Dagblaðið Vísir - DV - 28.02.2000, Blaðsíða 17

Dagblaðið Vísir - DV - 28.02.2000, Blaðsíða 17
17 MÁNUDAGUR 28. FEBRÚAR 2000 Leiklist I sambuð með Kristi Halidóra Friójónsdóttir skrifar um leiklist í leikriti Jose Luis Martín Descalzo sem sýnt er í Samkomuhúsinu á Akureyri um þessar mundir fá áhorfendur að kynnast Rósu, einu af fjölmörgum fómarlömbum spænsku borgara- styrjaldarinnar. Rósa er aðeins fjögurra ára þeg- ar hún missir foreldra sína í þeim mikla hildar- leik og eftir það annast nunnur uppeldi hennar. Hún fær takmarkaða menntun hjá þeim og þeg- ar hún þarf að fara að sjá fyrir sér sjálf sækir hún I elstu starfsgrein kvenna - vændi. Þegar hún stígur fram á svið til að segja sögu sína er hún komin af léttasta skeiði en nær þó að skrimta og sjá fyrir syninum sem systir hennar annast. Það sem hefur gert henni lífið bærilegt síðustu árin er Kristslíkneski sem var falið upp á háalofti í hóruhúsinu fyrir margt löngu, og með því deilir Rósa gleði sinni og sorgum. Þeg- ar kirkjan gerir tilkall til þessa sálufélaga Rósu veitir hún harða mótspyrnu en allt kemur fyrir ekki og Kristur er tekinn með valdi úr hinu spillta húsi. Eðlilega vísar þetta leikrit í kaþólskan veru- leika sem er okkur íslendingum að einhverju leyti fjarlægur. Það er auðvelt að skilja hvers vegna Rósu er í nöp við kirkjuna sem stofnun en trúlega gengur okkur verr að skilja hvers vegna Kristslíkneskið verður Rósu jafn mikilvægt og raun ber vitni. Það tengist ekki síst þeim sið kaþólskra að skrifta en einnig þeirri hefð að dýrka táknmyndir. Því fara ýmsar vísanir tengdar kaþólsku kirkjunni fyrir ofan garð og neðan hjá okkur íslendingmn og fátt í þessu verki vekur með okkur hneykslan líkt og á Spáni. Saga Jónsdóttir leikur Rósu og ferst það ágæt- lega úr hendi. Þó Rósa megi muna sinn fifíl fegri Kristslíkneski falið uppi á háalofti í hóruhúsinu gerir skækjunni Rósu lífið léttbærara. býr hún yfir reisn og hjartahlýju sem Sögu gekk vel að miðla til áhorfenda. Rósa er skemmtilega hreinskilin og nefnir hlut- ina sínum réttu nöfnum og í þessari upp- færslu Helgu E. Jónsdóttur er meginá- herslan á spaugilegri hliðar persónunnar. í gegn glittir þó í sársaukann en því mið- ur er leikritið nokkuð yfirborðskennt og gefur í raun lítið færi á harmrænum til- þrifum. Innri átök persónunnar eru aðal- lega sýnd i einhvers konar endurliti en þau eru fremur máttleysisleg og dýpka persónusköpunina ekki sem skyldi. Höf- undinum hefði verið í lófa lagið að gera meira úr því sálarstríði sem starflð vekur með Rósu en gerir það ekki og veikir það verulega heildaráhrifin. Þýðing Örnólfs Árnasonar er lipur og á góðu talmáli. Leikmynd Edwards Fuglö þjónar hlutverki sínu vel og niðurnítt háa- loftið er í senn hliðstæða og endurspeglun á lifi Rósu. Hljóðmyndin var ekki jafn vel heppnuð og raunar ótrúlegt að ekki skuli takast að gera símhringingar á sviðinu trúverðugar. Uppsetningin sem slík er ágætlega heppnuð en verkið skilur ekki mikið eftir sig. Við höfum samúð með Rósu á meðan við horfum á hana á sviðinu en hún sæk- ir ekki á hugann að sýningu lokinni. Halldóra Friðjónsdóttir Noröanljös og Leikfélag Akureyrar sýna í Sam- komuhúsinu: Skækjan Rósa eftir José Luis Marttn Descalzo. Þýöing: Örnólfur Árnason. Leikmynd og búnlngar: Edward Fuglö. Kristslíkneskl: Karel Hla- vaty. Lýsing: Ingvar Björnsson. Hljóðmynd: Krist- ján Edelstein. Leikstjórn: Helga E. Jónsdóttir. Tónlist Fagur fuglasöngur Arndís Björk Ásgeirsdótiir skrifar um tónlist Fuglar voru þema þriðju tónleika Sinfóníuhljóm- sveitar íslands í blárri áskriftarröð vetrarins. Fjög- ur verk voru á efnisskrá, þrjú þeirra innblásin af fúglum á einn eða annan hátt: Cantus Arcticus eftir Finnann Einojuhani Rautavaara, Oiseaux exotiques eftir Olivier Messiaen og Fuglahópur lendir í fimm- hyrnda garðinum eftir japanska tónskáldið Toru Takemitsu. Þar með fékk fjórða verkið, nýr flautu- konsert eftir Hauk Tómasson, vel passandi ramma utan um sig og smellpassaði inn í þemað þar sem flautan er það