Dagblaðið Vísir - DV - 29.02.2000, Blaðsíða 3

Dagblaðið Vísir - DV - 29.02.2000, Blaðsíða 3
16 ÞRIÐJUDAGUR 29. FEBRÚAR 2000 ÞRIÐJUDAGUR 29. FEBRÚAR 2000 25 Sport Sport Bland í poka Sænski landsliösmaðurinn Henrik Larsson, sem fótbrotnaði í leik með Celtic í október á síðasta ári, er allur að koma til og góðar líkur eru á að hann verði kominn á ferðina með Celtic í lok marsmánaðar. Þetta eru góðar fréttir fyrir Celtic og ekki síðu- ar sænska landsliðið en auknar líkur eru á að hann geti tekið þátt í Evrópumótinu í sumar. Það fógnuðu fáir meira enska deildar- meistaratitlinum á sunnudaginn en hinn 34 ára gamli Tony Cottee. „Ég hef beöið í 17 ár eftir að vinna titil í ensku knattspyrnunni og ég er auö- vitað í sjöunda himni,“ sagði Cottee eftir leikinn en menn muna eftir hon- um hágrátandi í fyrra þegar Leicest- er beið læri hlut fyrir Tottenham í sömu keppni og þá hélt Cottee að draumurinn um að vinna titil væri úr sögunni. Marsmánuður sem gengur í garð á morgun veröur mjög strembinn fyrir meistara Manchester United. Á 25 dögum í mánuöinum leika þeir 8 leiki, fjóra i meistaradeild Evrópu og fjóra í ensku A-deildinni. „Þetta verð- ur stór mánuður en þetta er hlutur sem við þekkjum mæta vel,“ segir Alex Ferguson, stjóri United, en lærisveinar hans mæta Bordeaux í meistaradeildinni á Old Trafford á miðvikudag og taka svo á móti Liver- pool í ensku A-deildinni á iaugar- dagsmorgun. Argentínumaðurinn Enzo Trossero hefur verið ráðinn iandsliösþjálfari Svisslendinga í knattspyrnu og skrif- ar hann undir samning við sviss- neska knattspymusambandið á næstu dögum. Trosseru verður fimmti landsliðsþjálfari Svisslend- inga á jafnmörgum árum en lítið hef- ur gengið hjá þeim á undanfornum árum og þeim hefur mistekist að komast í úrslit á stórmótum. Þjálfari Houston Rockets í NBA-deild- inni í körfuknattleik, Rudy Tomja- novich, hefur ákveðið að framlengja samning sinn viö félagið til 2005. Tomjanovich hefur náð frábærum árangri hjá Houston og gerði liöið meöal annars að NBA-meisturam tvö ár í röð. Hann er jafnframt sigur- sælasti þjálfarinn í sögu félagsins. Vince Carter, leikmaður Toronto, í NBA-deildinni skoraði 51 stig þegar Toronto lagði Phoenix, 103-102, í fyrrinótt. Þetta er stigamet í deildinni í vetur en margir eru farnir aö líkja Carter við goðið Michael Jordan. Carter á þó langt í land því Jordan gerði sér lítiö fyrir og náði 37 sinnum að skora 50 stig eða meira á sínum glæsilega ferli. fvar Ingimarsson var besti maður vallarins þegar Brentford vann góðan útisigur á Luton í ensku C-deildinni um helgina. Bjarki Gunnlaugsson og félagar hans í Preston misstu topp- sætið þegar þeir töpuðu á heimaveúi fyrir Gillingham, 0-2. Bjarka var skipt út af á 59. mínútu. Britol Rovers er efst í deildinni með 66 stig, Preston 63, Millwall 60, Wigan 58, Burnley 