Dagblaðið Vísir - DV - 28.02.2000, Blaðsíða 26

Dagblaðið Vísir - DV - 28.02.2000, Blaðsíða 26
MÁNUDAGUR 28. FEBRÚAR 2000 * 38 Útsala á meðan birgðir endast Ekta síSir pelsar frá kr. 95.000 Síðir leðurfrakkar Handunnin húsgögn, 20% afsl. Árshátíðar- og fermingardress Handunnar gjafavörur Sigurstjarnan OpiS ö virka daga 11-18, í bláu húsi við Fákafen. laugard. 11-15 Símj 588 4545. Sendlar óskast á afgreiðslu DV 13-15 ára Vinnutími eftir samkomulagi. ^ j Upplýsingar í síma 550 5777. Blaðbera vantar f eftirtaldar götur: Austurbrún Fálkagata Kópavogur: Norðurbrún Grímshagi Hrauntunga Njálsgata Kleppsvegur 60-100 Hlíðarvegur Grettisgata Hjallarvegur 1-15 Hverfisgata 66-100 Kambsvegur 1 -15 ► | Áhugasamir hafi samband við afgreiðsiu blaðsins í síma 550 5777. Köttur úti í mýri... ...úti er ævintýri. Atak til að fækka flækingsköttum í Ártúnsholti, Árbæ, Ártúnshöfða og Selási í samræmi við samþykkt um kattahald í Reykjavík tilkynnist hér með að dagana 6. til 11. mars mun sérstakt átak gert til að fanga fjækingsketti í Ártúnsholti, Árbæ, Ártúnshöfða og Selási. Kattaeigendur í hverfinu eru hvattir til að halda köttum sínum inni á meðan á átakinu stendur. jafnframt eru kattaeigendur minntir á að merkja ketti sína með húðflúri (tattóveringu) á eyrum og skrá upplýsingar um eiganda, heimilisfang og símanúmer. Jafngild er örmerking skv. stöðlum Alþjóða staðlaráðsins (ISO 11784 eða 11785). Öll handsömuð dýr verða flutt í Kattholt. Athugið Kettir verða eingöngu fangaðir frá kl. 20:00 að kvöldi til kl. 07:00 að morgni Hreinsunardeild Reykjavíkurborgar Sviðsljós Upplausn hjá kryddpíunum: Mel-gellur í fúlu skapi Ekki ríkir neinn systrakærleikur með vinkonum okkar kryddpíun- um, ef marka má frásagnir erlendra blaða. Ástandið ku víst vera orðið svo slæmt að þær Mel B og Mel C talast ekki við. Telja sumir að hætta sé á að stúlknasveitin leysist upp í frumeindir sínar. „Þær þola ekki einu sinni að vera samtímis í sama herberginu," segir heimildarmaður sem þekkir vel til stúlknasveitarinnar. Mel okkar B virðist eiga dálítið erfitt með að lynda við stöllur sínar því ein aðalástæðan fyrir því að Geri Halliwell hætti á sínum tíma var einmitt ósætti þeirra Mel B. Fyrrum tilvonandi tengdadóttir íslendinga vill víst alltaf ráða öllu. Og nú er komin röðin að Mel C. „Mel C er orðin meira en þreytt á Mel B. Kryddpíurnar eru fjórir ein- staklingar en ekki bara ein mann- eskja sem hefur hæst,“ segir heim- ildarmaðurinn við breska sunnu- dagsblaðið People. Það nýjasta hjá kryddpíunum er annars það að dómstóll úrskurðaði fyrir helgi að þær skyldu greiða ítölskum vélhjólaframleiðenda 120 Mel B virðist vera erfið viðureignar. milljónir í skaðahætur. Stúlkurnar höfðu samþykkt að koma fram í auglýsingum fyrir fyrirtækið. Skömmu eftir undirritun hætti Geri í sveitinni og fyrirtækið ítalska taldi sig hafa verið svikið. Dómar- inn komst að þeirri niðurstöðu að stúlkumar hefðu vitað hvers kyns var þegar þær undirrituðu. Stúlk- urnar taka dóminum bara vel og segja lífið halda áfram. Tískuhönnuðir sviku ekki í Mílanó frekar en fyrri daginn. A síðustu dögum tískusýninganna í þessari ítölsku háborg mátti meðal annars sjá þennan fallega búning eftir John Richmond sem konur ættu að geta keypt sér ein- hvern tíma þegar líöa tekur að hausti. Létt og leikandi. Geimskutlan eflir þjóðernisandann Þjóðernisinnblásturinn kemur svo sannarlega úr ýmsum áttum, eins og sannast best á stórleikaran- um James Woods. „Maður finnur aldrei til jafnmik- illar þjóðernisástar og þegar maður nýtur þeirra forréttinda að fá að horfa á alvöru geimskot, eins og ég gerði,“ sagði Woods fyrir skömmu. Hann hafði þá fengið að fylgjast með þegar geimskutlan Endeavour hóf sig tignarlega á loft frá Flórida. „Hjartað belgist út af stolti þegar landið manns stendur fyrir þessu kraftaverki,“ sagði Woods sem einmitt leikur í geimferðamynd. Pornókóngurin stjórnar Britney Táningastjarnan Britney Spe- ars nýtur aðstoðar vel þekkts pornókóngs við gerð nýjasta myndbandsins síns. Klámhundur- inn heitir Gregory Dark og hefur meðal annars það sér til frægðar unnið að stjórna kvikmyndinni Shocking Truth. En nú á hann sem sé að stjórna Britney. „Plötu- fyrirtækiö vildi að ég drægi að- eins úr lólítustælunum sem voru á myndbandinu við lagið Baby One More Time,“ segir Gregory hinn dökki við Rolling Stone tímaritið. Svo virðist sem plötu- stjórar hafi ekki vitað um klám- fortíð Gregga. Einfætt nunna á hug Jodie allan Jodie Foster var svo spennt yf- ir því að geta leikið einfætta nunnu að hún frestaði gerð mynd- arinnar Flora Plum, sem hún ætl- aði sjálf að leikstýra. áður hafði hún einmitt hafnað því að leika í framhaldsmyndinni um mannæt- una Hannibal Lecter af því að hún vildi ekki slá Floru á frest. En svona er það. Hlutverk ein- fættu nunnunnar er í kvikmynd- inni Hættulífum altarisdrengja sem segir frá litlum kaþólskum guttum sem staðnir eru að verki við að framleiða klámfengnar teiknimyndir. Spielberg lætur Harry Potter róa Óskarsverðlaunaleikstjórinn Steven Spielberg hefur ákveðið að gera ekki kvikmynd eftir hinum vinsælu bresku bókum um Harry Potter. Spielberg tilkynnti þetta i síðustu viku. „Ég er alveg handviss um að myndir um Harry Potter yrði mjög vinsælar en áhugi minn beinist 1 aðrar áttir,“ sagði leikstjórinn. Hvað Spielberg ætlar að taka sér fyrir hendur næst, er hins vegar enn ölium hulin ráðgáta.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.