Dagblaðið Vísir - DV - 12.02.2000, Blaðsíða 62

Dagblaðið Vísir - DV - 12.02.2000, Blaðsíða 62
74 <&yndbönd LAUGARDAGUR 12. FEBRÚAR 2000 J-j’V yndbanda GAGNRÝNI Lola Rennt: Virðingarvert virðingarleysi ★★★■i Með kvikmyndaskáldunum stóru, Herzog, Fassbinder og Wenders, átti þýsk kvikmyndagerð sitt síðasta blómaskeið á áttunda áratugnum en hefur átt erfitt uppdráttar síðan. Yngri kvik- myndagerðarmenn festust í pælingum þeirra og bættu litlu við. Nú hafa ungir eldhugar hins vegar snúið við þeim baki og þeirra lærifeður eru MTV og Tarantino. Lola Rennt rýkur af stað og heldur uppi stanslausri keyrslu á 82 mínútum (og nær að segja þrjár mismunandi útgáfur af sög- unni á þeim tíma). Hún gefur listasnobbsmafíunni langt nef og keyrir yfír smáatriði eins og vandaða persónusköpun, vitrænan söguþráð og innihald sem þau væru ómerkilegir rigningarpollar á hraðbrautinni. Ævintýralega ýkt stílbrigði og hraði í frásögn gefa áhorfendanum litinn tíma til þess að hugsa um innihaldið. Kvikmyndavélin er á stöðugri hreyfingu, klippingar hraðar og atburðarásin öll ein rússíbanaferð. Æsi- leg tónlist undirstrikar skyldleikann við tónlistarmyndbönd. Myndin er langt frá því að vera fullkomin en virðingarvert virðingarleysi hennar gagnvart hefðum kvikmyndaformsins er hressilegt og skemmtilegt inn- legg í kvikmyndaflóruna. Útgefandi: Stjörnubíó. Leikstjóri: Tom Tykwer. Aðalhlutverk: Franka Potente og Moritz Bleibtreu. Þýsk, 1998. Lengd: 82 mín. Bönnuð innan 12 ára. -PJ The Mill on the Floss: Orlagaástir Þetta verk segir frá ástum og örlögum Tulli- ver-fjölskyldunnar. FVrst kynnumst við systkinunum Maggie og Tom á barnsaldri ásamt Philip Wakem, syni erkióvinar fóður þeirra. Börnin verða þó mestu mátar, einkum þó Philip og Maggie sem ákveða að láta ekki deilur feðra sinna spilla vináttunni. Örlögin haga aftur á móti málum svo að þegar þau komast á giftingaraldur fá þau vart talast við. Hjúskaparmál vina og skyldmenna flækja svo vináttuböndin enn frekar. Eftir miklar vinsældir mynda, byggða á skáldsögum Jane Austin, kemur ekki á óvart að leitað sé í brunn George Eliot. Líkt og í sögum fyrmefndu skáldkonunnar eru hjúskaparmálin í brennidepli en undirtónninn þó held- ur alvarlegri. Sagan er mikil að vöxtum og því miður tekst ekki að tengja at- burði myndarinnar í markvissa hefld. Vaðið er úr einu i annað og ofsafeng- in tilfínningatengsl persóna eru ósannfærandi. Leikstjórinn Graham Theak- ston hefur nær eingöngu unnið fyrir sjónvarp og líklega hefði árangurinn orðið miklu athyglisverðri hefði verið um að ræða sjónvarpsþáttaröð. Þeir sem hrífast af enskri epík ættu þó endilega að lauma þessari í tækið því sjarmi hefðarinnar leynir sér ekki. Útgefandi: Myndform. Leikstjóri: Graham Theakston. Aðalhlutverk: Emily Watson, Cheryl Campbell, James Frain og Bernard Hill. Ensk, 1998. Lengd: 120 mín. Öllum leyfð. -bæn Election: Kosningar 'k'k'k Jim McAllister (Matthew Broderick) er kennari af hugsjón og hefur þrisvar verið valinn kennari ársins. Hann á gott líf og er ánægður I vinnunni þar til að Tracy Flick (Reese Wither- spoon) býður sig fram til forseta nemendastjórnar. Hann þolir hana nefnilega ekki og reynir hvað hann getur til að spilla framboðinu. Eftir allt lofið sem þessi mynd hefur hlotið varð ég fyrir örlitlum von- brigðum. Mér fannst háðið ekki alveg jafnsnjallt og umfjöllunin gaf efni til að ætla. Hins vegar er það ferskt og skemmtilegt og myndin öfl hin hressilegasta. Það er fyrst og fremst fjörlegri persónusköpun að þakka, ásamt frábærri túlkun leikaranna. Matthew Broderick hefur alltaf átt gott með að leika vinalegar vandamálapersónur og fer vel með kennar- ann góða en breyska