Dagblaðið Vísir - DV - 28.02.2000, Blaðsíða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 28.02.2000, Blaðsíða 16
16 Menning MÁNUDAGUR 28. FEBRÚAR 2000 I>V Haraldur Guðbergsson. íslenskar teiknimyndasögur I dag kl. 12.30 verður fyrirlestur í Opna listahá- skólanum, Laugamesvegi 91, stofu 024. Þá flytur Anna Hcillin, myndlistarmaður ffá Svíþjóð fyrir- lestur sem hún nefnir „Visindaskáldskapur - uppspretta dagdrauma". Anna mun nota myndefni úr science-fiction-bíómyndum og tíma- ritum máli sínu til stuðnings. Einnig mun hún segja frá eigin verkum. Á miðvikudaginn 1. mars á sama stað og tíma flytur Halldór Carlsson fyrirlestur er nefnist „ís- lenskar myndasögur". Þar rekur hann söguna frá dögum Muggs, Tryggva Magnússonar og Spegils- ins og sýnir brautryðjandaverk Haraldar Guð- bergssonar sem fyrstur Islendinga mótaði sinn persónulega stíl í gerð myndasagna. Bandormur, Ragnar Lár, SÖB, Sigga Vigga, Blek, GISP!, Grim, Kapteinn ísland og fleiri koma við sögu. íslenskar teiknimyndasögur eru svo ungar að teiknarar þurfa ekki að taka mið af neinni hefð. Þær eru hvorki evrópskar né amerískar en hafa þó litninga úr báðum. Þar getur líka allt gerst: Búkolla reiknar út virðisaukaskatt og Galdra- Loftur kaupir sér sjónvarp. Listamenn fara í með- ferð við listþörf, stjómmálamenn setja vask á jólasveininn og skemmtanaskatt á timburmenn. Loftsteinn lendir á Miklubrautinni, skáldin týna rauða þræðinum, löggan dulbýr sig sem snjó- kom, samkvæmi í heimahúsum koma fram á jarðskjálftamælum o.s.frv. Námskeið verða á næstunni við Opna listahá- skólann í ljósmyndun (kennari: Anna Pjóla Gísla- dóttir ljósmyndari) og litafræði (kennari: Hafdís Ólafsdóttir myndlistarmaður). Fóstbræöur syngja óvenjusnemma í ár Karlakórinn Fóstbræður er óvenjusnemma með vortónieika sína að þessu sinni. Þrennir tónleikar verða haldnir í Lang- holtskirkju, þeir fyrstu annað kvöld, síðan 2. og 4. mars. Þeir hefj- ast kl. 20.00 nema síðustu tónleik- amir sem eru kl. 15.00 á laugardag. Stjómandi Fóstbræðra er Ámi Harðarson (á mynd). Á fyrri hluta tónleikanna að þessu sinni munu Fóstbræðiir eingöngu fLytja innlend lög, meðal annars eftir Sveinbjöm Sveinbjömsson, Helga Helgason og Karl O. Runólfsson. Eftir hlé hefst dagskráin á söng Gamalla Fóstbræðra, en þeir héldu nýlega upp á 40 ára afmæli sitt. Síðan syng- ur kórinn m.a. verk eftir Francis Poulenc og Maurice Durufle og loks syngja báðir kóramir saman Landkjending eftir Edvard Grieg. Ólafúr Kjartan Sigurðarson baritón syngur einsöng með kómum að þessu sinni; einnig syng- ur hann einn nokkur lög með Jónasi Ingimundar- syni píanóleikara. Claudio Rizzi leikur á orgelið með kómum f nokkrum lögum. Starf listræns stjórnanda 1. október í haust taka gildi nýjar samþykktir fyrir Listahátíð í Reykjavík með breyttu stjómar- fýrirkomulagi sem miðar að því að gera allan rekstur hátíðarinnar markvissari. Nú hefúr starf listræns stjómanda hennar verið auglýst en hann verður ráðinn til fjögurra ára. Hann mun móta dagskrá hverrar hátíðar og hafa með höndum rekstrarstjóm og Qárhagslega ábyrgð á hátíðinni, samningagerð og samskipti við ýmsa aðila sem að hátíðinni koma. Fram að þessu hefúr foimaður framkvæmda- stjómar, skipaður ýmist af ríki eða borg, verið listrænn stjómandi hátíðarinnar tvö ár í senn. Með nýju skipulagi verður hægt að skipuleggja atriði lengra fram í timann sem eykur möguleika á að tryggja eftirsótt atriði og listamenn. Þriggja manna stjóm Listahátíðar í Reykjavík ræður listrænan stjómanda. Umsóknarfrestur rennur út 1. mars. Leikið með lífið Halldóra Friöjónsdóttir skrifar um leiklist Frumsýningar á Hægan, Elektra eftir Hrafnhildi Hagalín Guðmundsdóttur hefur verið beðið með eftirvæntingu. Nú eru liðin um það bil tíu ár frá því Ég er meistarinn var sýnt, en það