Dagblaðið Vísir - DV - 08.02.2000, Blaðsíða 26

Dagblaðið Vísir - DV - 08.02.2000, Blaðsíða 26
34 ÞRIÐJUDAGUR 8. FEBRÚAR 2000 Afmæli Þórný Gissurardóttir Þómý Gissurardóttir, Hrafnistu við Kleppsveg, áður til heimilis að Hátúni 25, Reykjavík, er niræð í dag. Starfsferill Þómý fæddist að Byggðarhomi í Flóa og ólst þar upp. Hún hefur lengst af stundað heimilisstörf á eig- in heimili. Þá starfaði hún jafn- m- framt við Heilsuvemdarstöðina við Barónstíg i Reykjavík og var aðstoð- arstúlka tannlæknis um skeið. Fjölskylda Þórný giftist 27.10. 1934 Gustav Ragnari Haakonsen, f. í Noregi 14.7. 1905, d. 9.1. 1967, vélstjóra. Börn Þómýjar og Gustav Ragnars eru Gerda Haakonsen Ryley, f. 28.8. 1936, gjaldkeri, búsett í Bandaríkj- unum, gift Georg Ryley, fyrrv. kenn- ara, og eru böm þeirra John, Nancy og Kristín; Hákon Hinrik Haakon- sen, f. 8.3.1943, d. 30.11.1960; Olga, f. 5.5. 1948, hjúkrunarfræðingur í Bandaríkjunum, gift Jakobi Úlfars- syni lækni og eru synir þeirra Björn Kristinn og Ólafur Sturla. Systkini Þórnýjar: Margrét Ingi- björg, f. 26.7. 1897, d. 26.5. 1983, var gift Guðbimi Sigurjóns- syni, múrara á Selfossi; Gunnar, f. 2.9. 1898, d. 28.1. 1948, var kvæntur Sigurfljóð Ólafsdóttur; Jón, f. 13.4. 1902, d. 14.8 1981, sjómaður í Reykja- vík, var kvæntur Ás- laugu Helgadóttur; Ósk- ar, f. 10.5. 1903, d. 31.8. 1990, sjómaður í Reykja- vík, var kvæntur Ingi- björgu Ásgeirsdóttur; Sig- urður Ágúst, f. 22.8. 1904, d. 6.12. 1918, sjómaður í Reykjavík, var kvæntur Sigrúnu Stefánsdóttur; Margrét, f. 6.7. 1905, d. 17.5. 1985, ljósmóðir, var gift Þórði Guðmunds- syni, smið í Reykjavík; Ágúst, d. 26.4. 1999; Vigdís, f. 2.5. 1907, d. 22.8. 1997, verkakona í Reykjavík; Stefan- ía, f. 8.2. 1909, d. 13.9. 1989, var gift Sigurði Pálssyni vígslubiskupi; Helga, f. 28.5. 1911, d. 9.9. 1994, var gift Vilhjálmi Lúðvíkssyni, skrif- stofumanni í Reykjavík; Ólafur, f. 7.6. 1912, d. 29.9. 1999, verkamaður í Reykjavík, var kvæntur Jónu Guð- mundsdóttur; Bjarnheiður, f. 29.11. 1914, gift Gísla Ólafssyni, bókara í Garðabæ; Guðmundur Kjartan, f. 30.11. 1915, d. 5.9. 1990, var kvæntur Karen Giss- urarson; Geir, f. 30.5. 1916, fyrrv. bóndi á Byggðarhorni, var kvæntur Jónínu Sigur- jónsdóttir sem lést 1988; Sigurður Kristján, f. 21.11. 1918, d. 4.4. 1998, sjómaður 1 Vestmanna- eyjum, var kvæntur Önnu Magnúsdóttur. Uppeldisbróðir Þómýjar er Júlíus Hallgrímsson, f. 20.8. 