Dagblaðið Vísir - DV - 18.02.2000, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 18.02.2000, Blaðsíða 10
Þ M 1 1 f i ð—E—E I—X—B. ' T M M II IML ‘ZMI) <=fe vlrfcö Idi=í©a Vinsælasti morgunþáttur landsins (samkvæmd Gallup des'99 ^12-34 ára landið aMt) Vikan 18. febrúar til 25. febrúar 1 f 0 k U S Sunnudagur^ 20/02 •Krár ■ BUFF Á OLAUMBAR Hljómsveitin Buff mæt- ir á Glaumbarlnn eins og venja er á sunnudög- um. Sveitin er reyndar betur þekkt undir nafn- inu Bítlarnir en er sem sagt nýbúin aö breyta um nafn. ■ GR LÚPVÍKSSON Á KRINGUIKBÁNNI GR Lúðvíksson verður á Kringlukránni og sér fólki fyrir undirspili meóan það jafnar sig á helginni. I Bö 11 ■ PANSLEIKUR í ÁSQABÐI. GLÆSIBÆ Capri-tríó spilar fyrir dansi í Ásgarði, Glæsibæ. Djammiö byrjar kl. 20. •Klassík ■ NÝTT QRGEL í NESKIRKJU Sinfóníuhljóm- sveit áhugamanna heldur tónleika í Neskirkju í tilefni þess aö nýtt orgel var tekiö í notkun i kirkjunni síöastliöið haust. Á efnisskránni eru Fjórar nótur, nýtt hljómsveitarverk eftlr Óliver Kentish, þáttur úr nýjum orgelkonsert eftir Hildlgunni Rúnarsdóttur og orgelkonsert eftlr Francis Poulenc. Hljómsveitarstjóri er Óllver Kentish. Hefjast tónleikarnir kl. 17.00. Aö- gangseyrir er 1000 kr., afsláttarverö fyrir nem- endur og eldri borgara og frítt fyrir börn. ■ CÓRECKI í LANGHOLTSKIRKJU Kammer- sveitln kynnir tónskáldiö Góreckl. Áriö 1993 skaust tónverk eftir lítt þekkt pólskt tónskáld upp í efstu sæti vinsældalista í Bretlandi og seldist í hundruöum þúsunda eintaka. Þetta var 3. sinfónía Henryks Górecki. í kvöld ætlar Kammersveit Reykjavíkur aö helga honum heila tónleika í Langholtsklrkju. Þar veröa flutt þijú lög í gömlum stíl fyrir strengjasveit: Lítil sálumessa, Konsert op. 40 fyrir sembal og strengjasveit og verkið Góöa nótt. Þóra Kristín Jóhannsdóttir leikur á sembalinn meö Kamm- ersveitinni en einsöngvari veröur Marta Guðrún Haildóisdóttir. Tónleikarnir hefjast kl. 20.30. ■ KANTÓTLIGUÐSÞJÓNUSTA í HALLGRÍMS- KJRKJU Kl. 17 veröur efnt til kantötuguðsþjón- ustu í Hallgrímskirkju í annaö sinn. Einsöngs- kantatan lch bin vergnúgt mit meinem Glúcke, BWV 84, eftir Johann Sebastian Bach, veröur flutt af Margréti Bóasdóttur sópran, ITtilli kammersveit og hópi úr Mótettukór Hallgríms- kirkju, undir stjórn Harðar Áskelssonar. Umfjöll- unarefni kantötunnar tengist guðspjalli sunnu- dagsins, dæmisögu Jesú um verkamennina í vingarðlnum. Séra Kristján Valur Ingólfsson mun prédika út frá guöspjallinu og inntaki kan- tötunnar og þannig verður lagt út af oröum Jesú í tali, texta og tónum. •Sveitin ■ SPANSKFLUGAN í ARATUNGU Leikdeild Ungmennafélags Biskuptungna sýnir Spansk- fluguna eftir þjóðverjana Arnold og Bach i Ara- tungu, Biskupstungum. Leikstjóri er Björn Gunnlaugsson. Boöiö er upp á sérstakan leik- húsmatseðil fýrir sýninguna i Aratungu, sem saman settur af léttum réttum og tilheyrandi veigum. ■ ORMURINN Á EGILSSTÓPUM Ormurinn á Egilsstööum er í boltastuöi og fótboltadagur- inn hefst klukkan 11. Liöin sem spila eru Man. Utd vs Leeds utd, Newcastle Utd vs Tranmere, Everton