Dagblaðið Vísir - DV - 28.02.2000, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 28.02.2000, Blaðsíða 14
14 MÁNUDAGUR 28. FEBRÚAR 2000 Skoðun Hver er þinn uppáhaldsmatur? Jónas Þór Guðmundsson: Lambalæri, stökkt aö utan og safa- ríkt inn aö beini. Hjördís Guðný Guðmundsdóttir nemi: Jólamaturinn hjá pabba (og mömmu), hamborgarhryggur meö til- heyrandi. Edda Guðrún Pálsdóttir nemi: Þaö hlýtur aö vera lambalæri meö gratíneruðum kartöflum. HJörtur Brynjólfsson nemi: Akurhæna meö bökuöu kartöflum. Tómas Kjartansson 9 ára: Pitsa. M (■ Frá olíuvinnslu Norömanna. Ætla íslendingar aö sitja hjá ef Færeyingar og Grænlendingar hefja olíuvinnslu á sínu yfirráöasvæöi? Fá íslendingar olíuna? Magnús Sigurðsson skrifar:___________________________ Smám saman er að færast yfir okk- ur sá heimsborgarablær sem við höf- um svo lengi þráð að hrærast í. Verð- bréfaviðskipti eru skollin á af fullum þunga, vantar bara alvöru kauphöll. Það eru komnar fleiri en tvær sjón- varpsstöðvar, og það eru staðsettar hér stofnanir á heimsmælikvarða - íslensk erfðagreining t.d. - og það eru boðin hér til sölu eiturlyf á götum úti, rétt eins og í stórborgunum. Þetta er af hinu góða segja menn, og vildu sennilega ekki missa héðan af þótt ekki sé nema bara fyrir það eitt að geta talist góðir og gildir heimsborg- arar. Og svo kemur olían. Vonandi. Ég tel hana með betri kostunum, jafhvel betri en alla hina sem ég taldi upp hér að ofan. Sannleikurinn er nefni- lega sá að okkur íslendinga vantar fastan grmrn að standa á efnahags- „Sanrileikurinn er nefnilega sá að okkur íslendinga vantar fastan grunn að standa á efna- hagslega. Olían myndi skapa hann.“ lega. Olían myndi skapa hann. Fastar árlegar tekjur af olíusölu, rétt eins Norðmen hafa og fLetri olíuþjóðir. Fiskurinn myndi hverfa meira eða minna enda fæst enginn landsmaður lengur í þá atvinnugrein, utan tug- milljónatekjumenn á fiskiskipunum. Allir aðrir forðast fiskinn. Nú hefur erlent olíufélag sótt formlega um olíuleitarleyfi. Það hef- ur skeð áður, en öllu slíku hefur verið neitað einmitt vegna og fyrir hönd útgerðarinnar, sem hefur séð rautt þegar valta hefur átt yfir svipulan sjávaraflann. Útgerðin hef- ur löngum átt leikinn hér og séð um að hér rekist enginn inn fyrir með viðlíka verðmæta starfsemi. Setlög hafa fundist úti fyrir norðaustur- landi og staðhæft er að þau kunni að lofa góðu til olíuvinnslu en nið- urstöður könnunar sérfræðinga myndu segja til um það. Nú höfum við fengið dugandi iðn- aðaráðherra sem er hlynnt því að láta gera þessa könnun, enda sjálf- sagt að láta ekki happ úr hendi sleppa ef setlög geymdu þvílík verð- mæti að við gætum lifað meira eða minna af þessum auðlindum ásamt inngripi í önnur verksvið (erfða- greiningu, hugvitsbúnað og stöku sjósóknara). Og enginn þarf að segja manni að íslendingar sitji hjá þegar bæði Færeyingar og Grænlendingar hefja olíuvinnslu úr þeim setlögum sem þeir hafa yfir að ráða. Svo mik- ið er víst. Skynsemi skapar fátækt J.M.G. skrifar: Þegar skoðaðar eru aðsendar greinar í Morgunblaðinu sést að þær eru margar skrifaðar af lög- fræðingum og hagfræðingum en harla fáar af verkamönnum, sjó- mönnum, bændum eða öðrum púls- mönnum. Þann 16. febrúar