58, Stoke 54. Brentford er í 9. sæti með 52 ,stig. -GH Gleöifréttir úr herbúðum Liverpool: Owen allur aö koma til - verður ef til vill með á móti United Forráðamenn Liverpool gera sér góðar vonir um að Michael Owen geti leikið með liðinu þegar það mætir Manchester United í stórleik ensku A-deildarinnar í knattspymu á laugardagsmorgun. Owen hefur verið frá vegna meiðsla síðan í leiknum gegn Midd- lesbrough þann 22. janúar en hann hefur verið í stöðugum meðferðum síðan og er allur að koma til. Owen var með á æfingu Liverpool-liðsins í gær og leikur æfingaleik í vikunni og eftir hann kemur í ljóst hvort hann verður klár í slaginn. Redknapp byrjaður að æfa Þá er Jamie Redknapp byrjaður að æfa en hann hefur ekkert leikið síðan í nóvember eða frá því hann gekkst undir aðgerð á hné. Red- knapp verður ekki með gegn United en stefnt er að því að hann geti spilað um miðjan marsmánuð. -GH DIMENS|( Darren Clarke fékk rúmar 70 milljónir fyrir sigurinn á Tiger Woods. Útsláttarkeppni bestu kylfinga: Clarke lagði Woods Norður-írinn Darren Clarke sigraði Bandaríkjamanninn Tiger Woods í úrslitum útsláttakeppni 64 bestu kylfinga i heimi í golfi með íjögurra holu mun. Clarke fór á kostum á seinni 18 holum einvígisins þar sem hann fékk fimm fugla á fyrstu átta holunum og gerði þar með út um keppnina. Darren Clarke fékk 1 milljón dollara í sigurlaun, rúmar 70 milljónir króna, en Tiger Woods varð að láta sér lynda helmingi lægri upphæð. „Ég get leikið mjög vel þegar ég kemst í stuð og það var mjög gaman aö ná sér svona vel á strik gegn besta kylfmgi heims,“ sagði Clarke eftir sigur- inn. David Duval frá Bandaríkjunum sigraði landa sinn Davis Love í leik um þriðja sætið á mótinu. -GH NBA-DIILDIN Úrslitin í nótt: Boston-Dallas . . . 108-100 Walker 23, Pierce 21, Potapenko 19 - Nowitzki 26, Strickland 19, Finley 17. Miami-New York . 85-76 Mashburn 24, Weatherspoon 14 - Johnson 20, Houston 15, Sprewell 13. Utah-New Jersey 106-101 Malone 35, Hornacek 27, Russell 14 - Marbury 34, Kittles 22, Van Horn 18. Golden State-Atlanta 80-75 Marshall 23, Huges 23, Caffey 15 - Rider 24, Jackson 21, Mutombo 13. LA Clippers-Houston 77-96 Odom 20 - Mobley 21, Bullard 14. Seattle-Charlotte . 84-81 Payton 32, Barry 13 Jones 23. Atlantshafsriðill: Miami 35 20 63,6% New York 34 20 63,0% Philadelph 30 25 54,5% Orlando 25 31 44,6% Boston 23 32 41,8% New Jersey 22 33 40,0% Washington 16 40 28,6% Miðriðill: Indiana 38 17 69,1% Charlotte 30 30 55,6% Toronto 29 25 53,7% Detroit 28 27 50,9% Milwaukee 28 29 49,1% Atlanta 22 31 41,5% Cleveland 22 33 40,0% Chicago 12 42 22,2% Miðvesturriðill: SA Spurs 36 20 64,3% Utah 34 20 63,0% Minnesota 32 23 58,2% Dallas 23 31 42,6% Houston 21 35 37,5% Vancouver 18 37 32,7% Kyrrahafsriðill: Portland 45 11 80,4% LA Lakers 45 11 80,4% Seattle 34 21 61,8% Sacramento 