Dagblaðið Vísir - DV - 28.02.2000, Blaðsíða 30

Dagblaðið Vísir - DV - 28.02.2000, Blaðsíða 30
42 MÁNUDAGUR 28. FEBRÚAR 2000 Afmæli Hilmar Foss Hilmar Foss, löggiltur skjalaþýð- andi og dómtúlkur, Pósthússtræti 13, Reykjavík, er áttræður í dag. Starfsferill Hilmar fæddist í Brighton á Englandi. Hann stundaði nám í Gagnfræðaskóla Reykvikinga 1933-36, við Ví 1936-38, í Acton Technical, Elmhurst College í London 1938-39 og City Literary Institute í London 1959. Hann var ritari Anglo-Icelandic Joint Standing Commitee í hermála- ráðuneytinu í London 1940-41, sjálf- boðaliði í heimavamarliði í London 1940, attaché við sendiráð íslands í London 1941^42, fulltrúi og fram- kvæmdastjóri innflutningsfyrirtæk- is í Reykjavík 1943-46, ritstjóri Directory of Iceland 1947-50, löggilt- ur skjalaþýðandi og dómtúlkur í Reykjavík frá 1947 og framkvæmda- stjóri Listmunauppboðs Sigurðar Benediktssonar hf. 1971-77. Hilmar var ritari Félags ensku- mælandi manna 1948-56 og formað- ur þess 1956-58, formaður Lions- klúbbs Reykjavíkur 1954-55, varaumdæmisstjóri Alþjóðasam- bands Lionsklúbba 1955-56 og um- dæmisstjóri 1962-63, safnaðarfull- trúi og ráðsmaður Nessóknar og varaformaður Bræðrafélags Nes- kirkju 1959-64, ritari Dýraverndun- arfélags Reykjavíkur 1959-64, í mið- stjóm kosninganefndar um forseta- kjör Kristjáns Eldjárns 1968 og end- urkjör hans 1972 og ‘76, formaður Is- landsdeildar Amnesty Intemational 1975-77, stofnfélagi löggiltra dóm- túlka og skjalaþýðenda 1955 og for- maður þar frá 1975-91 og heiðursfé- lagi síðan. Hilmar hefur verið félagi í London Institute of World AEfairs frá 1959, félagi í Royal Overseas League frá 1975 og trúnaðarmaður þar 1980, félagi í Lingu- ists and Translators Guild frá 1976, stofnfélagi í Institute of Translation and Interpreting, í London, frá 1986 og félagi í William Morris Society, London frá 1981, félagi í Friends of the Bodleian Library í Oxford frá 1982 og í Selden Society, London, frá 1986. Stofnfé- lagi bresks-islenska verslunarráðsins 1997. Fjölskylda Hilmar kvæntist 1.12. 1945, Guð- rúnu, þá starfsmanni atvinnudeild- ar HÍ, f. 29.1.1916, dóttur Guðmund- ar Jóhannessonar, framkvæmda- stjóra í Reykjavík, og konu hans, Guðlaugar Ingibjargar Einarsdótt- ur. Börn þeirra eru Hilmar Friðrik Foss, f. 4.4.1959, flugmaður í Reykja- vík, kvæntur Margréti Rósu Péturs- dóttur, og Elísabet Guðlaug Foss, f. 18.9. 1963, skrifstofumaður í Reykja- vík. Böm Hilmars Friðriks og Mar- grétar Rósu eru Hilmar Pétur, f. 15.12. 1983, og Sólveig Heiða, f. 16.9. 1988, en sonur Elísabetar Guðlaugar er Ólafur Hilmar, f. 11.12. 1987. Hálfsystir Hilmars, sammæðra, Áslaug Foss Gisholt, var búsett í Ósló en er nú látin. Hálfsystkini Hilmars, samfeðra, eru Davíð Scheving Thorsteinsson, fram- kvæmdastjóri: Gyða Bergs, húsmóð- ir og ritari í Reykjavik: Erla Schev- ing Thorsteinsson, ritari í Reykja- vík, og Gunnar Magnús Scheving Thorsteinsson, verkfræðingur í Reykjavík. Foreldrar Hilmars: Magnús Scheving Thorsteinsson, f. 4.10. 