Dagblaðið Vísir - DV - 01.03.2000, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 01.03.2000, Blaðsíða 4
4 MIÐVIKUDAGUR 1. MARS 2000 Fréttir sandkorn Rannsókn lokið á ösku frá Heklu: Mikill flúor mældist - og gæta verður að skepnum á öskufallssvæðum DV, Árborg: „Þetta er í sama stíl og verið hef- ur í undangengnum Heklugosum, það er mikill flúor þarna í berginu. Egill Óskarsson á Norrænu eld- fjallastöðinni tók og mældi sýnin og það kom í ljós að í hverju kílói af vikri eru 2200 ppm af flúori," sagði Sigurður Sigurðarson, dýralæknir á Keldum, við DV. Sýnin voru tekin við Heklu, í Rangárbotnum og Þjórsárdal í út- jaðri öskugeirans sunnanlands. Þar sem askan er fínust var innihaldið um 900 ppm í kílói. „Þetta þýöir að askan er hættuleg og þeir sem eiga hross eða annan búfénað úti á ösku- fallssvæðum gera rétt í því ef þeir sjá til þess að skepnurnar fái renn- andi vatn. Og sé þeim gefiö hey veröur að gæta þess aö gefa frekar minna í einu til að askan mengi ekki fóðrið,“ sagði Sigurður. Flúormengun mest fjarri eld- stööinni. Það er ekki aðeins á svæðinu næst eldstöðinni sem gjóskan er menguð. Sigurður segir að alls stað- ar sem aska fellur sé hætta, og fin aska sem berist lengst frá eldstöð- inni sé enn magnaðri því á litlum kornum sé yflrborðið enn stærra sem að bindur flúorinn. „Þetta getur verið hlutfallslega meira lengra frá eldstöðinni en það er bara minna magn gjósku sem berst langar leiðir," segir hann. Sigurður segir að á meðan ekki rigni og á meðan snjórinn ekki þiðni haldist flúorinn í öskunni. Meðan sama ástand haldist verði því að gæta þess vel að skepnur éti ekki snjóinn. „Þetta skolast mjög fljótt í burtu, en við fyrstu rigningu þá hrapar flúormagnið í öskunni niður, og hætta af eituráhrifum hverfur. Ár sem renna frá svæðinu eru hættulausar því flúorinn þynn- ist svo út í þeim. Það eina sem get- ur verið hættulegt er vatn sem er í Aska sem þessi úr Heklugosinu er rík af flúori og því hættuleg búpeningi. DV-mynd Njörður H. kyrrstæðum lækjum með hægu rennsli og sérstaklega í grunnum pollum, þar geta orðið mögnuð eit- uráhrif," sagði Sigurður Siguröar- son. Hann segir að fólki stafi lítil hætta af öskunni. „Þó aö fólk andi að sér ösku eða fái hana framan í sig og í augun þá er hættan ekki þannig að það valdi neinum skaða öðrum en mekanískum. Litlu korn- in eru eins og glerbrot, þannig að þau festast við slímhúöina og geta riflð og ef þau fara í augu geta þau sært,“ sagði Sigurður. Áhrif á stoðkerfi dýra. Áhrif flúors á skepnur eru helst á stoðkerfl þeirra. „Ef skepnumar taka þetta upp í langan tíma þá safnast þetta i skrokkinn og bindur kalkið í blóð- inu í torleyst sambönd þannig að það verður óbeinn kalkskortur eða doði eða Klums sem er talað um í hryssum. Þær fá krampa í tyggi- vöðvana þannig að þær standa og nísta saman tönnum. Það er hægt að lækna þetta meö kalksprautum eins og venjulegan doða en þá er kalk og magnesín gjaman geflð. En í ungviði sest þetta í beinin, þetta dreiflst ekki jafnt um líkamann. Þar sem það sest í bein ýtir það til hlið- ar kalkinu, vegna þess að þetta eru skyld efni og þar með truflast arki- tektúrinn og styrkurinn dvínar og bein verða meyr. Þegar dýr sem eru að skipta um tennur veröa fyrir þessu geta áhrifln verið þau að nýju tennurnar taka flúorinn í sig. Þá getur tönnin orðið brún eða gul og máist þá niður á móti tönn sem er harðari. Þá vex tönnin sem er harð- ari upp og myndar gadd. Þá eiga þær erfitt með að bíta, jórturdýrin erfltt með að jórtra og á hrossum getur glerjungurinn skemmst og tennumar skemmst, bæði framtenn- ur og jaxlar. Svo getur þetta mynd- að beinhnúta á fótum, svokallaða fætlur sem valda stirðleika og helti,“ sagði Sigurður Sigurðarson dýralæknir. -NH Lítið púðurí Heklu - orðin mjög máttlaus Allt púður virtist