Dagblaðið Vísir - DV - 12.02.2000, Blaðsíða 25

Dagblaðið Vísir - DV - 12.02.2000, Blaðsíða 25
JZ>"V LAUGARDAGUR 12. FEBRÚAR 2000 25 ar- eða myndlistarskóli tekur inn nemendur sýni þeir ekki fram á ákveðna lágmarksfærni í tækn- inni en því miður undirbýr skóla- kerfið hér fólk ekki nógu vel hvað varðar sviðsframkomu og flutning á texta. Þetta verður ekki lagfært á einum degi en þetta námskeið okk- ar er hugsað sem svolítil viðleitni í þá átt.“ Metnaðarleysi og kreddur Sjónvarpsins Margir söknuðu Jóns Viðars úr sjónvarpinu og hafa viljað fá hann þangað aftur. Hvers vegna hætti hann á sínum tíma? „Til þess lágu einkum tvær ástæður. í fyrsta lagi er sjónvarpið í eðli sínu það ágengur miðill að fólk verður gjarnan þreytt á þeim sem þar eru lengi í sömu stelling- unum. Ég var búinn að vera þarna fjögur ár sem gagnrýnandi og fann að ég kynni að vera að festast í ákveðnu fari. Hitt er svo annað mál að ég gat aldrei fengið þann tíma til umráða sem ég taldi mig þurfa. Pródúsent- arnir, tæknistjórarnir eða hvað á að kaila þá á Sjónvarpinu eru flestir vel hæfir listrænum og menningarlegum metnaði sínum. Ef yfirmenn Sjón- varps halda t.d. að þetta Sunnu- dagsleikhús þeirra sé nægilegt framlag til íslenskrar leikmenn- ingar þá skjátlast þeim hrapallega. Oftast nær hafa leikritin þar verið skelfing lítilfjörleg þó ég vilji und- anskilja leikþætti Friðriks Er- lingssonar sem ég vona að fari að skrifa fyrir leiksvið. Af hverju dettur Sjónvarpinu aldrei í hug að framleiða stöku sinnum góð er- lend sviðsleikrit eða framhalds- myndaflokka upp úr einhverri af okkar miklu epísku skáldsögum eftir Laxness, Gunnar Gunnarsson eða Jón Trausta? Nei, nei, heldur skal moka peningum í texta eftir höfunda sem ekki sýna þess nein merki að geta nokkurn tímann skrifað brúkleg leikrit.“ Enginn útilegumaður í ljósi þess að Jón starfar ekki sem gagnrýnandi nú, er þá óhætt að segja að hann hafi gagnrýnt sig út úr leikhúsumræðunni? „Ekki held ég að það sé nú svo slæmt. Ég fann það alltaf og vissi það raunar fyrir að mikill meiri- hluti leikhúsfólks er sem betur fer svo þroskað að það skilur að það þarf að vera í gangi lif- andi umræða um list- greinina. Það þarf ekki að vera sam- mála gagnrýnand- anum og er það kannski sjaldn- ast þótt það verji rétt hans til að tjá hug sinn af fullri einurð.“ En finnst Jóni hann vera eins og útilegu- maður í ís- lensku leik- húslifi? Jón Viöar Jónsson hefur komið víða við í íslenskum leikhúsheimi. Hann sinnir kennslu og rannsóknarstörfum um þessar mundir en rödd hans sem gagnrýnanda heyrist hvergi. Hann segist samt ekki vera útlægur úr leikhús- inu. menn en margir þeirra eru því miður áhugasamari um að halda sýningu á eigin færni og kunnáttu í tæknibrögðum en að nota tækn- ina til að miðla einhverju sem máli skiptir. í þessum hópi er ein- hver fáránleg kredda í gangi um að tveir menn geti ekki talað leng- ur saman í'mynd en 3-4 mínútur, þá hljóti áhorfendur að missa áhugann. Eftir þessari kenningu var Dagsljósið að mestu leyti rekið og Mósaík er það einnig, eftir því sem ég best fæ séð, illu heilli. Það mætti halda að þessir menn hafi ekki uppgötvað að spjallþættir eru alls staðar eitt langvinsælasta sjónvarpsefnið, eins og Sjónvarpið hefur raunar sjálft sannað með Mánudagsviðtölunum sem oft voru mjög áhugaverð. Mér er óskiljanlegt hvers vegna þau voru tekin af dagskrá og yfirleitt þyrfti Sjónvarpið allt að herða mjög á „Það get ég ekki séð. Ef þú ert að vísa til þess að ég hef nýverið sótt um tvær lykilstöður í leikhúsinu þá er svarið einfaldlega það að ég tel mig búa yfir þekkingu, reynslu og starfskröftum sem þar ættu að geta nýst vel. Mér finnst það skylda manns að gefa kost á sér þegar slíkir möguleikar eru í boði.“ Nú heyrist stundum sagt að leik- húsheimurinn á íslandi sé svo smár, eins og ein stór fjölskylda, að það geri starf gagnrýnenda erfitt. Er þetta rétt? „Leikhúsheimurinn er alls stað- ar smár þannig að þetta er afstætt. Ég hef verið lánsamur og fengið að starfa við margt og það er hægt að koma að leikhúsumræðu með ýmsum öðrum hætti en fjalla um einstakar leiksýningar." -PÁÁ allt að Laugardag 11-16 Síðasti dagur! enn meiri verðlækkun! Hjá okkur eru Visa- og Euroradsamningar ávísun á staðgreiðslu Ármúla 8-108 Reykjavik
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.