hljóðfæri sem hvað sterkast tengist fógrum fuglasöng. Fyrsta verkið, Söngur norðursins, var samið árið 1972. Þar blandar tónskáldið alvöru fuglasöng af bandi við lifandi leik hljómsveitarinnar og virkaði það vel í fyrsta þættinum, Mýrinni, þar sem vað- fuglakvakið blandaðist ljúfum tónum, falleg nátt- úrumynd myndaðist í hugskotinu og ilmur af hausti sveif yflr vötnum í fallegum flutningi hljómsveitar- innar. Annar þátturinn þunglyndi gerði sig líka vel í meðfórum sveitarinnar undir stjóm Diego Mas- sons, en það verður að játast að undirrituð átti erfitt með að einbeita sér fullkomlega þegar leið á Farflug svananna sem er heiti þriðja þáttar og fannst þar heldur skotið yfir markið í annars prýðilegri hug- mynd tónskáldsins. Haukur Tómasson skrifaði flautukonsert sinn 1996-97 sérstaklega fyrir Áshildi Haraldsdóttur sem var einleikari í verkinu á tónleikunum. Verkið ger- ir gífurlegar kröfur til einleikarans sem er að næst- um allan tímann og á köflum nánast í einvígi við hljómsveitina. Verkið er afar litríkt, virkilega vand- að eins og við mátti búast og spennandi að fylgjast með ferli þess, ýmist krassandi rytmískum og kraft- miklum köflum eða mjúkum þar sem flautan naut sín best. Tónskáldið segir það byggt upp af 11 misó- líkum hlutum sem hver um sig hafi sitt munstur. Ég hætti að telja þegar ég hélt ég væri komin í nr. 4 og sat þar eftir og naut þess að fylgjast með Áshildi fara á algerum kostum í einleikshlutverkinu af full- komnu öryggi og sannfæringarkrafti í kameljóna- leik flautunnar og hljómsveitarinnar. Heldur tómlegra var á sviðinu eftir hlé í verki Oliviers Messiaens Oiseaux exotiques eða Framandi fugl- ar en þar eru fyrir utan píanóið sem leikur stærsta hlutverkið 11 blásturs- hljóðfæri og 5 slagverksleikarar og svo náttúrlega stjórnandinn. Messi- aen var mikill áhugamaður um fugla og fræg myndin af honum þar sem hann stendur úti í garði og skrifar niður söng þeirra, en verkið er sam- ansett af fúglasöng og grískum og hindúiskum rythmum. Einleikari á píanó var Rolf Hind og var frammi- staða hans með þeim betri sem mað- ur hefur orðið vitni að og sömu sögu má segja um hina hljóðfæraleikarana sem undir stjóm Massons léku verkið hreint frábærlega, snerpan afbragðs- fin og flutningurinn allur fyrsta flokks enda valinn maður í hverju rúmi og greini- legt að Masson var þar á heimavelli. Ekki var flutningur á verki Takemitsus síðri en þrátt fyrir nafnið er þar ekki gerð nein tilraun til að líkja eftir fuglasöng. Verkið er alger andstæða verks Messiaens, ljóðrænt og svífandi einhvers staðar á bilinu milli draums og veruleika og var hreinasti unaður á að hlýða í flutningi hljómsveitarinnar sem var í góðum höndum Diegos Massons þetta kvöld. Arndís Björk Ásgeirsdóttir ___________Menning Umsjón: Silja Aöalsteinsdóttir Spyr sá sem veit Guðmundur Ólafsson, leikari og rithöfundur, biður í lesendabréfi í DV sl. fimmtudag um skýringar á orðum og orðasamböndum í PS á mánudaginn var þar sem fjallað var um Leikfélag Reykjavíkur i Borgarleikhúsinu. Ekki spyr þó Guðmundur um skýringar þessar vegna þess að hann viti ekki ná- kvæmlega hvað orðin merkja. Varðandi skilgreininguna á al- vöru-atvinnuleikhúsi tók Hávar Sigurjónsson ómakið af umsjónar- manni menningarsíðu DV í grein í Morgunblaðinu sl. miðvikudag. Lýsti hann þar hinum einkenni- lega valdapíramíta Leikfélags Reykjavíkur þannig að ekki varð um viilst: Leikfélagið verður ekki rekið á eðlilegum grundvelli með- an sú skipan er höfð á að almenn- ur félagsfundur geti rekið leikhús- stjórann. Væntanlega stilla flestir sig um að bíta höndina sem fæðir þá. Varðandi starfsmenn sem sagt var (með ónærgætnu orðalagi) að væru áskrifendur að kaupinu sínu þá er fráleitt að samþykkja orð Guðmundar um að allir leikarar fé- lagsins liggi þar undir grun því leikhúsgestir vita vel hverja þeir hafa séð á sviðinu undanfarin ár. Hvað varðar Guðmund sjálfan þá lék hann í hverri sýningunni á fæt- ur annarri öll ár sín hjá LR og lék meira að segja