Dagblaðið Vísir - DV - 12.02.2000, Blaðsíða 30

Dagblaðið Vísir - DV - 12.02.2000, Blaðsíða 30
Þau hittust af algjörri tilvOjun. Þau þekktust ekki og höfðu aldrei sést áður. Samt sem áður varð fund- ur þeirra örlagaríkur fyrir þau bæði. Renate Hönicke frá Dietzenbach rétt utan við Frankfurt var glöð kona á sextugsaldri. Hún hafði dval- ið rúma viku á heilsuhælinu Klinik am Wald vegna veikinda í baki. Dvölin í fógru umhverfi og fag- mannleg meðferð starfsmanna heilsuhælisins höfðu haft góð áhrif. Á laugardeginum hafði Renate getað hringt heim til eiginmanns sins og tveggja barna og sagt þeim að hún myndi útskrifast á mánudeg- inum. Hún hafði þjáðst af bakverkj- um og verkjum í hnakka í margar vikur en nú leit út fyrir að hún gæti horfið aftur til starfs síns sem end- urskoðandi. Það var sunnudagur og Renate var á leið til kveðjuveislunnar sem hún og nokkrir aðrir sjúklingar heilsuhælisins ætluðu að halda saman á veitingastað inni í bænum. Renate naut gönguferðarinnar í gegnum almennings- garðinn sem lá milli heilsuhælisins og bæj- arins. Hún hlakkaði til kvöldsins og hafði ekki hugmynd um að hún kæmist ekki lifandi úr garðinum. Óánægður með tilveruna Renate hlakkaöi til aö útskrifast af heilsuhælinu. Hún komst aldrei heim til sín. Því næstum því samtímis stóð maðurinn, sem Renate þekkti ekki en sem átti eftir að verða banamað- ur hennar, við litla tjöm í garðinum ekki langt frá þar sem hún gekk. Maðurinn, Karl-Heinz Gerlowski, 29 ára, var óánægður með sjálfan sig og alla tilveruna. Hann var í þungu skapi. Honum þótti sem allt væri á móti honum. Og sjaldan er ein báran stök. Það var nýbúið að reka hann úr sláturhúsinu þar sem hann starfaði. Sama dag missti hann af ibúð sem hann hafði sótt um eftir auglýsingu. Nú bjó hann hjá kærustunni sinni, Christine, sem hann hafði trúlofast fyrir einni viku. Karl-Heinz velti því fyrir sér hversu lengi samband þeirra myndi vara. Hversu lengi myndi Christine umbera hann, atvinnulausan og félausan slátrara án nokkurrar fram- tíðar? Hann var dapur þegar hann tók sam- an veiðigræjurnar sínar. Það hafði ekk- ert bitið á síðan um morguninn. Óheppn- in elti hann. í reiði- kasti þeytti hann veiðistönginni inn í runnana. Hann þreifaði eftir í vasa sínum. Jú, beitti Kærasta moröingjans ætlar aö bíöa hans þótt hann hafi verið dæmdur í lífstíðarfangelsi. vasahnífurinn hans var á sínum stað. Hann gekk eftir stígnum í átt að heilsuhælinu, hundóánægður með lífið og tilveruna. Honum þótti hann aldrei fá nein tækifæri. Hann myndi aldrei fá það jafn gott og ríku svínin sem gátu dvalið á heilsuhæli mánuöum saman og bara legið og ausiö fé í allar áttir. Með gleraugu skreytt gimsteinum Renate Hönicke hafði nú gengið um hálfan kílómetra eftir stígnum í almenningsgarðinum. Hún hafði klætt sig upp á vegna kveðjuveisl- unnar um kvöldið. Hún var í fal- legri dragt og utan yfir henni var hún í dýrri kápu með pelskraga. Renate var einnig með sparigleraug- un sín sem voru skreytt gimstein- um. Þau hafði hún fengið i fimm- tugsafmælisgjöf frá manninum sín- um. Karl-Heinz Gerlowski kom auga á Renate þegar hún gekk undir ljósa- staur í garðinum. Ljósið glampaði á gimsteinana i gleraugnaumgjörð- inni. Karl-Heinz ákvað skyndilega að fela sig í þéttum runnunum með- fram stígnum. Nú var Renate kom- in svo nálægt að hann heyrði marr- ið i mölinni þegar hún gekk. Á ör- lagaríku augnabliki ákvað Karl- Heinz Gerlowski að beita fagkunn- áttu sinni. klæðnað sinn. I íbúð kærustu morð- ingjans fann lögreglan gleraugu Renate sem skreytt voru gimstein- um. Hann hafði ætlað að selja þau síðar. Örlögin höfðu leitt saman morð- ingja og fórnarlamb og niðurstaðan varð harmleikur. Manneskja, sem hafði hlakkað til nýs lífs, hafði orð- ið fórnarlamb annarrar sem búin var að gefa upp vonina. Renate Hönicke týndi lífinu. Karl- Heinz Gerlowski er ekki lengur í húsnæðisvandræðum. Hann var dæmdur i lífstíðarfangelsi. Fagmaður að verki Slátrarinn vai óánægöur með lífið og tilveruna Sá aldrei morðingja sinn Réttarlæknarnir voru nefnilega sann- færðir um að fag- maður hefði verið að verki. Maður sem vissi nákvæmlega hvað hann gerði. Það gat aðeins verið um skurðlækni eða slátrara að ræða. Morðinginn hafi í raun merkt sér ódæðisverkið. Gerlowski játaði og sagði að hann hefði valið fómar- lamb sitt af handa- hófi. Hann sýndi einnig lögreglunni hvar hann haföi falið vasahnífinn og hvar hann hafði brennt blóðugan Renate Hönicke sá aldrei morðingja sinn. Hún varð bara vör við að einhver greip í hana aftanfrá, að handleggj- um hennar var haldið fast og svo hefur hún í nokkrar sekúndur fundið einhverju köldu og hvössu þrýst upp að hálsinum. Það var sannur fag- maður sem var að verki. Með snöggu handtaki' skar hann barkann og slagæðina i sundur. Renate Hön- icke lést í örmum morðingja síns. Vegfarendur fundu hina myrtu konu af tilviljun í runna um kvöldmatarleyti daginn eftir. Fjórum dögum seinna handtók lög- reglan Gerlowski eftir að sjónar- vottar höfðu gefið sig fram. Þeir höfðu séð svarthærðan mann, með- almann á hæð, hlaupa út úr garðin- um um áttaleytið á sunnudags- kvöld. Lýsingin átti við Karl-Heinz Gerlowski en það var hand- bragðið sem kom upp um hann.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.