vs Aston villa. •Leikhús ■ AFASPIL í BORGARLEIKHÚSINU Örn Árna- son skemmtir börnunum í Afaspill en hann er höfundur og leikstjóri verksins. Það eru tvær sýningar á barnaleikritinu á litla sviðinu i Borg- arlelkhúsinu, klukkan 14 og 17 og uppselt á fyrri sýninguna. Sími í miöasölu er 568 8000. ■ BLÁA HERBERCK) Bláa herbergið eftir Dav- id Hare, þar sem Nicole Kldman fór á kostum undlr leikstjórn Sam Mendes, sem leikstýrir American Beuty, er sýnt á fjölum Borgarleik- hússins i kvöld, kl. 19. Síminn í miðasölu er 568 8000. ■ NORNAVEHJAR í KAFFILEIKHÚSINU Leik hópurinn Undraland, Jonathan Young og Hel- ena Stefáns- dóttir, sýnir Nornaveiðar i Kafflleikhús- Inu. Sýningin hefst klukkan 20 og simi í miöasölu er 551 9055. ■ RAUPÁ KLEMMANXÁSfiABgl Félag eldri borgara stendur fyrir sýningu á Rauðu klemm- unni eftir Hafstein Hansson. Sýningin í dag hefst klukkan 17 í Ásgarði Glæsibæ og miða- pantanir eru i sima 588 2111. ■ SKÆKJA í LA Skækjan Rósa birtist á fjölun- um hjá LA. Verkið er eftir José Luis Martín Descalzo og hefst klukkan 20. Miðasalan er opin alla virka daga og síminn er 462 1400. ■ BANEITRAÐ SAMBANP Já, þetta er Ban- eitrað samband sem hún Auður Haralds hefur skapaö á Njálsgötunni og Draumasmiöjan hef- ur sett upp i íslensku ðperunnl i leikstjórn Gunnars Gunnsteinssonar. Gunni Helga leikur unglingaveikling sem hatar allt og alla og á i op- inberri styrjöld við móður sína. Sjálfur er hann meö sítt að aftan, í Kizz-bol og hangir öllum stundum á Hallærisplaninu. Er líka skotinn i stelpu sem á uppstrílaöa foreldra en hann er sonur einstæörar móöur sem lætur sér standa á sama um viöbjóöinn sem viðgengst í heimin- um. Ekkert nema stríð og hungursneyð í hinni stóru veröld hinum megin viö hafiö. Já, þaö er ekkert grín að vera svín og vera étinn á jólun- um. Sýningin í kvöld hefst kl. 20. Síminn í miöasölunni er 5511475 og óhætt aö mæla með þessari sýningu fyrir mæögin landsins. ■ SÝRUSÖNGLEIKURINN SKUGOASVEINN Sauðkindin, leikfélag MK, sýnir Sýrusöngleik- inn Skuggasvein, spuna-ævintýri fyrir full- orðna. Þetta er fjörugur söngleikur sem byggö- ur er á gömlu evrópsku ævintýri og er rauöi þráðurinn barátta góðs og ills. Þetta er síöan fléttað inn i raunveruleika ungs fólks í dag. Söngleikurinn er saminn af krökkunum sem aö sýningunni komu, leikstjóranum og hljómsveit- arstjóranum. Bráöflörugt stykki meö söng og gleði, án þess þó aö talað mál falli í skuggann. Leikstjóri er Agnar Jón Egilsson og hljómsveit- arstjóri er Guömundur Ingi Þorvaldsson. Sýning sem enginn ætti að láta fram hjá sér fara. •Fyrir börnin ■ GLANNIGLÆPUR Ónei. þiö veröið aö passa ykkur, Latabæjarfólk! Glanni giæpur er sko ekkert lamb aö leika sér viö. Hér er skúrkur á ferö sem svífst einskis. Já, þessi sýning er ótrúlega vinsæl og krakkarnir fá ekki nóg af Magga Scheving og Stefánl Karii. Þaö eru tvær sýningar i dag, sú fyrri kl. 14 og sú seinni kl. 17. Upþselt á fyrri sýninguna en örfá sæti laus á þá siöari. ■ LANGAFI PRAKKARI KL 14 Krakkarnir eru alveg vitlausir í hann Langafa prakkara. Kalllnn