31 24 56,4% G.State 15 40 27,3% LA Clippers 12 45 21,1% Langþráður sigur Armenina Bielefeld, sem hafði tapað tíu leikjum í röð í þýsku bundeslígunni, sigraði Ulm, 4-1 í gærkvöld. Bode og Weissen- berger gerðu tvö mörk hvor í leiknum. Liðið er i neðsta sæti með 14 stig en Duisburg er næst neðst með 16 stig. í ensku 1. deildinni gerðu Q.P.R. og Fulham markalaust jafntefli á Loftus Road. -JKS Víkingur er besta íiðið - segir Ágúst Jóhannsson, þjálfari Vals, og spáir að Víkingur vinni FH og deildarmeistaratitilinn Lokaumferðin í 1. deild kvenna S handknattleik verður leikin í kvöld og þá ræðst hvort þaö verður Vík- ingur eða FH sem hampar deildar- meistaratitlinum. Þessi tvö lið mæt- ast einmitt í hreinum úrslitaleik í Kaplakrika í kvöld. Víkingi nægir jafntefli til að tryggja sér sigur í deildinni en vinni FH-ingar sigur er titillinn þeirra þar sem markatala FH er mun betri en Víkings. Leikir kvöldsins sem allir hefjast klukkan 20 eru: FH-Víkingur Grótta/KR-Fram Haukar-ÍR ÍBV-Valur Eins og sést á stigatöflunni hér að neðan er spennan í deildinni mikil og alls ekki ljóst hvemig röð átta efstu liðanna sem komast í úrslit kemur til með að líta út. Þó er ljóst að Haukamir hafna í áttunda sæt- inu og því ljóst að þeir mæta deild- armeisturunum í fyrstu umferð úr- slitakeppninnar. Staðan fyrir loka- leikina er þessi: Víkingur R. 19 12 5 2 413-332 29 FH 19 12 3 4 474-379 27 Grótta/KR 19 12 1 6 443-369 25 ÍBV 19 11 3 5 462-393 25 Stjarnan 20 12 0 8 467-418 24 Valur 19 10 2 7 420-353 22 Fram 19 11 0 8 467-434 22 Haukar 19 8 3 8 438-389 19 ÍR 19 6 0 13 332-407 12 KA 19 2 1 16 324-445 5 Afturelding 19 0 0 19 315-636 0 DV sló á þráðinn til Ágústar Jóhannssonar, þjálfara nýkrýndra bikarmeistara Vals, og bað hann um að spá fyrir um leiki kvöldins. „Ég spái því að Víkingur vinni FH í Krikanum einfaldlega vegna þess að í marki Víkings er Helga Torfadóttir sem er að mínu mati besti leikmaður deildarinnar. Mér finnst Víkingur vera að spila besta boltann og er með besta liðið eins og staðan er í dag. Stefán þjálfari hefur verið óspar á að treysta yngri stelp- unum í liðinu og það hefur skilað mjög góðum árangri. FH-liðið er mjög skemmtilegt og ég hef mikla trú á því en ég held samt að Víking- ar vinni sigur og tryggi sér titilinn." „Það er mjög erfitt að spá fyrir um úrslit í leik Gróttu/KR og Fram. Framstelpumar hafa veriö í sókn en einhvem veginn held ég að Grótta/KR með Öllu Gokorian í far- arbroddi fari með sigur af hólrni." Erfitt í Eyjum Valur mætir ÍBV í Eyjum og seg- ist Ágúst eiga von á mörg erfíðum leik. „Lið ÍBV er mjög erfitt heim að sækja og eins og staðan er í dag á ÍBV möguleika á þriðja sætinu svo ég reikna með Eyjastelpunum mjög grimmum. Að sjálfsögðu ætlum við okkur sigur og við verðum að taka á honum stóra okkar ef við ætlum að gera það.