Dagblaðið Vísir - DV - 01.03.2000, Blaðsíða 11

Dagblaðið Vísir - DV - 01.03.2000, Blaðsíða 11
MIÐVIKUDAGUR 1. MARS 2000 11 Utlönd Sex ára skaut til Suzuki Vitara JLX, skr. 07/95, ek. 58 þús. km, bsk., 3 dyra. Verð 990 þús. Suzuki Vitara JLX, skr. 04/96, ek. 67 þús. km, ssk., 3 dyra. Verð 1160 þús. Suzuki Baleno GLX, skr. 07/97, ek. 39 þús. km, bsk., 4 dyra. Verð 1040 þús. VW Vento GL 07/94, ek. 87 þús. km, ssk., 4 dyra. Verð 940 þús. Nissan Primera, skr. 03/98, ek. 41 þús. km, bsk., 5 dyra. Verð 1180 þús. Suzuki Jimny, skr. 02/99, ek. 13 þús. km, bsk., 3 dyra. Verð 1290 þús. Peugeot 406, skr. 06/97, ek. 54 þús. km, bsk., 4 dyra. Verð 1050 þús. Nissan Micra LX, skr. 01/97, ek. 68 þús. km, ssk., 5 dyra. Verð 820 þús. Toyota Corolla XL, skr. 04/97, ek. 28 þús. km, ssk., 4 dyra. Verð 1120 þús. Nissan Almera, skr. 11/98, ek. 10 þús. km, ssk., 4 dyra. Verð 1370 þús. MMC Lancer, skr. 06/97, ek. 63 þús. km, ssk., 4 dyra. Verð 1160 þús. MMC Carisma, skr. 01/98, ek. 42 þús. km, ssk. 4 dyra. Verð 1560 þús. Suzuki Swift GLS, skr. 09/98, ek. 28 þús. km, bsk., 3 dyra. Verð 830 þús. Daihatsu Applause, skr. 12/91, ek. 107 þús. km, bsk., 4 dyra. Verð 470 þús. Toyota Carina II, skr. 07/90, ek. 145 þús. km, ssk., 4 dyra. Verð 390 þús. Nissan Almera, skr. 10/99, ek. 2 þús. km, bsk., 5 dyra. Verð 1220 þús. Opel Astra GL90, skr. 02/98, ek. 32 þús. km, bsk„ 3 dyra. Verð 970 þús. Suzuki Vitara JLX, skr. 06/92, ek. 95 þús. km, 5 dyra, ssk. Verð 840 þús. SUZUKIBÍLAR HR Skeifunni 17 • Sími 568 5100 www.suzukibiiar.is bana bekkjarsystur Skipulagöri andspyrnu í Tsjetsjeníu lokiö: Rússar ná undir sig síðasta vígi skæruliða í fjöllunum Rússneskir hershöfðingjar fógn- uðu í gær þegar hersveitir þeirra lögðu undir sig fjallaþorpið Sjatoí í fjöllunum í Tsjetsjeníu og sögðu að þar með hefði verið bundinn endi á vopnaða andspymu skæruliða múslima gegn tilraunum Rússa til að ná fullum yfirráðum í héraðinu. Mannréttindastjóri Evrópuráðs- ins, Gil-Robles, sneri til Moskvu frá Tsjetsjeníu í gær og hvatti til þess að endi yrði bundinn á átökin þar með hraði. Hann bár þó lof á Vladímír Pútín, starfandi forseta, fyrir að gefa leyfi fyrir ferðinni. „Ég sá mörg fómarlömb og varð vitni að miklum þjáningum og gerði mér grein fyrir því að vandamálið er ekki úr sögunni," sagöi hann. Rússneskar orrustuþotur frá Mozdok-herstöðinni drógu mjög úr árásarferðum sínum á Tsjetsjeniu sem hafa staðið yfir i fimm mánuði. „Flugvélamar hér em ekki leng- ur að. Það er ekkert eftir til að varpa sprengjum á. Ef við létum sprengjunum rigna ættum við á hættu að hitta okkar eigin menn,“ sagði Konstantín Makejev, talsmað- ur hersins. Gennadí Trosjev hershöfðingi, næstæðsti maður rússneska herafl- ans í Tsjetsjeníu, sagði að menn sín- ir hefðu tekið snæviþakið þorpið Sjatoí eftir bardaga við uppreisnar- menn. „Upplausnin í liði bófanna í Sjatoí í dag er í raun lokahnykkur hernaðaraðgerðanna," sagði Trosjev í viðtali við rússneska ríkis- sjónvarpið RTR. Uppreisnarmennimir frá Sjatoi flúðu til suðurs í átt til landamæra fyrrum Sovétlýðveldisins Georgíu, eða til norðurs þar sem þeir vom gjörsigraðir og þeim tvístrað við bæinn Úms-Martan, að sögn hers- höfðingjans. Hin níræða Doris Haddock hafði svo sannarlega ástæðu til að brosa þegar hún kom að þinghúsinu í Washington á hlýjum vordegi í gær. Þessi níræða amma haföi þá lokið 14 mánaða göngu yfir þver Bandaríkin til að leggja áherslu á kröfur sínar um breytingar á fjármögnun kosningabaráttunnar. Skelfingu lostnir íbúar Mount Morris bæjarins í Michigan í Bandaríkjunum við skólann þar sem Kayla litla var skotin af bekkjarfélaga í gær. fréttastofuna að nokkru áður en drengurinn hleypti af hefði Kayla æpt á hann þar sem hann hefði hrækt á stólinn hennar og sest á hann. „Fyrst miðaði hann á mig og síðan á Kaylu,“ sagði Haili. Haili sagði bekkjarbróður sinn slagsmála- hund. Lögreglan hefur ekki tjáð sig