Dagblaðið Vísir - DV - 12.02.2000, Blaðsíða 12
Útlönd
LAUGARDAGUR 12. FEBRÚAR 2000 X>V
Hrægammarnir svífa
Hún felldi ekki eitt einasta tár þeg-
ar hún fylgdi hinum myrta maka
sínum til grafar. Ceca Velikovic,
hin unga ekkja stríðsherrans Zelj-
kos Raznjatovic, eða Arkans eins og
hann var kallaður, þótti þegar við
útfór eiginmanns síns gefa til kynna
að hún ætlaði að taka við stjórn
glæpaveldis hans. Ceca var glæsileg
og fógur og sýndi vissan myndug-
leika. Hún virtist hafa tekið við
stjórn þúsund manna hryðjuverka-
sveitar Arkans, Tígrunum, sem
herjaði í Bosníu, Króatiu og jafnvel
í Kosovo, að þvi er sagt er.
Glæpaveldi Arkans var gríðarlegt.
Milljarðar króna eru sagðir vera í
húfi. Hrægammarnir eru þegar
farnir að búa sig til árásar. Stjórn-
málamenn, mafiubræður og aðrir
munu reyna að fylla tómarúmið eft-
ir Arkan í smyglstarfsemi og á
svarta markaðinum.
Aöeins ekkjan veit hvar
fjársjóöirnir eru faldir
Ekkjan unga hefur nú tekið við
formennsku fótboltaliðs Arkans,
Obilic. Búist er við að harðast verði
barist um klúbbinn, gimstein
Arkans. Sagt er að Ceca sé eina
manneskjan sem veit hvar klúbbur-
inn hefur falið sjóði sína erlendis.
Ekki er enn ljóst hverjir stýra öðr-
um viðskiptum hans. Margir eru
þeirrar skoðunar að Ceca taki við
yfirstjórninni. En enginn telur að
hún geti verið ein við stjórnvölinn.
Voldugir óvinir Arkans eru enn til
staðar og ekkjan þarf aðstoð.
Óháða tímaritið Vreme taldi sig
vita að Arkan hefði átt í deilum við
bæði Mirko Marjanovic, forsætis-
ráðherra Serbíu, sem stjórnar inn-
flutningi á jarðgasi til Serbíu, og
Marko, son Slobodans Milosevics
Júgóslavíuforseta sem, eins og Ark-
an, leitaðist við að ná algjörum yflr-
ráðum í smygli á bensíni.
„Arkan steig á mjög viðkvæmar
tær. Um er að ræða nöfn sem ekki
er hentugt að birta og jafnvel stjórn-
málaflokka sem að undanförnu hafa
reynt að auka tekjur sínar,“ skrifaði
Vreme.
Blanda af Al Capone og
Patton hershöfðingja
Staða Arkans í Serbíu var einstök.
New York Times skrifaði að á
bandariskan mælikvarða hefði
hann verið blanda af A1 Capone og
hinnar litríku stríðshetju Patton
hershöfðingja. Auk þess hefði hann
verið kvæntur Madonnu.
Eftir morðið á Arkan sakaði Ceca
yfirvöld um að hafa tafið flutning
hans á sjúkrahús að yfirlögðu ráði.
Þessi ásökun hennar varð til að
kynda enn frekar undir orðróminn
um um að menn Milosevics hefðu
staðið að baki morðinu.
Arkan var myrtur á Hotel
Intercpntinental í Belgrad 15. janú-
ar síðastliðinn. Hann varð 47 ára og
Arkan kannar heiðursvörð hryðjuverkasveitar sinnar, Tígranna, ásamt
stríðsglæpamanninum Radovan Karadzic í austurhluta Bosníu árið 1995.
Brúðurin sótt undir
vélbyssuskothríö
Þegar Arkan bjó í Svíþjóð eignað-
ist hann son með sænskri konu.