sl. skrifar einn af hagfræðingurinn um launamálin og talar um „skynsemi í gerð kjara- samninga" á þessum áratug. í þessu sama tölublaði Morgunblaðsins seg- ir formaður Hlífar í Hafnarfirði að lægsti taxti verkafólks sé innan við 66 þúsund krónur á mánuði. Illuga Gunnarssyni virðist finn- „Sannleikurinn er sá, að þessir skynsamlegu launasamningar hafa skapað svo mikla fátœkt og eymd að Rauði krossinn hefur séð ástœðu til að láta málið til sín taka. “ ast þetta há laun því hann talar um að nú þurfi að „verja þessi kjör“ og skapa „enn meiri kaupmátt". Sannleikurinn er sá, að þessir skynsamlegu launasamningar hafa skapað svo mikla fátækt og eymd að Rauði krossinn hefur séð ástæðu til að láta málið til sín taka, samanber blaðið Dag, 15. þ.m. Þar eru heldur ófagrar lýsingar á aðstæðum ís- lenskrar lágstéttar. Og á sínum tíma hélt borgarstjórinn sérstaka ráð- stefnu um fátækt - mitt í „góðær- inu“. Nú er i tísku að fjandskapast við opinbera starfsmenn og Illugi Gunn- arsson segir þá þiggja laun af skatt- fé samborgara sinna. Það hlýtur að vera fróðlegt fyrir kennara hans fyrr og síðar að sjá svart á hv¥tu hvers virði hann telur störf þeirra. Og sannleikurinn er enn sá, að rik- isstarfsmenn framleiða upp í laun sín en eru ekki sníkjudýr á einum eða öðrum. Dagfari Eldgosið sem enginn sá íslendingar elska eldgos, að minnsta kosti ef þau eru ekki nærri byggð. Byrji eldgos fer allt þjóðfélagið á annan endann. Allir þurfa að sjá, skoða og skilgreina. Þúsundir manna verða skyndilega jarðfræðingar, að minnsta kosti með pungapróf. Dagskrá fjölmiðla raskast, útvarpsstöðvar ólmast og sjónvarps- stöðvar halda úti aukafréttatímum. Blöðin senda sína menn á vettvang og skilgreina allt til botns. I nýbyrjuðu Heklugosi náði gleðin toppi er fréttastofa Rikisútvarpsins byrjaði kvöldfréttir á því að tilkynna landslýð að gos byrjaði eftir korter. Það stóðst að kalla upp á mínútu. Þetta korter var hinum æstustu nægur undirbúningur. Þeir stukku í gallann og út í jeppana. Þeir voru komnir upp undir Lög- berg þegar gosið hófst. Þvílíkt var atið. Flug- vélar fjölmiðlanna náðu jeppunum ekki fyrr en í Skíðaskálabrekkunni. Lýsingamar á fegurð goss- ins voru hafnar áður en nokkur sá til þess. Ekki var dregið úr, hraunár flæddu niður hliðarnar, mökkinn, eldingamar og bjarmann bar við himin. Vandinn var bara sá að þegar jeppakallarnir komu á vettvang sást eiginlega ekki neitt. Eldfjall- ið glæsilega var skýjum hulið úr öllum áttum. Það var alveg sama hversu fjálglega gosinu var lýst í Þeir sem komust austur sáu gosið ekki frekar en aðrir en þeir náðu að festa sig á Hellisheiðinni í staðinn. útvarpinu. Það var ekkert að sjá. Jú, stöku eld- ingu, bleikan bjarma og heyra mátti drunur. Þeir áköfustu þeystu upp að virkjunum, að Hrauneyj- arfbssi og Dómadalsleið til baka. Aðrir fóra neðri leiðina upp Landsveit og þriðji hópur- inn að Keldum. Það kom þó í sama stað nið- ur. Allir hóparnir urðu fyrir sömu vonbrigð- unum. Þeir heppnustu lentu í öskufalli og vonuðust til þess að lakkskemmdir á bílun- um sönnuðu að þeir hefðu verið á staðnum við upphaf hins volduga Heklugoss. Hin döpru sannindi komu svo í ljós þegar sjónvarpmenn mættu á staðinn. Þeir gátu að 'vísu sýnt