Dagblaðið Vísir - DV - 28.02.2000, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 28.02.2000, Blaðsíða 6
6 MÁNUDAGUR 28. FEBRÚAR 2000 VW Golf 1600 Comfort, 5 d., skr. 09. '98, silfurl., ek. 25 þ. km, bsk., 16“ álf., spoiler. V. 1.460 þ. Ford Econoline 350 5800 EFI, skr. 06. '92, vinr., ek.115 þ. km, ssk., 8 m. V. 1.100 þ. Mjög gott úrval bíla og vélsleða á skrá og á staðnum OPIÐ VIRKA DAGA FRA KL.10-12 OG 13-18 LAUGARDAGA FRÁ KL.13-16. Suzukl Baleno 4x4 1600, 5 d., skr. 08. '98, rauður, ek. 31, þ. km, bsk., álf., cd. V. 1.400 þ. Ath. 100% lán. bílasáunk öldur ehf. B í L A S A L A Tryggvabraut 14, 600 Akureyri 461 3020-461 3019 M Ein af fjölmörgum sjálfsmyndum Louisu Matthíasdóttur. Louisa látin Látin er í Bandaríkjunum Louisa Matthiasdóttir, einn fremsti mynd- listarmaður íslendinga á 20. öld og meðal hinna langþekktustu á al- þjóðavettvangi. Louisa fæddist í Reykjavík 20.2. 1917 og var þvi nýorðin 83 ára þegar hún lést á sjúkrahúsi i New York á laugardaginn var. Hún stundaði list- nám i Kaupmannahöfn og París og lét ung að sér kveða i hópi framsæk- inna listamanna. Hún fluttist til New York 1942 og varð fljótlega kunn þar i hópi bandarískra málara sem lögðu æ ríkari áherslu á flgúratíva mál- verkið. En þó að Louisa byggi er- lendis frá unga aldri eru myndeftii hennar að stórum hluta íslensk. ís- lenska sauðkindin hefur lengi verið eins konar vörumerki hennar - þess- ar gimbrar sem horfa „út í viðáttuna með heimspekilegri ró eilífðarinn- ar“, eins og Vigdís Finnbogadóttir orðar það í bókinni um Louisu sem Út kom seint á síðasta ári á vegum Nesútgáfunnar og Reykjavíkur menningarborgar. „Málverk hennar af fólki og skepnum eru nánast eins og táknmyndir," segir John Ashbery í sömu bók og bendir lika á hve kímnigáfan er henni eðlislæg og notadrjúg í málverkunum, ekki sist ótalmörgum sjálfsmyndum hennar. Louisa var gift bandaríska málar- anum Leland Bell og saman áttu þau dótturina Temmu sem einnig er myndlistarmaður. 3. júní í sumar verður opnuð sýning í Hafnarborg á verkum þessarar listfengu fjöl- skyldu. -SA Fréttir Þrettán slasaðir lagðir inn eftir stórslysið á Kjalarnesi - allir útskrifaðir nema fjórir: Jeppinn talinn hafa rásað Þrettán voru fluttir slasaðir á sjúkrahús þegar stórslysið átti sér stað á Kjalamesi skammt frá Hval- fjarðargöngunum á fóstudagskvöld. „Það liggja fjórir enn inni. Þar af er aðeins einn sem telst alvarlega slasaður, með mörg beinbrot. En eng- inn af þeim slösuðu mun bíða varan- legan alvarlegan skaða,“ sagði Jó- hannes Gunnarsson lækningafor- stjóri við DV í gærkvöld. Elsti maðurinn sem lést i slysinu var bílstjóri jeppabifreiðar sem var að koma af Snæfellsnesi eftir að hafa ver- ið þar 1 róðri á trillu sinni, Ein- ar Kristjánsson skipstjóri, 71 árs, úr Grafarvogi. Jeppinn lenti framan á langferðabif- reið sem var að fara í óvissuferð norð- ur í land. Bílstjóri hennar, Bjöm Gíslason lögreglumaður, lést