1893, d. 31.10 1974, forstjóri í Reykja- vík, og Elísabet Lára Kristjánsdóttir Foss, f. 22.9. 1890, d. 4.4. 1960, kaupkona í Reykjavík. Ætt Magnús var sonur Dav- íð Sch.Th. læknis í Reykjavík, hálfbróður Péturs Jens Th., kaup- manns og útgerðarmanns á Bíldudal, sem var faðir Muggs, afi Péturs Th. sendiherra og langafi Ólafs B. Thors forstjóra. Davíð var sonur Þorsteins Th., verslunar- stjóra á Þingeyri og b. í Æðey, Þor- steinssonar, prests í Gufudal, Þórð- arsonar. Móðir Davíðs var Hildur Guðmundsdóttir Scheving, sýslu- manns og kaupmanns í Haga á Barðaströnd, Bjamasonar. Móðir Magnúsar var Þórunn Stef- ánsdóttir Stephensen, prófasts í Vatnsfirði, Péturssonar Stephensen, prests á Ólafsvöllum, bróður Stef- áns, prest á Reynivöllum, foður Mörtu, langömmu Sigurðar Pálsson- ar skálds. Annar bróðir Péturs var Magnús, sýslumaður í Vatnsdal, faðir Magnúsar landshöfðingja. Pét- ur var sonur Stefáns Stephensen, amtmanns á Hvítárvöllum, Ólafs- sonar, stiftamtmanns í Viðey, ætt- foður Stephensenættarinnar. Móðir Stefáns í Vatnsfirði var Gyðríður, systir Sigríðar, ömmu Jósefínu, ömmu Matthíasar Johann- essen. Önnur systir Gyðríðar var Þuríður, langamma Vigdisar for- seta. Gyðríður var dóttir Þorvalds, prest og skálds í Holti, Böðvarsson- ar, prests í Holtaþingum, Högnason- ar, „prestafoður" á Breiðabólstað, Sigurðssonar. Móðir Þórunnar var Guðrún, systir Páls Melsteð sagnfræðings og Sigriðar, ömmu Péturs Eggerz sendiherra. Guðrún var dóttir Páls Melsteð amtmanns og fyrri konu hans, Önnu Sigríðar Stefánsdóttur, amtmanns á Möðruvöllum, Þórar- inssonar, sýslumanns á Grund, ætt- foður Thorarensenættarinnar, Jóns- sonar. Móðir önnu Sigríðar var Ragnheiður Vigfúsdóttir Scheving, sýslumanns á Víðivöllum, Hansson- ar Sch., klausturhaldara þar, Lauritzsonar, sýslumanns á Möðru- völlum, ættfoður Schevingættarinn- ar. Systir Elisabetar Láru var Sól- veig, kona Sigurðar Eggerz ráð- herra, og móðir Péturs Eggerz sendiherra. Elísabet Lára var dóttir Kristjáns, dómsstjóra og ráðherra íslands, bróður Péturs ráðherra og Steingríms, alþingismanns og bæj- arfógeta á Akureyri. Systir Krist- jáns var Rebekka, móðir Haralds Guðmundssonar ráherra og amma Jóns Sigurðssonar iðnaöarráðherra, en hálfsystir Kristjáns var Sigrún, móðir Steingríms Steinþórsssonar forsætisráðherra. Kristján var son- ur Jóns, alþingisforseta á Gautlönd- um, ættföður Gautlandaættarinnar, Sigurðssonar, b. þar Jónssonar, b. á Mýri í Bárðardal, ættföður Mýra- rættarinnar, Halldórssonar. Móðir Jóns á Gautlöndum var Kristjana Ólafsdóttir, systir Ara á Skútusöð- um, langafa Sigurðar, ráðherra á Ystafelli. Móðir Kristjáns dómsstjóra var Sólveig, systir Benedikts, afa Geirs Hallgrímssonar, fyrrv. forsætisráð- herra. Sólveig var einnig systir Jóns, þjóðfundarmanns í Lundar- brekku, afa Áma, alþingismanns frá Múla, föður Jónasar fyrrv. al- þingismanns og Jóns Múla útvarps- manns. Sólveig var dóttir Jóns Þorsteins- sonar, prests í Reykjahlíð, ættföður Reykjahlíðarættarinnar. Hjördís Kristjánsdóttir Hjördís