eldgos úr lofti en af jörðu niðri sást ekki neitt. Þeir bröttustu í hópi frétta- mannanna reyndu að beina hljóðnemanum að drunum eldfjallsins en það heyrðist bara i vindinum. Bjartsýnir íslendingar létu þetta þó ekki á sig fá. Þeir fóru á öllum tíkum sem hreyfð- ust austur yfir fjall þegar dagaði í gær, sunnudag. Þeir sem komust austur sáu gosið ekki frekar en aðrir en þeir náðu að festa sig á Hellis- heiðinni í staðinn. Það gerði nefnilega íslenskt vetrarveður, enda enn febrúar. Það þurfti björg- unarsveitir til þess að losa þá. Vart mátti á milli sjá hvorir skemmtu sér betur. Helginni var reddað. Illa farið með Helmut Kohl Árni Einarsson skrifar: Ég tel engan vafa á því að Kohl, fyrrv. kanslari Þýskalands, er blóraböggull fyrir þá sem róa öllum árum gegn sam- einingu Evrópu- ríkjanna. Frakk- land og Þýskaland eru burðarríki f Evrópusamstarf- inu. Mitterrand, fyrrv. Frakklands- forseti, og Kohl voru samstiga og sannfærðir um að sameining Evr- ópu væri það eina sem bjargað gæti álfunni frá styrjöld á ókomnum árum. Það var þess vegna sem Mitt- errand studdi Kohl með ráðum og dáð, líklega einnig með fjármunum til flokks Kohls í kosningabarátt- unni í Þýskalandi. Að mínu mati var ekkert rangt við það. Nú er Kohl farinn frá og andstæðingar hans geta nú hafíð leikinn eins og þeim hentar. Úti er um friðartíma í sameiginlegri Evrópu. Leigubílar í miöborginni. Þeir eru mun ódýrari erlendis. Helmut Kohl. Úti um friöartíma í Evrópu? Leigubílar of dýrir hér Hafdis Jðnsdóttir skrifar: Það er auðvitað hægt að æra óstöðugan á því að tala um verðlags- mál hérlendis, því allt er dýrt í þessu landi. Miklu dýrara en í ná- grannalöndunum. Eitt kemur upp í hugann þessa dagana öðru fremur vegna þess að ég hef verið að taka leigubíla í ófærðinni. Þeir eru mun dýrari hér en t.d. í Þýskalandi þar sem ég þekki talsvert til. Þar er startgjald að degi til DM 3,90 (120 kr.), hér er startgjaldið 320 kr. í Þýskalandi kostar svo DM 1,20 á hvern ekinn km (41 kr.), hér kostar km rúmar 64 kr. Þýskaland er þó ekki með ódýrustu löndum Evrópu. Mér þykir heldur mikið að greiða tæplega þrisvar sinnum hærra startgjald hér í leigubíl en í Þýska- landi. En þetta er bara rétt eitt dæmið um fáránleika í verðlagn- ingu hjá okkur. Samkomulag um flugvallar- flutning? Einn í fluginu sendiUþennanpistik Ég er einn þeirra sem vilja að Reykjavíkurflugvöllur verði lagður niður. Það verður aldrei gerður fullkominn flugvöllur í Vatnsmýr- inni héðan af. Allt mælir gegn þvi að viðhalda gömlum og löngu úr- eltum gildum hvaö það varðar að flugvöllur verði að vera í miðri Reykjavík. Nú ættu samgönguráð- herra og borgarstjóm að taka sam- an höndum og gera samkomulag um flutning alls flugs til Keflavík- ur á næstu tveimur árum. Með breikkun Reykjanesbrautar og/eða samhliða samgöngubótum ætti enginn að þurfa að liða fyrir, hvorki höfuðborgarbúar né dreif- býlisfólk. DVl Lesendur Lesendur geta hringt allan sólarhring- inn í síma: 550 5035. Eða sent tölvupóst á netfangið: gra@ff.is. Eða sent bréf til: Lesendasíða DV, Þverholti 11, 105 Reykjavík. Lesendur eru hvattir til að senda mynd af sér til birtingar meö bréfunum á sama póstfang.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.