Dagblaðið Vísir - DV - 12.02.2000, Blaðsíða 59

Dagblaðið Vísir - DV - 12.02.2000, Blaðsíða 59
JjV LAUGARDAGUR 12. FEBRÚAR 2000 afmæli Páll Þorleifsson Páll Þorleifsson, fyrrv. húsvörð- ur, Hrafnistu í Hafnarfirði, er ní- ræður i dag. Starfsferill Páll fæddist að Kaganesi við Reyðarfjörð en ólst upp í foreldra- húsum að Kömbum til 1918. Þá drukknaði faðir hans og varð móðir hans þá að leysa upp heimilið. Páll fór þá, ásamt þremur systkinum sinum, til móðurbróður síns, Páls Þorsteinssonar og k.h., Elínborgar Stefánsdóttur, að Tungu í Fáskrúðs- firði. Páll ílutti suður er hann var um tvítugt og stundaði nám viö Héraðs- skólann á Laugarvatni 1931-33. Hann settist síðan að í Hafnarfirði og hefur verið búsettur þar síðan. Páll stundaði fyrst almenna verkamannavinnu. Hann starfaði svo í hálfan annan áratug í raf- tækjaverksmiðjunni Rafha en 1961 varð hann húsvörður við Flensborg- arskólann og gegndi því starfi í tutt- ugu ár, eða þar til hann var sjötiu og eins árs. Þann tíma bjuggu hann og fjölskylda hans i skólanum. Þá kenndi hann jafnframt bókband við Flensborgarskólann um skeið. Eftir að Páll hætti störfum við Flensborg- arskólann starfaði hann í fimm ár hjá Flúrlömpum sf. Páll söng og starfaði með Karla- kómum Þröstum i Hafnarfirði í sex- tíu og fimm ár. Hefur kórinn oft flutt lög eftir Pál en hann hefur gert töluvert af því að semja lög og Ijóð. Þá var hann einn af ein- söngvurum kórsins um árabil. Hann söng jafh- framt í kirkjukórum í Hafnarfirði og í ýmsum kvartettum og sönghóp- um. Lætur hann sig aldrei vanta þegar sungið er' á Hrafnistu en hann syngur enn fyrsta tenór. Á yngri árum æfði Páll fimleika með FH og var í sýningarflokki undir stjóm Hallsteins Hinrikssonar. Eftir Pál hafa komið út 18 sönglög fyrir karlakóra, útg. 1988, og Kveðja frá Páli í bundnu máli, ljóð og stök- ur útg. 1996. Hann er nú búsettur á Hrafnistu. Fjölskylda Páll kvæntist 23.10.1937 Guðfinnu Ólafiu Sigurbjörgu Einarsdóttur (Lóu), f. 26.2. 1913, d. 5.12. 1999, hús- móður. Hún var dóttir Einars Jóns- sonar, f. í Vola í Flóa 5.5. 1866, d. 1947, og Kristínar Guðmundsdóttur, f. á Skógströnd í Garðahreppi 13.11. 1873, d. 1955. Dætur Páls og Ólaflu eru Kristín, f. 5.3. 1938, kennari og bókasafns- fræðingur í Hafnarfirði, gift Magn- úsi R. Aadnegard, f. 9.5. 1942, vél- virkjameistara og atvinnurekanda; Þóra Gréta, f. 21.11. 1945 þjónustufulltrúi í Sparisjóði Hafnaifjarð- ar, gift Magnúsi Jóni Sigbjörnssyni, f. 27.5. 1944, vélvirkjameist- ara. Böm Kristínar og Magnúsar eru Páil Heiðar, f. 31.1.1964, vél- fræðingur, kvæntur El- enu Siivonen, lyfja- fræðingi frá Rússlandi, en dóttir þeirra er Olga Karin, f. 7.8. 1983; Lóa María, f. 29.4. 