1921, búsettur í Vestmannaeyj- um, en kona hans er Þóra Hall- grímsdóttir. Foreldrar Þórnýjar voru Gissur Gunnarsson, bóndi á Byggðarhorni í Flóa, og k.h., Ingibjörg Sigurðar- dóttir. Ætt Gissur var sonur Gunnars, b. á Byggðarhorni Bjarnasonar, b. á Valdastöðum Jónssonar, b. í Gríms- fjósum Bjamasonar, bróður Eyjólfs, langafa Guðjóns, afa Guðjóns Frið- rikssonar sagnfræðings. Móðir Gissurar var Margrét Giss-urardótt- ir, b. á Brú Gunnarssonar og Guð- bjargar Loptsdóttur, systur Guðrún- ar, langömmu Árna Sigurðssonar fríkirkjuprests og Þorkels, fóður Salóme, fyrrv. alþingisforseta, og Siigurðar rikisféhirðis. Móðurbræður Þórnýjar voru Sig- urður, afi Eggerts Haukdals, og Þor- steinn, afi Markúsar Einarssonar veðurstofustjóra. Ingibjörg var dótt- ir Sigurðar, b. i Langholti í Flóa Sig- urðssonar. Móðir Sigurðar var Ing- veldur Þorsteinsdóttir, systir Fil- ippusar, langafa Ingveldar, móður Guðrúnar Helgadóttur, fyrrv. al- þingisforseta. Móðir Ingibjargar var Margrét Þorsteinsdóttir, b. í Lang- holtsparti, bróður Páls, langafa Markúsar Arnar Antonssonar út- varpsstjóra pg Þórðar, föður prest- anna Döllu og Yrsu. Þorsteinn var sonur Stefáns, b. i Neðra-Dal Þor- steinssonar. Móðir Stefáns var Guð- ríður Guðmundsdóttir, ættfóður Kópsvatnsættar Þorsteinssonar, langafa Magnúsar, langafa Sigríðar, móður Ólafs Skúlasonar biskups. Móðir Þorsteins í Langholtsparti var Vigdís, dóttir Diðriks Jónssonar og Guðrúnar Högnadóttur, presta- föður Sigurðssonar. Þórný Gissurardóttir. Jón Björgvin G. Jónsson Jón Björgvin Garðar Jónsson, yfirlæknir Heil- brigðisstofnunarinnar á m Patreksfirði, Mýrum 17, Patreksfirði, er fertugur í dag. Starfsferill Jón fæddist i Keflavík en ólst upp i Sandgerði. Hann lauk landsprófi frá Gagnfræðaskólanum í Keflavík 1976, stúdents- prófi frá ML 1980, embætt- isprófi í læknisfræði frá HÍ 1987, og lauk sérfræðinámi í heimil- islækningum í Falun í Svíþjóð 1993. Á námsáranum starfaði Jón við fiskvinnslu, sjómennsku og i lögregl- unni í Keflavik. Þá starfaði hann í Blóðbankanum og á ýmsum Heilsu- gæslustöðvum víðs vegar um landið w er hann var i námi við læknadeild HÍ. Að loknu sérfræðinámi hefur Jón verið yfirlæknir við Heilbrigðisstofnunina á Patreksfirði að undan- skildu einu ári er hann starfaði við Heilsu- gæslustöð Suðumesja í Keflavík. Þá hefur hann starfað við lyfjadeild og háls-, nef- og eyrnadeild Falu lasarett í Falun í Svlþjóð. Jón var formaður Fé- lags íslenskra heimilis- lækna í Svíþjóð 1991-92. Hann leiddi lista sjálf- stæðismanna í Vesturbyggð í sveitarstjómarkosningum 1998 og er nú forseti bæjarstjómar Vestur- byggðar. Fjölskylda Jón kvæntist 30.8.1986 Ingibjörgu Guðmundsdóttur, f. 13.6. 