Dagblaðið Vísir - DV - 08.02.2000, Blaðsíða 7

Dagblaðið Vísir - DV - 08.02.2000, Blaðsíða 7
ÞRIÐJUDAGUR 8. FEBRÚAR 2000 23 ;rsT*a Gran Turismo 2: Veisla fyrir hraðafíkla - PlayStation ekki dauð enn Gran Turismo sló eftirminni- lega í gegn árið 1998 og nú, tveimur árum síðar, er fram- haldið loksins komið eftir langa bið. Ekki er hægt að segja frá leik eins og Gran Turis- mo 2 án þess að bera hann lítillega saman við eldri týpuna. Við fyrstu sýn er allt hálfskakkt, eitthvað allt öðruvísi, þótt það minni á forverann, og úr allt of miklu að velja. Eftir að búið er að kanna viðmótið betur er ástæðan einföld - stærðin er svo miklu meiri og valkostirnir óteljandi. Einhvem veginn finnst manni alltaf að framhaldsleikir eigi að vera alveg eins nema bara betri. En auðvitað er það bara ósann- gjörn krafa og i þessu tilviki slær Gran Turismo 2 fyrirrennara sinn út á öllum sviðum. Það eina sem gamli leikurinn hef- ur umfram nýja leikinn er for- keppnin sem ræður úrslitum um sætin í sjálfum kappakstrinum. En eftir að hafa áttað sig á stærð leiks- ins sér maður að það var bara óþarfa fita sem hefur verið skorin í burt. Vélin Grafík leiksins er mjög góð - bílar, brautir og allt viðmót litur stórkostlega út. Brautirnar eru mun flottari og í stað auðnar eða borgarlandslags um nótt þýtur maður á tryllitækjunum um göt- ur Rómar, Seattle og Alpana, svo fátt eitt sé nefnt. Tilfinningin fyr- ir hraðanum er einnig í góðu lagi og er aðal Gran Turismo, akst- urseiginleikar bílanna, enn til staðar. Sterkasta hlið Gran Turismo 2 er þó án efa fjölbreytileikinn. Spilar- inn getur valið úr yfir 500 farartækj- um frá 33 framleiðendum; hann get- ur keyrt farartækin um 28 aksturs- brautir og valið milli hefðbundins kappaksturs á malbiki eða rallakst- urs á rallbrautum. Sterkasta hlið Gran Turismo 2 er þó án efa fjölbreytileikinn. Spilar- inn getur valið úryfir 500 farartækjum frá 33 framleiðendum, hann getur keyrt farartækin um 28 akstursbrautir og valið milli hefð- bundins kappaksturs á malbiki eða rallakstri á rallbrautum. Peningar Eins og í fyrirrennaranum snýst málið um að keppa, græða pening, kaupa betri bíl og gera bílinn svo betri með hinum óendanlega auka- búnaði sem í boði er. Þetta er einn skemmtilegasti hluti leiksins, að pæla í aukahlutum og finna hvemig þeir breyta farartækinu um leið í næsta kappakstri. Hægt er að velja um alls konar mót til að græða pen- inga - sum eru fyrir framhjóladrifs- bíla, önnur fyrir tryllitæki og þannig má lengi telja. Þetta gerir það aö verkum að spilarinn þarf að kaupa alls koncir farartæki og gera þau keppnishæf sem aftur leiðir til þess að ekki er hægt að kaupa bara besta bílinn og klára leikinn á hon- um. Safapressa í Gran Turismo voru próf sem þurfti að taka til að fá að keppa á hinum ýmsu mótum. Voru margir í mesta basli við að ná síðasta próf- inu en þar voru þau 3. í Gran Turis- mo 2 eru 6 próf og eru þau öll held- ur léttari. Ekki má svo gleyma að ef einhver á gamla vistun úr Gran Turismo er hægt að nota hana í Gran Turismo 2 og fær maður þá þau próf metin sem maður hafði afl- að sér. Það er ljóst eftir að hafa spil- að Gran Turismo 2 að gamla 1 gili Hinn frábæri keyrsluleikur Gran Turismo 2 býður upp á yfir 500 bílategundir af öllum stæröum og geröum - frá minnstu smábílum til flottustu tryllitækja sem til eru. PlayStation-vélin er ekki dauð enn þá. Reyndar er með ólíkindum hvað hægt er kreista mikinn safa úr vél- inni endalaust. Gran Turismo 2 er án efa einn af bestu leikjunum sem PlayStation- tölvan hefur upp á að bjóða. Allt sem prýða má góðan akstursleik er til staðar og ekki er neinn vafi á að Gran Turismo 2 á eftir að lifa lengi í PlayStation-vél undirritaðs. Ef ein- hver galli er á leiknum er hann sá helstur að ýta undir kostnaðarsama bíladellu hjá leikjavinum. -sno í næstu viku [Glæsileg fundarlaun í boði]

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.