Dagblaðið Vísir - DV - 08.02.2000, Blaðsíða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 08.02.2000, Blaðsíða 15
ÞRIÐJUDAGUR 8. FEBRÚAR 2000 15 Lislræn á efri árum Viðmælendur Tilverunnar í dag eiga það allir sameiginlegt að vera hættir hefðbundnum störfum sökum aldurs. En það er fjarri því að þetta ágæta fólk sitji með hendur í skauti heldur stundar það handverk af miklum móð og ekki verður annað sagt en afraksturinn sé hinn glæsilegasti. Gunnar Davíðsson smiður: Held áfram meðan kraftar endast Hér hef ég aðstöðu fyrir verkfæri mín og nýti mér hana til þess að dunda við smíðar. Nú smíða ég aðallega lampa og þá helst borðlampa," sagði Gunnar Davíðsson húsasmiður sem hefur síður en svo lagt iðn sína á hilluna heldur smíðar hann m.a. hillur sjálfur. Gunnar býr ásamt eiginkonu sinni í hjónaíbúð á vegum dvalarheimilisins Áss í Hveragerði. Hann hefur ágæta aðstöðu fyrir iðn sína í útihúsi við Frumskógana. „Ég er hér upp á hvern einasta dag, frá hádegi og til kl. fjögur, og smíða, renni, lakka og laga. Aðstaðan hér er mjög góð, hér hef ég mín eigin verkfæri og geymslu. Vinur minn, hann Magnús, fær svo líka lánaða aðstöðuna hjá mér en hann er nú að smíða líkan af skipi.“ Gunnar kvaðst lítið selja af þvi sem hann smíðar, það færi frekar í gjafir til vina og vandamanna. Þó sagðist hann selja eitthvað af munum á basar dvalar- heimilisgesta. „Nú er ég að smíða hom- hillu en lampana mína get ég víst ekki sýnt þér, þeir eru allir farnir, utan þessi hér,“ segir Gunnar og dregur fram forláta borðlampa. „Svo tók ég upp á því í fyrra að búa til óróa úr tré. Þetta er skemmtileg vinna en dálítið erfið. Beygja þarf viðinn á réttan hátt og svo mála ég mynstur á hann.“ Gunnar er fæddur á verkalýðsdegin- um, 1. maí, og eins og sannur hand- verksmaður ætlar hann að halda áfram meðan kraftar endast. -eh Gunnar vinnur í smiöju sinni á hverjum degi. DV-myndir E.H. „Arnfríður segir að ég hafi aldrei getað rekið nagla í neitt án þess að beygja hann. Hér fórum við bæði á leirnámskeið og þar uppgötvaði ég, mér til mik- illar furðu, að ég hef heilmikla listræna hæfileika," segir Jens. Hjónin í Laufskógum: Uppgötvuðu listræna hæfileika á efri árum Hjónin Jens Ásmundsson og Arnfríður Gunnarsdóttir skipta með sér verkum í gerð ýmissa muna úr leir, bæði til skrauts og notkunar. Þau eiga auk þess sín áhugamálin hvort I alls kyns handverkslist. Hann býr m.a. til óróa og blómasúlur og hún saumar. „Jens er haldinn hjarta- sjúkdómi og er þvi meira heima en ég þar sem ég vinn að hluta í eld- húsinu í Heilsustofnun NLFÍ,“ segir Amfríður en Jens glottir og bætir við að þetta með hjartað sé „algjört píp“, en það sé svona að vera kvæntur svo miklu yngri konu sem vinni fyrir manni. Jens er vélstjóri og hefur unnið sem slíkur mestalla ævina. „Ég hafði aldrei gert handtak í neinu sem líktist list eða handverksvinnu þegar við fluttum hingað í Hvera- gerði fyrir 7 árum. Arnfríður segir að ég hafi aldrei getað rekið nagla í neitt án þess að beygja hann. Hér fórum við bæði á leimámskeið og þar uppgötvaði ég, mér til mikillar furðu, að ég hef heilmikla listræna hæfileika!" Hjónin sækja reglulega „opið hús“ sem haldið er á vegum eldri borgara í Hveragerði og þar sem að- staða til verka er fyrir hendi. Auk þess hefur Jens lítið verkstæði inn af eldhúsi í húsi þeirra hjóna i Lauf- skógum. Jens er þekktur sem einn besti listamaðurinn í hópi eldri borgara. í húsi hans og Arnfríðar bera ótal munir vitni um afköst og listhneigð hjónanna sem þau vissu ekki að þau byggju yfir. „Þetta er einn af mínum uppáhaldshlutum," segir Arnfríður og kemur með „platta" sem í er greypt fjallsmynd. „Við bjuggum á Súgandafirði í 30 ár og þetta er „fjallið mitt“, Göltur, sem mér þykir svo vænt um.“ Eins og margir aðrir eldri borgarar i hand- verksvinnu selja þau litið af verk- um sínum heldur eru þetta vel þegnar gjafir handa ættingjum og kunningjum. -eh Kristín Stefánsdóttir tók upp handverk þegar hún hætti að vinna: Fjölbreytt áhugamál sem gefur lífinu gildi Kristín Stefánsdóttir er ein af þeim kjamakonum sem tekið hafa upp handavinnu eða handiðn, eftir að hafa hætt öðrum störfum. Hún ekur um á jeppa, sem hún hoppar léttilega upp í og af henni geislar lífsgleði og þrótt- ur. Kristín hefur búið í Hveragerði í um 20 ár og rak þar byggingavöru- verslun í 13 ár ásamt eiginmanni sín- um. „Heilsubrestur og fleira varð til þess að við hættum rekstri verslunar- innar en við erum slður en svo hætt störfum," segir Kristín og brosir. „Eftir að ég flutti hingað í ibúð á veg- um Áss fyrir um tveimur árum hef ég beint kröftum minum í aðrar áttir, m.a. að handverksvinnu. Ég hef alltaf haft gaman af handavinnu, eins og að sauma út, en hef aldrei áður gert muni eins og ég er nú að fondra við. Þetta er alveg frábærlega gaman og ekki síst vegna þess hversu yndisleg- ir leiðbeinendur eða umsjónarmenn eru hér í Föndurhúsinu að Ási.“ Kristín er nú aðallega að búa til og sauma í ýmsa fallega og nytsamlega hluti en hún býr líka tU skrauthluti úr plasti, eins litlar geymsludósir, brúður, og útsaumaða „tossalista" sem hengja má á vegg. Hún kaupir plastið og fær síðan aðstoð við að sníða það. Þetta er götótt, stinnt plast sem síðan er saumað út í. „Það er bráðnauðsynlegt fyrir fólk á öUum aldri að hafa áhugamál og þegar mað- ur er hættur almennri vinnu er þetta bæði fjölbreytt og skemmtUegt starf sem gefur lífmu gUdi. Ekki þar fyrir að ég selji neitt, en það er afskaplega notalegt að geta gefið gjafir þeim sem manni þykir vænt fjögur börn, tólf barna- böm og fjög- „Þaö er afskaplega notalegt aö geta gef- ið gjafir þeim sem manni þykir vænt um,“ segir Kristín. ur langömmubörn svo að hún þarf greinUega að hafa sig aUa við. -eh

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.