Dagblaðið Vísir - DV - 08.02.2000, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 08.02.2000, Blaðsíða 4
ÍCOfÍÓJÍ*! HMUi* QÍMClMlC mmnm mmmSm fOtUM Bill Gates og Steve Case röbbuðu saman um Netsins gagn og nauðsynjar á ráðstefnunni World Economic Forum í síðustu viku. Athyglisverö skoðanaskipti í Sviss: Tölvurisar takast á - hvort er tæknin eöa fjölmiðlaefnið mikilvægara? Á hinni árlegu World Economic Forum-ráð- stefnu, sem hald- in var í Sviss í síðustu viku, sátu þeir Bill Gates, stjórnarformaður Microsoft og nýskipaður „yflrmaður hugbún- aöarþróunar", og Steve Case, fram- kvæmdastjóri America Online, með- al annarra. Þeir komu saman ásamt Sumner Redstone, stjómarformanni Viacom, fyrirtækisins sem á Para- mount Pictures og hyggst kaupa CBS-fjölmiðlarisann, og ræddu framtíð Internetsins. Stóra spumingin sem þeir ræddu var hvort skipti meira máli, miðill- inn eða skilaboðin, málefni sem lengi hefur verið deilt um, og urðu þeir aðallega sammála um að vera ósammála. Þeir félagar veltu fyrir sér hvorir myndu ráða ríkjum á öld Internetsins, þeir sem framleiða hugbúnaðinn og annan tæknibúnað eða þeir sem framleiða sjálft efnið og afþreyinguna sem dreift er á miðlunum. Hugbúnaður er svalur Eins og við er að búast taldi Bill Gates að þeir sem framleiddu tækn- ina myndu verða mikilvægastir. „Microsoft hefur í raun fylgt sömu stefnunni síðan fyrirtækið var stofnað fyrir 25 árum,“ sagði hann og skaut svolítið á AOL í leiðinni: „Það væri voða gaman að eiga kvik- myndaver en við höfum enga sér- þekkingu á kvikmyndagerð svo við höldum okkur frá slíku. Við fórum ekki af stað og kaupum tímarit eða aðra fjölmiðla. Ég held að það sé pláss fyrir fyrirtæki sem einbeita sér að því að þróa hugbúnað og gera þann hugbúnað að mjög mikilvægu tæki,“ sagði Bill Gates og bætti við að hugbúnaðargerð væri svalasta starfsgrein sem hann gæti hugsað sér. Fólk horfir ekki á tækni Redstone var hins vegar á önd- verðum meiði: „Það sem mun stuðla að vexti Intemetsins að lokum er fjölmiðlaefnið, ekki tæknin. Sam- runi AOL og Time - Warner bendir til þess að efnið sé aftur komið í far- arbroddinn og undirstrikar mikil- Ný ógnun á Netinu: „Svikatenglar" hleypa hökkurum í tölvurnar - hægt að fylgjast með öllum aðgerðum notenda Sérfræðingar á tölvusviðinu gáfu í samstarfl við FBI og varn- armálaráðu- _______ _ neyti Banda- ríkjánna út viðvörun í síðustu viku vegna öryggishættu á Netinu sem nýlega hefur komið í ljós. Sam- kvæmt viðvöruninni hafa menn komist að því að til er leið fyrir tölvuhakkara til að ræsa hættulegt forrit á tölvum almennra notenda og nota það til að nálgast upplýsing- ar sem fólk veitir á Netinu, eins og t.d. greiðslukortanúmer. Ógnin felst í því að lítið forrit er stillt þannig að þegar notandinn smellir á tengil yfir á heimasíðu þá getur tölvuþrjóturinn skráð allt það sem viðkomandi notandi gerir á heimasíðunni. Ef hann gefur upp einhverjar upplýsingar þá fær tölvuþrjóturinn þær sendar. „Svikatengla" af þessu tagi er t.d. hægt aö senda grunlausum í tölvu- pósti, birta í fréttahópum eða setja upp á heimasíðum. Enginn óhultur Það sem gerir þessa ógnun hvað sérstakasta er að hún er ekki bundin við hugbúnað frá einhverju ákveðnu fyrirtæki. Netvafrar af öllum tegundum á hvaða tölvu sem er eru vamarlitlir gagnvart þessu fyrirbæri. Enn sem komiö er virðist eng- inn hafa orðið fyrir barðinu á þess- ari öryggisvillu, en þrátt fyrir það segja kunnugir að þessi öryggis- hola sé verulega alvarleg og taki til Béck Rctottl Hmn S»érch .,jjj [htij'p :77r>*t»o«p»^om/ JL . i , *■/-V CónUot Ptfopl* fYdlívPiíW 13 Netcentei Enginn netvafri er óhultur fyrir hinum hættulegu svikatenglum. svo stórs