Dagblaðið Vísir - DV - 29.02.2000, Qupperneq 1

Dagblaðið Vísir - DV - 29.02.2000, Qupperneq 1
15 Biðstaða hjá Sigþóri Sigþór Júlíusson, knattspyrnumaður úr KR, kom heim um helg- ina eftir vikudvöl hjá hollenska A-deildarliðjnu Nijmegen. Sigþór lék einn leik með varaliði félagsins og ekki er hægt að segja ann- að en hann hafi látið að sér kveða. Sigþór og félagar sigruðu í leiknum, 3-2, þar sem Sigþór lagði upp eitt mark, fiskaði vítaspymu og skoraði þriðja markið. „Þeir voru ánægðir með það sem þeir sáu til mín en eins og staðan er í dag gerist ekkert meira 1 þessu fyrr en eftir tímabilið hér heima í sumar. Ég reikna með að heyra frá þeim í sumar og þá munu þeir koma og kíkja á mig þegar við KR-ingar förum í keppnisferð til Hollands í apríl,“ sagði Sigþór í samtali við DV í gær, en hann á tvö ár eftir af samningi sínum við vesturbæjarliðið. -GH Ríkharður farinn að lyfta og skokka Rikharður Daðason, landsliðsmaður í knattspymu og leikmaður hjá Viking i Noregi, er að ná sér eftir speglunina á hné sem hann gekkst undir í Noregi fyrir tveimur vikum síðan. Rikharður fór með félögum sínum í liðinu I tveggja vikna æfinga- og keppnisferð til La Manga á Spáni og sigraði liðið danska liðið AGF, 2-1, í fyrsta leik i gær. Auðun Helgason lék allan tímann með Viking. Hjá AGF lék Ólafur Krist- jánson síðari hálfleikinn en Tómas Ingi Tómasson var á varamannabekknum. „Ég stefni að því að byggja mig upp á næstunni en ég er farinn að lyfta og skokka svolítið. Eins og málin líta út í dag á ég ekki von á öðru en að leika meö Viking í sumar. í október þegar samningur minn við félagið rennur út ætla ég að skoða mín mál,“ sagði Ríkharður Daðason við DV í gær- kvöld. -JKS Stoke City í vanda Enska knattspymusambandið vmnur við rannsókn á uppþotum sem uröu á áhorfendapöllunum þegar Wigan og Stoke City áttust við i ensku C-deildinni á laugardaginn en leiknum lauk með sigri Stoke, 2-1. Slagsmál brutust út á milli stuðningsmanna liðanna og fyrstu fregnir herma að stuðningsmenn Stoke hafi átt upptökin. Svo mik- ið gekk á að dómari leiksins ákvað að gera hlé á leiknum og kalla leikmenn inn til búningsherbergja í 10 mínútur. Stoke á yfir höfði sér stranga refsinu frá enska knattspymu- sambandinu vegna þessa atviks. Refsingin gæti orðið á þá leið að dregin verði stig af félaginu, að leikurinn verði jafnvel endurtek- inn eða að Stoke þurfti að spila fyrir luktum dyrum. „Við verðum að kunna að haga okkur vel jafnt utan sem innan vallar og ég vona aö ég eigi ekki eftir að verða vitni að svona lög- uðu aftur," sagði Guðjón Þórðarson, knattspymustjóri Stoke, í samtali við The Sentinel eftir að hafa fengið að kynnast breskum fótboltabullum í fyrsta sinn. -GH Bjarki að koma til Handknattleikslið Aftureldingar hefur sárt saknað Bjarka Sig- urðssonar, en hann hefur ekkert leikið með liðinu í síðustu leikj- um vegna meiðsla í hné. Bjarki fór í speglun fyrir tveimur vikum og sagðist í samtali við DV vera að koma til en ljóst væri að þetta tæki tíma. Afturelding hefur tapað þremur af síðustu fjórum leikjum sínum í deildinni. „Ég ætla ekki af stað fyrr en ég hef náð mér 100%. Hvenær það verður verður tíminn einn að leiða í ljós. Ég ætla ekki að falla í þá gryfju að fara of fljótt af stað. Læknirinn segir að þetta líti vel út og við verðum að sjá hvað set- ur,“ sagði Bjarki Sigurðsson. -JKS Rússinn Eduard Moska- íenko brýst hér í gegnum vörn KA og skorar eítt fimm marka sinna í leiknum. Tíí varnar er Porvaldur Porvaldsson en Heimir Arnason fylgist álengdar meö Kvennaknattspyrna: Tvær frá Júgóslavíu til FH Kvennalið FH sem vann sér sæti í úrvalsdeildinni í knattspymu á komandi tímabili mun tefla fram tveimur leikmönnum frá Júgóslavíu í sumar. Önnur er komin en það er Svetlana Ristic. Hún er 32 ára gamall vamarmaður og fyrrum landsliðskona Júgóslavíu. Hún þekkir aðeins til knattspyrnunnar hér á landi en hún lék með liði ÍBV árið 1995. Þá er væntanleg í maí annar leikmaður frá Júgóslavíu til FH. Sá leikmaður er í landsliði Júgóslavíu í dag og leik- ur i stööu vamarmanns. Þessar júgóslavnesku knattspymukonur ættu að styrkja nýliða FH verulega fyrir sumarið en þær koma í stað Ömu Steinsen, sem hefur ákveðið að leggja skóna á hilluna, og Sirrýjar Hrönn Haraldsdóttur, sem er i bameignarfríi. -GH

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.