Dagblaðið Vísir - DV - 01.03.2000, Blaðsíða 26

Dagblaðið Vísir - DV - 01.03.2000, Blaðsíða 26
50 MIDVIKUDAGUR 1. MARS 2000 Afmæli Sigurður Helgason Siguröur Helgason, fyrrv. deildar- stjóri grunnskóladeildar í mennta- málaráðuneytinu, Hrafnhólum 2, Reykjavík, verður sjötugur á morg- un, fimmtudaginn 2. mars. Starfsferill Sigurður fæddist á Kletti í Reyk- holtsdal í Borgarfirði en ólst upp á Heggstöðum í Andakíl. Hann lauk kennaraprófi 1949, íþróttakennara- prófi 1951, var í framhaldsnámi við Statens Gymnastikkskole í Ósló 1956 og við Óslóarháskóla og síðar við Háskólann í Minnesota i Banda- ríkjunum 1963. Sigurður var kennari við Barna- og miðskólann i Stykkishólmi 1951-59 og skólastjóri þar 1959-65. Hann var skólastjóri við Laugagerð- isskóla í Eyjahreppi á Snæfellsnesi frá stofnun hans 1965 til 1970. Sig- urður var deildarstjóri í fræðslu- málaskrifstofu frá 1970-71 og síðan deildarstjóri grunnskóladeildar í menntamálaráðuneytinu frá 1971-1999. Hefur síðan starfað við ýmis verkefni í menntamálaráðu- neytinu. Hann var forstöðumaður sumar- ^ búða fyrir börn á vegum íþrótta- hreyfingarinnar sumrin 1962, 1964, og 1965, var formaður Ungmennafé- lags SnæfeUs 1952-54 og 1956-61, for- maður barnaverndarfélags Stykkis- hólms 1956-58, formaður Héraðs- sambands Snæfellsnes og Hnappa- dalssýslu 1954-55, íþróttaráðunaut- ur þess 1956-70 og sat í stjóm Frjáls- íþróttasambands íslands 1965-84. Sigurður er heiðursfélagi Ung- mennafélagsins Snæfells í Stykkis- hólmi, Ungmennafélagsins íslend- . ings í Andakíl og Frjálsiþróttasam- bands Islands. Hann var sæmdur gullmerki ÍSÍ 1980, auk þess sem hann hefur verið sæmdur ýrris- um öðrum heiðursmerkj- um íþróttahreyfingarinn- ar, innlendum og erlend- um. Sigurður hefur starfaö í ýmsum ráðum og nefnd- um í stjórnarráði íslands, sat í samninganefnd rík- isins frá 1977-69 og aftur siguröur frá 1990. Á síðari árum hefur Sigurður unnið mikið að nemendaskipt- um milli íslands og annarra Norð- urlanda auk þess sem hann er upp- hafsmaður að fyrstu skólabúðum á íslandi í Reykjaskóla við Hrúta- fjörð. Helgason. dóttir, f. 1924, kennari, og Kristófer Helgason, f. 1926, d. 1959, b. á Hegg- stöðum. Foreldrar Sigurðar voru Helgi Sigurðsson, f. 23.12. 1893, d. 2.7. 1983, b. á Heggstöðum, og kona hans, Ástríður Guðrún Halldórsdóttir, f. 23.12. 1901, d. 30.5. 1981, hús- móðir. Ætt Fjölskylda Fyrri kona Sigurðar var Ólöf Lára Ágústsdóttir, starfsmaður rík- isskattstjóra, en þau Sigurður slitu samvistum 1980. Sonur þeirra er Ágúst Heiðar, f. 27.6. 1954, rafvirki í Reykjavík, kvæntur Margréti Har- aldsdóttur og eiga þau þrjú börn. Sigurður kvæntist 31.12.1985 Soff- íu Kristjánsdóttur, f. 4.7. 1952, dótt- ur Kristjáns Kristjánssonar húsa- smíðameistara, sem lést 1958, og konu hans, Sigriðar Sigurðardóttur, d. 1995, starfaði við Elliheimilið Grund. Börn Sigurðar og Soffíu eru Álf- heiður, f. 19.8. 1982, og Helga Guð- rún, f. 21.2. 