Dagblaðið Vísir - DV - 01.03.2000, Blaðsíða 17

Dagblaðið Vísir - DV - 01.03.2000, Blaðsíða 17
16 MIÐVTKUDAGUR 1. MARS 2000 MIÐVIKUDAGUR 1. MARS 2000 Útgáfufélag: Frjáls fjölmiölun hf. Stjórnarforma&ur og útgáfustjóri: Sveinn R. Eyjólfsson Framkvœmdastjóri og útgáfustjórl: Eyjólfur Sveinsson Ritstjórar: Jónas Kristjánsson og Óli Björn Kárason A&sto&arritstjóri: Jónas Haraldsson Auglýsingastjóri: Páll Þorsteinsson Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaöaafgreiösla, áskrift: Þverholti 11,105 RVÍK, SÍMI: 550 5000 Fax: Auglýsingar: 550 5727 - Ritstjórn: 550 5020 - Aðrar deildir: 550 5999 Græn númer: Auglýsingar: 800 5550. Áskrift: 800 5777 Stafræn útgáfa: Heimasíöa: http://www.skyrr.is/dv/ Vísir, netútgáfa Frjálsrar fjölmiölunar: http://www.visir.is Ritstjórn: dvritst@ff.is - Auglýsingar: auglysingar@ff.is. - Dreifing: dvdreif@ff.is Akureyri: Strandgata 25, sími: 462 5013, blaðam.: 462 6613, fax: 461 1605 Setning og umbrot: Frjáls fjölmiölun hf. Filmu- og plötuger&r Isafoldarprensmiðja hf. Prentun: Árvakur hf. Áskriftarverö á mánuöi 1950 kr. m. vsk. Lausasöluverð 180 kr. m. vsk., Helgarblað 250 kr. m. vsk. DV áskilur sér rétt til aö birta aðsent efni blaösins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Samábyrgð t umferðinni Mannfórnimar í umferðinni eru ógnvænlegri en orð fá lýst. Liðið ár endaði með hörmungum og þetta ár byrjar enn verr. Á fyrstu tveimur mánuðum ársins hafa tíu manns farist í umferðarslysum en sé litið til tima- bilsins frá þvi í október hafa 14 manns látið lífið. Þess- ar tölur slá öll fyrri met en næstversta tímabilið var veturinn 1985 til 1986 en þá fórust 13 manns í umferðar- slysum. Menn setur hljóða þegar fréttir berast af alvarlegum atburðum eins og umferðarslysinu á Kjalamesi síðast- liðið föstudagskvöld þegar jeppi og rúta lentu í harka- legum árekstri. Þar fómst þrír menn og þrettán vom fluttir slasaðir á sjúkrahús. Auk þess þurfti að veita íjölda manna áfallahjálp í kjölfar slyssins. Til viðbótar fórst piltur í umferðarslysi við Ólafsvíkurenni og alls slösuðust 22 menn í sjö umferðarslysum um helgina. Það er því ekki ofmælt að hún hafi verið ein sú svartasta sem sögur fara af. Orsakir umferöarslysa em margvíslegar. Mannleg mistök valda fjölmörgum slysum. Þar má meðal annars nefna vanmat á aðstæðum hér á landi, í myrkri, bleytu og hálku. Of mikill hraði er veigamikill þáttur og ölvun- arakstur bölvaldur. Þá skortir enn verulega á að allir noti bílbelti, eitthvert öflugasta öryggistæki hvers bíls. Hryggilegt er að lesa endurteknar fréttir af fólki sem hendist til í bílum við árekstra eða út úr þeim við velt- ur. Það ýmist stórslasast eða lætur lífið þótt aðrir í bíln- um sleppi lítt eða ekki meiddir enda bundir niður. Bílar hafa batnað og meira er hugsað um öryggi öku- manna og farþega en áður. Skelin utan um farþegana er sterkari og rannsóknir bílaframleiðenda hafa leitt til þess að fram- og afturendar bíla taka betur við höggum. Bílbeltin eru mikilsverður öryggisþáttur sem og ör- yggispúðar fyrir ökumann og farþega í framsæti og í auknum mæli púðar sem blásast út við hliðarárekstra. Því er það enn hryggilegra að umferðarslysum fjölgar þrátt fyrir þetta. Bílaeign er að vísu til muna meiri en áður. Gatna- kerfið á höfuðborgarsvæðinu