Dagblaðið Vísir - DV - 18.02.2000, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 18.02.2000, Blaðsíða 2
Þegar þú reykir rotna lungun í þér svo einfalt er það. Þetta eru kannski stór orð en máttur sígarettureyksins er mikill. í honum eru meira en 4000 efni og sum þeirra breyta hárfínum lungnablöðrunum í götótta tjörusekki. Slíkt kallast lungnaþemba og drepur fjölda íslendinga á hverju ári. Fæstir reykingamenn álíta að þeir fái lungna- þembu. Þeir halda að það gerist aðeins hjá ríg- fullorðnu fólki sem reykt hefur lengi og mikið. Þetta er alrangt! Niðurstöður viðamikillar krufningarrannsóknar á dánarorsökum reykingafólks leiddi í Ijós að 99,7% hinna látnu, sem reyktu 20 sígarettur eða fleiri daglega, voru með lungnaþembu. Hjá þeim sem höfðu reykt 10 eða færri var talan 77%. f hvert sinn sem þú dregur að þér tóbaksreyk aukast skemmdirnar í lungunum. Eina leiðin til að koma í veg fyrir þær er að hætta að reykja. Átta af hverjum tíu reykingamönnum vilja hætta. Ef þú ert einn þeirra skaltu ekki fresta því lengur. Næst þegar þú ætlar að kveikja þér í skaltu hugsa um lungun í þér og ímynda þér hvernig þau rotna smátt og smátt við hvern reyk. Hver einasta sífaretta veldiur |»ér skaia! Upplýsingar um námskeið í reykbindindi eru á www.reyklaus.is Ráðgjöf í síma 800 6030 AUK k99-292 sia.is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.