1984. Sigurður átti þrjú systkini en á nú eina systur á lífi. Systkini hans: Guðrún Helgadóttir, f. 1922, d. 1983, húsmóðir í Kópavogi: Guðný Helga- Helgi var sonur Sigurð- ar, b. á Hömrum i Reykholtsdal, Helgasonar, b. á Hrafnkelsstöðum, Jóhannessonar. Móðir Sigurðar var Sesselja, dóttir Björns Björnssonar frá Mánaskál í Austur-Húnavatns- sýslu og Elinar Guðmundsdóttur frá Syðra-Hóli á Skagaströnd, syst- ur Sigurðar, b. á Heiði í Göngu- skörðum, langafa Huldu Stefáns- dóttur skólastjóra, móður Guðrún- ar Jónsdóttur arkitekts. Móðir Helga á Heggstöðum var Guðrún, systir Jóns í Fljótstungu, föðurafa Páls Bergþórssonar veður- stofustjóra, en Jón var móðurafi Páls, föður Kolbeins, fyrrv. for- manns KKÍ. Guðrún var dóttir Páls, smiðs á Þorvaldsstöðum, bróður Herdisar, langömmu Jóns Helga- sonar rithöfundar, Péturs Ottesen alþingismanns, Magnúsar skálds og Leifs prófessors Ásgeirssona og Ástu, móður Björns Kristinssonar prófessors. Páll var sonur Jóns, b. á Þorvaldsstöðum, Auðunssonar. Móðir Jóns var Margrét, systir Jóns Þorvaldssonar, ættföður Deild- artunguættarinnar. Móðir Páls var Þórunn, dóttir Jóns Guðmundsson- ar, b. á Svarfhóli, og Margrétar Þor- steinsdóttur. Móðir Guðrúnar Páls- dóttur var Guðrún, systir Halldóru, ömmu Guðmundar Böðvarssonar skálds. Guðrún var dóttir Bjarna Sumarliðasonar á Varmalæk og Guðrúnar Jónsdóttur. Bræður Helga voru Georg, bóndi í Skjálg, faðir Ragnars, skólafull- trúa Reykjavíkurborgar, og Jakob, faðir Magnúsar, formanns Frjálsí- þróttasambands íslands. Systir Ástríðar Guðrúnar var Helga Ingibjörg, móðuramma Svav- ars Gestssonar sendiherra og fyrrv. ráðherra og alþingismanns. Bróðir Ástriðar var Helgi J. Halldórsson íslenskufræðingur. Ástriður var dóttir Halldórs, b. á Kjalvararstöð- um í Reykholtsdal, Þórðarsonar, b. í Skáneyjarkoti í Reykholtsdal, bróður Ástríðar, ömmu Guðjóns Baldvinssonar, formanns BSRB. Þórður var sonur Halldórs, b. í Skáneyjarkoti, Þórðarsonar og Ingi- bjargar Samsonardóttur, b. á Rauðsgili, Jónssonar. Móðir Ingi- bjargar var Helga Tómasdóttir. frá Ásgeirsá í Víðidal. Móðir Halldórs á Kjalvararstöðum var Helga Sig- hvatsdóttir, b. á Úlfsstöðum, Þórð- arsonar. Móðir Helgu var Þorgerð- ur Jónsdóttir, b. á Úlfsstöðum, Grímssonar og konu hans, Valgerð- ar, systur Sigurðar, b. i Sanddals- tungu, langafa Ásmundar rafvirkja, afa Ásmundar Stefánssonar, fyrrv. forseta ASÍ. Valgerður var dóttir Jóns, b. og dbrm. i Deildartungu, ættföður Deildartunguættarinnar, Þorvaldssonar. Móðir Ástríðar, Guðný, var dóttir Þorsteins, b. á Gróf í Reykholtsdal, Sigmundsson- ar og konu hans, Guðríðar Jóns- dóttur. Einar Gunnax Jónsson Einar Gunnar Jónsson verkstjóri, Viðilundi 20, Akureyri, er sjötugur í dag. Starfsferill Einar fæddist á Akureyri og gekk í barnaskóla en fór snemma að vinna við ýmis störf til sjós og lands. Árið 1946 starfaði hann á Hótel Norðurlandi sem næturvörð- «f, ur og einnig í fatageymslu hótels- ins. Þá vaknaði áhugi hans á tón- list sem hefur verið hans aðal- áhugamál síðan. Árið 1949 fluttist Einar til Reykjavíkur og spilaði þar með KK sextettinum, síðan með Jose Riba í Silfur- tunglinu og nokkur ár með Rondotríó. Um tíma gerði Einar Gunnar hlé á spilamennsku sinni og gerðist þá kokkur, m.a. á Fjallfossi. í Reykjavík starfaði hann á sendibíla- stöð og fasteignasölu. Einar fluttist ásamt konu og börnum til Akur- eyrar árið 1969 og starfaði Einar fyrst um sinn hjá Sláturhúsi KEA. Eftir það starfaði hann hjá Olíu- verslun íslands sem umsjónarmað- Flúðum Einar Gunnar Jónsson. ur við nýbyggingu fé- lagsins við