Dagblaðið Vísir - DV - 12.02.2000, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 12.02.2000, Blaðsíða 8
frettir LAUGARDAGUR 12. FEBRÚAR 2000 íslendingar eyða milljónum í símatorgsþjónustu á ári hverju og markaðurinn stækkar enn: Fjögur fyrirtæki berjast um unaðinn í símanum - tilkoma Íslandssíma blés upp verðið. Spár um tvöföldun veltu á næstunni. Símatorg er eitt þeirra fyrirbrigða sem landsmenn kynntust á tíunda áratugnum. Fyrst um sinn var boðið upp á stefnumótalínur af ýmsu tagi en á undanfömum árum hefur markað- urinn stækkað gríðarlega og ýmsar nýjungar komið fram. Um margra ára skeið hélst verðskráin óbreytt og var markaðurinn takmarkaður af þeim sökum. í fyrra var fyrst farið að bjóða upp á beint samtal, símasex eins og það hefur verið kallað en fram að þvi voru einungis hljóðritanir í boöi og á sama tíma tóku gjaldflokkamir mikl- um breytingum. Það fékkst í gegn hækkun en hana má rekja til tilkomu Íslandssíma en þeir buðu fyrstir upp á nokkum veginn frjálst verðlag i þess- um geira. Að sögn viömælenda DV hefur þetta opnað markaðinn upp á gátt og haft afgerandi áhrif á veltu því möguleiki er nú á verðflokkum allt upp í 300 krónur á mínútu auk þess að hægt er að mkka fasta krónutölu fyr- ir hvert símtal. Einn viðmælandi var þeirrar skoðunar að þessi breyting myndi jafnvel tvöfalda veltu markað- arins. í dag eru fjögur fyrirtæki á markað- inum, Veitan, Tjáskipti, Rauða torgið og Símamiðlun ehf. Veitan er elsta fyrirtækið í bransanum og lengi vel var það stærst ásamt Rauða torginu. Samkvæmt heimildum DV hefur það þó breyst og nú eru tveir aðilar langstærstir, Veitan og Tjáskipti með um 70-80% markaðarins og hin tvö með rúmlega 20%. Það gæti stutt þetta að skoða magn auglýsinga fyrirtækj- anna. 200 milljóna ársvelta? Kostnaðurinn fyrir þá sem nýta sér þjónustu símatorgs er mikill, sérstak- lega eftir tilkomu nýju gjaldskrárinn- ar. Það er því freistandi að álykta að þeir sem standa að fyrirtækjunum séu moldríkir menn. Giskað hefur verið á að velta fyrirtækjanna nemi um 200 milljónum á ári hverju og þeir fái 2000 símtöl á degi hverjum. Við- mælendur DV eru ekki á eitt sáttir um hvað sé hæft í þessum tölum en þó virð- ist þetta ekki vera fjarri lagi. „Mér finnst talan 200 milljónir ekki vera svo stór þegar henni er skipt á milli fjögurra aðila og dreginn frá kostnaður, sem er mikill í þessum bransa,“ segir Ágúst Sverris- son hjá Veitunni. Þegar kostnaðurinn er skoðaður kemur í ljós að hann er þónokkur. „Þaö sem við síma- torgsveitendur veltum í heild er í raun ekki nema brot af því sem kem- ur inn á símatorgunum. Það sem neytandinn borgar er allt annað err það sem við veltum," sagði einn við- mælenda DV. Það eru þrír aðilar sem koma að hverju gjaldnúmeri, símafé- lagið með innheimtu- kostnað, ríkissjóður með virðisauka og svo þjónustuveitand- inn með um helming innkomunnar. Af því dregst svo almennur kostnaður við rekstur frá auk auglýsingakostnaðar sem gríðarlegur í þessum bransa. Eignarhald á símatorgsfyrirtækjun- um er ekki hverjum sem er opið. Þeg- ar spurst er fyrir um það kemur fólk víðast að lokuðum dyrum, sérstaklega þar sem flest fyrirtækin auglýsa und- ir öðrum nöfnum en sínum eigin. Rauöa torgiö „Við byrjuðum í maí 1995 og erum eina fyrirtækið sem hefur lagt áherslu á nafnþekkingu og allt sem við gerum er undir okkar nafni. Þegar fólk skoðar aðrar auglýs- ingar um símaerótík hefur það oft ekki hugmynd um hver stendur á bak við þetta,“ segir Jens Kristjánsson hjá Rauða torginu. Samkvæmt heimild- um DV er Jens stór eigandi í fyrirtæk- inu en ásamt honum hefur verið nefndur tii sögunnar Jón Þorbergs- son, sem skráður er fyrir eignarhalds- félaginu sem stendur að baki fyrir- tækinu en sama fólk hefur átt það frá upphafí. Klara Kristín Einarsdóttir er varamaður í stjórn og einn eigenda. Jens segir að Rauða torgið sé um þess- ar mundir í lægð þar sem verið sé að taka í notkun nýtt tölvukerfi. Það tölvukerfi mun auðvelda starf fyrir- tækisins til muna. „Fastráðnir