1966, kennari og lyfjafræðingur, en mað- ur hennar er Sigurður Hannesson, kerfisfræöingur og rafveindavirki og eru böm þeirra Bjarki Dagur, f. 3.7.1993, Sævar Andri, f. 4.1.1996 og Eydís Anna, f. 15.7. 1999. Börn Þóru Grétu og Magnúsar eru Pálmar Óli, f. 15.5. 1966, véla- verkfræðingur og framkvæmda- stjóri, en kona hans er Hildur Karls- dóttir kennari og eru böm þeirra Smári, f. 22.2. 1988, Þóra Gréta, f. 16.12. 1992, og Rakel, f. 15.11. 1994; Bjarki Þór, f. 11.4. 1973, rafeinda- virki, en unnusta hans er Bára Hilmarsdóttir og eru dætur þeirra Eva Rós, f. 4.9. 1991, og Lena Rut, f. 30.8. 1994; ívar Smári, f. 24.3. 1976, rafvirki, en unnusta hans er íris Ósk Hafþórsdóttir og er sonur þeirra Anton Freyr, f. 8.7. 1996; Alma Björk, f. 30.3. 1980, nemi við Ví, en unnusti hennar Guðmundur Jón Viggósson. Systkini Páls: Sigurbjörg, f. 10.7. 1906, d. 1999, húsmóðir og sauma- kona, en maður hennar var Markús Jónsson sem einnig er látinn; Sig- urður, f. 10.7. 1906, d. 1926; Þórir, f. 18.11. 1908, d. 1991, húsgagnabólstr- ari, var kvæntur Guörúnu Þ. Sturludóttur; Stefán, f. 27.9. 1911, fyrrv. leigubílstjóri og hljómsveitar- stjóri, var kvæntur Halldóru G. Hallgrímsdóttur sem er látin; Eiríkur, f. 23.5. 1913, d. 1993, rafvirkjameistari, var kvæntur Sigríði Sigurðardóttur; Magnús, f. 19.9. 1914, d. 1999, viðskipta- fræðingur, var kvæntur ídu S. Daníelsdóttur. Foreldrar Páls voru Þorleifur Stefánsson, f. á Reyðarfirði 13.9. 1876, d. 1918, og Margrét Þorsteinsdóttir, f. í Víðivallagerði á Fljótsdalshéraði 25.6. 1874. Ætt Þorleifur var sonur Stefáns Guðmundssonar, b. í Vaðlavík, og Önnu Jónsdóttur húsfreyju. Margrét var dóttir Þorsteins Jónssonar, b. í Víðivallagerði, og Sigurbjargar Hinriksdóttur húsfreyju. Páll mun eyða afmæliskvöldinu með fjölskyldu sinni. Páll Þorleifsson. Hörður Valdimarsson Hörður Valdimarsson, fyrrv. að- stoðarforstöðumaður, Nestúni 17, Hellu, varð sjötíu og fimm ára á miðvikudaginn var. Starfsferill Hörður fæddist í Reykjavík en ólst upp að Holtastöðum í Langadal í Húnavatnssýslu. Hann stundaði nám við Bændaskólann á Hvann- eyri og lauk þaðan búfræðinámi 1944. Hörður hóf störf hjá lögreglu- stjóraembættinu í Reykjavík 1950 og stundaöi þar ýmis löggæslustörf til 1972 er hann flutti austur í Rangár- vallasýslu og gerðist aðstoðarfor- stöðumaður við Vistheimilið í Gunnarsholti. Hörður sat í stjóm og var síðan formaður Landssamtaka klúbbanna Öruggur akstur um árabil en þá ferðaðist hann um landið til fræðslu um umferðaröryggismál. Hann varð félagi í Lionsklúbbnum Skyggni á Hellu 1973 og er þar enn virkur fé- lagi. Hann var umdæmisstjóri Lionsumdæmisins 109A starfsárið 1981-82 en 1985 var Hörður gerður að Melvin Jones félaga sem er ein æðsta viðurkenning Lionsfélaga. Fjölskylda Hörður kvæntist 13.2. 