sem lætur kosningamar setja líf sitt og siðferðis- kennd á annan endann. Chris Klein er einnig mjög fínn í kostulegu hlut- verki auðtrúa og sakleysislegrar ruðningshetju sem lætur McAllister ýta sér út í framboð. Það er þó Reese Witherspoon sem á þessa mynd og hef- ur ekki verið betri síðan í Freeway. Hún leikur framapotarann unga af þvílíkum fitonskrafti að það hálfa væri nóg. Útgefandi: CIC mynbönd. Leikstjóri: Alexander Payne. Aðalhlutverk: Matt- hew Broderick og Reese Witherspoon. Bandarísk, 1999. Lengd: 103 mín. Bönnuð innan 12 ára. -PJ TheBreak up: Ekki hundum bjóðandi 0 Jimmy (Bridget Fonda) er gift brjálæðingi sem beitir hana grófu ofbeldi. Snemma kemur þó í ljós að hann lætur ekki við heimilisofbeldið eitt sitja. Eftir að hún er flutt nær dauða en lífi á sjúkrahús finnst lík í bíl eiginmannsins sem lögreglan telur hans. Annað kemur þó í ljós (ég er ekkert að kjafta frá, þetta er einungis ein af mörgum augljósum „gátum“ myndarinnar) og brátt er Jimmy komin á flótta undan hjónabandssælunni og lögreglunni. Ferifl Kiefers Sutherlands er búinn að vera á hraðri leið í hundana og slæst Bridget Fonda hér í för með honum. Ótrúverðugleika Jimmys má reyndar að miklu leyti rekja til handritsins en það er með því alversta sem skrifað hefur verið. Tökum dæmi um heimskulega framvinduna: Brjálæðingurinn vondi er að beygla og rífa úr sér tennurnar og brenna á sér hendumar. Stuttu síðar kemst sérfræðingur lögreglunnar að þeirri niðurstöðu að hann muni ekki vera sökudólgurinn þar sem tanngarður- inn sé annar og ómögulegt að taka fingraför! Af hverju Sutherland og Fonda samþykktu að taka þátt í slíkri hundalógík er ofar mínum skiln- ingi. Útgefandi: Myndform. Leikstjóri: Paul Marcus. Aðalhlutverk: Bridget Fonda og Kiefer Sutherland. Bandarísk, 1998. Lengd: 101 mín. Bönnuð innan 16. -bæn Matthew Broderick: Indælismaður í hremmingum Hann var hér um bil búinn að koma af stað kjarnorkustyrjöld í fyrstu mynd sinni og það átti fyrir honum að liggja að leika ófáa indæl- ismenn sem afltaf lenda í hinum ótrúlegustu hremmingum og rata ekki úr þeim þrátt fyrir að vera góðum gáfum gæddir. Þessi hlut- verk eru sérgrein leikarans með strákslega andlitið, Matthews Brodericks. Hans verður þó ávaflt minnst fyrir hlutverkið sem skaut honum upp á stjörnuhimininn, hlut- verk skróparans Ferris Bueller. Matthew Broderick fæddist 21. mars árið 1962 inn í leiklistarfjöl- skyldu. Faðir hans var leikari og móðir hans leikskáld og handrita- höfundur. Hann ólst upp við leik- húslíf New York borgar og rataði nánast sjálfkrafa inn á leiklistar- brautina. Sautján ára gamall fór hann að vinna með föður sínum við tilraunaleikhús og varð strax eftir- sóttur. Fljótlega var hann farinn að leika á Broadway í leikritum eins og Biloxi Blues og Brighton Beach Memoirs eftir Neil Simon og Torch Song Trilogy eftir Harvey Fierstein. Hann vann Tony-verðlaunin, ósk- arsverðlaun leikhúslífsins, fyrir hlutverk sitt i Brighton Beach Memoirs. Missti af Alex P. Keaton Hann hafnaði tilboði um að leika Alex P. Keaton í sjónvarpsþáttunum Family Ties þar sem faðir hans var þá orðinn illa haldinn af krabba- meini og hann hefði þurft að flytja til Los Angeles. í staðinn fékk Mich- ael J. Fox hlutverkið sem gerði hann að stjörnu. Matthew Broder- ick og Michael J. Fox eiga það reyndar sameiginlegt að líta mjög unglega út og leika gjarnan langt niður fyrir sig í aldri. Það má segja að þetta hafi fært báðum viss tæki- færi en þetta hefur kannski einnig kvikmyndauppfærslum á tveimur af sínum stærstu leikhúsverkefn- um, Biloxi Blues og Torch Song Trilogy (þar sem hann reyndar lék annað hlutverk en hann hafði gert í leikritinu). Báðar