Dagblaðið Vísir - DV - 08.02.2000, Blaðsíða 13

Dagblaðið Vísir - DV - 08.02.2000, Blaðsíða 13
ÞRIÐJUDAGUR 8. FEBRÚAR 2000 13 Karlastælar í sjónvarpinu Úr karlaseríunni Shasta McNasty: Hér stöndum viö. Hér liggja þær.... Ekki alls fyrir löngu komust eigendur banda- rískra sjónvarpsstöðva að þvi að landið er fullt af týndum sauðum. Að í Bandarikjunum er stór hópur hugsanlegra not- enda sem eru að mestu hættir að horfa á sjón- varp af því að dag- skrámar eru þeim ekki að skapi. Hér er einkum um að ræða karlmenn, einhleypa, á aldrinum 24 til 49 ára, sem finnst að sjónvarpsþættir og bíómyndir séu stútfull af „pólitískri réttsýni" þar sem sífellt er verið, með beinum hætti og óbeinum, að ala menn upp í heil- brigðu líferni og góðum siðum, kurteisi og tillitssemi við konur og börn og tilfmningar annarra. Gangsókn gegn skjáfælni Körlum finnst lítið til koma, gott ef þeim finnst ekki að sífellt sé í sjónvarpi verið að draga upp nei- kvæða mynd af þeim sjálfum og grafa þar með undan þeirra sjálfs- trausti og reka enn fleiri nagla í lik- kistu hins sterka kyns sem einu sinni var. Og sem fyrr segir, þeir yf- irgefa sjónvarpið og kveikja á tölv- unni þar sem þeir geta verið í ak- sjón og lamið og skotið mann og annan og sprengt hús og bíla í klessu með hraða og gauragangi. Sjónvarpsrekendur hafa nú fund- ið ráð við þessari skjáfælni karla. Þeir keppast nú við að bjóða rásir og dag- skrár þar sem séð er fyrir þörfum hinna týndu sauða, sem hafa að sjálfsögðu verið rannsakaðar og færðar á kort af fjölmiðlafræðingum og sölustjórum. Karlþemban og karl- remban koma aftur með glaðbeittum töffaralátum í orði og verki. Spjallþættir eru til dæmis þannig upp byggðir að tveir eða þrír karlar sitja í sófa, þamba bjór, tala um fótbolta eða box, segja brennivínssögur eða vafasama brandara um konur (sumir þættir byggja nær eingöngu á þeim). En á meðan snúast í kringum þá girni- legar stelpur lítt klæddar eða hoppa í kringum þá á trampolínum. Inn i þessar ræður er svo skotið tíðind- um úr kappakstri eða sýnishomum úr bláum kvikmyndum. Ef gestir koma að spjalla við þáttastjóra þá eru það helst stjömur úr kyn- lífsiðnaðinum, hver annarri eld- hressari eins og að líkum lætur. Ekki má af þeim líta Körlum í mark- hópnum er lofað því á slíkum rás- um að þeir muni svo sannarlega ekki þurfa að leggja á sig þær hörmungar að sjá bíómyndir þar sem söguhetjan „finnur aftur barn- ið í sjálfum sér eða leitar að sínum innilegustu tilfmningum". Sauðim- ir týndu, sem smala skal heim að skjánum, fá „hreint testosteron" beint í æð í kvikmyndum sem krauma af sóðalegu ofbeldi, geypi- légum slagsmálum og grófu sexi ómældu. Á aðeins einu ári hefur of- beldið aukist um 75% í bandarísku sjónvarpi og þótti þó ærið fyrir. Rammar sem settir eru um klám þenjast út jafnt og þétt og „erótískt innihald" i stórum kapalkerfum hefur aukist um 77%. Það fylgir sögunni að þessi hneigð sé alls ekki bundin við Bandaríkin ein, mörg Evrópulönd, ekki síst Þýskaland, em á svipuðu róli. Enda er karlþemban vinsæl, eykur áhorf að miklum mun og dregur að dagskránum marga glaða auglýsendur bjórs og bila og bor- véla. Og af því íslendingar skamm- ast sín sárlega ef þeir dragast aftur úr öðmm i þróun, þá getum við bú- ist við stóraukinni fyrirferð efnis af því tagi sem nú var nefnt hér og þar I okkar sjónvarpsheimi. Þeir sem hafa eins og hendi væri veifað gert súludans að stóriðju munu ekki láta sitt eftir liggja. Þegar femínistar