Dagblaðið Vísir - DV - 08.02.2000, Blaðsíða 28

Dagblaðið Vísir - DV - 08.02.2000, Blaðsíða 28
36 ÞRIÐJUDAGUR 8. FEBRÚAR 2000 T>V ionn Ummæli Ráðherra og öryrkjar miöur virðist Ingi- björgu (Pálmadótt- ; ur) fyrirmunað að breyta nokkru til , batnaðar í málefn- , um öryrkja nema | hún hafi málsókn \ eða dómsúrskuri'i yfirvofandi í málinu." Ásta Ragnheiöur Jóhannes- dóttir alþingismaður, í Degi. Aðvaranir og fáfróðir stjómmálamenn „Allt bendir tU að við búum enn við sömu fáfróðu stjórn- málamennina sem líta á allar aðvaranir sem sérstaka atlögu að eigin frama: einkum er hörmulegt að búa við umhverf- | isráðherra sem lítur á náttúru- vemd sem einhverja útlenska öfgastefnu." Guömundur Andri Thorsson rithöfundur, i DV. Álver frekar en kindur „Ég vildi miklu frekar fá svona álver i ís- lenska náttúru heldur en kindur. Það er vond lykt ; af kindum og þær vaða yfir aUt. Ég hata kindur og vU ekki sjá þær nálægt mér.“ Michael Micari, biskup og bóndi, í DV. Gjöf stjómvalda „Það vom þessi ókeypis af- not, gjöf Alþingis og stjórn- valda sem Þorsteinn Vilhelms- son var að selja.“ Þórólfur Matthíasson, dósent í Hagfræði, í Morgunblaðinu. Leikhús fáránleikans „Álitlegur hluti íslendinga hefur öldum sam- an verið rangfeðr- aður, sumir segja 25%. Allt bendir þetta sterklega tU þess, að aðdrag- andi og uppbygg- ing gagna- grunnsins verði, þegar fram líða stundir, kjörið efni fyrir leikhús fáránleikans." Sigurður A. Magnússon rit- höfundur, í DV. Gjafakvótakerfið „Gjafakvótakerfið í sjávarút- vegi hefur leitt tU þess að ein- staklingar hafa getað tekið marga mUljarða út úr sjávar- útvegi og notað þá i tryUtu kapphlaupi við aðra miUjarða- hafa um eignarhald í verslun og öðrum fyrirtækjum." Jónas Bjarnason efnafræö- ingur, í DV. Gunnar Oddsson, fyrirliði Keflavíkurliðsins í knattspyrnu: Náum forskoti með tilkomu Reykjaneshallarinnar DV, Suðurnesjum: „Mitt mat er það að við eigum eftir að ná forskoti á aðra með tUkomu ReykjaneshaUarinnar," segir Gunnar Oddsson, fyrirliði Keflavíkurliðsins 1 knattspyrnu, en æfingar hófust í höU- inni fyrir u.þ.b. þremur vikum. „Þessi aðstaða breytir griðarlega miklu fyrir knattspymufóUí því öU þjálfun á eftir að taka stakkaskiptum. Þeir sem hafa stundað knattspymu á okkar ástkæra fslandi vita hvað það er að æfa við vondar aðstæður. Rigningin og rokið verða alltaf tU staðar en með tilkomu haUarinnar þá geta menn æft og farið yfir hluti sem erfitt er að fram- kvæma utanhúss við íslenskar aðstæð- ur. Það væri hægt að halda langar ræð- ur um .ágæti Reykjaneshallarinn- ar og ég tel að á næstu árum munu slík hús sanna tUverurétt sinn með einum eða öðmm hætti.“ Gunnar er bjartsýnn á gengi knatt- spymuliðs Keflavíkur á næstu leiktíð. „Vonandi ber okkur leikmönnum gæfa tU þess að spUa vel úr þeim spUum sem við höfum á hendi. Það er frammi- staða leikmanna Um á veUinum sem gUdir í lokin en ekki þjálfarinn eða ReykjaneshöUin." Gunnar er að hefja sitt sautjánda tímabU í meistaraflokki og hefur leikið 262 efstu deUdar leUci með Keflavík, KR og Leiftri. Auk þess þjálfaði hann KeUavíkurliðið á ámnum 1997-1999 ásamt Sigurði Björgvinssyni. Gunnar hefur uppskorið vel og var árið 1996 valinn leikmaður ársins af leUcmönn- um deUdarinnar og hampaði bikar- meistaratitli árið 1997. „Þetta kost- ar mikla vinnu og þrotlausar æfingar en það er gaman þegar vel gengur." Gunnar er fæddur á ísafirði en fiutti ungur ásamt fjölskyldu sinni til Kefla- víkur og hefur búið þar síðan. íþróttir urðu fljótt hluti af lífi hans. „Ég hef verið 7 eða 8 ára þegar ég fór að stunda íþróttir. í fyrstu stundaði ég ýmsar greinar, svo sem handbolta, fótbolta, borðtennis og júdó, en síðan kemur að ákveðnum tímamótum þegar maður verður að gera það upp við sig hvað hentar best og þar varð knattspyman ofan á. Ég hef starfað mikið í íþrótta- hreyfingunni og ég tel að aldrei sé of mikið gert af því að hvetja ungt fólk tU íþróttaiðkunar. Ég er sann- færður um það að iþróttir gegna veigamiklu hlut- verki í forvörnum ekki sist eins og staðan í samfélag- inu er í dag. Gunnar er að að- alstarfi trygginga- ráðgjafi hjá Sjóvá-Al- mennum í Reykjanesbæ. Hann er með BA-próf í félagsfræði frá Há- skóla Islands. „Félagsfræð- m hefur Maður dagsins komið sér ágætlega í þvi sem ég hef starfað við því gremin