hluta Intemetsins að al- mennir tölvunotendur geti í raun aldrei verið fullkomlega vissir um öryggi sitt. Til þess að halda þess- ari ógnun við öryggi í lágmarki þarf gríðarlegt átak vefhönnuða að sögn fróðra manna. Öryggishola þessi var uppgötvuð fyrir nokkrum vikum en var fyrst kynnt opinberlega í síðustu viku. Hún verður til þegar stórum og flóknum vefsiðum tekst ekki að sannreyna að falinn hugbúnaðar- kóði sem sendur er frá vafra not- anda sé öruggur. Sérfræðingar sem kafað hafa í þetta mál segja að það væri frekar regla en undantekning að vefsíðurnar framkvæmdu þetta öryggispróf. Auk þess að skrá niður það sem hinn grunlausi notandi gerir á heimasíðunni eftir að hafa smellt á svikatengil þá getur svikatengils- forritið breytt því sem notandinn sér á viðkomandi vefsíðu. Það gæti t.d. breytt upplýsingum sem not- andinn sér um verð hlutabréfa eða innstæðu á reikningi og einnig sótt svokallaðar „cookies" og sent þær áfram til þriðja aðila, sem síðan gæti notað þær til að fara inn á heimasíður á fölskum forsendum. Mögulegar varnaraðgerðir En til að þetta gerist þá verður notandinn að smella á svika- Það sem gerirþessa ógrtun hvað sér- stakasta erað hún er ekki bundin við hug- búnað frá einhverju ákveðnu fyrirtæki. Netvafrar af ölium tegundum á hvaða tölvu sem er eru vamarlitlír gagnvart þessu fyrirbæri. tengil. Notendum voru gefin þau ráð fyrir helgi að smella ekki á tengla sem þeir fá senda í tölvu- pósti frá óþekktum aðilum. Þeir ættu einnig að varast að smella á tengla sem birtir væru i frétta- hópum eða væri að finna á vafasömum heimasíðum. Mesta öryggi notenda fæst hins vegar með þvf að stilla netvafrana þannig að þeir geti ekki notað svokölluð „scripts". Böggull fylg- ir því skammrifinu, því ef vafri er stilltur þannig þá er ekki leng- ur hægt að skoöa heimasíður sem nota þessa tækni í miklum mæli. Nánari upplýsingar um svika- tenglana fást víða á Netinu og þar á meðal á heimasíðu Microsoft á slóðinni http://www.microsoft.com/ securitv/ + ÞRIÐJUDAGUR 8. FEBRÚAR 2000 ÞRIÐJUDAGUR 8. FEBRÚAR 2000 21 Œ321 „Ég held að það sé pláss fyrir fyrirtæki sem einbeita sér að því að þróa hugbúnað og gera þann hugbún- að að mjög mikitvægu tæki“ sagði Bill Gates og bætti við að hug- búnaðargerð væri svalasta starfsgmin sem hann gætí hugsað sér. vægi fyrirtækja eins og Viacom sem framleiðir kvikmyndir, sjónvarps- efni, bækur og fleira af því tagi. Fólk horfir ekki á tækni, fólk horfir ekki á dreifingu - það horfir á það sem er á dagskránni hverju sinni.“ Steve Case, sem sprottið hefur fram á sjónarsviðið með leiftur- hraða síðustu ár í kjölfar útþenslu AOL, sagði að bæði þessi sjónarmið ættu rétt á sér. Hann sagðist líta á sig og sitt fyrirtæki sem einhvers staðar mitt á milli þessara and- stæðu skoðana. „Ég er sammála báðum aðilum að hluta. En ég held að hvorki tæknin né efnið sé það sem allt snýst um, það er neytand- inn sem skiptir mestu máli. Það verður að blanda saman fjölmiðla- efninu, aðstæðunum, umhverfinu, markaðinum, tækninni og tengslun- um við neytendur til að búa til nýja tegund af fjölmiðlun. Þannig eiga notendur að fá upplýsingar á nýjan hátt og geta átt samskipti á nýjan hátt,“ sagði Case meðal annars. Margir enn ótengdir Hann sagði einnig að verulegar tæknibyltingar hvað varðar intemet- aðgang væru á næsta leiti en lagði áherslu á að margir notendur væru enn þá pirraðir á ýmsum þáttum tækninnar. „Við emm bara nýlögð af stað í langa ferð því mestur hluti al- mennings um allan heim er ekki enn nettengdur." Þeir Gates ræddu einmitt nokkuð ástandið í þeim heimshlutum sem enn eru ekki nettengdir að neinu ráði. Bill Gates, ríkasti maður heims, benti á að nauðsynlegt