Dagblaðið Vísir - DV - 01.03.2000, Blaðsíða 7

Dagblaðið Vísir - DV - 01.03.2000, Blaðsíða 7
MIÐVIKUDAGUR 1. MARS 2000 7 DV Fréttir Orrustan um Island kostaði 1000 milljónir - íslandsflug vængstýft og samkeppnin meö íslandsflug hefur ákveðið að draga sig út úr samkeppninni við Flugfélags ísland (FÍ) i áætlunar- flugi á innanlandsmarkaði eftir kostnaðarsama styrjöld frá því sér- leyfi í fluginu voru afnumin um mitt ár 1997. í upphafi þessa mikla stríðs lækkuðu fargjöld um 40% en eru nú jafnhá og þau voru áður. Síðustu þrjú árin hafa félögin tvö samtals tapað um 1000 milljónum króna á innanlandsfluginu. Tap FÍ er þó sýnu mest, um 800 milljónir, og aðeins hálfu öðru ári eftir að fé- lagið hóf sjálfstæðan rekstur, 1. júní 1997, hafði 300 mUljóna króna hluta- fé þess tapast og Flugleiðir settu nýtt hlutafé inn til bjargar félaginu. Ekki er annað fyrirséð en að sam- keppnin í áætlunarfluginu hér inn- anlands sé úti í bili. islandsflug hættir flugi til stærstu áfangastað- anna: Akureyrar, Egilsstaða og Vestmannaeyja en heldur halda áfram flugi sínu til Vesturbyggðar, Sauðárkróks, Siglufjarðar og Gjög- urs. Enginn arftaki félagsins er í sjónmáli. Ásakar samkeppnisyfirvöld Ómar Benediktsson, fram- kvæmdastjóri og einn aðaleigenda íslandsflugs, er gramur samkeppn- isyfirvöldum og kennir aðgerðaleysi þeirra um að félaginu tókst ekki að ná fótfestu á innanlandsmarkaðin- um. „Það sem við höfum verið mest svekktir yfir frá fyrstu tíð er það að Flugfélagi íslands leyfðist aö lækka fargjöldin þegar við komum inn með okkar fargjöld. í Bandarikjun- um og í öðrum Evrópulöndum hefði verið tekið öðruvísi á málum. Þar fengi fyrirtæki, sem hefði verið markaðsráðandi, hvað þá notið rik- iseinokunar, ekki að elta nýjan að- ila á markaði í verði. Þegar maður fer í samkeppni til að berjast hentar ekki á sama tíma að vera sífellt að væla utan í einhverjar stofnanir. Ef leikreglur væru eins og erlendis hefðu þeir ekki mátt lækka verðið og þetta hefði farið allt öðruvísi. Til þess að samkeppni verði á mark- aðnum þarf annar aðili að hafa möguleika á að koma sér þar fyrir. Það hafa fallið þungir dómar erlend- is í svona málum og heilu flugfélög- in farið á hausinn vegna þess að þau brugðust rangt við og voru dæmd í sektir," segir Ómar. Vantaði þátttöku Ómar segist reyndar undra sig á því að FÍ hafi svarað lágum fargjöld- um íslandsflugs með sams konar lækkunum. „Mikill fjöldi viðskipta- vinanna var ekki að biðja um svona lág fargjöld heldur vildi aðeins góða tíðni og góða þjónustu. Við ætluð- um okkur aldrei að keppa í tíðninni heldur taka lítinn hluta af markaðn- um á lágu verði,“ segir Ómar og ít- rekar að hann telji hvorki að sam- keppnislög né framkvæmd þeirra séu í eðlilegu horfi. „Samkeppnisstofnun átti að gripa inn í atburðarásina að eigin frum- kvæði. Sjálfsagt mætti eins gagn- rýna okkur fyrir að hafa ekki kært en við hefðum fengið almenningsá- litið á móti okkur ef viö hefðum sett okkur upp á móti fargjaldalækkun samkeppnisaðilans. Einmitt þess vegna verður Samkeppnisstofnun að gæta þessara hagsmuna en á því steytti og því fór sem fór,“ segir Ómar. Margir hafa bent á þá tregðu sem virðist vera méðal íslendinga að taka upp viðskipti við nýtt félag sem freistar þess að rjúfa einokun Síöustu þrjú árin hafa félögin tvö samtals tapaö um 1000 milljónum króna á innanlandsfluginu. Siguröur J. Sigurösson: „Menn fijúga ekki á áætlunarleiöum sem ekki geta borið sig.“ Ómar Benediktsson: „Samkeppnis- stofnun átti aö grípa inn i atburða- rásina." og skapa samkeppni. Má þar nefna fræg dæmi af tilburðum Bónuss og fleiri fyrirtækja frá höfuðborgar- svæðinu til að hasla sér völl á Akur- eyri. „Ég ætla ekki að gagnrýna landsmenn en væntanlega spyrja sig margir í dag af hverju þeir tóku ekki meiri þátt í þessu með okkur," segir Ómar. Endalaust tap „Þessi þróun er eðlilegt framhald af slæmri afkomu,“ segir Jón Karl Ólafsson, framkvæmdastjóri Flugfé- lags Islands. „Svo lengi sem elstu menn muna hefur afkoman í innan- landsfluginu verið mjög erfið. Það er ljóst að frelsi sem slíkt hefur ekki bætt afkomuna i greininni þótt það hafi óneitanlega lækkað verð og stækkað markaðinn. Á sama tíma og menn geta orðið ríkir hér á tveimur dögum á þvi að kaupa banka er erfitt að réttlæta það að tapa peningum endalaust á