er víða sprungið og að- kallandi að grípa til aðgerða sem auka öryggið. Þar koma einkum til mislæg gatnamót þar sem umferðin er þyngst. Slík gatnamót fækka slysum svo um munar. Þá eru helstu þjóðvegir út frá höfuðborgarsvæðinu vart gerðir fyrir þá miklu umferð sem um þá fer. Þar ber hæst Reykjanesbrautina frá Hafnarfirði til Reykjanes- bæjar og Keflavíkurflugvallar. Tvöföldun Reykjanes- brautar er löngu tímabær enda hefur hún tekið mikinn toll í umferðinni. Þá þarf og að huga að endurbótum og breikkun á Suðurlandsvegi, í austurátt frá borginni, sem og á Vesturlandsvegi, í átt að Hvalfjarðargöngum. Fyrst og seinast byggist öryggi í umferðinni þó á veg- farendum sjálfum, einkum ökumönnum. Þeir bera ábyrgð á eigin lífi og annarra. Þeir verða að meta að- stæður og aka miðað við þær. Það er þeirra að stilla hraða í hóf og gefa sér nægan tíma til að komast á milli staða. Þeir bera ábyrgð á ástandi bílsins, hemla-, stýris- og hjólabúnaði. Þeirra er einnig að fylgja því eftir að all- ir í bílnum noti öryggisbelti, enda lagaskylda. Bíllinn er þægilegt samgöngutæki en hættur fylgja notkun hans. Agi þarf að ríkja í umferðinni sem og til- litssemi. Unga ökumenn þarf að búa betur undir þá ábyrgð sem akstrinum fylgir og hinum eldri þarf að halda við efnið. Það eru allir samábyrgir. Jónas Haraldsson DV ______41 Skoðun Miðstýrt lýðræði skriffinna „Það virðist eiga að vera hið nýja verkefni borgarstofnana að starfa sem hliðverðir er haldi utan um opinbera umræðu í Reykjavik í umboði pólitískra forystumanna borgarinnar. “ Undanfarin misseri hafa átök um innihald og þýð- ingu jafnaðarstefnu sett svip sinn á þróun íslenskra vinstri flokka. Meðal ís- lenskra jafnaðarmanna rík- ir enn engin sátt um hvað jafnaðarstefna skuli standa fyrir i upphafi nýrrar aldar. Sumir vilja halda fast í hin gömlu gildi jafnaðarmanna um ríkisforsjá og pólitíska stjómun markaðarins, en aðrir jafnaðarmenn hallast i átt að markaðslausnum og taka aö einhverju leyti undir sjónar- mið frjálslyndra um mikilvægi þess að virkja frumkvæði fólks. „Átakamenning“ í stjórnmálum? Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, for- ystumaöur R-listans í Reykjavík, blandaði sér í þessar samræður jafn- aðarmanna í blaðagrein sem birtist í Morgunblaðinu fyrir nokkrum vik- um. Þar lýsir Ingibjörg Sólrún sýn sinni á hvað jafnaðarstefna skuli fela í sér. Að hefðbundnum hætti jafnaðar- manna lætur Ingibjörg Sólrún að því liggja að skynsamleg vinnubrögð í opinberum rekstri felist einkum í heildstæðri áætl- anagerð þar sem flestir þættir þjóðlífsins séu teknir með í reikninginn. Áætlun- argerðin vill Ingibjörg Sól- rún að byggist á víðtæku samráði við hagsmunaðila, því hún segir mikilvægt að stjórna með fólki í stað þess að stjóma fólki. í greininni verður Ingi- björgu Sólrúnu reyndar tíð- rætt um lýðræði og mikil- vægi þess aö forðast átök. Hún telur að „átakamenning" ein- kenni íslenska stjórnmálaumræðu, og fullyrðir að það sé merki þess að íslendingar hafl ekki næga þjálfun í lýðræðislegum vinnubrögðum. Það er athyglisvert að sjá hvernig Ingi- björg Sólrún stillir lýðræði upp sem andstæðu átaka. Hún virðist ekki álíta að lífleg skoðanaskipti, sem hún flokkar undir átök, séu mikilvægur þáttur í lýðræðislegri umræðu. Lítið