djarf- lega upp með vísunum í Gleðileikinn guðdóm- lega eftir Dante. Eins og segir í frábærum kápu- texta hefst ferðin „í aldingarðinum (grænmetis- deildinni) með öllum forboðnu ávöxtunum. Fljót- lega færist leikurinn þó í niflheim niður (frystikistur og kæligeymslu) en þaðan er les- anda svipt af hvítum stormsveip inn i hinn ógur- SbJP Andri Snær Magnason - rithöfundur með ástríðu. lega hreinsunareld (hreinlætisvörurnar).“ Ekki er að ástæðulausu nefnd hér alúð Andra Snæs við káputexta bóka sinna. Ástríða hans hefur frá upphafi verið að koma efni sínu til sem flestra - í þeirri góðu trú að fólk hefði gaman af þvi ef það bara gæfi því sjens. Aðalsmerki hans er raunar trú hans á að fólk vilji taka við bók- menntum og öðru vönduðu efni til skemmtunar og fræðslu ef það fær tækifæri til þess - jafnvel gömlum rímnaupptökum úr geymslum Stofnun- ar Árna Magnússonar. Eiginlega er Andri Snær upplýsingarmaður! En gagnstætt mörgum þeim gömlu er hann afar aðlaðandi rithöfundur - sem 'l\fólksins ekki sést síst í téðum Bónusljóðum sem hann seldi Jóhannesi í Bónusi og sá útbýtti meðaf fjöldans í verslunum sínum. Táknræn pólitísk og trú- arleg barnasaga Eðlilegt er fyrir höfund sem vill komast til fólksins að snúa sér næst að barnabókmenntum. Það gerðu upplýs- ingarmenn einmitt! Og fagnaðarefni er fyrir barnabókmenntafræðing að bamabók skuli nú heiðruð svona eftir- minnilega. Einnig gleður gamlan rót- tækling að rammpólitfsk bók eins og Sagan af bláa hnettinum skuli verð- launuð. Án þess að predika sýnir hún lesendum hvemig ofgnótt á einum stað kallar á örbirgð á öðrum stað og hvern- ig samlíðunin með öðrum þverr með ofgnóttinni. Þó er þetta margræðari saga en svo að eitt orð lýsi henni. Hún er líka táknræn en táknin standa sjálfstætt eins og vera ber í bamabók. Og talandi um vísanir þá verður óvæntur fundur regnhlífar og saumavél- ar á skurðarborði á einum stað í sögunni! Grunnur sögunnar er trúarlegur; hún byrjar í paradís og lýsir því svo á lifandi hátt hvernig ormurinn kemur inn í hana og spillir henni - en á nýstárlegan hátt með meiri hamingju, ekki minni. Spumingin verður bara til hvers allt það sólskin leiðir. Sagan er líka raunsæ í sálfræðilegum skilningi því hún kennir börnum á fullorðið fólk: látum það bara halda að það ráði öllu þá höfum við það f hendi okkar! Loks sýnir hún og sannar að dýrmætasta frumefnið í öllum heiminum - það er æskan. -SA Hlnefningar til Menningarverðlauna DV í tónlist: Magnið svakalegt Tríó Reykjavíkur og Siguröur Ingvi Snorrason klarínettuleikari. „Náttúrlega var mikið á seyði eins og ævin- lega,“ sagði Jónas Sen, formaður tónlistarnefnd- ar Menningarverðlauna DV, þegar hann skilaði inn tilnefningum. „Magnið var svakalegt en gæðin kannski upp og ofan. Raunar var ekk- ert svo erfitt að velja til- nefningar því toppamir voru ekki margir." - Hvað með efnisval? „Fjölbreytnin er alveg þokkaleg,“ ségir Jónas, þó með nokkrum sem- ingi. „Maður er orðinn svolítið leið- ur á íslenskum og þýskum tón- skáldum hjá söngvurum. Hér halda menn sig mestmegnis við Evrópu en nokkur lönd verða þó útundan að ósekju, til dæmis Spánn og Rúss- land. Gaman væri að fá meira það- an á þessu ári. Nútímatónlist hefur verið nokkuð bundin við Island nema hvað Caput-hópurinn hefur haft víðari sjóndeildarhring. Nú hefur ný tónlistarvalsnefnd Sinfón- íuhljómsveitarinnar ákveðið að nú- tímatónlist komi víðar að og þeirri stefnubreytingu ber að fagna.