Sonurinn, Michael, er nú 24 ára,
tveimur árum yngri en ekkja
Arkans, poppsöngkonan Ceca. Þeg-
ar Arkan kvæntist Ceca var hún að-
eins 21 árs. Gríðarleg veisla var
haldin í tilefni brúðkaups þeirra.
Dagurinn hófst með því að Arkan
ók inn í fæðingarbæ brúðarinnar,
Zitorodja, sem er 250 km fyrir sunn-
Arkan á brúðkaupsdegi sínum í einkennisbúningi frá fyrri heimsstyrjöldinni.
Arkan varð einn ríkasti maður Serbíu á margs konar glæpastarfsemi. Hann
hagnaðist einnig á viðskiptum tengdu fótboltaliði sínu, FC Obilic.
Samkvæmt frásögn franska blaðsins Aujourd’hui stakk Arkan um 160
milljónum í eigin vasa þegar klúbbur hans seldi leikmanninn Ivan
Vukomanovic til Bordeaux.
Ekkja stríðsherrans Arkans, Ceca Velikovic, við útför eiginmanns síns. Hún stýrir nú Tígrunum sem stóðu
heiðursvörð við útförina. Símamynd Reuter
Arkans, hefur rekið eitt af farsíma-
fyrirtækjum föður síns og átti þátt í
skipulagninu nýs farsímakerfis í
Serbíu.
Hingað til hafa menn ekki orðið
varir við að Michael sé algjörlega
laus við bakþanka eins og faðir
hans. Arkan er sagður hafa viljað
halda fjölskyldu sinni utan við
glæpsamleg viðskipti sín. En nú
verður fjölskyldan að halda saman
vilji hún koma í veg fyrir að veldi
Arkans leysist upp.
Tekjurnar af glæpastarfseminni
voru gífurlegar og víst þótti að Ark-
an hefði komið miklum fjármunum
úr landi. Meðal annars þess vegna
veltu grískir fjölmiðlar því fyrir sér
fyrir nnkkrum vikum hvort Arkan
væri ekki enn á lífi. Það hefði verið
tvífari hans sem var myrtur. Hon-
um hefði verið fórnað til þess að
Arkan gæti breytt útliti sínu og
komist úr landi til að njóta auðæfa
sinna erlendis.
^f§n iiestir' Serbar veltu því hins
vegar fyrir sér hver félli næstur
fyrir morðingja hendi. Enginn gæti
verið óhultur úr því að maður með
jafnmikla öryggisgæslu og Arkan
hefði verið ráðinn af dögum.
Ekki minnkaði órói Serba við
morðið á varnarmálaráðherra
Serbíu, Pavle Bulatovic, síðastliðið
mánudagskvöld á veitingastað í
Belgrad. Bulatovic kom frá Svart-
fjallalandi. Hann hafði verið í nán-
um tengslum við Darko Asanin sem
hafði tengsl við undirheimana og
júgóslavnesku öryggisþjónustuna.
Asanin skipulagði margar göngur
til stuðnings Milosevic Júgóslavíu-
forseta f Podgorica, höfuðborg
Svartfjallalands, eftir að Momir
Bulatovic tapaði fyrir umbótasinn-
anum Milo Djukanovic f forseta-
kosningunum 1997. Asanin var
myrtur 1998.
Undanfarinn áratug hefur fjöldi
leiðandi stjórnmálamanna, lög-
regluforingja og kaupsýslumanna
verið myrtur í Serbíu. Flest þykir
benda til að um uppgjör i stjórnmál-
um eða innan mafíunnar hafi verið
að ræða.
Byggt á Aftonbladet, Ex-
pressen, Reuter o. fl.
var þá orðinn einn ríkasti maður
Serbiu. En hann var fangi í
heimalandi sínu. Um leið og hann
hefði farið yfir landamærin hefði
hann verið gripinn og færður fyrir
Alþjóðastríðsglæpadómstólinn í
Haag.