um ummæli Hailis. Tilkynnt var í desember að skammbyssunni hefði verið stolið. „Á einhvem hátt hefur hún hafnað á heimili drengsins. Við viljum gjaman vita hvemig hún komst i hendur svo litils drengs," sagði sak- sóknari í gær. Bandarískar sjónvarpsstöðvar greindu frá því að faðir drengsins og afi væru í fangelsi vegna afbrota þar sem byssur komu við sögu. Jafnframt var greint frá því að lög- regla hefði gert skotvopn og skot upptæk í húsi nálægt skólanum. Var fullyrt að móðir drengsins eða frændi ættu vopnin. Bill Clinton Bandaríkjaforseti harmaði atburðinn í gær og sagði hann sýna að endurskoða þyrfti eft- irlit með vopnum. „Hvemig komst bamið yfir byssuna og hvemig vissi það hvemig átti að hleypa af,“ sagði forsetinn. Félagsmálayfirvöld tóku dreng- inn í sína vörslu og hann er nú yfir- heyrður af lögreglunni. Bekkjar- félagarnir 20 urðu allir fyrir miklu áfalli. Þeir fá allir áfallahjálp. Jospin keppir ekki við Chirac í utanríkismálum Lionel Jospin, forsætisráðherra Frakklands, fullvissaði franska þingið í gær um að stjómvöld myndu mæla einum rómi í utan- ríkismálum þegar Frakkar fara með forystu innan Evrópusam- bandsins á síðari hluta ársins. Jospin olli miklu irafári þegar hann lýsti því yfir í heimsókn sinni til ísraels um helgina að árásir Hezbollah-skæruliða í Lí- banon á ísrael væru hryðjuverk. Ummæli Jospins urðu kveikjan að víðtækum mótmælum í araba- heiminum og Jacques Chirac Frakklandsforseti sá ástæðu til að hirta forsætisráðherrann. Stjórn- málaskýrendur segja að það muni aðeins verða tO að draga úr áhrif- um Frakka ef Jospin og Chirac halda áfram að karpa á síðari helmingi ársins. Jospin sagði þingmönnum að hann sæi ekki neina hættu á klofningi og að ríkisstjórnin og Chirac hefðu unnið vel saman. Sex ára drengur skaut í gær bekkjarsystur sina til bana í Mount Morris Township í Michigan í Bandaríkjunum. Kennarinn í bekknum hafði beðið nemenduma að stilla sér upp í röð til þess að fara með þá á bókasafnið. Þá tók dreng- urinn upp skammbyssu miðaði henni á eitt bekkjarsystkina sinna, síðan á Kaylu Rolland, og skaut hana í hálsinn fyrir framan skelf- ingu lostna' bekkjarfélaga sina og kennarann sinn. Síðan hljóp drengurinn fram á salemi og fleygði byssunni í rusla- fötu. Kennarinn og fleiri fylgdu á eftir og náðu byssunni. Drengurinn var gripinn og honum haldið þar til lögreglan kom. Kayla litla lést hálfri klukkustund eftir að hún fékk skot- ið í hálsinn. Samkvæmt lögreglunni í Mount Morris Township hafði einhver greint frá því að bömin hefðu rifist á leikvelli deginmn áður. Eitt bekkjarsystkinanna, Haili Durbin, sagði i gær í viðtali við AP- Friedrich Merz þingflokksfor- maður CDU Kristilegir demókratar, CDU, í Þýskalandi halda áfram upp- stokkun í flokksforystunni. í gær var Friedrich Merz kjörinn þing- flokksformaður flokksins með 217 atkvæðum á móti .7. Merz er einn helsti efnahags- og fjármálasér- fræðingur þingflokksins. Hann er 44 ára og er í fararbroddi yngri kynslóðarinnar í Kristilega demókrataflokknum. Hann hefur harðlega gagnrýnt Helmut Kohl, fyrrverandi kanslara, fyrir að hafa valdið flokknum svo miklum skaða. Kohl neitar enn að upplýsa hverjir gáfu flokknum fé. Merz tekur við að krónprinsi Kohls, Wolfgang Scháuble, sem fyrir skömmu tilkynnti að hann myndi láta af þingflokks- formennsku og af leiðtogaembætt- inu. Ekki verður tekin ákvörðun um hver verður leiðtogi kristi- legra demókrata fyr en á flokks- þinginu í apríl. Meðal þeirra sem helst þykja koma til greina eru aðalritari flokksins, Angela Merkel, og Volker Rúhe, fyrrver- andi vamarmálaráðherra. Rúhe tapaði að vísu í fylkiskosningum i Slésvík-Holtsetalandi um helgina en ekki með jafmniklum mun og flokkurinn hafði óttast. í raun voru úrslitin túlkuð sem sigur fyrir Rúhe sem enn kveðst hafa áhuga á flokksformennskunni. $ SUZUKI -////------

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.