Kristjánsdóttir, fyrrv. kennari, bóndi og hús- móðir, Lundarbrekku 1, Bárðardal, Húsavík, er sjö- tug í dag. Starfsferill Hjördís fæddist á Akur- eyri og ólst upp á Bjamar- stöðum í Bárðardal. Hún stundaði nám við Héraðs- skólann á Laugum 1945-1947, Landsprófsdeild á Laugar- vatni 1947-1948, Húsmæðra- skólann á Laugum 1950-1951 og Kennaraskóla íslands, handa- vinnudeild 1953-1955. Hjördís var kennari farskólans í Bárðardal 1955- 1958 og kennari við grunnskólann i Bárðardal 1982-1999. Hjördís hefur starfað i ungmennafé- lagi og kvenfélagi og var m. a. formað- Hjördfs Kristjáns dóttir. ur kvenfélagsins Hildar i 10 ár samfleytt. Vara- maður í sveitarstjórn eitt kjörtímabil og aðalmaður í sveitarstjóm eitt kjör- tímabil. Hún hefur skrifað grein- ar og annála í Arbók Þingeyinga og lítils hátt- ar fleira í blöð og tíma- rit. Fjölskylda Hjördís giftist 12.6. 1958 Sigurgeir Sigurðssyni bónda, f. 8.7.1931. Foreldrar hans: em Marína Baldursdóttir og Sigurður Sig- urgeirsson. Þau bjuggu allan sinn bú- skap á Lundarbrekku þar sem hún var fædd og uppalin, dóttir hjónanna Guðrúnar Jónasdóttur og Baldurs Jónssonar, en Sigurður kom frá Stafni í Reykjadal, sonur hjónanna Kristínar Ingibjargar Pétursdóttur og Sigur- geirs Tómassonar. Böm Hjördísar og Sigurgeirs: Frið- rika, f. 2.3. 1959, búfræðingur, maki Ólafur Ólafsson úr Reykjavík, búfræð ingur. Bændur á Bjamarstöðum Bárðardal, eiga 4 böm; Marína, f. 9.3 1961, matreiðslumeistari og kennari maki Jóhannes Áslaugsson frá Hrís ey, húsasmiður og gæslumaður á sam- býli fatlaðra, búsett á Akureyri, eiga 3 syni; Guðrún, f. 16.10. 1966, matar- fræðingur á Landspítalanum, maki Kristófer Kristófersson frá Patreks- firði, bifvélavirki og starfsmaður VÍS, búsett í Kópavogi, eiga 2 börn. Hálfsystir Hjördísar, sammæöra: Áslaug Kristjánsdóttir, úr Hrísey, f. 14.9.1927, skrifstofum. hjá KEA, fyrst í Hrísey en síðan lengi á Akureyri, búsett á Akureyri; Hálibróðir, sam- feðra: Þórir Kristjánsson f. 24.9. 1929, d. 5.5. 1992, lengi starfsmaður niður- suðuverksmiðju K. Jónssonar á Akur- eyri og bjó alla tíð á Akureyri. Foreldrar Hjördísar: Kristján Þor- valdsson, f. 24.7. 1898, d. 16.8. 1963, verslunarmaður, bjó alla ævi á Akur- eyri; Anna Guðrún Halldórsdóttir, f. 31.10. 1901, d. 3.6. 1933, fædd í Bárðar- dal, ólst upp i Þingeyjarsýslu en var verkakona á Akureyri. Hún missti heilsuna og dó á Kristneshæli. Fósturfjölskylda Hjördísar: Jón Marteinsson, bróðir Halldórs, afa Hjördísar, f. 11.1. 1867, d. 4.1. 1961 og k.h. Vigdís Jónsdóttir, f. 30.4. 1873, d. 6.3.1956 og börn þeirra. Þau bjuggu á Bjamarstöðum í Bárðardal og er Hjör- dís alin þar upp. Fósturmóðir: Friðrika Jónsdóttir á Bjamarstöðum, f. 5.9. 1902, d. 16.7. 1989. Afmælisbarnið verður að heiman á afmælisdaginn. Tll hamingju með afmælið 28. febrúar 90 ára Þuríður Baldvinsdóttir, Snorrabraut 58, Reykjavík. 85 ára Friðfinnur Friðfinnsson, Melási 12, Garðabæ. Sigríður Jónsdóttir, Hrafnistu, Reykjavík. 