Þegar NATO gerði loftárásir á
Belgrad í
fyrravor var
meðal annars
reynt að hitta
bækistöðvar
Arkans.
Hann hafði
árið 1997 ver-
ið ákærður af
stríðsglæpa-
dómstólnum
fyrir brot
gegn mann-
kyninu, ekki sist vegna fjöldamorð-
anna í Vukovar 1991. Þá voru 250
manns fluttir frá sjúkrahúsi og
myrtir.
Skuggi Arkans hvílir yfir
moröum í Stokkhólmi
En löngu fyrir striðið á
Balkanskaga hafði Arkan stundað
glæpastarfsemi í Svíþjóð, Hollandi,
Þýskalandi og Ítalíu. í Svíþjóð
framdi hann fjölda vopnaðra rána á
áttunda áratugnum. Skuggi Arkans
hvílir yfir fjölda morða sem framin
hafa verið í Stokkhólmi á undan-
fömum árum. Uppgjör í undir-
heimunum hefur verið sett í sam-
band við smygl á sígarettum til Sví-
þjóðar. Dragan Joksovic, einn vina
Arkans í Sviþjóð, var myrtur á veð-
hlaupavelli í Stokkhólmi 1998.
Skömmu síðar voru tveir menn,
sem taldir voru bera ábyrgð á morði
Joksovics, sjálfir myrtir. Sænsku
lögregluna grunaði að
Arkan hefði fyrirskip-
að morðin. Arkan
hafði í viðtali við
sænska blaðið Afton-
bladet sagt að hinum
seku yrði refsað.
Ýmsum kenningum
hefur verið haldið á
lofti um morðið á Ark-
an sjálfum. Milosevic
Júgóslavíuforseti á að
hafa rutt honum úr
vegi til þess að koma í veg fyrir að
Arkan semdi við stríðsglæpadóm-
stólinn i Haag gegn eigin frelsi.
Hann á að hafa orðið fórnarlamb
keppnisaðila og svo er jafnvel talið
að um innri valdabaráttu hafi verið
að ræða.
Þrátt fyrir að lögreglan hefði til-
kynnt um handtöku þriggja meintra
morðingja Arkans á útfarardegi
hans héldu menn áfram að velta því
fyrir sér hver hefði fyrirskipað
morðið. Blaöið Blic í Belgrad, sem
er óháð, skrifaði 30. janúar að sá
sem hefði fyrirskipað morðið væri í
Svíþjóð.
Samkvæmt upplýsingum lögreglu-
mannsins Leifs Spánbos í Stokk-
hólmi tengdist Arkan Svíþjóð til
hinsta dags. Ekki bara vegna
smygls á sígarettum heldur einnig
vegna áfengissmygls. „Ég get
ímyndað mér marga sem vildu
drepa hann,“ sagði Spánbo í viðtali
við Aftonbladet.
Erlent frétta-
Ijós
an Belgrad. Með honum í for voru
Tígramir sem fylltu 40 biia. Arkan
skaut upp í loft með vélbyssu sinni.
Síðan greip hann haglabyssu til
þess að reyna að hitta epli á stólpa
samkvæmt serbneskri hefð. Hann
hitti í fimmtu tilraun. „Ég er ekki
vanur að skjóta epli,“ sagði hann
hlæjandi. Brúðkaupið, sem kostaði
rúmar 60 milljónir íslenskra króna,
var viðburður ársins i Belgrad.
Ceca var í serbneskum þjóðbúningi
en Arkan í liðsforingjabúningi frá
fyrri heimsstyrjöldinni. Að lokinni
vígslu í kirkju Gabríels erkiengils
héldu brúðkaupsgestirnir til Hotel
Intercontinental þar sem veisla var
haldin. Það var einmitt þar sem
Arkan var myrtur í janúar síðast-
liðnum.
Michael, hinn sænski sonur
yfir veldi Arkans