Dagblaðið Vísir - DV - 01.03.2000, Blaðsíða 32

Dagblaðið Vísir - DV - 01.03.2000, Blaðsíða 32
FRJÁLST, ÓHÁÐ DAGBLAÐ Veðrið á morgun: Snjókoma eða él fyrir norðan Norðan- og norðaustanátt. Snjókoma eða éljagangur um norðanvert landið, en úrkomu- lítið syðra. Skafrenningur víða á landinu. Veöriö í dag er á bls. 53. MILLENNIUMsubaru MIÐVIKUDAGUR 1. MARS 2000 Olíufélögin hækka enn einu sinni: Bensínverð komið í sögulegt hámark Engin ákæra í stóra fíkniefnamálinu: Eltast við eitt gramm af hassi - segir undrandi lögmaður um rannsóknarmenn Ekkert bólar enn á ákæru í stóra fíkniefna- málinu en gæsluvarð- haldsúrskurðir ní- menninganna, sem enn sitja inni á Litla- Hrauni, rennur út eftir viku. Öll rannsóknar- gögn í málinu hafa leg- ið á borði Kolbrúnar Sævarsdóttur hjá emb- ætti ríkissaksóknara um skeið en hún og Bogi Nilsson ríkissaksóknari sátu bæði málþing undir yfirskriftinni „Sakhæf böm og réttarkerfið" í gær og gátu fyrir bragð- ið ekki gefið upplýsingar um gang málsins. Margsinnis er búið að fram- lengja gæsluvarðhald yfir sakboming- unum í stóra fíkniefhamálinu og nú síðast þar til dómur gengur i málinu, þó ekki lengur en til 6. mars. „Ég veit ekki hvað tefúr og er hálf- undrandi en ég held að menn séu fam- ir að rannsaka allt annað en það magn sem haldlagt var í þessu máli. í skýrsl- um sést að rannsóknarmenn era að elt- Frétt DV um upphaf stóra fíkniefnamálsins frá því í september. ast við eitt gramm af hassi hingað og þangað og ef þeir ætla að halda áfram að rekja sig áfram þann veginn þá er langt í að dómur falli,“ sagði Kristjáns Stefánsson hæstarétt- arlögmaður, veijandi eins sakbominganna. „Menn lenda í vand- ræðum ef þeir ætla að elta dropaim sem feilur á fiallið því þeir finna hafið eftir sem áður,“ sagði Kristján. Stóra fíkniefnamálið hófst þegar lögreglan fann 7 kíló af hassi í tyrknesku leigu- skipi í Sundahöfn í byijun september á síðasta ári. í kjölfarið fundust önnur 17 kíló af hassi, 6000 e-töflur, 4 kíló af am- fetamíni og 1 kíló af kókaíni 1 íbúð í Breiðholti. Fjölmargir vom handtekn- ir vegna málsins og hundmð manna yfirheyrð, eignir kyrrsettar, fjármunir frystir og nú hálfú ári síðar sitja níu karlmenn enn f gæsluvarðhaldi sem rennur út 6. mars. -EIR Margt er verkefnið hjá bæjar- og borgarstarfsmönnum landsins. Par sem trén við Miklatún hafa vaxið og dafnaö svo vel siðustu misseri var veriö að saga niöur og grisja þéttan trjágarðinn í gær. DV-mynd Teitur. brother P-touch 9400 Stóra merkivólin sem þolir álagið 10 leturgerðir margar leturstærðir 16 leturstillingar prentar í 10 llnur borði 6 til 36 mm Rafport Nýbýlavegi 14 Sími 554 4443 Veffang: www.if.is/rafport a—■■ Erum flutt í Skipholt 50 d U£r Skipholti 50 d Bensínverð hefur náð sögulegu há- marki, er orðið hærra en það var á dögum Flóabardaga. Frá því í lok des- ember 1998 hefur heimsmarkaðsverð á bensíni hækkað um 190% eða úr 100 dollurum tonnið í 290 dollara. Hér heima hefur bensínið hækkað um 17,30 krónur á rúmu ári. Það jafhgildir 34.600 króna