snertir marga hluti. Ég stefhdi afitaf að því að fara i framhaldsnám í afbrotafræði og það er aldrei að vita nema það verði seinna. „ Gunnar situr í skóla- og fræðsluráði Reykjanesbæjar. „Áhugi minn tengist að sjálfsögðu íþrótta- og félagsmálum og ég held að það sé aldrei nóg gert af því að efla þessa málaflokka." Hann segir áhugamálin meðal annars vera ferðalög. „Fótboltinn hefur gefið manni takifæri tU að ferðast tU ýmissa landa. Við fórum tU dæmis tU Lett- lands og ísrael fyrir nokkrum árum. Það er gaman að koma á svona fram- andi slóðir og þessi lönd eru ákaf- lega merkUeg. Síðan fórum við strákamir saman nokkrum sinnum á sumri i veiði. Við fórum þá á ódýra staði og veiðum sUung og eru þessar ferðar meira tU að hafa það skemmtUegt og njóta útiverunnar. Síðan höf- um við flölskyldan ferð- ast nokkuð saman, bæði innanlands og utan. Eiginkona Gunnars er Krístín Bauer og eiga þau tvö böm, Odd sem er níu ára og Evu Sif fjögurra ára. -A.G. anir hvíts eru yfir- þyrmandi, t.d Hxg7. Þröstur Þórhallsson og Bragi Þorfinns- son urðu jafnir og efstir á Skákþingi Reykjavik- ur og þurfa því að tefla 4 skáka ein- vígi um tit- ilinn Skák- Hvítt: Wish. Anand Svart: Viktor Kortsnoj Staða þessi kom upp eftir aðeins 18 leiki á ofurstór- mótinu í Wijk aan Zee nú í ár. Anand lék hér 19. He3 og Kortsnoj gafst upp. Hót- meistari Reykjavík- ur 2000. Skák Umsjón: Sævar Bjarnason Forskot Myndgátan hér aö ofan lýsir nafnorði. Edda Heiörún Backman, Pálmi Gestsson og Tinna Gunn- laugsdóttir í hlutverk- um sínum. Gullna hliðið Gullna hliðið, sem Þjóðleikhús- ið sýnir á Stóra sviðinu, er eitt þekktasta leikrit íslenskra bók- mennta. Leikritið er nú sýnt í fimmta sinn í Þjóðleikhúsinu á fimmtíu ára afmæli hússins. Sag- an fjallar um kerlinguna sem reynir að bjarga sálu manns síns og leggur á sig langt ferðalag til himna til að koma henni inn fyrir hlið himnarikis. Að þessu sinni er leikstjóri Hilmir Snær Guðnason sem heyr frumraun sína sem leikstjóri með þessari sýningu og í helstu hlut- verkum eru Edda Heiðrún Back- man og Pálmi Gestsson sem leika kerlinguna og karlinn Jón, Guð- rún S. Gísla------------ dóttir leikur Leikhús ovinmn og_______________ aðrir leikarar eru meðal annars: Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir, Ólafur Darri Ólafsson, Randver Þorláksson, Tinna Gunnlaugsdótt- ir og Stefán Karl Stefánsson. Gullna hliðið tekur á sig nýja mynd í uppfærslu Hilmis Snæs. Þar er það kvendjöfull sem gimist sálina hans Jóns míns og María mey og skækjan eru leiknar af sömu leikkonu. Englar, tónlist, töfrar og ævintýri er allt á sínum stað. Meira að segja var fenginn norskur töframaður til að kenna djöfsa nokkur góð brögð. Næsta sýning á Gullna hliðinu er annað kvöld. Bridge Bandaríkjamaðurinn Larry Cohen byggir sagnkerfi sitt upp með það fyrir augum að auðvelda fyrir sér notkun reglu sinnar um heildar- fiölda slaga (TNT = total number of tricks). Skoðum hér eitt spil frá HM í Lille fyrir tveimur árum, en þar sátu Cohen og Steve Weinstein í AV í þessu spili. Andstæðingamir vom engir aular, Hoilendingamir Maas og Ramondt. Suður gjafari og NS á hættu: * 862 «* ÁG4 ♦ KD6 * KG93 * KG94 •» 65 * 1042 * Á762 * 73 «* K1082 4- Á53 * D1054 4 ÁD105 «* D973 * G987 * 8 N V A S Suður Vestur Norður Austur pass 14 pass 1 «* 14 dobl 3 4 dobl p/h Kerfi Cohens og Weinsteins er byggt á sterku laufi og opnunin á einum tigli gat verið hvort sem er, jafnskipt eða skiptingarhönd. Suður gat ekki stillt sig um að koma inn á fiórlit sinn í spaða, en Cohen og Weinstein kunna að taka á þannig málum. Dobl vesturs sýndi jafn- skipta hönd og dobl austurs var til baráttu en lofaði jafnframt minnst 2 spilum í lit andstæðinganna. Með það fyrir augum vissi Cohen að andstaðan átti 8 tromp og samlega þeirra sjálfra í besta tromplit væri í mesta lagi 8 spil. Samkvæmt TNT-reglunni átti því heildarfiöldi slaga að vera 16. Ef Cohen og Wein- stein áttu 9 slagi í besta samningi, áttu andstæðingamir ekki nema 7 slagi. Pass var því auðveldur kostur fyrir Cohen enda voru andstæðing- arnir á hættu. Trompútspil tryggði það að sagnhafi fékk ekki nema 7 slagi og AV fengu 500 í sinn dálk. AV eiga ekkert nema bút í spilinu, 2 grönd eða 4 lauf. ísak öm Sigurðsson

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.