1963, skrif- stofumanni. Hún er dóttir Guð- mundar Magnússonar, byggingar- meistara á Akranesi, og Ástríðar Þóreyjar Þórðardóttur húsmóður. Sonur Jóns frá því fyrir hjóna- band er Hlynur Jónsson, f. 14.4. 1980. Börn Jóns og Ingibjargar eru Ástríður Jónsdóttir, f. 19.12. 1985, nemi; Unnur Tara Jónsdóttir, f. 18.5. 1989; Heiðrún Hödd Jónsdóttir, f. 3.4. 1991. Sjúpsonur Jóns og sonur Ingi- bjargar er Óli Ingi Ólason, f. 6.3. 1981, nemi við ML. Alsystkini Jóns eru Kristinn Jónsson, f. 1.6. 1951, framkvæmda- stjóri í Keflavík; Nanna Sofíia Jóns- dóttir, f. 4.1.1953, kaupkona I Kefla- vík. Hálfsystkini Jóns, sammæðra, eru Ellen Jónasdóttir, f. 1.7. 1949, húsmóðir á Akureyri; Guðmundur L. Pálsson, f. 1.11.1964, tannlæknir í Grindavík; Jóna Björg Pálsdóttir, f. 9.11. 1966, hjúkrunarfræðngur í Hafnarfirði. Foreldrar Jóns: Jón Björgvin Sveinsson, f. 10.2. 1923, d. 4.1. 1960, sjómaður í Sandgerði, og Unnur Guðrún Lárusdóttir, f. 26.3. 1930, húsmóðir. Fósturfaðir Jóns: Páll Jónsson, f. 9.12.1932, sjómaður í Sandgerði. Ætt Jón Björgvin var sonur Sveins Arnoddssonar, sjómanns í Sand- gerði, og Kristínar Guðmundsdótt- ur. Unnur Guðrún er dóttir Lárusar Runólfssonar, hafnsögumanns á Sauðárkróki, og Ellenar Þ. Guð- laugsdóttur. Jón tekur á móti gestum í félags- heimili Patreksfjarðar föstud. 11.2. kl. 20.00-23.00. Ásgeir J. Guðmundsson Ásgeir J. Guðmundsson hús- gagnasmiður, Hrauntungu 18, Kópa- vogi, verður sextíu og fimm ára á morgun. Starfsferill ólst þar upp. Hann hóf nám í hús- gagnasmíði er hann var fimmtán ára hjá Stefáni og Jónasi í Hafnar- firði, lauk sveinsprófi 1953 og öðlað- ist síðan meistararéttindi. Ásgeir flutti til Reykjavíkur 1955 og stofnaði fyirirtækið Á. Guð- mundsson hf. sem hann hefur starfrækt siðan. Upphaflega var fyrir- tækið til húsa að Eiríks- götu 11. Ásgeir flutti starfsemi þess að Auð- brekku 10 í Kópavogi 1962 og að Skemmuvegi 4,1978. Á síðasta ári var svo rekstur fyrirtækis- ins fluttur að Bæjarlind 8-10. Ásgeir flutti i Kópa- voginn 1966 og hefur verið þar búsettur síð- an. Ásgeir gegndi trúnaðarstörfum fyrir Húsgagnameistarafélag Reykjavíkur. Þá sat hann í stjóm hestamannafélagsins Gusts og hefur gegnt ýmsum öðrum félagsstörfum fyrir Gust. Fjölskylda Ásgeir kvæntist 21.5. 1955, Maríu Sigmundsdóttur, f. 3.12. 1933, skrif- stofumanni. Hún er dóttir Sigmund- ar Sæmundssonar, bifreiðastjóra frá Stærra-Árskógi, og k.h., Þóru Ólafsdóttur, húsfreyju frá Hvítár- völlum. Böm Ásgeirs og Maríu eru Sig- mundur, f. 25.1.1956, húsgagnasmið- ur á Álftanesi, kvæntur Kristínu Ottesen húsmóður og eiga þau fjögur böm; Guðmund- ur Kristján, f. 2.6. 1958, húsgagnasmiður í Kópa- vogi, kvæntur Helgu Ólafs- dóttur skrifstofumanni og eiga þau tvö börn; Þóra, f. 26.4. 