rúm fyrir einstaklinga Af málflutningi Ingibjargar Sól- rúnar má ráða að hún telji það mik- ilvægt verkefni nútímalegra jafnað- armanna að koma al- menningi til lýðræðis- legs þroska. Sá þroski felst í að almenningur átti sig á að hagsmunir einstaklinga skuli víkja fyrir heildarhagsmun- um, sem skilgreindir eru af opinberum áætl- unargerðannönnum eft- ir langt samráðsferli. Myndin sem Ingi- björg Sólrún dregur upp af íslenskri lýðræðis- hefð kemur mörgum spánskt fyrir sjónir, og einnig sú framtíðarsýn sem hún býður upp á. í stuttu máli virðist fram- tíðarsýn hennar ein- kennast af hugmyndum um miðstýrt lýðræði skriffinna, sem svipar einna mest til kenninga um upplýst einveldi. Það virðist eiga að vera hið nýja verkefni borg- arstofnana að starfa sem hliðverðir er haldi utan um opinbera umræðu í Reykjavík í umboði pólitískra for- ystumanna borgarinnar. Jafnvel má draga þá ályktun að til standi að hnýta svo þéttriðið net opinberra stofnana og viðurkenndra hagsmim- aðila, í stofnanabundnu samráðs- ferli, að einstaklingum muni gefast lítið rúm til þess að hafa áhrif á stefnumótun í framtíð- inni. Þessi grunur læðist að manni, ekki sist vegna þess að í grein Ingibjarg- ar Sólrúnar er ágreining- ur gerður tortryggilegur. Við höfum færst nokkuð langt frá vestrænum hugmyndum um lýðræði ef einstaklingum leyfist hvorki að bera ágreining við yfirvöld á torg né beita sér fyrir aðgerðum utan rása sem stjómvöld dæma sér þóknanlegar, Það verður fróðlegt að fylgjast með því í næstu framtíð hvaða viðtökur hugmyndir Ingibjargar Sólrúnar, sem hún kýs að flokka undir nýja hugsun, fá í röðum ís- lenskra jafnaðarmanna. En eins og fyrr segir leita þeir nú stöðugt að nýju hugmyndafræðilegu haldreipi. Stefanía Óskarsdóttir _ Stefanía Óskarsdóttir stjómmálafræOingur Hvað þýðir þjóðareign? Haft er eftir sjávarútvegsráðherra í útvarpi að grunnur fiskveiöistjóm- unarinnar sé varanleg úthlutun kvóta og heimild til framsals. Hvað þýðir varanleg úthlutun kvótans? Hvemig kemur það saman við lagaá- kvæðið um að fiskimiðin við strend- ur landsins séu þjóöareign? Varan- legt framsal hlýtur að þýða að veiði- heimildum er úthlutað um cddur og ævi til ákveðinna aðila. Þeim er síð- an heimilt að selja kvótann og aðrir koma ekki að málinu, hvorki er lýt- ur að veiðiheimildum né arði af veiðunum. Það er út af fyrir sig áhugavert umhugsunarefni hvort ríkisstjómin getur tekið það sem er lögum sam- kvæmt þjóðareign og fært ákveönum aðilum að gjöf og heimilað þeim að selja. Er ekki ríkisstjómin hér að taka ófrjálsri hendi? Heimild til framsals kvóta er vafa- laust nauðsynleg til þess aö ná hag- „Þegar allir máttu fara á sjó og fiska var það frelsi að mega fara á sjóinn ekki metið til fjár. En þegar ákveðið er að takmarka veiðamar, meina mönnum að fara á sjó nema með sérstöku leyfi, úthlutuðum kvóta, þá verður leyfið mikils virði. “ ræði í greininni en úthlutun gæða sem metin eru á mörg hundmð þúsunda milljóna er meira en lítið vafasöm. Það er eins og menn hafi ekki gert sér grein fyrir hvernig þessi verðmæti verða til. Leyfiö veröur að verðmætum Þegar allir máttu fara á sjó og fiska var það frelsi að mega fara á sjó- inn ekki metið til fjár. En þegar ákveðið er að takmarka veiðarnar, meina mönnum að fara á sjó nema með