Dagblaðið Vísir - DV - 07.03.2000, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 07.03.2000, Blaðsíða 8
8 ÞRIÐJUDAGUR 7. MARS 2000 Viðskipti__________ Umsjón: Vidskiptablaðiö Stoðtækjafyrirtækið Össur hf. kaupir Flex-Foot Inc. Næststærstir í stoðtækjum Össur hf. hefur undirritað samn- ing um kaup á öllum hlutabréfum bandaríska stoðtækjafyrirtækisins Flex-Foot, Inc. Kaupin eru háð skil- yrðum um að samningurinn stand- ist lög og reglugerðir í Bandaríkjun- um. Með kaupum Össurar hf. á Flex Foot er verið að steypa saman þeim fyrirtækjum á stoðtækjamarkaðin- um sem vaxið hafa hvaö hraðast og verið fremst í flokki með nýjungar á undanfömum árum. Óhætt er að segja að helstu vörumerki þessara tveggja fyrirtækja, FLEX-FOOT og ICEROSS, séu með þeim sterkustu á stoðtækjamarkaðinum. Sameinað fyrirtæki verður næststærsti fram- leiðandi stoðtækjalausna á heims- markaði. Öflugt sölukerfi Að sögn Jóns Sigurðssonar, for- stjóra Össurar hf., eru mikil sam- legðaráhrif möguleg með kaupum á Flex-Foot: „Fyrirtækið hefur á að skipa öflugu sölukerfi í Bandaríkj- unum og er að koma á fót sölukerfi í Evrópu. Enn sem komið er hefur össur hf. selt í gegnum dreifiaðila á flestum markaðssvæðum en eitt af yflrlýstum markmiðum félagsins er ...aESHl Snæfellsnes: Fiskmarkaðir í eina sæng Stjórnir Fiskmarkaðs Breiða- fjarðar hf. og Fiskmarkaðs Snæ- fellsness hf. hafa orðið ásáttar um að stefna að sameiningu félaganna undir merkjum Fiskmarkaðs Breiðafjarðar hf. Samruninn er fyrirhugaður með þeim hætti að Fiskmarkaður Breiðafjarðar hf„ kaupir öll hlutabréf í Fiskmarkaöi Snæfellsness og greiðir þau meö nýju hlutafé 1 Fiskmarkaði Breiðafjarðar hf. Velta Fiskamark- aðs Snæfellsness á síöasta ári var kr. 44.000.000 - og er gert ráð fyrir að velta Fiskamarkaðs Breiða- fjarðar hf. aukist um 20% við sameininguna. Bandaríkin: Aukið atvinnuleysi hækkar hlutabref Svo virðist sem eitt- hvað sé að hægja á þenslu í Bandarikjun- nýjar tölur um at- vinnuleysi voru birtar á föstudag- inn. Atvinnuleysi mælist nú 4,1% en var 4% í janúar. Það hljómar undarlega en þessi aukning á at- vinnuleysi virkaði sem vítamín- sprauta fyrir hlutabréfamarkað- inn í Bandaríkjunum á föstudag- inn. Minnkandi þensla þýðir minnkandi líkur á vaxtahækkun- um og í kjölfarið hækkuðu bæði Nasdaq og Dow Jones mikið. Nas- daq hækkaði um 3,36% sem er ein mesta dagshækkun á visitölunni frá upphafi og er þetta aö stórum hluta rakið til nýrra atvinnu- leysistalna. Dow Jones og S&P 500 hækkuðu um tæp 2%. Svipuð þró- un var uppi á teningnum í gær og fóru bréf hækkandi í verði. Rubert Murdoch: um eftir að Kaupir 10% í Chelsea Breska sjónvarpsstöðin BSkyB hefur keypt 9,9% hlut í enska úr- valsdeildarliöinu Chelsea fyrir um 40 milljón pund, eða sem samsvar- ar um 4,6 milljörðum íslenskra króna. BSkyB, sem er hluti af fjölmiðlasamsteypu ástr- alska auðjöfursins Ruperts Murdochs, á einnig hlut í Manchester United, Manchest- er City, Leeds og Sunderland. að vinna að uppbyggingu eigin sölu- kerfis. Þar með er þó ekki öll sagan sögð því styrkur vörulínanna liggur á mismunandi sviðum. Helsti styrk- ur Össurar hefur verið í hulsum sem festa gervifætur við útlimi en styrkur Flex-Foot er í hnjáliöum og gerviökklum. Kaupin færa okkur nær því markmiði okkar að geta boðið heildarlausn." Maynard C. Carkhuff, fram- kvæmdarstjóri Flex-Foot Inc., segir starfsmenn Flex-Foot hlakka til að vinna með nýjum eigendum. „Við höfum fylgst með Össuri hf. um all- nokkurt skeið og orðið þess áskynja að