Dagblaðið Vísir - DV - 12.02.2000, Blaðsíða 10
10
LAUGARDAGUR 12. FEBRÚAR 2000 I lV
I
Frjálst, óháð dagblað
Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF.
Stjórnarformaöur og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON
Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: EYJÓLFUR SVEINSSON
Ritstjórar: JÓNAS KRISTJÁNSSON og ÓLI BJÖRN KÁRASON
Aðstoðarritstjóri: JÓNAS HARALDSSON
Auglýsingastjóri: PÁLL ÞORSTEINSSON
Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaðaafgreiðsla, áskrift: ÞVERHOLT111,105
RVÍK, SIMI: 550 5000
FAX: Auglýsingar: 550 5727 - RITSTJÓRN: 550 5020 - Aörar deildir: 550 5999
GRÆN númer: Auglýsingar: 800 5550. Áskrift: 800 5777
Stafræn útgáfa: Heimasiða: http://www.skyrr.is/dv/
Vfsir, netútgáfa Frjálsrar fjölmiðlunar: http://www.visir.is
Ritstjórn: dvritst@ff.is - Auglýsingar: auglysingar@ff.is. - Dreifing: dvdreif@ff.is
AKUREYRI: Strandgata 25, simi: 462 5013, blaöam.: 462 6613, fax: 461 1605
Setning og umbrot: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF.
Filmu- og plötugerð: ISAFOLDARPRENTSMIÐJA HF. - Prentun: ÁRVAKUR HF.
Áskriftarverð á mánuði 1950 kr. m. vsk. Lausasöluverð 180 kr. m. vsk., Helgarblað 250 kr. m. vsk.
DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins f stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds.
DV greiðir ekki viðmælendum fyrir viðtöl við þá eða fyrir myndbirtingar af þeim.
Hér talar „óvinur bænda"
Hagur sauöíjárbænda væri nú annar og betri, ef fyrir
nokkrum áratugum heföi verið tekið mark á þeim, sem
sögðu, að heppilegast væri að nota ríkisstyrkina til að
borga mönnum fyrir að hætta fjárbúskap, svo að hinir,
sem eftir sætu, gætu haft þolanlega afkomu.
Fyrir nokkrum áratugum var séð fyrir, að neyzla
lambakjöts mundi minnka með auknu fæðuúrvali og lög-
un íslenzks matarsmekks að erlendum fyrirmyndum.
Einnig, að sókn á erlendan markað mundi ekki takast,
því íslenzkt kjöt væri ekki samkeppnishæft.
„Óvinir íslenzkra bænda“ voru þeir kallaðir, sem
spáðu rétt um framvinduna. Kerfið hamaðist um á hæl
og hnakka á kostnað skattgreiðenda og neytenda, en allt
kom fyrir ekki. Tugum milljarða var sóað til einskis og
fátækir sauðfjárbændur urðu sífellt fátækari.
Þessu ferli er ekki lokið. Þjóðin mun verða enn frá-
hverfari lambakjöti á næstu árum, enda eru sífellt að
bætast við kynslóðir, sem aldar eru á pítsum og pöstum.
Reikna má með, að neyzla lamba- og kindakjöts fari nið-
ur fyrir 15 kíló á mann á ári á allra næstu árum.
Kominn er tími til, að menn viðurkenni þessa stað-
reynd og hagi sér samkvæmt því. Enn fremur er kominn
tími til, að menn viðurkenni, að mistekizt hefur hver til-
raunin á fætur annarri til að sækja fram með þessa vöru
í útlöndum, allt fram á þennan dag.
Samt er rúm fyrir sauðfjárrækt hér á landi í framtíð-
inni, helmingi minni framleiðslu en hún er í dag. Til
þess að ekki fari allir sauðfjárbændur á höfuðið í einum
pakka er brýnt að færa allan stuðning við greinina í far-
veg uppkaupa ríkisins á framleiðslurétti.
Slík greiðsla fyrir að hætta verður að vera háð því
skilyrði, að sauðfjárbóndinn færi sig ekki yfir í aðra bú-
vöru, sem einnig er að meira eða minna leyti á framfæri
ríkisins. Stuðningurinn verður á endanum að koma að
fullu fram í samdrætti í búvöruframleiðslu.
Líklega mun markaðsjafnvægi nást með um 500 sér-
hæfðum sauðfjárbændum. Því færri, sem þeir verða,
þeim mun betri verður afkoma þeirra. Þetta er bara
markaðslögmál, sem landbúnaðarkerfið hefur lengi
hunzað og þar með skaðað skjólstæðinga sína.
Markaðurinn þolir því meiri sauðfjárrækt, sem hún
verður fjölbreyttari. Rúm er fyrir framleiðslu lífræns
lambakjöts í samræmi við fjölþjóðlega staðla. Áhugi
neytenda á slíkri búvöru vex hratt með hverju árinu. En
bændakerfið hefur haft horn í síðu slíkra staðla.