“ Úrslitakeppnin hefst svo á fimmtudag í næstu viku og eins og deildin hefur spilast í vetur má reikna meö mjög skemmtilegri keppni. Spennandi úrslitakeppni „Núna fer gamanið að byrja fyrir alvöru. Ég reikna með mjög spenn- andi úrslitakeppni og það er alveg ómögulegt að spá fyrir um hvaða fé- lög komast áfram eftir fyrstu um- ferðina. Liðin frá 1-8 eru það jöfn. Ég á mér enga óskamótherja í fyrstu umferðinni. Þetta verður allt erfítt en síst vil ég þó mæta Víkingun- um,“ sagði Ágúst að lokum. -GH 1 Stigakeppnin: Heildarkeppni: FH . . . 262,50 stig HSK . . 113,00 stig Fjölnir. 76,00 stig ÍR 69,00 stig I UMSS. 59,50 stig Sveinar: 1 FH . . . 49,00 Stig I Fjölnir 33,00 Stig UFA . . 31,00 Stig Drengir: FH . . . HSK.. 28,00 Stig UMSE . Unelinear: FH . . . 23,00 stig HSK.. 22,00 stig Breiðablik 19,00 stig Islandsmeistarar á MÍ15 til 22 ára: Hiá sveinum 60 metra hlaup: Arnór Sigmarsson, UFA ... 7,40 sek Þrístökk: Kristinn Torfason, FH.....12,35 m Hástökk: Ólafur Dan Hreinsson, Fjölni . 1,80 m Kúluvarp: Kristján Hagalin Guðjónsson, FH 14,84m Stangarstökk: Ólafur Dan Hreinsson, Fjölni 3,62 m ÍM 60 metra grindarhlaup: Róbert Michelsen, ÍR . . . 8,73 sek ÍM Langstökk án atrennu: Róbert Michelsen, ÍR .....2,98 m Þristökk án atrennu: Eiríkur Þorri Einarsson, UÍA 8,40 m Langstökk: Amór Sigmarsson, UFA......6,43 m Hiá dreneium 60 metra hlaup: Egll Atlason, FH..........7,25 sek Þrfstökk: Jónas Hlynur Hallgrimsson, FH . 1338m Hástökk: Björgvin Reynir Helgason, HSK l,85m Kúluvarp: Vigfús Dan Sigurðsson, FH 15,81m ÍM Stangarstökk: Jónas Hlynur Haligrimsson, FH . 3,92m 60 metra grindarhlaup: Ingi Sturla Þórisson, FH . 8,37sek ÍM Langstökk án atrennu: Ingi Sturla Þórisson, FH .... 3,02m Þrístökk án atrennu: Ingi Sturla Þórisson, FH .... 9,01m Langstökk: Jónas Hlynur Hallgrímsson, FH . 6,69m Að ofan er Ólafur Dan Hreinsson sem vann tvær greinar og setti íslandsmet í sveinafiokki í stangarstökki er hann stökk 3,62 metra. Ólafur Dan fylgdi þá eftir góðum árangri fyrr á árinu er hann setti íslandsmet í tugþraut en Ólafur er mjög fjölhæfur, bæði innan frjálsra og í öðrum greinum en hann varð Reykjavíkurmeistari með 3. flokki Fjölnis í dögunum og leikur einnig handbolta með Gróttu/KR. Hér til hægri eru fulltrúar sveinaveitar FH sem varð íslandsmeistari í heildarstigakeppninni. Hér til vinstri er hluti af drengjaflokki FH sem fékk 95,50 stig, 67 sticjum meira en næsta lið. Frá vinstri: Ottar Jónsson. Ingi Sturla Þórisson, Jónas Hlynur Hallgrímsson og Björgvin Víkingsson. Hiá unelinuum 60 metra hlaup: Sveinn Þórarinsson, FH ... 7,10 sek Þrístökk: Örvar Ólafsson, HSK...........14.14 m Hástökk: Örvar Ólafsson, HSK............1.85 m Kúluvarp: Jón Ásgrímsson, FH .........15,10 m Stangarstökk: Guðjón Ólafsson, Óðinn ......3,92 m 60 metra grindarhlaup: Rafn Árnason, Breiðablik . . 