Tryggva- braut. Síðar varð hann verkstjóri hjá Olíuversluninni og hefur gegnt því starfi síðan. Einar hefur ætíð tekið virkan þátt í félags- málum. Hann hefur verið virkur i Verk- stjórafélagi Akureyrar og nágrennis, Leikfé- lagi Akureyrar, Lions- klúbbi Akureyrar, Stangveiðifélaginu og Lúðrasveit Akureyrar þar sem hann hefur verið formað- ur í mörg ár. Fjölskylda Einar Gunnar kvæntist árið 1956 Erlu Sigurðardóttur, en hún lést 10. febrúar síðastliðinn. Börn Einars og Erlu eru Ólafur, Hafdís, Emilía, Einar og Sigurður. Einar eignaðist þrjú systkini; Halldóru Elínu, búsett á Akureyri; Bjarna Pál, búsettur í Reykjavík; og Ernu Heiðrúnu, sem er látin. Foreldrar Einars Gunnars voru Jón Almar Eðvaldsson og Jakobína Guðbjartsdóttir. Jón Ingvi Sveinsson Jón Ingvi Sveinsson húsasmíða- meistari, Skarðshlíð 17, Akureyri, er sextugur í dag. Starfsferill Jón fæddist í Glerárþorpi við Ak- ) ureyri og ólst þar upp í foreldrahús- um. Hann starfaði sem unglingur hjá Gefjun á Akureyri til tuttugu og eins árs aldurs en flutti þá til Húsa- víkur þar sem hann lærði húsasmíði hjá Trésmiðjunni Borg en á Húsavík bjó hann í átján ár. Jón hefur stund- að iðngrein sína frá því hann lauk sveinsprófi. Hann hefur búið á ýms- um stöðum, m.a. í Vesfmannaeyjum. Jón gaf út hljómplötu með eigin lög- um og textum árið 1984. i Fjölskylda Jón kvæntist 31.12. 1958 Kristjönu Björgu Pétursdóttur, f. 20.9. 1940, d. 6.2.1991, húsmóður, en hún var dótt- ir Péturs Sigurgeirssonar, bifreiða- stjóra á Húsavík, sem lést 1944, og Sigríðar Jónasdótfor. Seinni maður Sigríðar var Aðalgeir Friðbjörnsson húsasmiður sem einnig er látinn. Jón og Kristjana eignuðust fjögur börn. Þau eru: Pétur Ármann Jóns- son, f. 5.11.1958, sjómaður á ísafirði, kvæntur Guðrúnu Kristjánsdóttur bankastarfsmanni og á Pétur tvö börn frá því fyrir hjónaband, Ingólf Elvar, með Hörpu Fold Ingólfsdótt- ur, og Ingva, með Ernu Finnboga- dóttur; Margrét Sigríður Jónsdóttir, f. 5.3. 1961, húsmóðir í Grindavík, gift Arnari Þorbjörnssyni bifreiða- stjóra og eiga þau þrjú börn, Helgu Björg, Krisrjönu og Jónu Birnu; Sveinn Krisrján, f. 31.5.1964, sjómað- ur í Vestmannaeyjum; og Aðalgeir Arnar, f. 25.4.1975. Barnabarn fædd- ist svo á dögunum, Sigurjón Ágúst Sveinsson, f. 8.6. 1999. Síðari kona Jóns er Jarþrúður Sveinsdóttir, f. 25.5. 1939. Jón á tvo bræður. Þeir eru Friörik Ármann Sveinsson, f. 17.8. 1935, bóndi í Steindyrum í Svarfaðardal, kvæntur Ernu Sveinsson frá Ltibeck í Þýskalandi, og Kristján Helgi Sveinsson, f. 9.5. 1937, kennari og bóndi á Blómsturvöllum í Glæsibæj- arhreppi, kvæntur Gígju Friðgeirs- dóttur bankastarfsmanni og eiga þau fjögur börn. Foreldrar Jóns: Sveinn Sigurjón Kristjánsson, f. 23.7. 1905, d. 28.9. 1974, bóndi og verkamaður á Uppsöl- um í Glerárþorpi, og kona hans, Margrét Sigurlaug Jónsdóttir, f. 30.7. 