vera farið úr eldgosinu í Heklu f gær og hafði gosið rénað mjög frá því á sunnu- dag. Fallegt og bjart veður var yfir Suðurlandi í gær og því gafst gott tækifæri til að skoða Heklu. Þeir sem fóru í útsýnisflug yfir gos- stöðvarnar urðu þó margir fyrir verulegum vonbrigðum. Gosið var mjög máttleysislegt og gaus nær eingöngu úr einum gíg á sprimg- unni suðaustan til í fjallinu. Þar streymir samt enn upp nokkur kvika. Strekkingsvindur var af norðvestri og lagði veigalítinn strókinn í átt aö Fljótshlíð um miöjan dag í gær. Þar mun snjór hafa litast af ösku. Allt útlit er fyrir að gosið í Heklu sé nú á lokastigi. Sam- kvæmt skjálftamælum hefur gosið verið mjög svipað undanfarinn sól- arhring. Það datt mjög niður á mánudag en færðist svo aðeins aft- ur i aukana um leið og gosrásin þrengdist. Jarðfræðingar telja þó ómögulegt að segja til um hversu eldvirknin í fjallinu vari lengi. -HKr. Frá gosstöövunum í Heklu í gær. DV-myndir GVA Litla Slagur ræna... sjónvarpsstöðv- anna tveggja, Sjónvarpsins og Stöðv- ar 2, um hylli áhorfenda er harður og óvæginn og gengur á ýmsu. Önnur stöðin hefur ekki fyrr hampað niður- stöðum könnunar og hossað sér sem sigurvegara en hin kemur og snýr niður- Slagur þessi á ser ýmsar birtingar- myndir, meðal ann- ars í orðfæri frétta- manna. Þannig þykja fréttamenn mjög kokhraustir þegar keppinautinn ber á góma og láta ým- islegt flakka. Er Sandkorni tjáð að meðal fréttamanna Sjónvarpsins sé Stöð 2 aldrei kölluð annað en Litla ljóta græna stöðin. Hvort þar tala stoltir sigurvegarar eða tapsárir öf- undarmenn er ekki vitað þar sem fæstir vita með vissu hvora niður- stöðuna úr nefhdri könnun er að marka... Eygja von Bjordagurinn er í dag. í tilefni dagsins ætla ungir framsókn- armenn að efha til fundar Á Akureyri um hvort ekki eigi að leyfa sölu bjórs í matvöruverslun- um. Þar mun sjálfstæðisþing- maðurinn Vilhjálmur Egilsson verða meðal ræðumanna. Sala bjórs í matvöruverslunum hefur lengi verið hjartans mál frjálshyggjumanna sem þykja sölumálin vera í skötuliki. En þar sem framsóknarungviðið sýnir málinu áhuga þykjast ófáir bjórá- hugamenn sjá að rofa muni til í þess- um efrium, rúmum áratug eftir að bjórlíkið var kvatt... Var aldrei hafnað Eitthvert moldrok varð í íslensk- um menningarheimi á dögunum þeg- ar Kristín Jóhannsdóttir flutti pistil um kvikmyndahátíðina í Berlín í útvarpið. Pistillinn fór fyrir hjartað á Hrafni Gunnlaugssyni enda sagði Kristín að mynd hans, Myrkrahöfðingjanum, hefði upphaf- lega verið hafnað af stjóm Panorama sem sér um sérstaka dag- skrá hátíðarinnar. Stjómin hafi þó „að lokum“ fallist á að sýna myndina og þá vegna aðalleik- aranna, Hilmis Snæs Guðnason- ar og Alexöndru Rappaport.Menn hafi viljað vekja sérstaka athygli á þeim. Sandkom hefur fregnað að orð Kristínar hafi verið borin undir framkvæmdastjóra Panorama og enn fremur að hann hafi vísað þeim al- gerlega á bug. Myrkrahöfðingjanum hafi aldrei verið hafnað... Beljandi ólán Ritt Bjerregaard hin danska er ansi lífseig í pólitík þrátt fyrir ófáar hremmingar á sínum pólitiska ferh. Eftir áralanga veru sem kommissar í höfuð- stöðvum Evrópu- sambandsins i Bmssel er hún komin aftur i póli- tíkina heima fyr- ir. Fæstir hafa gleymt skandalnum þegar hún pant- aði lúxusherbergi á fínustu hótelum og lét danska skattborgara blæða. Vék hún enda úr embætti fyrir vikið, nokkuð sem gerist þegar pólitíkusar annars staðar en á íslandi misstiga sig. En nú er það ekki sukk og svínarí sem veldur því að þjarmað er að Ritt heldur seinheppni. Hún er ekki fyrr orðin neytendamálaráð- herra en jósk belja fær kúaiiðu og Norðmenn loka hliðunum fyrir dönsku kjöti. Kalla gárungar þetta beljandi ólán... Umsjón Haukur L. Hauksson Netfang: sandkorn @ff. is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.