byrjuðu á sín- um tima að rýna í samfélagið höll- uðust þær mjög að því að karl- mennskan væri stórlega varasöm og gott ef ekki svínsleg í sínu eðli. Altént væri brýnt að blanda í hana góðum skammti af kvenleika ef ekki ætti illa að fara. Og líklegt er að þær verði ekki hissa á þeirri fjöl- miðlaþróun sem nú var á minnst: Hvað sögðum við ekki - það má aldrei af þessum strákösnum líta... Árnl Bergmann Kjallarinn Árni Bergmann rithöfundur „Þaö fylgir sögunni aö þessi hneigö sé alls ekki bundin viö Bandaríkin ein, mörg Evrópulönd, ekki síst Þýskaland, eru á svipuöu röli. Enda er karlþemban vinsæl, eykur áhorf aö miklum mun og dregur aö dagskránum marga glaöa auglýsendur bjórs og bíla ogborvéla.u Karvelslögin í ríflega 12 ára starfi mínu í þjónustu Öryrkjabandalagsins hef- ur mér komið mest á óvart hversu vítt það málasvið er sem við er að fást, hversu fjölþætt málin eru og um leið oft margflókin. Þó er ein- kenni þeirra allra þegar grannt er að gáð hið sama, því kjara- og rétt- indabarátta er alfa og ómega þess alls. Alltof mörg eru þau sann- gjömu réttindi sem enn eru ófeng- in, önnur og þau skipta þó megin- máli eiga enn afar þungfæra leið til leiðréttingar, enn önnur ótrú- lega nýlega fengin. Breytt frumvarp Eins og áður oft staldrar hugur minn við áratugsgömul lög um réttindi sjúklinga, sjúklingatrygg- inguna, svo sjálfsögð að okkur finnst, en þó svo nýfengin og ótrú- legir þröskuldar verið í vegi í framkvæmd allri og augljósar lag- færingar ekki einu sinni hrokkið til. Ég er hér að tala um Kar- velslögin svokölluðu, sem réttilega eru nefnd eftir góðvini mínum Karvel Pálmasyni sem á fyrir það frumkvæði sitt og mikla mála- fylgju á sínum tíma æmar þakkir svo ótalmargra. Karvel vildi í kjöl- far eigin reynslu rétta hlut þeirra sem lentu í hremmingum og heilsutjóni af völdum aðgerða í heilbrigðisþjón- ustu okkar. Upp- runalegu frum- varpi Karvels var breytt í með- fórum þingsins svo ekki kom að eins afdráttar- lausu gagni og hann hefði sjálf- ur viljað en laga- setningin var samt afar mikil rétt- arbót. Það er ekki aðeins svo að fólk fái ákveðnar bætur - alltof iágar að vísu - heldur er ekki síðri sú viðurkenning sem þannig fæst á því að fólk hafi haft rétt fyrir sér. En saga Karvelslaganna í fram- kvæmd er næsta grátleg og ýmsir steinar í götu lagðir. Sakir þess aö löggjafinn setti sjúklingatrygging- una í slysatryggingar almanna- „Nú er þaö svo aö viö eigum al■ mennt hiö ágætasta samstarf viö þessa stofnun og mætum þar skilningi og velvild yfirgnæfandi, en því sárara er þegar málum er þar í sjálfheldu haldiö í ósanngirni rökleysunnar.“ enn og aftur trygginga þótti óheimilt að greiða ör- yrkjum bætur, þótt heilsutjón þeirra til viðbótar fyrri örorku væri fullsannað og til þess nýtt önnur ákvæði laganna. Sig- hvatur Björgvinsson, tryggingaráðherra þá, brást snöfurlega við - lagabreyting fékkst fram eftir vinnu starfshóps og leiðrétting fékkst fram og þó. Úrskurður í endurupptöku Nú var sá þrösk- uldur í vegi fyrir að Tryggingastofnun hafnaöi því að greiða bætur sjúklingatryggingar til þess fólks sem hlaut hreina ör- orku í framhaldi af aðgerðum í heilbrigðisþjónustunni. Þeim sem harðast urðu úti var synjað um réttmætar bætur af þvi að það fólk fékk sinn lífeyri eins og aðrir ör- yrkjar, að sjálfsögðu. Þó var þama um grundvallaratriði að ræða bak við lögin af Karvels hálfu. Eftir langt þref um þessi mál þar sem ósveigjanleiki einn réði fór var