sérstöku leyíi, úthlutuöum kvóta, þá verður leyfið mikils virði. Ríkið hefur með stj ómvaldsaðgerðum búið til verðmæti, þ.e. heimild til að mega veiða. Hér er um tak- mörkuð gæði að ræða. Eðlilegt var að fyrst um sinn fengju þeir leyfi sem stundað höfðu greinina. En nú hafa þeir fengið aðlögun að þessum breyttu aðstæðum 1 nær tvo áratugi. Einhvern tima hefði það þótt lang- ur aðlögunartími. Nú er kominn tími til að aðlaga þessar aðstæður nútíma hagstjómartækjum, láta Gudmundur G. Þórarinsson verkfræóingur markaðinn sjá um úthlut- unina. Talsvert á markað nú þegar Margir útgerðaraðilar smábáta gera út án þess að hafa fengið úthlutað kvóta. Þeir kaupa kvóta af hinum. Markaður hefur því mynd- ast. Athyglisvert er að smá- bátamir greiða griðarlega hátt verð fyrir kvótann. Þeir hafa lægri rekstrar- kostnað en stóm aðilamir og virðast geta borgað meira. Það er skoðun þeirra sem mest hafa hugsað um þessi mál að kvótaverð muni stórlækka ef mikið af kvóta fer á markað og ekki virðist ástæða til að óttast að smábátarnir fari illa út úr þeim leik. Reyndar er auðvelt að byrja á því að setja á markað aukninguna á veiðiheimildum og taka síöan í áföngum hinn kvótann og setja á markað. Ekkert heljarstökk í myrkri, heldur markviss þróun þar sem unnt er að grípa inn í og aðlaga sig breyttum og nýjum aðstæðum. Hugmyndir áhugahóps um auð- lindir í almannaþágu ganga út á 20% í fyrsta skrefi og næst lækka líka heimildir þeirra sem keyptu um 20% þannig að sama reglan gildir fyrir allan kvóta hverju sinni. En eftir stendur spurningin: Hvers vegna settu menn í lögin að fiskimiðin væru þjóðareign. Hvað þýðir það? Guömundur G. Þórarinsson SÍ að byrja í loðnubrœðslunum? Kemur vel til greina „Viö hjá VMSÍ munum hittast síðar i vikunni og ræða þessi mál, en það hefur engin ákvörðun verið tekin um það hvaða leið verður farin eða hvemig við beitum okkur yflr höfuð. Það hefur oft gef- ist vel að senda í verkfall ein- hverja ákveðna hópa sem skipta verulegu máli í þjóðfé- laginu í það og það skiptið, eins og starfsmenn í loðnu- bræðslunum gera örugglega um þessar mundir þegar loðnuveiðin er í hámarki. Það verður bara að segjast eins og það er að í þessu tiifelli geta áhrif lokunar loðnubræðslnanna ver- ið jafn áhrifarík eins og t.d. það vopn sem þeir hafa á Suðurnesjum að loka flug- stöðinni eða að höfnunum sé lokað á höfuðborgarsvæðinu. Ég vil hins vegar undir- strika það að engin ákvörðun hefur verið tekin um lokun loðnubræðslnanna með verk- föllum, einfaldlega vegna þess að það liggur ekki end- anlega fyrir hvort við beitum þessari aðferð að senda ákveðna starfshópa í verkfall eða boðum tif allsherjarverkfalls, en þetta skýrist á allra næstu dögum.“ A&alsteinn Baldursson, formaOur Fisk- vinnsludeildar VMSÍ. Dapurleg hugmynd „Enn og aftur eru menn að velta því fyrir sér að höggva í þennan knérunn. Áður en það gerist held ég hins vegar að menn ættu að velta því fyrir sér að loðnuveiðamar sl. sumar og fram að áramótum brugðust algjörlega og sjómenn voru tekjulausir. Það er því algjör- lega óþolandi sú tilhugsun að nú þegar gullið streymir úr hafinu ihugi menn það að loka fyrir strauminn með verkfallsaðgerðum hjá einum hópi manna, þeim sem starfa i loðnubræðslunum. Ég veit ekki hvað verkalýðsforustan er að