Dagblaðið Vísir - DV - 28.02.2000, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 28.02.2000, Blaðsíða 8
8 MÁNUDAGUR 28. FEBRÚAR 2000 Fréttir Hlunnfarinn af leigubílstjóra - óþekkt fyrirbrigði, segir framkvæmdastjóri Hreyfils „Ég greiddi leigubílinn með debetkorti mínu og þegar ég fékk sent yfirlit frá bankanum kom í ljós að ég hafði greitt 5000 krónur fyrir akstur frá miðbænum upp il Ásparfell. Ferðin hefði átt að kosta um 1.400 krónur en ég hafði ekki litið á upphæðina þegar ég skrifaði undir og fæ því lítið að gert,“ segir Guðmundur Kristjánsson en hann uppgötvaði þetta þegar hann fékk sent yflrlit frá bankanum um færslur á debetkortinu sínu. „Ég fór í bankann og þeir sendu fyrirspumir til Visa. í framhaldi af því var mnræddur leigubílstjóri, sem er frá Hreyfli, kallaður fyrir. Hann gaf þá skýringu að hann hefði geílð mér til baka. Ég hringdi svo í hann sjálfur til að reyna að miðla málum en þá varð hann al- veg brjálaður yflr þvi að ég skyldi ekki hafa leitað til hans beint sjálfur því þá hefðu málin horft öðruvísi við,“ segir Guðmundur. „Af því að ég skrifa undir kvitt- unina hef ég enga sönnun á hann en framkoma hans gagnvart þessu máli þykir mér mjög leiðinleg. Eðlilegast hefði verið að hann hefði viðurkennt sin mistök i stað þess að ljúga sig út úr þessu,“ seg- ir Guðmundur en hann óskar að reynsla sln verði öðrum víti til varnaðar. „Ég ætla ekki að gerast dómari í þessu eða tjá mig um þetta en þetta er eina tilfellið sem ég þekki til. Ég hef aldrei heyrt á það minnst að nokkur leigubílstjóri geri svona lagað,“ segir Sæmundur Sigur- laugsson, framkvæmdastjóri Hreyfils, en hann taldi þetta vera óþekkt fyrirbrigði meðal leigubíl- stjóra. „Þama stendur orð á móti orði og mjög hæpið að leggja dóm á einn né neinn,“ segir Sæmundur. -hól Suðurland: Dýrum snjó ekið í burtu Þó ekki sé kominn nema miður febrúar finnst mörgum að veturinn sé orðinn nógu langur með snjó- byljum og hríð. Mörg bæjar- og sveitarfélög eru löngu komin langt fram úr áætlunum sínum varðandi snjómokstur, snjóléttir vetur und- anfarin ár létta þó undir þegar kem- ur almennilegur snjóavetur. Menn verða þó að halda áfram að halda opnum götum svo að íbúar komist leiðar sinnar. Á Selfossi hefur snjóað mikið i vetur. Þar hafa menn þurft að bregða á það ráð að flytja snjóinn sem safnast hefur fyrir á götunum burt á bílum til að rýma til fyrir næsta mokstri. -NH Bæjarstarfsmenn Árborgar að flytja snjó af götum Selfossbæjar. DV-mynd Njöröur H Guömundur Kristjánsson sá á yfirliti yfir debetkortafærslur sínar aö hann heföi borgaö leigubflstjóra 5000 krónur fyrir ferö frá miöbæ til Breiöholts. Leigubílstjórinn neitar sök. Akureyri: Fjölbrotamaður fékk 10 mánaða fangelsi DV, Akureyri: Rúmlega tvítugur Akureyringur hefur í Héraðsdómi Norðurlands eystra verið dæmdur í 10 mánaða