1963, félagsfræðingur, búsett i Kópavogi, gift Þor- valdi Gíslasyni húsasmið og eiga þau tvær dætur; Ásgeir Jón, f. 14.4. 1972, tónlistarmaður, búsettur í Amsterdam, í sambúð með Berglindi Harðardóttur nema og eiga þau einn son. Systkini Ásgeirs eru Halldór Guð- mundsson, f. 13.10. 1930, húsasmið- ur í Hafnarfirði; Jónína Guðmunds- dóttir, f. 19.4. 1932, sjúkraþjálfari í Reykjavík, gift Gunnari Baldvins- syni verkfræðingi; Sigríður Guð- mundsdóttir, f. 17.2.1937, verkakona í Hafnarfirði, gift Herði Jónssyni rafvirkja. Foreldrar Ásgeirs: Guðmundur Guðmundsson, f. 2.11. 1898, nú lát- inn, bifreiðastjóri í Hafnarfirði, og Matthildur Sigurðardóttir, f. 30.7. 1901, nú látin, húsmóðir. Ásgeir verður með opið hús i veitingasal hestamannafélagsins Gusts, Álalind 3, Kópavogi, á morg- un miðvikudag. 9.2. kl. 18.00-21.00. Ásgeir fæddist í Hafnarfirði og * Ásgeir Guðmundsson. Til hamingju með afmælið 8. febrúar 90 ára Elís Sveinbjömsson, Suðurgötu 8, Seyðisfirði. 85 ára Ingibjörg Hallgrímsdóttir, Hólavegi 26, Sauðárkróki. Margrét Helgadóttir, Fellsenda, Mosfellsbæ. Sigrún Guðmundsdóttir, Baugstjöm 24, Selfossi. 80 ára Vilhjálmur Emilsson, Laufási 7, Egilsstöðum. 75 ára Bjöm Gíslason, Ránarslóð 4, Höfn. 70 ára Guðrún 0. Óskarsdóttir, Flyðrugranda 20, Reykjavík. Ingibjörg Axelsdóttir, Ugluhólum 12, Reykjavík. Þorgerður Þorbjömsdóttir, Efstaleiti 71, Keflavík. 60 ára Benedikt Agnarsson, Víðigrund 24, Sauðárkróki. 50 ára Ásdís Ragnarsdóttir, Furugrund 17, Akranesi. Birna Sumarrós Helgadóttir, Funafold 7, Reykjavik. Bjami Harðarson, Álfhólsvegi 6a, Kópavogi. Brynjólfur Sigurðsson, Dalseli 24, Reykjavlk. Guðmundur Jensson, Búðagerði 9, Reykjavík. Guðrún Þóranna Jónsdóttir, Engjavegi 65, Selfossi. Jóna Björg Sigurðardóttir, Hringbraut 119, Reykjavík. Lena M. Otterstedt, Skarðshlíð 4f, Akureyri. Ragnheiður Jónasdóttir, Kópareykjum 2, Reykholti. Rúnar Pálsson, Iðufelli 4, Reykjavik. Sigríður Magnúsdóttir, Melum, Akureyri. Sigurður Bjöm Ingólfsson, Akurgerði 17, Akranesi. 40 ára Baldur Ingi ísberg, Tómasarhaga 11, Reykjavík. Brynja Katrin Sverrisdóttir, Hraunbæ 196, Reykjavík. Halldóra Hafsteinsdóttir, Hákoti, Hellu. Hallgrímur Þórhallsson, Brekku, Egilsstöðum. Haukur Hauksson, Brimhólabraut 2, Vestmannaeyjum. Irena Stankiewicz, Bárðarási 8, Hellissandi. Sigurður Jón Antonsson, Þóroddsstöðum, Selfossi. Sigurveig Bjömsdóttir, Háhæð 23, Garðabæ. Svanhvít Axelsdóttir, Þingaseli 1, Reykjavík. Vilborg M. Vilmimdardóttir, Miðtúni 3, Hólmavík.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.