eftirminnilega vel i kassastykki í kjallara Borgarleik- hússins - á eigin vegum - eftir að honum liaföi verið sagt upp. Hann var aldrei áskrifandi að neinu kaupi hjá LR. Mikill hvellur varð i leikhús- heiminum fyrir tæpum áratug þeg- ar Stefán Baldursson, nýráðinn þjóðleikhússtjóri, sagði upp samn- ingum við fáeina leikara hússins, væntanlega vegna þess að hann sá ekki að þeir myndu nýtast honum í verkefnunum sem framundan voru. Höfðu sumir raunar ekki nýst vel næstu ár á undan. Haft var eftir honum að hann hafi vilj- að gefa þessu fólki tækifæri til að skapa sér nýja tilveru í stað þess að sitja og bíða eftir hlutverki sem kæmi seint eða aldrei. Þetta hlýtur að vera það sem gert er í atvinnu- leikhúsi eins og öðrum alvöru- vinnustöðum. Þó að maður hafi unnið nokkur ár á einhverjum stað tíðkast yfir- leitt ekki að maður fái áfram kaup þaðan eftir að maður er í raun hættur að vinna þar. Við búum í þjóðfélagi þar sem það er orðinn lífsháttur fiölda fólks að vinna í lausamennsku, ég tala nú ekki um alla þá sem skipta ört um vinnu, eru kannski að jafnaði þrjú til sjö ár á hverjum stað. Óþarfi er að vorkenna fólki eins og þeim leikurum LR sem lítið hafa fengið þar að gera und- anfarin ár að skapa sér nýtt líf - í öðrum leikhúsum eða annars staðar á vinnumarkaði. Hins vegar er vafasamt að það sé nokkrum til góös að vera ráðinn til starfa, fá kaup reglulega, en fá ekki að vinna fyrir því. Innlend dagskrá Stórsveit Reykjavíkur hélt tónleika í Ráðhúsi Reykjavíkur á miðvikudagskvöldið í síðustu viku. Það sem gerði þessa tónleika sérstaka var að ís- lensk lög og útsetningar voru áberandi á efiiis- skránni. Byijað var á fjórum lögum í útsetningum Veig- ars Margeirssonar, en hann er nú starfandi tónlist- armaður úti i Los Angeles. Laglina Hagavagnsins eftir Jónas Jónasson var léttilega flutt af flautu og trompet með „hljóðkút". Egiil Ölafsson steig svo á svið og söng næstu þijú lög. „Vorkvöld í Reykja- vík“, sem næst var flutt, er reyndar ekki íslenskt lag heldur eftir Norðmanninn Evert Taube og því ekki undarlegt að það hljómaði síðra í mínum eyr- um en hin lögin. „Fyrir átta árum“ eftir Einar Markan var fallega útsett og hreyfmgar í röddum og hljómum smekklega unnar. Lag Hauks Morthens, „Ó borg, mín borg“ var svo keyrt í gegn án mikilla átaka. Eftir það komu tvö lög eftir Hrafn Pálsson sem Ole Kock Hansen hafði útsett, „Það er svo ljúft“ og „Boðið í dans“. Einhvem veginn náði sú tónlist ekki til mín, erfitt var að greina milli lags og útsetningar og eitthvert tilgangsleysi ríkjandi í fagmannlegum hljóðveggnum. Eftir stutt hlé var enn frumflutt lag, „Hr. Leifs spilar blúsinn" eftir Breta að nafni John Lewis. Maðurinn sá hefúr aldrei leikið með Modem Jazz Quartet en er í þess stað mikiil aðdáandi Jóns Leifs. Vel má ímynda sér að Jón hefði spilað blús likan þessum ef það hefði verið á dagskrá hans. Frank Mantooth átti stórgóða útsetningu á „Secret Love“ sem Birkir Freyr Matthíasson blés í flygil- hom með hljómsveitinni. Altsaxistinn og hljóm- sveitarsljórinn Phil Woods átti svo tvö lög til- einkuð látnum meisturum áður en Egill söng loka- lögin, „Georgia" og „Best of Everything", en „Gary“ í minningu Gary McFarland var sérlega glæsilega flutt af Sigurði Flosasyni með hljómsveit- inni. Þetta vom ekki bestu tónleikar Stórsveitar Reykjavíkur en athyglisvert er hve mikið er að ger- ast í kringum þessa hljómsveit sem nú er orðin niu ára gömul. Langlifi Stórsveitarinnar er vissulega því að þakka að það em fleiri spilarar nú en áður sem em færir um að taka sæti í hljómsveitinni, og Athyglisvert er hve mikið er að gerast f kringum aáisyÆlBatete_______________KfcfflynsLMto á þessum tíma hafa menn sjóast ótrúlega mikið í samspili. En það vita líka þeir sem nálægt hafa komið að Sæbjöm Jónsson, stjómandi hljómsveit- arinnar, hefur haldið henni gangandi með ótrúlegri seiglu og þrotlausri vinnu sem seint verður ofmet- in eða nógsamlega þökkuð. Ársæll Másson

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.