verk þótti óvenjumögnuð frumraun ungs höfundar. Með Hægan, El- ektra sannar Hrafnhildur að hún hefur mikið til brunns að bera sem leikskáld og vonandi þurfum við ekki að bíða önnur tíu ár eftir nýju verki. Ekki er Hægan, Elektra einungis óvenju- frumlegt að forminu til heldur vekur verkið ótal spumingar sem halda áfram að leita á hugann löngu eftir að sýningu lýkur. Það eru gerðar miklar kröfur til áhorfenda og hlutur þeirra í sköpunarferlinu skiptir í raun megin- máli. Túlkun tveggja einstaklinga á þessu verki getur því verið gjörólík þó svo að þeir hafi séð nákvæmlega sömu sýninguna. Það er ekki auðvelt að lýsa innihaldi Hæg- an, Elektra í fáum orðum því verkið er ótrú- lega margslungið og vísar í margar áttir. Grunnþemað eru samskipti móður og dóttur en einnig er tekist á um andstæður eins og líf- ið og listina, raunveruleikann og blekking- una. Mæðgurnar eru leikkonur en eru hættar að leika og nú er tilveran skilgreind sem fyr- ir eða eftir sýningu. Hin eiginlega atburðarás gerist í núinu, í berstrípuðu rými sem hefur engar persónulegar skírskotanir. Sýningin sem varð til þess að mæðgurnar ákváðu að segja skilið við leikhúsið myndgerist á enda- vegg sviðsins í formi kvikmyndar og þannig nær höfundurinn að sýna samtímis fortíð og nútíð. Persónumar sem mæðgurnar leika í kvikmyndinni skapa mótvægi við karakter þeirra í núinu og þegar átökin milli persón- anna á sviðinu ná hápunkti gerist slíkt hið sama í kvikmyndinni. Þekking á goðsögninni um Elektru er ekki forsenda þess að áhorfendur skilji leikverk Hrafnhildar en segja mætti að hún bæti við enn einni vídd. Hún auöveldar til dæmis skilning á hlutverki karlmannsins sem birtist af og til bak við þykka og ógagnsæja glervegg- Túlkun tveggja einstaklinga á þessu verki getur verið gjörótík þó að þeir hafí séð nákvæmlega sömu sýninguna. Edda Heiðrún Backman og Steinunn Ólína þorsteinsdóttir í hlutverkum sínum í Hægan, Elektra. DV- mynd E.ÓI. ina en er samt fjar- verandi. Hann er hvort tveggja í senn faðirinn og bróðir- inn en líka sviðs- stjóri i spunasýn- ingunni/kvikmynd- inni og einhvers konar gæslumaður sem grípur inn í þegar mæðgurnar eru komnar út á ystu brún. Viðar Eggertsson leikstýrir þessari frumuppfærslu á Hægan, Elektra og undir styrkri stjórn hans fara leikkon- umar Edda Heiðrún Backman og Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir á kostum. Það er næstum óþægilegt hversu vel þær passa í hlutverkin og stundum hefur maður á tilfinning- unni að þær séu að hleypa áhorfendum nær sér en góðu hófi gegnir. Hvar lífið endar og leikurinn byrjar er einmitt ein af fjölmörgum spurningum sem Hrafnhildur leikur sér með og túlkun Eddu Heiðrúnar á móðurinni sem gerir lítinn greinamun á raunveruleika og skáldskap var hreint mögnuð.Hún sýndi allan tilfmninga- skalann en með ýktum leikrænum tilþrifum eins og mikilli prímadonnu ber. Dóttirin er mun jarðbundnari og rólyndislegri og Stein- unn Ólína gæðir persónuna harmrænni dýpt með öguðum leik sínum. Atli Rafn Sigurðar- son leikur sýningarstjórann og gerði eins vel og þetta nánast þögla hlutverk gefur tilefni til. Hvert smáatriði í þessari sýningu er út- hugsað og gildir þá einu hvort um er að ræða leik, sviðsmynd, ljós eða tónlist. Allt fellur saman af ótrúlegu listfengi og Viðar hefur augljóslega gefið sér góðan tíma til að skapa þetta flókna en magnaða listaverk. Eins og var vikið að hér í upphafi er áhorfendum ætl- aður stór hlutur í þessari sýningu og vonandi að sem flestir takist á við það ögrandi verk- efni. Hægan, Elektra er einstaklega athyglis- verð sýning og öllum sem að henni koma til mikils sóma. Halldóra Friðjónsdóttir Þjó&leikhúsið sýnir á litla svi&i: Hægan, Elektra eftir Hrafnhildi Hagalín Guðmundsdóttur. Leikmynd og búningar: Snorri Freyr