í staðinn hefur kerfið reynt að búa til nýja skilgrein-
ingu, sem kosti bændur minna, til dæmis svokallaða
vistvæna framleiðslu, sem því miður nýtur hvorki fjöl-
þjóðlegra staðla né annarrar viðurkenningar markaðar-
ins. Slík hliðarspor hamla gegn lífrænni ræktun.
Einnig er rúm fyrir sölu lambakjöts undir vottuðum
vörumerkjum tilgreindra staða eins og í frönsku rauð-
víni. Vinna má sérmarkaði fyrir lambakjöt, sem ræktað
er á sérstöku landssvæði við sérstakar beitaraðstæður,
til dæmis Laufskálaheiðarlömb eða Svalbarðslömb.
Svigrúm til framleiðslu lambakjöts er til, en það er
takmarkað, eins og svonefndir „óvinir bænda“ sögðu fyr-
ir nokkrum áratugum. Menn verða að laga sig að þess-
um raunveruleika og haga stefnunni þannig, að bændur
verði fáir, en hafi sómasamlega afkomu.
Einnig er orðið tímabært að gera helztu „óvini bænda“
að heiðursfélögum í samtökum bænda fýrir að hafa
aldrei vikizt undan að segja bændum sannleikann.
Jónas Kristjánsson
Valdabarátta í Kína
Þótt enginn efist um mikilvægi
Bandaríkjanna í efnahags- og stjórn-
málakerfi heimsins er hins vegar full
ástæða til þess að efast um að um-
fjöllun vestrænna fjölmiðla um hálfs
annars árs langa kosningabaráttu
þar vestra sé í nokkru samræmi við
mikilvægi kosninganna. Svarið við
því hvort það verður Gore, Bush eða
McCain sem verður næsti forseti
Bandaríkjanna er örugglega ekki
helsti lykiliinn að skilningi á heims-
málunum á næstu árum. Valdabar-
átta sem nú á sér stað í öðru ríki, í
Kína, gæti orðið afdrifaríkari fyrir
heimsmálin en kosningarnar í
Bandaríkjunum.
Menn og málefni
„Kínversk stjórnmál verða aldrei
áhugaverð fyrir almenning á Vestur-
löndum, það er svo erfitt að læra nöfn-
in á þessum mönnum," sagði breskur stjórnmálaskýr-
andi fyrir nokkrum árum. Umfjöllun um bandarísk
stjórnmál er yfirleitt fyrst og fremst umfjöllun um ein-
staklinga, eða öllu heldur um ímyndir þeirra, og þvi er
auðvelt að gera úr henni aðgengilegt léttmeti. Það er
hins vegar ekki nóg með að kínversk nöfn séu erfið fyr-
ir okkur hér vestar á hnettinum heldur býður kerfið þar
eystra ekki upp á notkun íþróttafréttastílsins í pólitískri
umfjöllun. Það verður ekkert prófkjör í Zhengzhou eða
Chongqing og það verða engar auglýsingar í sjónvarpi.
Málefnin sem tekist er á um eru líka flóknari en svo að
unnt sé að ná utan um þau með því læra eitthvað um
ímyndir eða jafnvel veruleika einstakra stjórnmála-
manna. Það gæti hins vegar skipt talsverðu máli fyrir
fleiri en hina 1300 milljónir íbúa Kína hverjir verða ofan
á í Beijing.
Stóru spurningarnar
Stóru spurningarnar í kínverskum stjómmálum snú-
ast í reynd allar um sama meginmálið, það er um spenn-
una á milli staðnaðs stjórnmálakerfis annars vegar og
forsendna og afleiðinga hagvaxtar i landinu hins vegar.
Hversu langt er hægt að ganga í umbótum á efnahags-
kerfinu án þess að valdakerfi kommúnistaflokksins
riðlist? Hversu lengi er hægt að halda uppi hagvexti án
miklu víðtækari kerfisbreytinga í efnahagsmálum en
menn hafa lagt i hingað til? Hverning verður hægt að
helga stjórn kommúnistaflokksins, sem núorðið byggist
ekki á hugmynda-
fræði heldur á loforð-
um um stöðugleika
og vöxt, ef verulega
hægir á hagvexti?
Kannski með enn
vaxandi þjóðernis-
hyggju sem þó er svo
ærin fyrir að hún
þrengir núorðið mjög
svigrúm stjórnvalda i
utanrlkis- og við-
skiptamálum. Og
hvaða afleiðingar
hefðu enn vaxandi
þjóðernisáherslur
fyrir Taívan og lönd-
in í kring? Og svo eru
hundrað minni
spumingar sem engu
að síður eru afar
brýnar. Til dæmis:
Hversu lengi er hægt
að halda bankakerf-
inu á floti án breyt-
inga á hlutverki rík-
isins í efnahagsmál-
um og á stöðu ríkis-
fyrirtækja í atvinnu-
lífinu? Hvernig er hægt að losa lánsfé
til arðbærra fjárfestinga án þess að
það kosti atvinnuleysi tugmilljóna
manna i ríkisgeiranum?
Kommúnistaflokkur án
kommúnisma?