væri að koma heilbrigðis- og menntamálum í betra horf í þróunarlöndum áðiu en reynt yrði að ýta undir þróun Netsins í þeim löndum. „Það er alveg ljóst að þessa þætti verður að bæta fyrst. Það gengur ekki að segja ,jæja, þið eigið við alvarleg vandamál að stríða, en hérna fáið þið Internetið," sagði hann meðal annars. Næsta stýrikerfi Microsoft fær nafn: Windows Me var það, heillin - von á því seinni hluta árs Næsta útgáfa af stýrikerfi Microsoft fyrir almenning mun verða kölluð Windows Me. Microsoft til- kynnti í síðustu viku að nýjasta útgáfa Windows- stýrikerfisins sem ætluð verð- ur til almenningsnota muni verða kölluð Microsoft Windows Millenni- um Edition sem einnig mun verða kynnt sem Windows Me. Heitinu Windows Me er ætlað að Meðal nýjunga í Windows Me verður aukinn rríargmiðlunar- stuðningur og tól sem gera það eínfaldara að setja upp heimilisnet- kerfí tveggja eða fleiri tölva. Einnig verður einfaldara að með- höndla flutning staf- rænna mynda frá skönnurum og staf- rænum myndavéíum í hinu nýja stýrikerfi. undirstrika að þessi útgáfa er ætl- uð til einkanota og forða fólki þannig frá því að rugla henni saman við útgáfu Windows sem ætluð er til nota í fyrirtækjum. Sú útgáfa mun bera heitið Windows 2000 og er nýjasta útgáfa Windows NT, en Windows Me er í raun upp- færsla af Windows 98-stýrikerfinu og verður auglýst greinilega sem slík. Stöðugra stýrikerfi Áætlað er að Windows 2000 komi á markaðinn seinna i þess- um mánuði en ekki er von á Windows Me fyrr en á seinni hluta þessa árs. Beta-útgáfa 2 af Windows Me, sem gengið hefur undir nafninu Millennium til þessa, var send til Beta-prófara Microsoft seint á síðasta ári. Búist er við að þriðja Beta-útgáfa stýri- kerfisins verði send út innan nokkurra vikna. Meðal nýjunga í Windows Me verður aukinn margmiðlunarstuðn- ingur og tól sem gera það einfald- ara að setja upp heimilisnetkerfi tveggja eða fleiri tölva. Einnig verð- ur einfaldara að meðhöndla flutn- ing stafrænna mynda frá skönnur- um og stafrænum myndavélum i hinu nýja stýrikerfi. Það á einnig að verða mun stöðugra og keyra hraðar upp en Windows 98 og því mun fylgja næsta útgáfa af Intemet- vafranum Explorer sem mun bera raðtöluna 5,5. jJilrJ- iilujii'áii/ ! | Sharp Corporation tilkynnti í gær að fyrirtækið hefði þróað ílbjÚ „minnsta og þynnsta" Mini-hljómdiskspilara, sem nefndur | j, - | ' hefur verið MD-ST55. Hann er 71 mm x 12,9 mm x 78 mm að •LJ jÚU j stærð og vegur 92 grömm. Áætlað er að spilarinn komi á Éi«iinit.ii>«iÉMit».iiii't markað í Japan þann 21. febrúar. Þar mun hann kosta 277 dollara, eða um 20.000 íslenskar krónur. Fulltrúar Flugleiða og Nýherja undirrita samninginn. Frá Flugleiðum eru Ólafur Ólafsson, forstöðurmaður tölvudeildar, og Ómar Jósepsson deildar- stjóri en frá Nýherja eru Svavar G. Svavarsson, framkvæmdastjóri rekstrar- þjónustu, og Þröstur Sigurjónsson, ráðgjafi rekstrarþjónustu. Flugleiðir fá neteftirlits- kerfi frá Nýherja Flugleiðir og Ný- herji hafa undir- ritað samning um hönnun og innleiðingu á neteftirlitskerfi hjá Flugleiðum. Áætlað er að taka kerfið í fulla notk- un í byrjun mars á þessu ári. Neteft- irlitskerfið Netview er frá Tivoli Sy- stem og er eitt það fullkomnasta sinnar tegundar. Rekstrarþjónustu- svið Nýherja hefur veg og vanda af skipulagningu verksins en um 10 starfsmenn hjá Nýherja koma að verkinu með einum eða öðrum hætti. Með þessu kerfi öðlast Flugleiðir tæki til að sjá stöðu á öllu sínu i'oTvrri1 tölvukerfi á einfaldan og aðgengileg- an hátt. Gögnum um afköst er safn- að í DB2 gagnagrunn og birtast upp- lýsingar á vefsíðu í grafísku formi. Stjómendur tölvukerfis Flugleiða fá ítarlegar upplýsingar