einnig við áreksturinn, og farþegi sem sat framarlega, Benedikt Ragnarsson, starfsmaður vélsleðadeildar Geysis. Bjöm hefði orðið 37 ára í dag, mánu- dag, en Benedikt var 31 árs. Amar Andrésson, bílstjóri úr Eyja- firði, var á leið suður og ók á eftir jepp- anum þegar honum var ekið í gegnum Hvaifjarðargöngin áleiðis til Reykja- vfkur. Honum segist svo frá: „Það vora tveir bílar á milli mín og jeppans í göngunum þegar ég tók fyrst eftir honum. Mér virtist sem eitthvað væri að, jeppinn rásaði. Síðan héldu menn áfram og tveir bílar fóra fram úr mér. Þegar við komum út úr göngun- um og upp á hæðina virtist jeppinn fara yfir á öfúgan vegarhelming. Síðan varð ljótur skellur við rútuna sem kom úr hinni áttinni," sagði Amar. „Bílarn- ir vora ekki á miklum hraða, kannski 60-70 km. En þetta tvöfaldast auðvitað þegar tveir bílar skella svona saman." í rútimni vora 20 manns, m.a. frá Úrvali-Útsýn. Á eftir kom önnur rúta með vinnufélögum, mökum og fleirum. Amar sagði að sér hefði þótt undar- lega hljótt í kringum rútuna sem laskaðist mjög illa í árekstrinum. „Fólk virtist taka öllu af ótrúlegu æðruleysi. En auðvitað sá mikið á fólki þegar það kom út,“ sagði Amar. „Ég vil þakka öllum sem komu að þessu slysi, ekki síst fólkinu á slysa- deild Sjúkrahúss Reykjavíkur og fólk- inu á bráðadeild Landspítalans. Þessi hópur sýndi virkilega hvað í honum býr. Það era ekki allar slysadeildir sem leika sér að því að taka á móti Sjúkrabíll við sjúkrabíl á slysstað. Nissan Primera st. 2000 SLX, skr. 06.'98, vínr. ek.16 þ. km, ssk. V. 1.690 þ. Toyota Corolla XL11300, 5 d., árg. 1994, rauður, ek. 60 þ. km, bsk., álf., spoiler, þjófav. V. 770.000. Hátt í tugur sjúkrabíla flutti á annan tug slasaðra og þrjá látna frá slysstað á Kjalarnesi á föstudagskvöldið. Hér er komið með einn hinna slösuðu á slysadeild Sjúkrahúss Reykjavíkur. DV-mynd S svona mörgum slösuðum, látnum og fleira fólki sem er í bágu andlegu jafh- vægi,“ sagði Jóhannes Gunnarsson lækningaforstjóri. Hann sagði að t.a.m. á slysadeild Sjúkrahúss Reykjavíkur hefði verið langt f frá litið að gera fyrir þegar ver- ið var að flytja fólk þangað með hátt í tug sjúkrabíla af slysstað. „Það reynir mikið á þegar stór slys eiga sér stað á svæði tiltölulega stutt frá spítalanum, þá koma margir á sama tíma til okkar," sagði Jóhannes. Hann sagði að áfallahjálpin hefði í byrjun mætt mikið á séra Einari Matthíassyni, einum þriggja sjúkra- húspresta spítalans. „Áfallateymin stóðu sig mjög vel,“ sagði Jóhannes. Hann sagði starfsfólk slysadeildarinn- ar einnig hafa farið í sina „yfirferð" til að „afgreiða" hörmungar kvöldsins og næturinnar sem á eftir fylgdi andlega. Samkvæmt upplýsingum lögregl- unnar í Reykjavík í gær var ákveðið að bíða að miklu leyti með skýrslutök- ur um helgina á meðan fólk væri að jafna sig af verstu áfóllunum. Rann- sókn á orsökum slyssins mun halda áfram í dag. -Ótt Subaru Impreza 4x4 2000 