Dagblaðið Vísir - DV - 01.03.2000, Blaðsíða 5

Dagblaðið Vísir - DV - 01.03.2000, Blaðsíða 5
MIÐVIKUDAGUR 1. MARS 2000 5 DV Fréttir Fimm barna móðir gaf ókunnri konu egg úr sjálfri sér eftir dagblaðsauglýsingu: Á von á barni úti í bæ - og fékk ekkert fyrir það Fimm bama móðir í Reykjavík gleðst nú yfir þvi að ókunn kona úti í bæ er orðin ófrísk og byrjuð með- göngu með bam hennar. Móðirin gaf ókunnri konu egg úr sjálfri sér eftir að hafa lesið auglýsingu í Morgunblaðinu þar sem óskað var eftir eggjum til frjóvgunar. Mún þetta vera í fyrsta skipti sem óskyld- ur aðili lætur öðmm í té egg til frjóvgunar. Sprauturí14 daga „Ég svaraði auglýsingunni og í kjölfarið hringdi konan í mig. Við megun ekki hafa neitt samband og ég má alls ekki vita hver konan er,“ segir móðirin sem þegar hóf undir- búning fyrir eggjagjöfina undir handleiðslu og eftirliti kvensjúk- dómalækna. Fyrst þurfti hún að sprauta sig með homónum í 14 daga og taka sérstaka gerð af nefúða sam- hliða. Þá fór hún sex sinnum í són- artæki til að hægt væri að fylgjast með eggjaframleiðslunni auk þess að vera í stöðugum blóðprufum. 18 egg „Loks var ég tilbúin og gat gefið konunni 18 egg úr sjálfri mér. Hluti af þeim var settur upp í konuna og núna um daginn hringdi hún í mig og sagði að barnið væri komið. Það hefði sést í sónar,“ segir gjafmildi eggjagjafinn og gleðst innilega með ókunnu konunni sem nú gengur með barn hennar. „Þessi kona var búin að reyna svo lengi að eignast barn að ég hreinlega kenndi i brjósti um hana. Sjálf er ég búin að Eggert Haukdal: Hrein illgirni „Ég gerði upp það sem mér varð á, sem fyrst og fremst byrjaði út af því að ég borgaði milljónir úr eigin vasa eftir að hafa gengið í ábyrgð fyrir mann. En fyrir heiftrækni og hreina illgirni níu framsóknarmanna úti í bæ er verið að krefja mig um þyngri dóm fyrir löngu gerða, upplýsta og frágengna hluti sem ég gerði í samráði við meirihluta hreppsnefndar,“ segir Eggert Hauk- dal, fyrrverandi oddviti Vestur-Land- eyjahrepps, en í síðustu viku var þingfest fyrir Héraðsdómi Suðurlands kæra ríkissaksóknara á hendur Egg- ert fyrir fjársvik og umboðssvik í odd- vitastarfinu. Samtals snýst kæran um tvær milljónir króna. „Þetta eru ekki auðgunarbrot fyrir sjálfan mig og öll mín mál voru upp- lýst og uppgerð í febrúar fyrir ári síð- an og hreppsnefnd sá ekki ástæðu til að gera neitt frekar í málinu eða gera á mig skaðabótakröfur. Ég varð fyrst og fremst fyrir stórút- látum sjálfur vegna málsins og er enn að gjalda. Það er óþægilegt að menn skyldu ekki láta kyrrt liggja og helst vildi ég hafa sloppið við ákæru.“ Það verður ekki um sekt að ræða því enginn hefur lagt fram kröfu og dómurinn myndi því eingöngu geta hljóðað upp á skilorðsbundið fang- elsi,“ segir Eggert sem telur rætur kærunnar liggja í pólitískum ágrein- ingi innan hreppsins. -GAR eignast fimm og hef aldrei átt í nein- um erfiðleikum með það.“ Armband og blóm - Fékkstu greitt fyrir þetta? „Nei, ekki neitt. Þetta er framlag mitt til þeirra sem ekki njóta þess sama og ég. Ef ég get hjálpað þá finnst mér það sjálfsagt. Að vísu sendi konan mér fallegt armband og blóm um daginn en það er allt og sumt. Ég er ekki að gera þetta fyrir peningana." - En átt þú ekki eftir að fyllast löngun til að sjá barnið þegar það er fætt eftir nokkra mánuði þar sem þú veist af tilurð þess? Börn fyrir alla „Ég hugsa þetta ekki þannig. Kon- an á barnið og ég á aldrei eftir að líta svo á að barnið sé mitt. Ég myndi hins vegar aldrei gefa bamið mitt - það er óhugsandi," segir móðirin en viðurkennir þó að hún hafi áhuga á að fylgjast með framvindu mála hjá ókunnu - og ófrísku konunni - úti í bæ þó svo hún megi það ekki sam- kvæmt gildandi reglum. „Ég myndi bara gera það ánægjunnar vegna. Börn eru dásamleg og þeirra eiga all- ir að fá að njóta." -EIR ■f'í. t Töfrandi teppi fyrir heimili og hótel Leggðu drög að konunglegu útliti með Tomkinsons ullarteppum Gólfteppin frá Tomkinsons eru sannkölluð hefðarteppi. Þar sameinast vandaður enskur vefnaður, ósvikin ull og fallegt útlit. Ótrúlega fjölbreytt litaúrval og skrautkantar gefa síðan hverjum og einum færi á að laga Tomskinsons teppin að eigin salarkynnum og smekk. Líttu inn til okkar í Teppalandi - Gólfefnum og kynntu þér kostina - þeir liggja Ijósir fyrir! Tömkinsons Breskt aðalsmerki Teppaland GÓLFEFNI ehf. Fákafeni 9 - Símar 588 1717 og 581 3577 UMBOÐSMENN UM ALLT LAND!

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.