Hilmarsson. Tónlist: Valgeir Sigurösson. Lýsing: Björn B. Guðmundsson. Umsjón meö kvikmynd: Bragi Þór Hinriksson. Leikstjórn: Viö- ar Eggertsson. Leiklist Á hjara veraldar Áslaug Thorlacíus skrifar um myndiist Listasa&i íslands heldur áfram aö sýna okkur ljósmyndir erlendra sam- tímalistamanna en þar stendur nú yfir sýning á ljósmyndainnsetningu eftir bandarísku listakonuna Roni Hom. Verkið heitir PI en það er einnig að finna í bókinni Arctic Circles sem er hluti úr syrpu bók- verka sem hún hefur unnið að undan- farin ár undir einu heiti, To Place. Myndimar á sýningunni em frá ís- landi, einsog reyndar bókverkaflokk- urinn allur en Roni Hom hefur komið hingað og ferðast um landið á hverju ári um langt skeið. Myndimar em töluvert ólíkar innbyrðis, ólíkt því sem oftast á við um myndasyrpur þegar allt er til þess gert að búa til tiifmningu fýrir heild. T.d. er formatið mismun- andi þó allar séu myndimar í sömu hæð og nokkrar era svart-hvftar þó flestar séu í lit. Ýmist era þetta lands- lagsmyndir, dýralífsmyndir, manna- myndir, myndir teknar innandyra eða hreinar uppstillingar. Myndimar hanga hátt uppi á veggnum, hringinn í kringum salinn án sérstaks upphafs eða endis og þó ekki sé um nákvæmar endurtekningar að ræða kemur sama myndefnið aftur og aftur fyrir. Sam- hengið sem heildin myndar tengist nútímavera- leika æðar- eða bjargbónda norður við heim- skautsbaug. Fugl í bjargi, dúnn, hreiður, fjöra- grjót, móar, drulla og leirbreiður, yfir- gefm hús og enda- laus hafflötur við mismunandi birtu- skilyrði. Innan um era portrett af fólki, konu og karli, og uppstoppuðum viilt- um dýrum sem þríf- ast á þessari breidd- argráðu, s.s. sel, ref og snæuglu. Loks era myndir teknar af sjónvarpsskjá sem sýna tilfínn- ingaþrungin andlit tveggja persóna úr vinsælli ameriskri sápu sem sýnd er daglega í íslensku sjónvarpi. Þetta er sérstæð sýning, samsett úr mörgum andstæð- um þáttum, s.s. hinu persónulega og hinu almenna, upp- lifun og þekkingu, náttúra og menn- ingu. Hún er tilraun til að draga upp mynd af áhrifum og sýnir aðeins einn hugsanlegan mögu- leika af óendanlega mörgum en er alls ekki til- raun til aö skapa heildstæða heimild um líf ákveðins fólks eða lýsa aðstæðum af nákvæmni. Margítrekuð áhersla á hið brotakennda og sund- urlausa undirstrikar þetta, t.d. breytilegt format myndanna, það hve myndefhið er af ólíkum upp- runa og er allt frá því að vera stööugt fyrir aug- um fólks til þess að vera afar sjaldséð, jafnvel svo að heimsækja þurfi náttúragripasafh til að lita það augum. Margt er hægt að segja um þessa sýningu og þá táknrænu merkingu sem leynist í verkum, titlum og textum Roni Hom. Listasafnið hefur gefið út litla en vandaða sýningarskrá sem kost- ar lítið fé og hefur að geyma athyglisverða grein um verkið og listakonuna eftir þýskan safn- stjóra. Greinin hefst á eftirfarandi tilvitnun í listakonuna sjálfa: „Ég er þeirrar skoðunar að sá sem einskorðar sig um of við tungumálið til að tjá skynjun sina á umheiminum sníði sér of þröngan stakk.“ Og það er einmitt lóðið. Eins og reyndar oft á við um myndlist er nefnilega alls ekki hægt að færa það sem þessi sýning tjáir yfir í texta. Þeir sem vilja fá tilfinningu fyrir innihaldi hennar verða einfaldlega að upplifa hana sjálfir og ætti enginn að missa af henni sem áhuga hefur á nútímamyndlist. Það skaðar ekki að myndimar eru hver annarri fallegri enda hefur Roni Hom einstaklega gott auga fyr- ir fegurðinni í hinu fábreytta. Áslaug Thorlacius Sýning Roni Horn stendur til 5. mars. Listasafn ís- lands er opiö kl. 11-17 alla daga nema mán. „Eins og oft á viö um myndlist er ekki hægt að færa það sem þessi sýning tjáiryfir í texta, “ segir Ás- laug Thorlacius um sýningu Roni Horn.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.