Dagblaðið Vísir - DV - 28.02.2000, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 28.02.2000, Blaðsíða 12
12 MÁNUDAGUR 28. FEBRÚAR 2000 Fréttir Almenna vörusalan ehf. - MT-bílar Ólafsfirði: Smíða slökkvibíl fyrir Grundarfjörð - uppfyllir Evrópustaöal sem tekur gildi um næstu áramót DV, Akureyri: Undirritaður hefur verið samn- ingur milli Almennu vörusölunnar ehf. - MT-bíla á Ólafsflrði og Grund- arfjarðar um smíði á stórum slökkvibíl fyrir sveitarfélagið. Um verður að ræða yfirbyggingu á fjór- hjóladrifna 18 tonna Volvobifreið en hönnun á yfirbyggingu og útfærsla bifreiöarinnar er í höndum Almennu vörusölunnar ehf. Yfir- byggingin verður öll úr trefjaplasti en fyrirtækið sérhæfir sig í hönnun og smíði á trefjaplastyfirbyggingum bifreiða og sér í lagi smíði og upp- setningu slökkvi- og björgunar- bifreiða hvers konar. Slökkvibifreiðin fyrir Grundar- fjörð er af gerðinni MT-3500 og verð- ur búin öllum besta búnaði sem þörf er á í öflugum slökkvibíl. Bif- reiðin sjálf verður 480 hestafla FM- 12 Volvobifreið og i yfirbyggingu verður m.a. 3500 lítra vatnstankur, froðutankúr, rafdrifin slönguhjól, öflugur dælubúnaður, rafall og mik- ið skáparými fyrir lausabúnaö slökkviliðs. í áhafnarrými bifreiðar- innar verða sæti fyrir 6 slökkviliðs- menn. Komin á götuna mun bifreið- in kosta tæplega 13,2 milljónir króna. Miðað er við að afhenda slökkvibifreiðina þann 1. nóvember næstkomandi en þetta er stærsta slökkvibifreiðin sem Almenna vöru- salan ehf. - MT-bílar, hefur ráðist í smíði á. Slökkvibifreiðin fyrir Grundar- fjörð uppfyllir staðla um slökkvi- bifreiðar sem gerðar eru kröfur um á Evrópumarkaði. Brunamálastofn- un ríkisins hefur yfirfarið teikning- ar MT-3500-bifreiöinnar og staðfest að hún uppfyllir hina nýju staðla. Stöndumst samanburö Sigurjón Magnússon, fram- kvæmdastjóri Almennu vörusöl- unnar ehf., segir um að ræða stórt verkefni fyrir fyrirtækið sem styrki verkefnastöðuna á árinu. Fyrir eru þrjár slökkvibifreiðar í smiðum hjá fyrirtækinu og tvær þeirra þegar seldar, önnur til Ólafsfjarðarbæjar en hin tO Vestmanna í Færeyjum. Fimm starfsmenn eru nú hjá fyrir- tækinu og vinna að smíði á yfir- byggingum bifreiða og annarri framleiðslu úr trefjaplasti. „Samningurinn við Grundarfjörð er okkur mjög mikilvægur og ánægjulegur. Hann undirstrikar þá skoðun sem við höfum alltaf haldið fram að þegar samanburður er gerð- ur á gæðum og verði þá stöndumst við fyllilega samkeppni við inn- flutning, bæði í smíðum á stórum sem litlum slökkvibifreiðum. Við fylgjumst grannt með því sem er að gerast í bifreiðasmíði erlendis og vitum að okkar útfærsla á bílum hefur eftirsóknarverða kosti fyrir íslensk slökkvilið. Það mun þessi bíll sýna í verki, sem og aðrir sem við höfum nú í smíðum og munum kynna á íslenskum markaði á næstu mánuðum," segir Sigurjón. íslenska framleiðslan var álitlegust" Björg Ágústsdóttir, sveitarstjóri í Grundarfirði, segir að nefnd á veg- um sveitarfélagins hafi unnið að samanburði möguleika til endumýj- unar á slökkvibifreið. Gerður hafi verið samanburður á innfluttum notuðum bifreiðum, nýjum innflutt- um bifreiðum og MT-bílunum á Ólafsfirði. „Okkur var það mikið ánægjuefni þegar í ljós kom að álit- legasti kosturinn var einmitt ís- lenska framleiðslan. Jafnframt því að fá með þessu nýjan og öflugan slökkvibíl þá styrkjum við innlend- an iðnað og það er gleðilegt," segir Björg. Jafnframt endurnýjun á slökkvibifreið í Grundarfirði eru nú í undirbúningi framkvæmdir við húsnæði fyrir nýja slökkvistöð sem ætlunin er að taka í notkun um líkt leyti og nýja slökkvibifreiðin verður afhent. -gk Fjórir bæir keppa um landsmót 2004 - reikna meö allt aö 2000 keppendum Hrafnar í listflugi yfir kirkjuturninum á Selfosskirkju. DV-mynd Njörður H Engin fækkun á sunn- lenskum hröfnum Fjórir keppa um að fá að halda Landsmót ungmennafélaganna 2004, einn stærsta íþróttaviðburð lands- ins. Um mitt síðasta ár var óskað eftir umsóknum