myndimar voru gerðar 1988 en sama ár olli hann al- varlegu og umtöluðu bílslysi á Ir- landi þar sem hann var í fríi með þáverandi kærustu sinni, Jennifer Grey. Hann missti stjóm á bíl sín- um og keyrði á bíl sem var að koma úr gagnstæðri átt. í bílnum voru mæðgin sem létust. Eftir tvo mánuði á sjúkrahúsi þurfti hann. að mæta fyrir dómara sem sleppti honum með sekt -fyrir gá- leysisleg- an akstur en fjöl- skylda hinna látnu var sárhneyksl- uð. Næstu árin gekk honum misjafnlega. Hann lék I mis góöum mynd- um og sum- ar kol- féllu. Hann átti þó góða endurkomu í leik- húslífið og vann sinn annan Tony árið 1994 fyrir hlutverk sitt í How to Succeed in Business without Really Trying. Einnig leikstýrði hann fyrstu og einu kvikmynd sinni til þessa, Infinity, ágætismynd sem fékk vinsamlegar umsagnir en ekki mikla aðsókn. Frægðarsól hans var að dvína en mérkilegt nokk þá varð Godzilla, stærsti skellurinn af öll- um, til að minna fólk á hann á ný. Gríðarlega neikvæð gagnrýni á myndina beindist ekki að aðalleikaranum og hann komst í sviðs- ljósið á ný. Hann fylgdi þessu eftir með myndunum Election og In- spector Gadget. Matt- hew Broder- ick er þar með aftur orðinn eitt af þekkt- ustu andlitun- um i bransanum en nú er eftir að sjá hvort það end- Pétur Jónasson Inspector Gadget. Matt- hew Broderick í titilhlutverkinu. gert þeim erfiðara fyrir að þroskast sem leikarar. Michael J. Fox tókst eiginlega aldrei að brjótast út úr strákshlutverkinu og virðist ekki ætla að takast það því hans biðu þau kaldhæðnislegu örlög að þurfa að draga sig i hlé vegna parkinsons- veiki sem flestir tengja fremur við háaldrað fólk. Matthew Broderick hefur orðið meira ágengt. Fyrsta kvikmyndahlutverk Matt- hews Brodericks var í Max Dugan Retums árið 1983 en hann vakti fyrst athygli í WarGames sem kom út síðar sama ár. Þar lék hann ung- an tölvusnifling sem kemur næstum því af stað kjamorkustríði fyrir mistök. Gáfað fólk, sem meinar vel en klúðrar samt öllu, hefur frá upp- hafi verið sérgrein hans. WarGames tryggði honum næga atvinnu næstu árin en það var Ferris Bueller’s Day Off sem skaut honum upp á stjörnu- himininn árið 1986. Allir þeir sem voru unglingar á þessum tíma muna eftir myndinni. Persónan sem hann lék, Ferris Bueller, var svalur, kærulaus, hress og sniðugur og varð nánast átrúnaðargoð heillar kynslóðar. Olli dauðaslysi Matthew Broderick neitaði þó að láta binda sig á klafa unglinga- mynda. Hann taldi sig fjölhæfari en svo og vildi reyna að koma því til skila til fjöldans. Hann lék m.a. í Myndbandalisti vikunnar SÆTI IFYRRI 1VIKUR > : VIKA k LISTAI 1 i 1 TITILL ÚTGEF. J ;teg. j 1 1 1 j 1 2 J FieMummy CIC Myndbönd j Spemu 2 1 2 1 I J 3 i Aiulyzethis j Wamer Mynár J J 3 1 3 1 2 1 The Blair witch project J SAM Myndbönd i Spetma 4 J 1 4 1 1 1 4 I Office space J j SUfan J Gaman 5 ! 5 i 1 4 i Instinct Myndform ; Spciin 6 i 6 1 J J J 3 Í Universa] soldier The return J Skifan J I Sp«iu J 7 1 8 J 7 J Entrapment j Skffan Spnna 8 i I 1 J 6 The out-of-towners CIC Myndbönd Ibrnffl, 9 i 10 T j 1 i Notting hill 1 Háskólabtó J 1 Caman J 10 1 9 1 j j 5 I J Go J Skffan Gaman J 11 1 NÝ j 1 J Virtual Sexuaiity Skðan 12 11 j j 3 f Alit um móJur mina Borft ' Draraa J 13 1 12 j 10 1 EtfTv J CIC Myndbönd 1 Ganun 14 1 16 J j j 8 J 10 things 1 hate about you J J SAMMyndbönd Gaman 15 i j 1 1 i Infemo Myndform Spenna 16 1 NÝ 1 I J 1 | Stonn of the century 1 SAM Myndbönd J Sperau J 17 1 19 J 5 1 Octobersky J CIC Myndbönd j Drama 18 13 J j 6 J The astronauts wife j Myndform J Spenu 19 !> j j 6 f Vmis SSufan Spenu 20 1 18 2 1 Tomnte J Myndform Gaman
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.