1901, d. 6.2.1995, húsfreyja á Uppsöl- um. Ætt Sveinn var sonur Krisrjáns Lofts Jónssonar; b. að Uppsölum í Svarfað- ardal, og Heigu Guðjónsdóttur. Kristján Loftur var sonur Jóns, b. í Sauðanesi, Jónssonar. Móðir Jóns á Sauöanesi var Guðlaug Alexanders- dóttir, b. á Völlum, Kristjánssonar, b. á Steðja, Sigurðssonar, b. á Ytra-Dals- gerði, Magnússonar, b. á Grísá, Tóm- assonar, bróður Tómasar, ættföður Hvassafellsættarinnar, og Sölva, föður Sveins lögmanns. Móðir Guðlaugar var Guðlaug Jónsdóttir, b. á Hamri á Þelamörk, Gunnlaugssonar, og konu hans, Guðrúnar Sigurðardóttur, b. á Stóra-Rauðalæk, Bjarnasonar. Móðir Guðrúnar var Guðrún Vigfúsdóttir, lögréttumanns á Herjólfsstöðum í Álftaveri, Jónssonar. Margrét var dótt- ir Jóns Gunnlaugssonar, verkamanns í Ási í Glerárþorpi, og Þórunnar Ingi- bjargar, systur Kristjáns Tryggva, föð- ur Sigurðar, skólastjóra á Laugum, og Hugrúnar skáldkonu, móður Helga Valdimarssonar, læknis og prófessors. Systir Þórunnar var Guðrún, móðir Jóns Jónssonar, skólastjóra á Dalvík. Þórunn var dóttir Sigurjóns, b. á Gröf i Svarfaðardal, bróður Guðlaugar i Sauðanesi. Móðir Þórunnar var Sigurlaug Jónsdóttir, b. á Hnjúki, bróður Páls, langafa Hermanns Jónassonar forsæt- isráðherra, föður Steingrims forsætis- ráðherra. Annar bróðir Jóns var Jón yngri, langalangafi Guðjóns B. Ólafs- sonar, forstjóra SÍS. Jón var sonur Þórðar, b. á Hnjúki, Jónssonar, og konu hans, Sigríðar Guðmundsdóttur, b. á Hnjúki, Ingimundarsonar. Móðir Sigríðar var Hólmfríður Jónsdóttir, systir Þórðar, föður Páls Melsteð amt- manns, ættföður Melsteðættarinnar. Þau Jón og Jarþrúður verða með op- ið hús eftir kl. 15 á afmælisdaginn. Tll hamingju með afmælið 1. mars 85 ára________________ Hulda Emilía Emilsdóttir, Birkihlíð, Egnsstöðum. Jón Guðnason, Hamraborg 14, Kópavogi. 80 ára________________ Una Nikulásdóttir, Kirkjuvegi 6, Hamarfirði. 75 ára________________ Dagbjört Guðmundsdóttir, Hólmgarði 25, Reykjavik. Einar Leifur Pétursson, Reykjavík. Kristín Kristjánsdóttir, Strandaseli 8, Reykjavik. Sigríður Steinsdóttir, Hvítingavegi 10, Vestmeyjum. 70ára________________ Cheg Wushueng Ywrée, Laugavegi 147, Reykjavík. Einar Gunnar Jónsson, Víðilundi 20, Akureyri. Guðni Jóhannes Ásgeirsson, Kirkjubraut 35, Akranesi. Hannibal Helgason, Melgerði 20, Kópavogi. Jakob Helgason, Gufuhlíð, Selfossi. Jón Einarsson, Bakka, Hvolsvelli. Sigríður Márusdóttir, Hjaltastaðahvammi, Varmahlíð. 60 ára Guðni Steinar Gústafsson, lög- giltur endurskoð- andi, Arnartanga 36, Mosfellsbæ. Guðni og eigin- kona hans, Guð- rún Snæbjörnsdóttir, taka á móti gestum i Akógessalnum, Sóltúni 3, á afmælisdaginn kl. 17-20. Hallgrímur Bergsson, Bláskógum 4, Egilsstöðum. Hilmar Haraldsson, Engihjalla 11, Kópavogi. Hóhnfríður Kristmannsdóttir, Fremri-Nýpum, Vopnafirði. Jón Ingvi Sveinsson, Skarðshlíð 17, Akureyri. Jón Ólafsson, Heliisgötu 34, Hafnarfirði. Jónina M. Sigtryggsdóttir, Sólbrekku 15, Húsavik. 50 ára Arnar Kristjánsson, Góuholti 8, ísafirði. ¦¦ Guðrún R. Guðmundsdótrir, Vesturgötu 15, Keflavík. Gunnar Snæland, Fálkagötu 20, Reykjavík. Ingimar Birgir Björnsson, Lerkihlíð 2, Sauðárkróki. Lára Kristinsdóttir, Dalatanga 4, Mosfellsbæ. Þorsteinn Loftsson, Sörlaskjóli 44, Reykjavík. 40 ára Birgir Vilhjálinsson, Reynivöllum 12, Egilsstöðum. Eydís Ýr Guðmundsdóttir, Mávahlið 29, Reykjavík. Guðbjörn Árnason, Granaskjóli 5, Reykjavík. Guðmundur Helgi Valtýsson, Hamrabergi 38, Reykjavík. Jónas Kristinsson, Ránargöfu 46, Reykjavík. Katrin Gisladóttir, Asparfelli 12, Reykjavík. Oddur Gunnarsson, Laxakvísl 35, Reykjavík. l'ál 1 Theódórsson, Kambaseli 79, Reykjavík. J

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.