fangelsi fyrir ýmis afbrot og tveir félaga hans í fjársektir. Manninum var m.a. gert skjala- fals að sök, en hann falsaði undir- skrift á 50 þúsund króna víxli sem hann notaði i bílaviðskiptum. Þá var maðurinn dæmdur vegna rúmlega 100 gr af hassi sem fund- ust í bifreið hans í október á sl. ári. Maðurinn var að koma í bif- reið sinni frá Reykjavík og var hún stöðvuð skammt norðan við Akureyri. Þrír menn aðrir voru í bifreiðinni og var einn þeirra ákærður fyrir að hafa ekið mestan hluta leiðarinnar á allt að 150 km hraða, og á leiðinni frá Varmahlíð í Öxnadal á allt að 200 km hraða! Fleiri mál komu til þegar dæmt var í þessum málum, s.s. neysla á e-pillum og hassi, flutningur á 127 gr af hassi, amfetamíni og kókaíni til Akureyrar, en þau efni voru tekin á Akureyrarflugvelli. Þá var einnig dæmt fyrir sölu á stolnum víxli að upphæð 266 þúsund krón- ur. -gk UPPB0Ð Uppboö munu byrja á skrifstofu embættisins að Skógarhlíð 6, Reykjavík, sem hér segir á eftir- farandi eignum:__________________ Álfaland 5, 1. og 2. hæð og bílskúr, Reykjavík, þingl. eig. Inga D. Karlsdóttir, gerðarbeiðandi Tollstjóraembættið, föstu- daginn 3. mars 2000, kl. 10.00. Bergstaðastræti 7,4ra herb. íbúð á 2. hæð m.m., Reykjavík, þingl. eig. Marta Gunn- laug Ragnarsdóttir og Þorsteinn Eggerts- son, gerðarbeiðandi Tollstjóraskrifstofa, föstudaginn 3. mars 2000, kl. 10.00. Bólstaðarhlíð 48, 86,6 fm íbúð á 3. hæð m.m. ásamt bflskúr, merktum 040105, og geymslu 0005, Reykjavík, þingl. eig. Jón- ína Jóhannsdóttir, gerðarbeiðandi Kjöt- vinnslan Esja ehf., föstudaginn 3. mars 2000, kl. 10.00._________________ Deildarás 17, Reykjavík, þingl. eig. Hjörtur Bergstað, gerðarbeiðendur Ferða- skrifstofa íslands hf„ íbúðalánasjóður og Tollstjóraembættið, föstudaginn 3. mars 2000, kl. 10.00. Efstasund 11, 3ja herb. íbúð á 1. hæð, Reykjavík, þingl. eig. Alfreð Bjömsson, gerðarbeiðendur Búnaðarbanki Islands hf. og Tollstjóraembættið, föstudaginn 3. mars 2000, kl. 10.00. Eyjabakki 20, 50% ehl. í 90,4 fm íbúð á 3. hæð t.h. m.m., Reykjavík, þingl. eig. Stefán Steingrímsson, gerðarbeiðandi Tollstjóraembættið, föstudaginn 3. mars 2000, kl. 10.00. Grundarhús 40, 4ra herb. íbúð á 1. hæð, 5. íbúð frá vinstri, Reykjavík, þingl. eig. db. Elsu Brynjólfsdóttur, gerðarbeiðend- ur Ibúðalánasjóður og Tollstjóraembætt- ið, föstudaginn 3. mars 2000, kl. 10.00. Grænamýri 5, neðri hæð, matshluti 010104, Mosfellsbæ, þingl. eig. Stuðlar ehf., gerðarbeiðandi Tollstjóraembættið, föstudaginn 3. mars 2000, kl. 10.00. Hamratún 4, Mosfellsbæ, þingl. eig. Sig- urjón Eyþór Einarsson, gerðarbeiðendur íbúðalánasjóður og Mosfellsbær, föstu- daginn 3. mars 2000, kl. 10.00. Hraunbær 66, eins herb. íbúð á jarðhæð, merkt 0002, Reykjavík, þingl. eig. Guð- laugur Þór Tómasson, gerðarbeiðandi íbúðalánasjóður, föstudaginn 3. mars 