hækkun á bensínkostnaði fýrir meðalbíl. Talsmaður Skeljungs sagði í morg- un að búist sé við enn meiri sveiflum heimsmarkaðsverði fram að fundi OPEC-ríkja í Vín í lok mars. Dollar hafði fram að þessu styrkst gagnvart evra en meginorsök hækkana sé nið- urskurður á olíukvóta framleiðenda. Hann sagði að komi framleiðsluríkin sér ekki saman um framleiðsluaukn- ingu 1 lok mars megi búast við enn meiri hækkunum síðar. Olíufélögin hér heima em samstíga um að hækka bensin í dag um tvær krónur og fjörtíu aura. Lítri af 95 okt- ana bensíni hækkar því úr kr. 67.50 í krónum í 89,90 krónur. Gasaolía hækk- ar um 60 aura. Þetta mun leiða til um- talsverðra hækkana á rekstrarkostn- aði bifreiða eins og áður sagði. Ámi Sigfússon, framkvæmdastjóri FÍB, segir hækkanimar nú vera í sam- ræmi við hækkanir á heimsmarkaði. „Það er því ekki við íslensku olíufélög- in að sakast. Hins vegar gætu menn vel hugleitt hvemig verðið væri í dag ef gamla reglan hefði gilt, þegar bens- íngjaldið var í prósentum en ekki fast eins og nú er. Það er kannski það eina sem við getum huggað okkur við í stöðunni. Að sjáifsögðu er hægt að spyija um ýmsa aðra þætti er varðar kostnað við bifreiðar. Við hjá FÍB höfum þó talið eðlilegra að um sé að ræða notkunar- skatta eins og gjald af bensínverði frekar en gjald á innflutning bifreiða. Við teljum að innflutningur ósann- gjamt flokkaður og skapi það sem við köllum íjölskylduskatta af betur bún- um bílum.“ Runólfur Ólafsson, framkvæmda- stjóri FÍB, segir aö líklega sé toppnum náð í bensmhækkunum. -HKr/hlh/Ótt Sjatnar í Olfusá Svo virðist sem vatnssöfnunin í Ölfusá við Selfoss sé í rénum í bili, því samkvæmt upplýsingum frá lög- reglu þar í morgun hafði sjatnað í ánni frá því t gær. Menn geta þó átt von á ýmsu, miklar klakabreiður eru í ánni og ef gerir hláku geta menn átt von á því að til tíðinda dragi. >***' Nánar á bls. 2 -gk Flugfélag íslands: Aftur stórtap Flugfélag íslands jg tapaði nærri 200 r milljónum króna í fyrra en félagið hef- ur nú tapað nærri 700 milljónum frá því 1. júní 1997 en þá var það stofnað. Tapið var 300 milljónir króna árið 1998. „Þetta er þetri afkoma en var en dugar samt ekki til,“ segir Jón Karl Ólafsson, framkvæmdastjóri félagsins. Jón Karl vonast til þess að Flugfélag íslands verði rekið á núlli á þessu ári í kjölfar brott- hvarfs íslandsflugs af helstu flug- leiðum. Sjá fréttaljós bls. 7 -GAR Evran sígur stöðugt Gengi evrunnar hefur lækkað um 10,3% gagnvart íslensku krónunni á síðustu tólf mánuðum. Þróunin hefúr verið nokkuð stöðugt allt tímabilið. Á sama tíma var gengi evrunnar 79 krón- ur, en er í dag tæp 71 króna. -GAR FRÉTTASKOTIÐ SÍMINN SEM ALDREI SEFUR Hafir þú ábendingu eða vitneskju um frétt, hringdu þá í síma 550 5555. Fyrir hvert fréttaskot, sem birtist eða er notað í DV, greiðast 3.000 krónur. Fyrir besta fréttaskotiö í hverri viku greiöast 7.000. Fullrar nafnleyndar er gætt. Viö tökum við fréttaskotum allan sðlarhringinn. 550 5555

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.