“ Með Jónasi i tónlistamefnd sitja Bergljót Anna Haraldsdóttir dag- skrárgerðarmaður og Hávarður Tryggvason tónlistarmaður. Til- nefningar til Menningarverðlauna DV i tónlist hlutu að þessu sinni: Hörður Áskelsson, orgelleikari og kórstjóri Hörður stjórnar Schola Cantor- um og Mótettukómum og flutning- urinn á hinum ósyngjandi Hafis eft- ir Jón Leifs var stórkostlegur. Einnig var uppfærsla Harðar á h- moll messu Bachs frábær. Tríó Reykjavikur og Sigurður Ingvi Snorrason klarínettuleik- ari Tríóið flutti ásamt Sigurði Ingva kvartett um endalok tímans eftir franska tónskáldið Olivier Messi- aen, og er óhætt að segja að það hafi verið einhver magnaðasti tóna- seiður sem hér hefur verið fram- inn. Jónas Ingimundarson píanóleik- ari Jónas er listrænn ráðunautur Salarins í Tónlistarhúsi Kópavogs sem var vígður í upphafi ársins. Tónleikahald þar var metnaðarfullt og tónleikaröðin Tíbrá var kær- komin tilbreyting í tónleikaflóruna. Rico Saccani hljómsveitarstjóri Saccani setti upp Turandot eftir Puccini í Laugardalshöllinni, og hafði tæknimönnum tekist að magna upp hljómburðinn án þess að það virkaði óeðlilega. Útkoman var ein glæsilegasta óperusýning sem hér hefur verið sett upp. Björn Steinar Sólbergsson orgel- leikari Bjöm Steinar frumflutti á íslandi ásamt Sinfóníuhljómsveit íslands orgelkonsert Jóns Leifs. Konsertinn er afar erfiður, en túlkun Bjöms Steinars var ekki aðeins fyrirhafn- arlaus heldur svo mögnuð og kraft- mikil að hjartveikir áheyrendur voru nánast í lífshættu. íslensku bókmennta- verðlaunin Innilegar hamingjuóskir fá þeir frá menningarsíðu DV Ándri Snær Magnason og Páll Valsson sem í gær hlutu ís- lensku bókmennta- verðlaunin fyrir bamabókina Sagan af bláa hnettinum og ævisögu Jónas- ar Hallgrímssonar. Skáldævisögur og ævisögur skálda virðast eiga nokk- uð greiða leið að þessum verðlaun- um og mættu verðlaunaglaðir menn taka nótis af því! Hins vegar brýtur Andri Snær blað með því að hljóta verðlaun fyrir bamasögu og er því sérstaklega fagnað. Vert er að minna á aö bók Andra er einnig tilnefnd til barna- bókaverðlauna Fræðsluráðs Reykjavíkur og nær sú tilnefning einnig til myndrænnar útfærslu sögunnar sem Áslaug Jónsdóttir sá um. Það er ekki síst bókin sem gripur með leturbreytingum sín- um og áhrifamiklum myndum sem laðar börn að sögunni. Þúsundir sáu Louisu í frétt frá Gallerí Fold kemur fram að yfir fimm þúsund manns hafi séð sýningu á verk- um Louisu Matthíasdótt- ur, sem þar var haldin 29. janúar til 1. febrúar sl. Það verður að teljast mjög góð aðsókn þegar haft er í huga að sýningin var að- eins opin í fjóra daga. Þetta var sýning á verk- um frá því snemma á ferli Louisu sem sjaldan hafa sést opin- berlega og var bæði gaman að sjá þau og sjá einnig hvað henni átti eftir að fara fram - því þama grunar augað sums staðar aðeins þann sérstæða stíl sem átti eftir að gera Louisu heimsnafn. Sérstak- lega skemmtilegt - og til eftir- breytni - var að skoða myndirnar sem hún hafði gert sem ungur myndlistarmaður fyrir forsiðu danska blaðsins Politiken á 4. ára- tugnum. Til huggunar fyrir þá sem misstu af sýningunni i Gallerí Fold má nefna að stór sýning verð- ur haldin á verkum Louisu, eigin- manns hennar og dóttur í Hafnar- borg næsta sumar. Aida Hér á siðunni kemur fram að Rico Saccani er tilnefndur til Menningarverð- launa DV fyrir óp- eruuppfærslu sína á Turandot eftir Puccini í fyrra, og af því tilefni minn- um við á óperu- uppfærsluna á Aidu eftir Verdi í Laugardalshöll núna í vikunni: á fimmtudagskvöldið kl. 19.00 og laugardaginn kl. 16.00. Þegar þetta er ritað er ekki uppselt enn. Þetta er fjölmennasta verkefnið sem hljómsveitin hefur staðið fyr- ir á 50 ára ferli sínum, en alls eru þátttakendur nokkuð á þriðja hundrað manns. Einsöngvarar eru Lucia Mazzaria, Kristján Jóhanns- son, Larissa Diadkova - sem talin er besta Amneris í heiminum í dag -, Michail Ryssov, Ciancarlo Pasquetto, Guðjón Óskarsson, Þor- geir Andrésson og Sigrún Hjálmtýsdóttir. Einnig taka þátt í uppfærslunni Kór íslensku óper- unnar, Kór Söngskólans í Reykja- vík og Karlakórinn Fóstbræður. Dansarar eru Hrefna Hallgríms- dóttir, Sveinbjörg Þórhallsdóttir og Jóhann Freyr Björgvinsson. Hljómsveitarstjóri er Rico Saccani sjálfur. Uppfærslan er undir merkjum M-2000.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.