krefjast mikillar launahækkunar núna, en ætli það sé ekki um 40%. Þeir sem stjóma ferð- inni ættu að geta sagt sér það sjálfir að þurfi loðnubræðsl- urnar að greiða 40% hærri laun en nú er, þá mun það bitna á sjómönnum, verk- smiðjurnar velta launahækk- ununum yfir til sjómann- anna. En er það ekki dæmi- gert fyrir okkur íslendinga að við erum einn daginn að reyna að byggja upp atvinnu- rekstur, en næsta dag fömm við í það að rifa allt niður með vanhugs- uðum aðgeröum? Ég segi bara við verkalýðsforustuna ef þeir ætla að fara þessa leið nú: „Verði ykkur að góðu“. -gk Rætt hefur veriö um aö Verkamannasambandiö byrji verkfallsaögerðir sínar í loönubræöslunum og stöövi þannig loönuveiöarnar og vinnsluna. Ummæli Dæmigerðar ýkjur hjá Kára B„Kári Stefáns- son, forstjóri ís- lenskrar erfða- greiningar, hefur látið þung orð falla um bók mína um hann og fyrirtæk- ið. í bókinni er saga ÍE rakin og ít- rekað að Kári eigi mestan heiður. En enginn má vera yfir gagnrýni hafinn. Oflof er háð. Kári Stefáns- son hefur fundið að því að bókin hafi verið skrifuð á „nokkrum vik- um“. Það er eðli bóka um mál í brennidepli að þær eru unnar á stuttum tíma. Samt skrifar enginn bók á nokkrum vikum. Þetta eru dæmigerðar ýkjur hjá Kára.“ Guöni Th. Jóhannesson sagnfr. I Mbl. 29. febrúar. Kjarabætur í ljósi reynslunnar „Eftir verulegan afkomubata 1997 hefur afkoman versnað undanfar- in tvö ár. Stafar það einkum af tvennu, annars vegar verðhmni á gærum og hins vegar af fjárfestingum sem í raun var ekki grundvöllur fyrir. Mögu- leika á kjarabótum til sauðfjár- bænda verður að skoða í ljósi reynslunnar. Markaður fyrir sauð- fjárafurðir er og verður grunnfor- senda sauðfjárbúskapar." Ari Teitsson, form. Bændasamtaka ís- lands, í Bændablaöinu 29. febrúar. Flýtir fyrir álvers- framkvæmdum „Ákvörðtm Sivj- ar Friðleifsdóttur um að fella úr gildi úrskurð skipulagsstjóra um 480 þúsund tonna álver við Reyðarfjörð og frummatsskýrslu Hrauns vegna álversins, er til þess gerð að flýta fyrir því að fram- kvæmdir geti hafist við 120 þúsund tonna álver. Umhverfismat fyrir 120 þúsund tonna álverið er svo gott sem tilbúið en ekki fyrir stækkun þess í tveimur áföngum upp í 480 þúsund tonn ... Það hefur legiö fyrir alla tíð að 480 þúsund tonna álver verður að fara í umhverfismat þeg- ar þar að kemur." Jón Kristjánsson alþm. í Degi 29. febrúar. Vitleysan bítur í skottið á sjálfri sér ingar sínar af heimasíðu star.is. En þar með lauk ekki vitleysisgangin- um, því að öllum óhróðri sínum«^ dæla Athygli-menn áfram til annara fjölmiðla. Þannig át DV beint upp af heimasíöu star.is að Umhverfisvinir heföu ruglast svo ærlega í ríminu í Noregi að þeir væru farnir að tala um álver i staðinn fyrir virkjun. Sennilega mætti rekja allan mis- skilninginn til bágrar norskukunn- áttu Jakobs! Þar sem upphafsmaður þessarar endaleysu var blaöamaður netútgáfu DV, Vísis.is, má segja að þar með hafi vitleysan endanlega bit- ið í skottið á sjálfri sér. Fréttamönnum er vorkunn Það má þó segja fréttamönnum það til málsbóta að það er í raun ofur skiljanlegt að menn skuli rugla ^ saman virkjun og álveri, því auðvit- að eru þessi mannvirki háð hvort öðru. Þessu mætti líkja við að menn töluðu um bíl án vélar annars vegar og vél hins vegar. Og hví skyldi