Dagblaðið Vísir - DV - 01.03.2000, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 01.03.2000, Blaðsíða 12
12 MIÐVIKUDAGUR 1. MARS 2000 Préttir Stuttmynda- dagarí Reykjavík 2000 Stuttmyndadagar í Reykjavík verða haldnir í níunda skiptið árið 2000 og er öllum heimil þátttaka. Stuttmyndadagar í Reykjavik auglýsa nú eftir stuttmyndum í keppnina og skulu myndir sendar á S-VHS/BETA eða Hi-8 DV, ásamt upplýsingum um aðstandendur. Önnur dagskrá Stutt- myndadaga verður með svipuðu sniði og verið hefur, þ.e. fyrirlestrar verða haldnir, nýjar íslenskar kvikmyndir kynntar og valdar verða flmm bestu stuttmyndirnar af faglegri dómnefnd og verðlaun veitt fyrir fyrsta, annað og þriðja sætið frá Reykjavíkurborg. Einnig verða verðlaunin leikstjóra- stóllinn frá Samtökum kvikmynda- leikstjóra, áhorfendaverðlaunin og DV 2000 veitt. Verðlaunamyndirnar verða sýndar í sjónvarpi. Umsóknargögnum með upplýsing- um um höfunda og stuttmyndir skal skilað til Kvikmyndasjóðs fslands, Túngötu 14, merkt Sigríði Rögnu Jónsdóttur. Allar umsóknir skulu vera vandlega merktar Stuttmynda- dögum í Reykjavík 4/00 og skal skilað fyrir 21. apríl næstkomandi. Stutt- myndir skulu ekki vera lengri en 15 mínútur. Skilagjald fyrir mynd er 1500 krónur. Umsóknareyðublöð og allar nánari upplýsingar er hægt að nálgast hjá Sigríði Rögnu Jónsdóttur á skrifstofu Kvikmyndasjóðs fslands. Einnig verö- ur hægt að nálgast upplýsingar í gegnum vefinn, sem auglýst verður síðar. Frekari fyrispurnir eru á e-mail plan.b@simnet.is -hól Svava Guðmundsdóttir í Selsundi: Hvert gos hefur sinn karakter DV, gosstöðvum Heklu: „Ég man gosið 1947 óljóst, ég var ekki komin hingað þá en það situr samt í minni mlnu sem mikið gos. Við fórum af stað nú þegar við heyrðum aö gosið væri að byrja og fórum upp á hæð og biðum eftir því. Viö horfðum á þetta í byrjun, fljótlega dró ský fyrir svo við hætt- um að sjá til fjallsins en milli klukkan sjö og átta dró frá svo við sáum eldgosið betur,“ sagði Svava Guðmundsdóttir, húsfreyja I Selsundi, sem er einn næsti bær við Heklu. Hún segir að þó Heklu- gos séu orðin vanalegir viðburðir bregði sér alltaf þegar hún gjósi. „Það er óvenjulegt að fá að vita fyr- ir fram að gos sé í vændum. En þessu fylgir líka spenna, það koma margir, það er líka gaman að það skuli fleiri banka á dyr en Hekla. í nótt var stanslaus keyrsla á túninu til klukkan átta í morgun, húsið var meira og minna uppljómað af bíl- ljósum, þannig að maður sofnaði ekki fyrr en undir morgun," sagði Svava. Hún sagði að hávaði frá gos- inu hafi ekki valdið mönnum trufl- unum. „Þetta er enginn hávaði, það voru miklu meiri læti hérna árið 1970, þegar gaus hér sunnan til. Þetta er misjafnt, það er eins og hvert gos hafi sinn karakter," sagði Svava. -NH ■ Svava Guðmundsdóttir man Heklu- gosiö 1947. DV-mynd Njöröur Keppendur í „Ungfrú Suöurland". DV-mynd Njöröur H Sunnlensk fegurð: 13 stúlkur keppa um titilinn „Ungfrú Suðurland" Það er í nógu að snúast hjá þessum 13 sunnlensku fegurðardísum sem æfa ir keppnina. Þær fara i líkamsrækt, ljós, lifa á heilsusamlegu fæði og æfa nú af kappi fyrir keppnina um ungfrú Suðurland sem haldin verður á Hót- framkomu fram að henni. Þrátt fyrir stífar æfmgar og sókn að því marki að el Selfossi 4. mars næstkomandi. Stúlkurnar eru í stífri æfmgadagskrá fyr- vera kosin fegurst sunnlenskra meyja er góður andi í hópnum. -NH aiiMBSaa. ~ ' V. r “ * Umsjónarmaður efnis: Njáll Gunnlaugsson s. 550 5723, njall@ff.is Umsjónarmaður auglýsinga: Selma Rut Magnúsdóttir, s. 550 5720, srm@ff.is 8. mars fylgir DV veglegt blað um Formúlu 1 keppnistímabilið sem er þá í þann mund að hefjast. Fjallað verður um öll keppnisliðin og ökumenn þeirra, Astralíukeppnina 12. mars, Formúlu 1 tölvuleiki og margt fleira.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.