leitað til Umboðsmanns Alþingis. Nú loks er sá úrskurður fenginn sem a.m.k. okkur Karvel kemur ekki á óvart, þ.e. „að ekki hafi verið heimilt að synja N N um greiðslu örorkubóta skv. sjúklingatrygg- ingu með þeim rök- um að greiðslur slikra bóta og al- menns örorkulífeyris geti ekki farið sam- an“. Fullur sigur fenginn eða hvað? Úrskurðurinn send- ur til Tryggingastofn- unar til leiðréttingar í endurupptöku, en þar á bæ þótti mönn- um rétt að senda úr- skurðinn til Úrskurð- amefndar almannatrygginga sem vonandi fer að eindregnum úr- skurði Umboðsmanns. Nú er það svo að við eigum almennt hið ágætasta samstarf við þessa stofn- un og mætum þar skilningi og vel- vild yfirgnæfandi, en því sárara er þegar málum er þar í sjálfheldu haldið í ósanngimi rökleysunnar. En aðalatriðið er þó það að Kar- vel Pálmason fái sitt góða mál í framkvæmd rétta og þar með fái fólk réttmætar bætur og sjálfsagð- ar um leið. Helgi Seljan Kjallarinn Helgi Seljan . tramkvæmdastjóri Öryrkjabandalagsins Með og á móti Tvískipting símaskrárinnar Ný símaskrá kemur út á vordög- um. Verður hún tvískipt eins og í fyrra sem þýðir að höfuðborgar- svæði, ýmsar upplýsingar og gulu síðurnar verða í fyrra bind- inu en símanúmer á lands- byggðinni, svæðisnúmer 42-48, verða í seinna bindinu. Skiptar skoðanir eru um þetta fyrir- komulag og sýnist sitt hverjum. Mikill doðrantur „Ég sé einfaldlega ekki hvemig hægt er að komast hjá því að tviskipta símaskránni. Þetta er mik- ill doðrantur og fer stækk- andi með hverju árinu. Þcæ að auki er tviskiptingin nokkuð eðli- leg, miðað við algengustu notkun sima- skrárinnar. Hins vegar vildi ég gjaman sjá tvískiptingu símaskrárinnar fara fram meö öðrum hætti, lík- ari því sem þekkist erlendis. Þá væri skránni ekki skipt eftir landsbyggð og höfuðborgar- svæði, heldur eftir atvinnu- rekstri annars vegar og nöfnum hins vegar. Slíkt skipting væri ekki sist jákvæð fyrir lands- byggðina, þvi þá væri fyrirtækj- um úti á landi gert jafn hátt undir höfði með staðsetningu í símaskránni og fyrirtækjum á höfuðborgarsvæðinu. Þar væri fyrirtækjum raðað eftir þjón- ustugreinum, sem mundi auka notagildi símaskrárinnar veru- lega. Ég held að með slíkri skiptingu yrðu skrárnar tvær einnig jafnari að stærö.“ Eitt bindi hagfelldara „Oft þarf ég að leita í nöfnum í símaskrá, innan bæjar sem utan. Oft kemur það fyrir að ég þarf að hringja út á land. Verður mér þá á að grípa til stóra bókarinnar, hef gleymt því að önnur síma- skrá er einnig til. Hún er ekki þykk. En þar er að finna öll símanúmer- in úti á landi. Oft angrar það mig að þurfa að leita í litlu bókinni að númerum þegar ég hef tekið þá stóm í hendumar. Varla hef- ur þessi skipting símaskrárinnar verið gerð til að spara því ódýr- ara er að prenta eina bók og binda en tvær. Væri vitlegra og hagfelldara að gefa slíka bók út annað hvert ár en á hverju ári því að breytingar sem verða á búsetu, svo og á fjölgun númera, mætti gefa út í lítilli bók það ár sem nýrri útgáfu á símaskránni væri gefið frí. Þetta er nú mín til- laga en þegar eitthvað á að spara er reyndar oft lítið á það hlust- að.“ -hdm/hlh Kjallarahöfundar Athygli kjallarahöfunda er vakin á því að ekki er tekið við greinum í blaðið nema þær berist í stafrænu formi, þ.e. á tölvudiski eða á Netinu. DV áskilur sér rétt til að birta aösent efni á stafrænu formi og í gagnabönkum. Netfang umsjónarmanns er: gra@ff.is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.