er svo sniöugur, ferlega skemmtilegur og snjall aö hann heillar hvern sem er upp úr skónum. Hann sýnir það og sannar fyrir okkur hinum aö þaö þýðir ekkert að vera að stressa slg á líf- inu. Takiö þaö bara rólega og hafið gaman af því aö vera til. Sýnt i Möguleikhúsinu við Hlemm kl. 14. ■ ÓKEYPIS BÍÓ Kl. 14.00 veröa sýndar þijár norskar stuttmyndir í fundarsal Norræna húss- ins. Fyrsta myndin er teiknimynd og heitir Fyrsta skíðaferö Ólafs. Þar segir frá ævintýrum Ólafs litla þiegar hann fer í fyrsta sinn á skiöi. Næsta mynd segir frá kettlnum Mons, sem er mesti mathákur en vill samt ekki éta upp fisk- skammtinn sinn. Þriðja myndin er leikin mynd og heitir Ég æfi mig og er spaugileg barnamynd séö frá sjónarhóli litils barns. Myndin fiallar um kunnuglegar aðstæður og atvik úr daglega líf- inu sem lítil börn botna ekkert í. Myndirnar eru allar með norsku tali og aðgangur er ókeypis. •Opnanir ■ RÓBERT í OALLERÍ KAFFl Málverkasýning meö verkum eftir Róbert Kristjánsson opnar i Gallerí Kaffl Hafnarstræti 15. um er aö ræða olíu- og akrúlmyndir en þetta er fyrsta sýning listamannsins hérlendis. Galleríið er opiö alla daga frá kl. 18-23.30. •Siöustu forvöö ■ RÓBERT 9ÓT í NORRÆNA HÚSINU Sýning unni Breytimyndir eftir Robert Sot lýkur i Nor- ræna húsinu í dag. Breytimyndir er sjálfsævi- sögulegt, Ijósmyndatengt verk sem Robert Sot hefur fengist viö siöan 1998. Verkiö vísar til lífs hiröingjans, listamannsins sem stööugt er á ferðalagi og skráir niöur það sem fyrir augu ber á mismunandi stööum i heiminum. Samtímis er verkiö tengt tveim mikilvægum dagsetning- um í lífi Roberts Sots, árinu 2000, árþúsunda- skiptunum, og 27.12. 1999 sem er fertugsaf- mæli listamannsins. Báöar dagsetningarnar bjóöa einar og sér upp á mikla möguleika en samtímis felast i þeim miklar væntlngar, bæöi fyrir einstaklinginn og tilveruna. Allt breytist: aldur, staöa i samfélaginu og persónuleg staöa. Þess vegna hefur Robert Sot valiö sömu samsetningu i Ijósmyndunum. Hvar sem hann er staddur, hvaö sem hann er að gera er hann sjálfur alltaf í forgrunni sofandi. Hvað svo sem gerist í raunveruleikanum er hann áfram milli svefns og vöku, fullur af vonum og eftirvænt- ingu. •Sport ■ BOLTAPAGUR Á SPORTKAFFI Þaö er sanrv kallaöur boltadagur á ísafold Sportkaffl. Sex leikir eru á dagskrá og byrjar balliö kl. 11.00. Fyrsti leikurinn er sannkallaöur stórleikur þvi þá mætasttvö efstu lið ensku úrvalsdeildarinnari fótbolta, Leeds-Manchester U. Þetta er leikur sem enginn sannur fótbolta aðdáandi ætti að láta fram hjá sér fara. Kl. 13.45 er síðan bikar- leikur á milli Tranmere Rovers og Newcastle. Næst á eftir þvi er ieikur Liverpool-liösins Ev- erton gegn Aston Villa, kl. 15.55. Skoska fót- boltinn tekur síðan viö kl. 18.05 fiegar sýndur veröur leikur Iverness CT og Aberdeen. Þvi næst, eða kl. 19.25, er leikur í rtalska boltan- um. Aö lokum er smá tilbreyting fyrir þá sem veröa orðnir þreyttir á fótbolta en þá veröur sýnt frá NBA. Philadelphia 76ers og Los Ang- eles Lakers eigast þá viö. Alltaf kaldur bjór á