aflgjafinn í þessu tilfelli hafa verið slitinn frá sjálfu atvinnutækinu? Kynni það að vera til þess að koma aflgjafanum, þ.e. virkjuninni, undan lögformlegu umhverfismati sem hugsanlega mundi síðan stefha fram- kvæmd hennar i tvísýnu? Jakob Frimann Magnússon Mistúlkun Vísis.is Vísir.is hafði samband við Jakob Frimann Magn- ússon til að leita skýringa á ónákvæmni norska fjöl- miðilsins. Blaðamaður fær þau svör að þó að skýrlega hafi verið tekið fram í „Það má þó segja fréttamönnum það til málsbóta að það er í raun ofur skiljanlegt að menn skuli rugla saman virkjun og ál- veri, því auðvitað eru þessi mannvirki háð hvort öðru. “ Landsvirkjun, fyrirtæki allra landsmanna, kostar ásamt staðarvalsnefnd um álver á Reyðarfirði, heima- síðuna star.is. Fjölmiðla- fyrirtækið Athygli ehf. annast viðhald heimasíð- unnar, sem upphaflega mun hafa verið ætluð til að veita almenningi aðgang að upplýsingum um fyrir- hugað álver og flytja reglu- lega fréttir af þróun þeirra mála. Reyndin hefur hins vegar orðið sú að mestu púðri hafa starverjar eytt í að reyna að ófrægja Umhverfisvini og undirskriftasöfnun þeirra. Noregsferðir Umhverfisvina hafa ekki síst valdið þar titringi. Einkum þó fréttir ákveðinna fjölmiðla í Nor- egi af því að nýleg ferð Umhverfis- vina hafi snúist um eitthvað annað en kröfuna um lögformlegt umhverf- ismat vegna Fljótsdalsvirkjunar. Einn norskur fjölmiðill hélt því fram að Umhverfisvinir vildu alls ekki álver, að Björk hefði haldið um- talsverðan fjölda tónleika til að berj- ast gegn álveri og að íslendingar væru hvorki meira né minna en 300.000! Síðastnefnda atriðið ætti að nægja til þess að taka af allan vafa um að hvorki Umhverfisvinir né Jakob Frimann Magnús- son hafi haldið slíku fram. Umrædd frétt var sam- stundis framsend öllum ís- lenskum fjölmiðlum með ábendingum Umhverfis- vina um að hér væri rangt eftir haft. Ámi Þórður Jónsson hjá Athygli ehf. brá sér sömu- leiðis í rannsóknarblaða- mannsbúninginn og stað- festi í samtali við Dag að umræddur fjölmiðill hefði I fljótfæmi gefið sér ákveðnar forsendur og jafnframt haft eitthvað eft- ir misvel upplýstum ís- lendingum búsettum í Osló. ræðu og riti, á bæði ensku og norsku, að hér væri að- eins um að ræða kröfuna um lögformlegt umhverfis- mat Fljótsdalsvirkjunar hafi það verið túlkað sem krafa um umhverfismat vegna ál- versins. Ekki vildi þó betur til en svo að blaðamanni Vlsis.is varð það á að skýra þannig frá málinu að Umhverfisvin- ir hafi verið að óska lög- formlegs umhverfismats vegna álversins! Jafnskjótt og sú frétt birtist á Netinu og haft var samband við blaðamann- inn, baðst hann forláts á fljótfæmi sinni og leiðrétti samstundis frétt sína. En það dugði ekki til. í millitíðinni hafði áróðursdeild Athygli ehf. hent fréttina á lofti og greip nú um sig mikil Þórðargleöi þar á bæ. Augljóst væri að Jakob hefði verið að mótmæla álveri allan tímann og nú væri komin skýringin á norska „húmbúkkinu"! Loksins var nú hægt að koma almennilegu höggi á þessa „svokölluðu“ Um- hverfisvini. Ekki stóð Þórðargleðin þó lengi, því að blaðamaður Vísis.is játaði á sig mistökin og Ámi Þórður og félag- ar neyddust til að fjarlæga fullyrð- Magnússon framkvæmdastjóri Umhverfisvina

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.