Það er ekki lengur hugmyndafræði
sem heldur kommúnistaflokknum
saman, né heldur er það kommún-
ísk hugmyndafræði sem kaupir
þegjandi samþykki almennings við
stjórn hans á Kína. Flokkurinn
byggir á því að vera valdatæki og
eina aflið í landinu sem getur
tryggt stöðúgleika samhliða efna-
hagsframförum, og hahn vísar nú
til þessa hlutverks síns, ásamt með
þjóðernishyggju, frekar en til sós-
íalískra kenninga um efnahagsmál.
Margir áhugamenn um umbætur í
landinu telja að flokkurinn eigi möguleika á því að
gera umfangsmiklar umbætur í stjómmálum, án þess
þó að aflétta um leið einokun sinni á miðstjórnar-
valdi, og að þetta sé eina leiðin til að tryggja stöðug-
leika í landinu.
Menn
Leiðtogi Kína, Jiang Zemin, sem er í senn forseti,
aðalritari flokksins og pólitískur yfirmaður hersins,
hefur gert ýmislegt til þess að bæta samskipti flokks
og þjóðar, en hann er hins vegar ekki líklegur til að
standa fyrir miklum pólitískum umbótum. Þótt Jiang
Zemin gegni öllum þessum þremur embættum sjálfur
hefur stjórn hans haft ýmis einkenni samsteypu-
stjórnar og tiltölulega breiðrar samstöðu. Umboð leið-
togans, sem er 73 ára, rennur út á flokksþingi eftir
tvö ár, en margt bendir nú til þess að mikil valdabar-
átt sé hafin í Beijing. Þar takast stuðningsmenn Jiang
Zemin bæði á við menn sem vilja hraða umbótum í
efnahagsmálum og stjórnmálum og menn sem vilja
hægja á þeim. Sem stendur vega menn ekki að höfð-
ingjunum sjálfum heldur að húskörlum þeirra og
skiptast á kurteislega orðuðum hótunum og óbeinni
gagnrýni. Fram undan eru hins vegar margvíslegar
hættur 1 efnahagsmálum og ekki ólíklegt að leikurinn
æsist ef leitogunum fatast eitthvað í þeirri jafnvægis-
leikfimi sem er helsta viðfangsefni stjórnenda Kína
„Þaö er ekki lengur hugmyndafræöi sem heldur kommúnistaflokknum saman, né held-
ur er það kommúnísk hugmyndafræði sem kaupir þegjandi samþykki almennings við
stjórn hans á Kína.“
Erlend tíðindi
Jón Ormur Halldórsson
skoðanir annarra
Hlægilegir tölvuhakkarar
„Eigum við að hlæja að því eða vera hrædd?
Tölvuárásir stífla Netið eins og ómerkilegan póst-
kassa fullan af bæklingum. Sumir yppa öxlum. í
kjölfar tvöþúsundvandans, sem var kannski ekki
annað en mesta blekking aldarinnar, er rökrétt að
áhyggjur manna yfir þessum ljótu tölvukörlum séu
; frekar litlar. Auk þess eru óþægindin sem þessar
„árásir" valda frekar góðkynja og líkjast meir bilun-
um í jarðlestakerfinu en svarta dauða. Og ósköp
venjulega gefinn krakki sem klæjar eðlilega í putt-
| ana getur gert þennan mikla grikk.“
Úr forystugrein Libération 10. febrúar.
í lýðræðisátt i Króatíu
„Króatía heldur áfram á leið sinni til lýðræðis-
| legri framtíðar. I þingkosningum fyrir fimm vikum
höfnuðu Króatar afdráttarlaust þjóðernissinnaflokki
Franjos Tudjmans heitins forseta. Á mánudag var
umbótamaðurinn Stipe Mesic kjörinn eftirmaður
Tudjmans sem lést úr krabbameini í desember. Mes-
ic hóf feril sinn sem kommúnisti og vann um tíma
með Tudjman eftir að Króatía lýsti yfir sjáifstæði
1991. En hann varð þreyttur á ráðriki forsetans og
herskárri þjóðernisstefnu hans sem kom Króötum í
stríð í Bosníu og átti þátt í að landið naut ekki fulls
stuðnings Vesturlanda.“
Úr forystugrein Washington Post 10. febrúar.
Ferskir vindar frá Finnlandi
„Þjóðfélagsfræðingar hafa lýst kosningunum í
Finnlandi sem vali á lífsstíl. Fjölskyldusýn, samkyn-
hneigð, jafnrétti og trúarbrögð voru ofarlega á baugi
í baráttunni. Miðflokksmaðurinn Esko Aho lagði
áherslu á hefðir eins og hjónaband og kristni. Tarja
Halonon er fulltrúi lífsstíls stórborgarinnar. Hún
berst fyrir því að menn opni sig fyrir og hafi þolin-
mæði gagnvart þvi sem er öðruvísi. Niðurstaða
finnsku forsetakosninganna er frískandi þegar kald-
ir vindar takmörkunar blása frá hægri í Evrópu.
Úr forystugrein Aftonbiadet 7. febrúar.