ein- hverjum rekstri," segir Jón Karl. Hann segist þó ekki hvetja hluthafa í Flugleiðum til að snúa sér annað með fjármagn sitt en eins og áður segir hefur Flugfélag íslands, ásamt fyrirrennara sínum, innanlands- deild Flugleiða, tapað um 800 millj- ónum króna á þremur árum, árin 1997, 1998 og 1999. „Ég held að einmitt nú séu líkur á að hægt sé að reka þetta með eðlilegum hætti," segir hann. Að sögn Jóns Karls er alls ekki útilokað að nýir aðilar freisti þess að fylla skarðið sem Islandsflug skilur eftir sig. „Ég get alveg séð það fyrir mér að á næstu mánuðum vilji einhverjir aðrir spreyta sig og það kemur ekkert í veg fyrir það því markaðurinn er alveg galopinn og frjáls. Það eru til önnur flugfélög hér og ef erlendir aðilar hafa áhuga á að koma á þennan markað er ekk- ert sem stoppar það,“ segir hann. Engir baksamningar Jón Karl segir ákvörðun eigenda íslandsflugs djarfa en vel skiljan- lega út frá viðskiptasjónarmiðum enda sé markaðurinn of litill fyrir bæði félögin. „Verð lækkaði hjá báðum en markaðurinn stækkaði hins vegar ekki eins mikið og verð- lækkunin hefði átt að leiða af sér. Verð lækkaði um 40% en farþegum fjölgaði ekki nema um 20% þannig að afkoma greinarinnar versnaði,“ útskýrir Jón Karl sem er bjartsýnn á framtíð innanlandsflugsins. „Á stærstu leiðum verður örugg- lega flogið og það þarf að tryggja það algjörlega að það verði hægt að gera þetta þannig að það fáist eðli- leg ávöxtun fjármagns. Ég er harður á því að það er hægt að reka innan- landsflugið með hagkvæmni, með betri nýtingu tækja og mannskaps, og i því sjáum við okkar framtíðar- möguleika. Við ættum að geta feng- ið betri afkomu af rekstrinum án þess að hækka endilega fargjöldin og það er engar fyrirhugaðar hækk- anir á þeim,“ segir Jón Karl sem tel- ur hins vegar fullmikla bjartsýni að vonast eftir lækkun fargjalda. Fréttaljós Garðar 6m Úlfarsson „Við höfum aldrei falið að það hefur verið skelfileg afkoma en ef við gefum okkur að allir farþegar ís- landsflugs komi yfir til okkar, sem ekki er sjálfgefið, mundi það rétt duga til þess að við færum yfir núllið," segir Jón Karl sem neitar að Flugfélag íslands hafi gert bak- samninga við íslandsflug um að að fá að sitja einir að stærstu leiðum, félagið hafi aðeins leigt af þeim tvær flugvélar á eðlOegu markaðs- verði. Eftir bestu getu Ásgeir Einarsson, yfirlögfræöing- ur Samkeppnisstofnunar, tekur undir það sjónarmið Ómars Bene- diktssonar að samkeppnislög hér- lendis séu ekki jafnsterk og víðast í nágrannalöndunum. „Viðskiptaráð- herra lagði fram fyrir ríkisstjórn á sínum tíma að styrkja lögin og von- andi gengur það eftir,“ segir Ásgeir en vísar á bug gagnrýni Ómars á starf stofnunarinnar. „Það er alltaf hægt að segja að samkeppnisyfir- völd geti gert betur á öllum mörkuð- um en það er ávallt spurning um tíma og mannafla og það er erfitt að feta einstigið. Ýmist er talað um að samkeppnisyfirvöld hafi gengið of langt, eins og varðandi afskipti af Flugfélagi íslands í tengslum við flug til Egilsstaða, eða, eins og keppinauturinn talar nú um, að samkeppnisyfirvöld hafi gengið of skammt. En við teljum að við höf- um framfylgt samkeppnislögunum eftir bestu getu,“ segir hann. Ekki Akureyringum aö kenna „Okkur þykir það dapurt að sjá á bak þessari þjónustu af þeirra hálfu hér á Akureyri en eins og kom fram í skýringum þeirra er ljóst að þessi flugrekstur hefur ekki gengið með þeim hætti sem þeir höfðu vonir um. Við verðum að skilja að menn fljúga náttúrlega ekki á áætlunar- leiðum sem ekki geta borið sig,“ segir Sigurður J. Sigurðsson, forseti bæjarstjórnar á Akureyri, sem ekki hefur áhyggjur af því að Flugfélag íslands muni ekki áfram veita góða þjónustu heldur óttast hann að far- gjöldin fari aftur hækkandi. Sigurður telur ekki að farþegar í Akureyrarfluginu eigi sök á því að samkeppnin er nú úr sögunni. „Það er ómögulegt að skipa mönnum fyr- ir um það, þó maður vildi, hvaða þjónustu þeir eigi að nota. Ég held að það sé samdóma álit allra sem hafa notað þjónustuna aö hún hafi verið mjög góð en Flugfélag Islands hefur haldið uppi meiri ferðatíðni og ef til vill er það það sem gerir að verkum að þeir sem greiða hæstu fargjöldin hafa meira nýtt sér Flug- félag íslands en íslandsflug," segir Sigurður.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.