1950 Jór- unni Erlu Bjamadóttur, f. 25.6.1930, fyrrv. yfirmatráðsmanni. Hún er dóttir Bjarna Guðmundssonar, stýrimanns og skipstjóra en síðar ökukennara og strætisvagnstjóra í Reykjavík, og Gyðu Guðmundsdótt- ur húsmóður. Börn Harðar og Jórunnar Erlu eru Bjarni Rúnar Harðarson, f. 14.10. 1950, loftskeytamaður við Loftskeytastöðina í Gufunesi, bú- settur í Keflavík og á hann fimm syni en sambýliskona hans er Inga Guðmundsdóttir verslunarmaður; Guðrún Bryndís Harðardóttir, f. 30.10. 1953, bókari í Reykjavík, ekkja eftir Jón Árnason símvirkja og eru synir þeirra tveir; Hafdís Erna Harðardóttir, f. 25.4. 1955, bankamaður í Reykjavík, og á hún fimm börn en sambýlismaður henn- ar er Frederick Allan Jónsson múr- ari; Sævar Logi Harðarson, f. 21.3. 1957, rafvirkjameistari á Hellu, en kona hans er Fjóla Lárusdóttir mat- reiðslumaður og eiga þau þrjú börn. Systkini Harðar eru Þráinn Valdimarsson, fyrrv. framkvæmda- stjóri í Reykjavík; Vilhjálmur Valdi- marsson, gjaldkeri á Seltjarnamesi; Erla Valdimarsdóttir, verslunar- maður í Reykjavik; Ásdís Valdi- marsdóttir, fóstra í Reykjavík; Hrafnhildur Valdimarsdóttir, búsett í Reykjavík; Stefán J. Valdimars- son, eftirlitsmaður i Reykjavík. Foreldrar Harðar voru Valdimar Stefánsson, f. 1.8. 1898, d. 25.4. 1988, fyrrv. vitavörður og múrari, og k.h., Guðrún Vilhjálmsdóttir, f. 13.2.1901, d. 2.9. 1935, húsmóðir. Hörður og Jórunn Erla taka á móti gestum að heimili sinu, Nestúni 17, laugard. 12.2. frá kl. 15.00. Til hamingju með afmælið 13. febrúar 90 ára Páll Þorleifsson, Hrafnistu, Hafnarfirði. Þorbjörg Váldimarsdóttir, Dælengi 16, Selfossi. 85 ára Gróa Kristjánsdóttir, Hólmi, Hvolsvelli. Sölvi Ólason, Hlíðargötu 62, Fáskrúðsflrði. 80 ára Júlíana Hinriksdóttir, Rauðumýri 3, Akureyri. örlygur Sigurðsson, Skúlagötu 20, Reykjavík. 75 ára Guði-ún Jóna Jónsdóttir, Dvalarheimilinu Höfða, Akranesi. 70 ára Emilía Thorarensen, Álfheimum 20, Reykjavík. 60 ára Árni Eyvindsson, Ægisíðu 62, Reykjavík. Steinunn Jónsdóttir, Fosshóli, Sauðárkróki. Valgerður Þorvarðsdóttir, Lindarbrekku, Hvammstanga. 50 ára Grétar G. Vilmundarson, Vallarbraut 10, Seltjarnamesi. Guðrún Jónasdóttir, Elliðavöllum 12, Keflavík. Hólmfríður Sigurðardóttir, Dalsbyggð 3, Garöabæ. Ingi Leifsson, Akurgerði 1, Reykjavík. Kristján Guðmundsson, Sæbóli 26, Grundarfirði. Sigríður Guðnadóttir, Reykjabraut 4, Þorlákshöfn. 40 ára Geir Sigurðsson, Engihjalla 9, Kópavogi. Halldór Garðar Bjömsson, Tunguvegi 1, Hafnarfirði. Helen Patricia Brown, Lindarflöt 34, Garðabæ. Smári Kristjánsson, Álfaskeiði 88, Hafnarflrði.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.