um ástand þess og nýta sér þær í fyrirbyggj- andi viðhald. Kerfið keyrir á IBM RS/6000 Unix miðlara sem vaktar öll helstu tölvukerfi Flugleiða um allan heim. Ef þessi gerist þörf eru send sjálfvirkt skilaboð til tækni- manna sem þá geta brugðist skjótt við. Kerfið sem Flugleiðir innleiðir er sömu gerðar og fjarvöktunarþjón- usta Nýherja notar til að vakta tölvukerfi viðskiptavina sinna. Með þessu kerfi öðlast Flugleiðir tæki til að sjá stöðu á öllu sínu tölvukerfi á einfaldan og aðgengilegan hátt. Gögnum um afköst er safnað í DB2-gagna- grunn og birtast upp- lýsingar á vefsíðu í grafísku formi. Yfirmenn NASA pirraðir á Rússum: Stund sannleikans runnin upp - standa Rússar við skuldbindingar varðandi alþjóðlegu geimstöðina? Dan Goldin, yfir- É| Ú' Í í ll1 maður banda- rísku geimferða- j’ ;AV 0 j ’i' stofnunarinnar NASA, sagði fyrir iiÉÉÍÍIMHHNÍiíl helgi að nú væri runnin upp „stund sannleikans" hvað varðaði áhuga Rússa á að vera með í samstarfinu um alþjóðlegu geimstöð- ina ISS. Hann sagði að í kjölfar síend- urtekinna frestana á geimskoti Zvezda-hluta geimstöðvarinnar sé NASA tilbúið til aö senda til geim- stöðvarinnar eigin útgáfu á þessum hluta hennar. Zvezda er á ábyrgð Rússa en hlutverk þessa hluta geim- stöðvarinnar er að hýsa geimfarana sem munu búa um borð. Svo virðist sem þolinmæði Banda- ríkjamanna sé verulega farin að þverra, þvi Goldin tilkynnti einnig að haldinn yrði neyðarfundur í lok þessa mánaðar meðal allra þeirra sem þátt taka í byggingu ISS. Þar yrði hlutverk Rússa í byggingu stöðvar- innar rætt vandlega. Varaáætlun tilbúin „Að segja að við séum pirraðir og vonsviknir nægir ekki til að lýsa til- finningum okkar,“ sagði Goldin m.a. við fréttamenn. „Rússamir verða að átta sig á því hvað er í brennideplin- um í dag, en það er áhugi þeirra og einurð varðandi byggingu ISS. Þeir verða sjálfir að sýna fram á að þeir séu tilbúnir til að leggja sitt af mörk- um við þetta alþjóðlega verkefni." Geimskot Zvezda hefur nú seinkað um 18 mánuði og samt eru menn ef- ins um að Rússamir geti staðið við að senda geimstöðvarhlutann af stað fyr- ir haustið. NASA hefur því tilkynnt að stofnunin muni senda upp sinn eigin „varahluta" sem unnið hefur verið að að undanfórnu ef ske kynni að Rússar gætu ekki staðið við skuld- bindingar sínar. Goldin sagði fyrir helgi að hlutnum, sem kallaður hefur verið Interim Control Module (ICM), yrði skotið á loft i desember ef Rúss- unum tækist ekki að koma Zvezda til ISS í júlí. Pirringur vegna Mír Hann var einnig pirraður yfir þeim fregnum að ný áhöfn myndi flytja inn í rússnesku geimstöðina Mir í mars. „Það er ekki í verkahring Banda- rikjamanna að segja Rússum hvernig þeir reki Mír,“ sagði hann en benti á að áframhaldandi rekstur Mír benti „Að segja að við séum pirraðír og vonsviknir nægir ekki til að lýsa til- finningum okkar/1 sagði Goldin m.a. við frétta- menn. „Rússarnir verða að átta sig á því hvað er í brennidepiínum idag, en það er áhugi þeirra og einurð varðandí byggingu ISS.“ til lítils áhuga Rússa á ISS-verkefn- inu. „Það er ljóst að rekstur Mír má ekki á nokkurn hátt trufla vinnu Rússa við þeirra framlag til ISS. Stund sannleikans hvað þetta varðar er runnin upp.“ „Við viljum hafa Rússa með okkur í þessu verkefni, en við verðum jafn- framt að ábyrgjast að verkefnið stöðv- ist ekki. Við bíðum nú eftir að sjá það svart á hvítu að Rússamir sýni vilja sinn í verki,“ sagði Goldin. + Alþjóðlega geimstöðin, eins og hún mun líta út fullkláruð. Enn veit enginn hvenær tekst hins vegar að byggja hana því * seinkun er mikil á byggingu næsta áfanga stöðvarinnar sem er á ábyrgð Rússa.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.