frá sambands- aðilum UMFÍ um að taka að sér undirbúning og framkvæmd 24. Landsmóts UMFÍ, skilafrestur um- sókna var 31. desember 1999. Á stjórnarfundi Ungmennafélags íslands nýlega voru teknar fyrir þær umsóknir er bárust UMFÍ en þær voru frá Ungmennasambandi Skagafjarðar, Héraðssambandi Bol- ungarvíkur, Héraðssambandi Vest- ur-ísfirðinga og Keflavík, íþrótta- og ungmennafélagi. Viðræður munu heijast við þá aðila og þau sveitar- félög sem hlut eiga að máli innan skamms og í framhaldi af því verð- ur tekin ákvörðun um hvar mótið verður haldið. Síðasta landsmót var haldið í Borganesi 1997, en það næsta verð- ur haldið á Egilsstöðum 12.-15. júli 2001. Landsmót UMFÍ eru stærstu íþrótta- og menningarhátíðir sem haldnar eru hér á landi og vekja þjóðarathygli. Á landsmótinu sem haldið verður 2004 má gera ráð fyrir allt að tvö þúsund þátttakendum sem keppa í yfir tuttugu íþróttagreinum. Landsmót UMFÍ hafa jafnan verið mikil lyftistöng fyrir byggðarlögin þar sem þau hafa verið haldin; kröftug uppbygging íþróttamann- virkja á sér stað og starf ungmenna- og íþróttafélaga eflist. Aukin áhersla hefur verið lögð á þátttöku almennings í ýmsum íþróttagrein- um á síðari árum. Nánari upplýs- ingar má fá hjá þjónustumiðstöð UMFÍ, Fellsmúla 26, Rvík. S. 568 2929. Þó að rannsóknir sýni að hrafnin- um sé að fækka sums staðar á land- inu er ekki að sjá að hröfnunum á Selfossi fari fækkandi. Þeir etja kappi við smáfugla um það sem fólk gefur þeim í vetrarharðindum og hrafninn er vakandi yfir öllu öðru sem til fellur frá manninum. Hrafn- arnir á Selfossi eru oft í stórum hóp- um við Ölfusá og fara stundum í listflug yfir kirkjuturni Selfoss- kirkju. Mörg þjóðtrú er bundin hrafninum og eitthvað af henni er bundið atferli hans við kirkjur. Selfyssingar eru þó löngu hættir að kippa sér upp við það þó þeir sjái hrafn við eða yfir kirkjunni þeirra því þar er hann oft að leika sér í uppstreyminu frá Ölfusánni. -NH RÚV.og FiÍH: Hærri greiðslur til flytjenda Félag íslenskra hljómlistarmanna og Rikisútvarpið hafa gert nýjan samning sem kveður á um greiðslur til hljómlistarmanna vegna frum- eða endurflutnings á tónlist. Gjald- skrá flytjenda hækkar um nærri 36% vegna vinnu í hljóðveri og greiðslur samkvæmt útsendingart- öflu taka breytingum í samræmi við launavísitölu, en á móti koma veru- legar lækkanir vegna endurflutn- ings. Samningurinn hefur verið samþykktur af félagsmönnum í FÍH og litur forysta félagsins svo á að samningurinn sé fordæmisgefandi gagnvart öðrum útvarps- og sjón- varpsstöðvum. FlH hyggst því fljót- lega leita eftir gerð kjarasamnings við aðra ljósvakamiðla og vill að samningurinn við RÚV lagður þar til grundvaflar. -GAR Noröurland eystra: Ungur síbrota- maður dæmdur DV, Akureyri: Akureyringur á þrítugsaldri hefur í Héraðsdómi Norðurlands eystra verið dæmdur í 120 þús- und króna sekt, til missis öku- leyfis í eitt ár og til greiðslu alls sakarkostnaðar, auk þess sem fikniefni sem fundust í fórum mannsins voru gerð upptæk. Maðurinn, sem er 25 ára, hef- ur frá 17 ára aldri verið dæmdur 13 sinnum fyrir refsivert athæfi, þar af fimm sinnum vegna ávana- og fíkniefnamála. I ágúst á síðasta ári var hann tekinn með hass í malargryfjum skammt norðan Akureyrarbæjar og skömmu fyrir sl. áramót var hann tekinn vegna ölvunarakst- urs í Reykjavík. Fyrir þessi af- brot var dæmt nú. -gk Peir þöndu brjóst og sperrtu stél þessir smáfuglar sem flugu fram á skyndibitabakka sem einhver hafði lagt fyrir fuglana. Peir sungu hrein- lega af gleöi þegar þeir komust að því aö þarna var ekki um neinn venjulegan skyndibita að ræða heldur hrogn, lifur og ýsu. DV-mynd S Scania P124CB 8X4 NZ 400 f.skrd. 16.11.1998, ekinn 30 þ. km, efnispallur. Verð kr. 6.400.000 án vsk. Borgcntúnl 26. slmar 56175101> 561 7511 Áskrifendur fá 10% aukaafslátt af smáauglýsingum DV aSWnniiU/Mrí,/ Smáauglýsingar ir»x*a 550 5000

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.