starfs- menn hjá okkur eru núna 1,6. Þegar nýja forritið kemst í gagnið verður vinnutími á sólarhring einn og hálfur klukkutími. Forritið byggir á sjálf- virkni og það er hægt að fjarstýra því úr fartölvu hvaðan sem er úr heimin- um og eykur það hagkvæmni til muna,“ segir Jens. En lifa menn auð- veldlega á laununum í þessum bransa? „Menn hafa í sig og á en ég hugsa að duglegur iðnverkamaður hafi hærri laun,“ segir Jens Kristjáns- son. Tjáskipti Fyrirtækið Tjá- skipti er mjög ungt á markaönum en hefur þó náð sterkri fótfestu og má aðal- lega rekja það til til- komu símasexins. Fyrirtækið auglýsir undir nöfnunum Draumveitan og Telís, en Telis er jafnframt skráð sem fyrirtæki i síma- torgsgeiranum. Framkvæmdastjóri fyrirtækisins heitir Ágúst Smári Beaumont og er hann jafnframt einn af þremur eigendunum. Ekki náðist í Ágúst 1 gær. Annar aðili sem heimild- ir DV herma að sé stór hluthafi er Brynjar Hauksson og er hann stjórn- arformaður. Báðir eru þessir menn ungir að árum, rétt ríflega tvítugir. Þriðji aðilinn er Björk Kristjánsdóttir. Eins og áður segir er Tjáskipti annar stóru aðilanna á markaðnum en það er mat heimildamanna DV að þeir séu langstærstir á sviði símasexins. Telja sumir að þeir séu jafnvel að fara fram úr Veitunni sem hefur verið stærst. Þeir hafa verið mjög ötulir við að bjóða upp á live sex-þjónustu og buðu upp á hana með greiðslukortum þar til aðstaða og leyfi fékkst til að bjóða upp á það í gegnum símatorg. Til marks um það voru þeir t.d. með fastakúnna í greiðslukortunum áður en leyfi fékkst fyrir símasexið í sima- torgi. Veitan Ágúst Sverrisson rekur Veituna og hefur unnið við símatorg frá því það byrjaði. Fyrirtækið auglýsir einnig und- ir nafninu Draum- sýn. „Veitan var stofnuð árið 1996 og með henni kom eitt- hvað sem hefur talist umdeilt, erótískt efni. Það voru til stefnumótalínur áður en með til- komu Veitunnar þá varð þessi mark- aður til eins og ljann er núna,“ segir Ágúst. Ágúst segir að nokkrir aðilar eigi fyrirtækið og er einn þeirra Pétur Hilmarsson, sem er einn aðaleigand- inn. Samkvæmt hlutafélagaskrá eru aðrir stjómarmenn Kristján Franklín Magnús og Ágúst Sverrisson. „Það er þannig að ég er eini fasti starfsmaður- inn en svo kaupi ég bæði forritunar- þjónustu og verktakaþjónustu, þannig að þetta gætu verið þrjú starfsgildi þegar allt er talið.“ Ágúst segir að sér sé ekki heimilt að tala um veltu fyrir- tækisins en eins og áður sagði telur hann 200 milljóna heildarveltu á markaðnum ekki fjarlæga. Hann telur erfltt að átta sig á hvort markaðurinn muni stækka með nýfengnum breyt- ingum en á þó frekar von á því. Eins og staðan er núna er Veitan sterkust á sviði stefnumótalína, þar sem konur hringja frítt og fólk kynnist og spjall- ar saman. Möguleikana þar telur hann ótæmandi því fólk ræður algjör- lega hvað það spjaUar um. Veitan býð- ur einnig upp á annars konar þjón- ustu en hefðbundna símatorgsþjón- ustu. Fyrirtækið er með skjáleikinn á Sýn og stjömuspárlínu svo eitthvað sé nefnt. Símamiðlun ehf. „Fyrirtækið er búið að vera til frá 1997,“ segir forsvarsmaður Símamiðl- unar ehf. sem vill ekki láta nafns síns getið. Símamiðlun auglýsir undir eig- in nafni og fær fyrirtækið um 250 sím- töl á dag. Það eru aðallega verktakar sem starfa í fyrirtækinu, ein stúlka á símanum í hlutastarfi, manneskja sem sér um reksturinn og á hlut í fyr- irtækinu og svo framvegis. Rekstur- inn er í formi hlutafélags með nokkram eigendum. Samkvæmt hlutafélagskrá skipuðu stjóm félags- ins þegar síðast var skráð þau Ragn- heiður G. Sigurðardóttir, Gústaf Sam- ir Hasan og Bima Hilmarsdóttir sem munu hafa selt sinn hlut. Fréttaljós Höskuldur Daði Magnússon Jens Kristjánsson. Chiwpractic heUsudýnumar SvefnherbergLshúsgögri Hetisukoddar Hlíjhardýmur Rúmteppasett Hágœða hómullarlök Sœngur Sœngurver Lampar Speglar jAvík-AKU^É Listhúsinu Laugardal, sími 581 2233 • Dalsbraut 1, Akureyri, sími 461 1150 • www.svefnogheils
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.