9,23 sek Langstökk: Örvar Ólafsson, HSK............6,25 m Þessir þrír eru manna fljót- astir á 60 metr- unum í drengjaflokki. Talið frá vinstri: Óttar Jónsson, Egill Atlason og Ingi Sturla Þóris- son en allir koma þeir úr FH. Egill vann hlaupið á 7,25 sekúndum en Óttar var annar á 7,29 sek. - unnu alla FH-ingar voru í sérflokki á Meist- aramóti Islands í frjálsum iþróttum um síðustu helgi og eru íslandsmeist- arar félagsliða í flokki 15 til 22 ára. Umsjón Óskar Ó. Jónsson Vel hefur verið haldið utan um unga fólkið í Hafnarfirði undanfarin ár og nú er gott starf þar farið að trekkja að og margt af besta frjálsíþróttafólkinu hefur gengið til liðs við FH í vetur. íslandsmótið var haldið á vegum FH-inga í Baldurshaga og Kaplakrika og var góð þátttaka í mótinu karlaflokkana og heildarstigakeppnina en yfir 200 unglingar tóku þátt og það er vonandi að fleiri krakkar haldi áfram að æfa lengur. FH-ingar unnu yfirburðarsigur í mótinu og sigruðu alls í fjórum aldurs- tlokkum, þar af öllum þremur flokkum hjá strákunum. FH sigraði síðan í heildarstigakeppninni með miklum mun. 1 heildarstigakeppninni hlaut FH 262,5 stig, HSK fékk 113 stig og Fjölnir fékk 76 stig. Að þessu sinni mun unglingasíðan fjalla um mótið í heild sinni og leggja áherslu á strákanna en á næstu siðu verður fjallað vel um stúlkurnar og afrek þeirra á þessu móti um Örvar, Ingi og Jónas sigursællastir örvar Ólafsson HSK sigraði í þrem- ur greinum í flokki 19-22 ára karla. Jónas Hlynur Hallgrímsson og Ingi Sturla Þórisson báðir úr FH sigruðu í þremur greinum hvor í drengjaflokki. Arnór Sigmarsson UFA, Róbert Michelsen ÍR og Ólafur Dan Hreinsson Fjölni sigruðu í 2 greinum hver. Árangur félaganna á mótinu: FH (18 íslandsmeistaratitlar - 44 verðlaun), HSK (9 -18), Fjölnir (4 -13), UMSB (4 - 5), ÍR (3 - 9), UÍA (3 - 5), UFA (2 - 9), Breiöablik (2 - 6), Óðinn (2 - 3), Ármann (1 - 5), UMSE (1 - 5), HSÞ (1 - 1), UMSS (0 - 8), HSH (0 - 2), UDN (0 - 2), HVÍ (0 - 2), USAH (0 - 1), USVH (0 - 1). -ÓÓJ síðustu helgi. Fimm íslandsmet Fimm íslandsmet voru sett á mót- inu. Vigfús Dan Sigurðsson FH setti drengjamet i kúluvarpi þegar hann varpaði 15,81 metra. ðlafur Dan Hreinsson Fjölni setti sveinamet í stangarstökki þegar hann stökk 3,62 metra. Róbert Michelsen ÍR setti sveinamet í 60 metra grindahlaupi þeg- ar hann hljóp á tímanum 8,73 sekúndum. Ingi Sturla Þórisson FH setti drengjamet í 60 metra grinda- hlaupi þegar hann hljóp á tim- anum 8,37 sekúndum. Þá setti Kristin Bima Ólafsdóttir Fjölni meyjamet í 60 metra grinda- hlaupi þegar hún hljóp á tím- anum 8,48 sekúndum. Verðlaunahafar i langstokkskeppm sveina án atrennu. Frá vinstri talið Ólafur Dan Hreinsson, Fjölni (2. sæti), Róbert Michelsen, ÍR (1. sæti) og Kristinn Torfason, FH (3. saeti)

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.