2000, kl. 10.00. Hraunbær 128, 107,8 fm íbúð á 3. hæð ásamt geymslu, merkt 0108, m.m., Reykjavík, þingl. eig. Jón Óskar Carls- son, gerðarbeiðandi Tollstjóraembættið, föstudaginn 3. mars 2000, kl. 10.00. Hrísateigur 1,1. hæð, háaloft, bflskúr og 1/2 lóð, merkt 0101, Reykjavík, þingl. eig. Lára Fjeldsted Hákonardóttir, gerðar- beiðandi Tollstjóraembættið, föstudaginn 3. mars 2000, kl. 10.00. Langahlíð 23,68,4 fm 2ja herb. íbúð á 2. hæð t.v. m.m., Reykjavík, þingl. eig. db. Svövu Kristjánsdóttur, gerðarbeiðandi Tollstjóraembættið, föstudaginn 3. rnars 2000, kl. 10.00. Leifsgata 22, 3ja herb. íbúð á 1. hæð og bflskúr, merkt 0101, Reykjavík, þingl. eig. Hannes Valgarður Ólafsson, gerðar- beiðendur íbúðalánasjóður og Tollstjóra- skrifstofa, föstudaginn 3. mars 2000, kl. 10.00. Miklabraut 9,50% ehl. í efri hæð og risi ásamt bflskúr, Reykjavík, þingl. eig. Kol- brún Bjömsdóttir, gerðarbeiðandi Ríkis- útvarpið, föstudaginn 3. mars 2000, kl. 10.00. Nesvegur 100, 62,5 fm verslun á 1. hæð t.v. m.m. (áður Vegamót 1 v/Nesveg), Seltjamamesi, þingl. eig. K. Bjamason ehf., gerðarbeiðandi Tollstjóraembættið, föstudaginn 3. mars 2000, kl. 10.00. Njálsgata 15A, 3ja herb. íbúð á 2. hæð og bflskúr fjær húsi, merkt 0201, Reykjavflc, þingl. eig. Rósa G. Rúnudóttir, gerðar- beiðandi Tollstjóraembættið, föstudaginn 3. mars 2000, kl. 10.00. Njön'asund 34,50% ehl. í efri hæð m.m., Reykjavflc, þingl. eig. Rafn Rafnsson, gerðarbeiðandi Tollstjóraembættið, föstu- daginn 3. mars 2000, kl. 10.00. Ránargata 45, 4ra herb. íbúð á 2. hæð m.m., Reykjavík, þingl. eig. Drífa Magn- úsdóttir, gerðarbeiðandi Ibúðalánasjóður, föstudaginn 3. mars 2000, kl. 10.00. Skólavörðustígur 38, 020201, 2. hæð og geymsla nr. 1 á jarðhæð í 32% af nýja húsinu, Reykjavík, þingl. eig. Viðar F. Welding og Kristín Ágústa Bjömsdóttir, gerðarbeiðendur^ Fjárfestingarbanki at- vinnulífsins hf„ íbúðalánasjóður og Toll- stjóraembættið, föstudaginn 3. mars 2000, kl, 10.00._____________________ Spóahólar 14, 5 herb. íbúð á 3. hæð, merkt 3A, Reykjavflc, þingl. eig. Anna Guðmundsdóttir og Haraldur Þorsteins- son, gerðarbeiðendur Ibúðalánasjóður, Lífeyrissjóður starfsmanna rflcisins, B- deild, og Tollstjóraskrifstofa, föstudaginn 3. mars 2000, kl. 10.00._____________ Torfufell 23, 3ja herb. íbúð á 3. hæð t.h. m.m„ Reykjavík, þingl. eig. Elísabet Sig- friðsdóttir, gerðarbeiðandi Iðunn ehf„ bókaútgáfa, fóstudaginn 3. mars 2000, kl. 10.00._______________________________ Vatnsholt 4, A-endi kjallari í A-álmu og herbergi við sunnanv. kjallaragang, Reykjavflc, þingl. eig. Björgvin P. Hall- grímsson, gerðarbeiðendur Sparisjóður Reykjavflcur og nágrennis, útibú, og Toll- stjóraembættið, föstudaginn 3. mars 2000, kl, 10,00,_____________________ SÝSLUMAÐURINN í REYKJAVÍK

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.