krana til aö kæla sig niður milli leikja. •Feröir ■ SKÍÐAGANGA Á MOSFELLSHEIPI Feröafé- lagið Útivist stendur fyrir skiðagönguferöum á sunnudögum og njóta þær vaxandi vinsælda. Aö þessu sinni verður skíða- ganga dagsins yfir Mosfells- helöi en þar er eitt af mest spennandi skíðagöngusvæöum áSuövesturlandi. Brottför er frá Umferðarmiöstöðinni kl. 10.30 og eru farmiöar seldir í miöasölu. Fariö verður meö rútu inn á Þingvallaveginn og gengið þaöan á heiöina, að Borgarhólum, sem eru hæsti staö- ur á heiðinni og góður útsýnisstaður.Þaöan verður haldið i átt að Hengli en skíöagöngunni lýkur við Litlu kaffistofuna og er áætlaö að gangan taki 5 - 6 klst.. Allt skföafólk er vel- komiö en félagar greiða lægra fargjald. Mánudagur 21/02 •Krár ■ FRANKIE FLAME Á CAFÉ ROMANCE Breski píanóleikarinn Frankie Flame sér gest- um Café Romance fyrir Ijúfri stemningu. D jass ur undirlagður af seiöandi tónum VlðQarð- arundranna. Tónlist þeirra er kennd viö svokall- aðan modaljass sem sagöur er vera forveri tón- iistarstefna eins og triphopps og drum&bass. Þrátt fyrir aö hafa fyrst komið fram á sjónarsviö- ið fyrir um 40 árum þá hefur modaljass veriö nær óþekktur á íslandi þar til á allra siðustu misserum. Hljófæraleikararnir, sem eru þekktir úr djass og blúsgeiranum, eru þeir Guðmundur Pétursson gítarleikari, Eðvarð Lárusson gítar- leikari, Þóröur Högnason bassaleikari og Birg- ir Baldursson trommuleikari. Mætiö og látiö þá leiöa ykkur um draumaheima meö dáleiöandi nótum. Mætiö timanlega. Allt í beinni á www.xnet.is GLeikhús ■ 5ÝRUSÖNGLEIKURINN SKUGGASVEINN Sauðkindln, leikfélag MK, sýnir Sýrusöngleik- inn Skuggasvein, spuna-ævintýri fyrir full- orðna. Þetta er fjörugur söngleikur sem byggö- ur er á gömlu evrópsku ævintýri og er rauöi þráöurinn barátta góðs og ills. Þetta er síöan fléttað inn i raunveruleika ungs fóiks i dag. Söngleikurinn er saminn af krökkunum sem aö sýningunni komu, leikstjóranum og hljómsveit- arstjóranum. Bráöfjörugt stykki meö söng og gleöi, án þess þó aö talaö mál falli i skuggann. Leikstjóri er Agnar Jón Egilsson og hljómsveit- arstjóri er Guömundur Ingi Þorvaldsson. Sýning sem enginn ætti aö láta fram hjá sér fara. •Fyrir börnin ■ LANOAFI í MÖGULEIKHÚSINU Langafl prakkari prakkarast í Móguleikhúsinu og börn- in gleðjast. Miðaverö er 900 og síminn í miða- sölu er 562-5060. Sýningin hefst klukkan 10.30. Uppselt. fynr börnin Ókeypis í Kl. 14.00 verða sýndar þrjár norskar stuttmyndir í fundarsal Nor- ræna hússins. Fyrsta myndin er teiknimynd og heitir Fyrsta skíðaferð Ólafs. Þar segir frá ævintýrum Ólafs litla þegar hann fer í fyrsta sinn á skiði. Næsta mynd segir frá kettinum Mons, sem er mesti mathákur en vill samt ekki éta upp fiskskammtinn sinn. Þriðja myndin er leikin mynd og heitir Ég æfi mig og er spaugileg bamamynd séð frá sjónarhóli lítils bams. Myndin fjallar um kunnugleg- ar aðstæður og atvik úr daglega líf- inu sem lítil böm botna ekkert í. Myndimar em allar með norsku tali og aðgangur er ókeypis.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.