GL, 5 d„ ski 09. '98, blár, ek. 16 þ. km, bsk., álf., krókur, spoiler. V. 1.650 þ. Polaris 600 Touring, árg. 2000, svartur, ek. 100 mílur, rafst./bakkg., grindur o.fl. V. 1.090 þ. Einar Kristjáns- son, 71 árs, var skipstjóri, til heim- ilis aö Dalhúsum 86 I Reykjavík. Hann lætur eftir sig fjóra upp- komna syni, fóst- urson og sam- býliskonu. Benedikt Ragnars- son var 31 árs, starfsmaöur vélsleöaleigunnar Geysis. Hann var til heimilis aö Borgar- tanga 2 I Mosfells- bæ. Hann lætur eft- ir sig sambýliskonu og 6 ára son. Björn Gislason lög- reglumaöur. Hann heföi oröiö 37 ára I dag, mánudaginn 28. febrúar. Hann bjó aö Háageröi 41 í Reykjavfk og læt- ur eftir sig eigin- konu og þrjú börn, 4-15 ára. 78,2% netverja heimsækja Vísi.is - strik.is nær sér ekki á strik 80;--- 70 60 50 40 30 20 10 % Vísir.is mbl.ls Heimsóknir ;nir - helstu vefsíður (slands Oftar en tvlsvar i vlku SJaldnar tvlsvar I viku left.is strik.is í nýrri könnun frá Pricewater- houseCoopers kemur fram að um fjór- ir af hverjum fimm netverjum heim- sækja Visi.is og mbl.is reglulega og hefur þessi tala hækkað um rúm 20% prósentustig frá í október. Af þeim sem nota Netið sögðust 78,2% heimsækja Vísi.is en 77,7% Morgunblaðið á Netinu. I sambæri- legri könnun Gallup, sem gerð var í október, vora miðlamir hnífjafnir, en þá sögðust 65 af hundraði nota hvom miðil. Fjöldi þeirra sem heimsækja Vísi.is hefur því aukist um riflega 20% frá í október. „Þessi vöxtur Vísis.is sem kemur fram i könnuninni kemur okkur ekki á óvart þar sem við mælum stöðuga fjölgun í heimsóknum á Vísi.is. Vöxt- urinn hefur verið mjög stígandi og sýnir þetta enn og aftur að Vísir.is era fjölfórnustu gatnamótin á ís- lenska intemetinu. Við höfum einnig fundið fyrir mikilli ánægju með þær nýjungar sem við höfum verið að kynna á síðustu vikum. Það er einnig athyglis- vert í þe'ssari könnun að þrátt fyrir mjög um- fangsmikla aug- lýsingaherferð, hefur tenglasafn- ið strik.is ekki enn náð sér á strik,“ sagði Ei- ríkur Hjálmars- son, ritstjóri Vís- is.is, er DV innti hann eftir viðbrögð- um við könnuninni. í könnuninni, sem gerð var dagana 21. og 22. febrúar síðastliðinn, var spurt út í notkun fólks á einstökum netmiðlum; hvort það notar netmiðl- ana Vísir.is, mbl.is, leitarvélina leit.is og tenglasafnið strik.is. Spurt var hvort netverjar notuðu vefsvæðin oft- ar en tvisvar í viku, sjaldnar en tvisvar í viku eða aldrei. I könnun PricewaterhouseCoopers var stuðst við 1100 manna úrtak og var svarhlut- fallið rúm 70%. Á undanfómum vikum hafa aug- lýsingar frá tenglasöfnum verið mjög áberandi. Því vekur athygli að á sviði upplýsingaöflunar hefur leitarvélin leit.is mjög sterka stöðu samanborið við tenglasafnið strik.is. Þeir sem not- færa sér leit.is við upplýsingaöflun oftar en tvisvar í viku era 20,4% net- verja en aðeins 5,4% netverja nota strík.is svo oft í viku.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.