80 ára Gtmnfríður Björnsdóttir, Þorleifsstööum, Skagafirði. Kristjana Jónsdóttir, Eiðismýri 30, Seltjamamesi. Sigríður Sigurðardóttir, Vífilsdal, Dalasýslu. 70 ára Gunnlaugur B. Óskarsson, Safamýri 45, Reykjavík. Gunnlaugur Jónasson, Hafnarstræti 2, ísafirði. Reynir Sigurþórsson, Funalind 7, Kópavogi. 60 ára Anna Kristín Ragnarsdóttir, Álíhólsvegi 149, Kópavogi. Bima Guðrún Ólafsdóttir, Sæunnargötu 10, Borgamesi. Katrín Pétursdóttir, Gmndartanga 34, Mosfellsbæ. Kolbrún Jóhannesdóttir, Hátúni 12, Reykjavík. 50 ára Njáll Torfason, Ásvegi 27, Breiðdalsvik. Steinþór Haraldsson, Þingaseli 4, Reykjavík. 40 ára Aðalsteinn Böðvarsson, Lautasmára 14, Reyðarfiröi. Guðmundur Rafn Geirdal Bragason, Strýtuseli 4, Reykjavík. Jónina Guðlaug Hjaltadóttir, Stuðlabergi 80, Hafnarfirði. Laufey Jónasdóttir, Grundarbraut 45, Ólafsvík. Lillý Halldóra Sverrisdótör, Hjallabraut 6, Akureyri. IJrval - gott í hægindastólinn Ingvi Þór Þorsteinsson Ingvi Þór Þorsteinsson náttúm- fræðingur, Hlíðarvegi 58, Kópavogi, er sjötugur í dag. Starfsferill Ingvi lauk stúdentsprófi frá MR 1950, búfræðingur frá Bændaskólan- um á Hvanneyri 1954. MS við Mont- ana State College í Bandaríkjunum 1960. Vann við jarðvegsrannsóknir við Landbúnaðarháskólann á Ási 1954-55. Skipaður sérfræðingur við Atvinnu- deild HÍ 1955 við jarðvegsrannsóknir, en frá 1960 við rannsóknir á gróður- fari beitilanda. Skipaður deildarstjóri við Rannsóknastofnun landbúnaðar- ins 1981, stundakennari við Gagn- fræðaskólann í Vonarstræti 1961-62, við Réttarholtsskóla 1962-71 og við verkfræði- og raunvísindadeild HÍ frá 1972-83. Fjölskylda Ingvi kvæntist 1.11. 1952, Liv Synöve Þorsteinsson, f. 7.2.1935 í Nor- egi, sjúkraliði í Reykjavík, þau skildu. Foreldrar hennar Gottfred Eriksen, rafvirkjameistari í Vollebekk í Noregi og k.h. Martha Eriksen. Böm þeirra: Ellen Mar- grét, f. 13.1. 1953 í Noregi, löggiltur dómtúlkur og skjalaþýðandi í Reykjavík, M1 Örn Valberg Úlfars- son, byggingaverktaki í Reykjavík, þau skildu, M2 Þorsteinn Ingi Kragh vél- stjóri; Gyða Martha, f. 28.8. 1956 í Reykjavík, hjúkrunarfræðingur í Reykjavik, maki Sigþór G. Ingvi Þ. Þorsteins- son. Óskarsson lagerstjóri; Kristín, f. 11. 2. 1961 í Reykjavík, húsfreyja í Mið- dal, Mosfellsbæ, maki Ein- ar Valgeir Tryggvason arkitekt. Ingvi kvæntist í seinna skipti 10.12.1983, Ingu Láru Guðmundsdóttur, f. 16.3. 1938 í Húnavatnssýslu, skrifstofustjóra. Foreldrar hennar: Guðmundur Gísla- son, f. 22.5. 1900 á Ölfus- vatni, Grafningshreppi, d. 12.8.1955, kennari og skóla- stjóri á Reykjum í Hrútafirði, og k.h. Hlíf Böðvarsdóttir, f. 11.4.1909 á Laug- arvatni. Bam þeirra er Nanna Hlíf, f. 18.1. 1970 í Reykjavík, maki Kristján Bjöm Þórðarson hönnuður. Bamsmóðir: Anna Sigriður Ólafs- dóttir, f. 20.10.1932 í Reykjvík, d. 20.12. 1976, rannsóknarmaður í Reyjavík. Bam þeirra: Anna Steinunn, f. 2.12. 1957 í Reykjavík, húsfreyja í Reykja- vík. M1 Þorsteinn H. Þorsteinsson, verslunarmaöur í Hafnarfirði, skildu, M2 Stefán Sigurður Stefánsson tón- listarmaður.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.