framtíðarsýn og stefna fyrirtækj- anna eru áþekkar". Veltan verður 3,3 milljarðar Velta Flex-Foot á síðasta ári var 2 milljarðar íslenskra króna og hagn- aður félagsins 230 milljónir króna. Fyrirtækið hefur verið í mjög örum vexti og jókst veltan um 28,5% á milli 1998 og 1999. Frá 1984 hafa tekjur fé- lagsins aukist um 30% á ári og hagn- aður fyrir skatta aukist um 28% á ári. Kaupverðið er 5.256 milljónir króna, fyrir eignir og skuldir félags- ins og 220 milljóna króna árang- urstengda greiðslu. Kaupin verða fjármögnuð með lauspfiármunum Össurar hf„ langtímaláni og hluta- fjárútboði. Á síðastliðnu ári var sam- anlögð velta félaganna 3,3 milljarðar króna, hagnaður fyrir afskriftir rúm- ar 650 milljónir króna og hagnaður eftir skatta var 365 milljónir króna. Fj árf e stingarbanki atvinnulíf sins: Kaupir í dönskum netbanka Bjarni Armannsson, forstjóri FBA „Annars vegar er um góöa fjárfestingu aö ræöa og hins vegar möguleiki á tæknilegu og markaöslegu samstarfi" FBA hefur gengið frá samkomu- lagi um kaup á rúmlega 25% hlut í nýju dönsku fyrirtæki sem mun hefja viðskiptabankaþjónustu á Net- inu síðar á þessu ári. Kaupverð hlut- arins er um 390 milljónir króna. Fram kemur í fréttatilkynningu að FBA sé stærsti einstaki hluthaf- inn í þessum nýja banka og jafn- framt eini bankinn í hópi hluthafa. Stjómendur nýja bankans eru á meðal hluthafa hans en þeir hafa all- ir langa reynslu af stjórnun og bankastarfsemi á Norðurlöndum. Aðrir hluthafar eru, auk FBA, dönsk og ensk fjárfestingarfyrirtæki. Nýi bankinn mun bjóða bankaþjónustu sína á Netinu en mun ekki byggja upp hefðbundið útibúanet. í fyrstu mun nýi bankinn bjóða almenningi i Danmörku þjónustu sína. Fjárfestingin í danska bankanum er liður í þeirri stefnu FBA að hefja viðskiptabankastarfsemi, svo og þeirri áherslu FBA að styrkja grunn tekjumyndunar bankans viðar en á íslandi. Að sögn Bjama Ármanns- sonar, forstjóra FBA, er tilgangur kaupanna tvíþættur: „Annars vegar er um góða fjárfestingu að ræða. Hins vegar liggja fyrir áform um náið tæknilegt og markaðslegt sam- starf við danska bankann um þróun banka- og fjármálaþjónustu á Netinu. Norræni fjárfestingabankinn: Hagnaður 106 mil|jónir evra Hagnaður Norræna fjárfestingarbankans nam 106 milljónum evra samanborið við 115 millj- ónir árið 1998. Hreinar vaxtatekjur bankans námu 140 milljónum evra. NIB greiddi út lán til fjárfestingarverkefna á Norðurlöndum að fjár- hæð 1.000 milljónum en lán til verkefna utan Norðurlanda námu 322 milljónum evra. Alls námu útborguð ný lán á árinu þvi 322 miUjónum samanborið við 1.344 milljónir árið áður. Mefra lánað til lítllla og meöalstórra fyrirtækja Jón Sigurðsson, aðalbankastjóri NIB, leggur áherslu á að þáttur NIB í útánum til lítilla og meðalstórra fyrirtækja á Norðurlöndum hafi etlst á árinu. „Með góðu samstarfi við banka á hverjum stað hefur okk- ur tekist aö auka þjónustu við þenn- an þýðingarmikla við- skiptavinahóp á öllum Norðurlöndunum fimm,“ segir hann. Auk lána til Norður- landanna hefur bankinn látið fjárfestingarverk- efhi í nágrannalöndum þeirra hafa forgang, ekki síst Eistlandi, Lettlandi og Litháen. Sérstök áhersla var lögð á lán til umhverflsbóta og má nefna í því sambandi lán til veitufyrirtækis Eist- lands, Eesti Energia, sem samsvaraði 13 milljónum evra. „Lánveiting okkar stuðlar að því að þetta eistneska fyr- irtæki getur dregið úr mengun af völdum brennisteinsoxíös jafnframt því að hagkvæmni starfseminnar eykst,“ segir Jón Sigurðsson. „Við höfum einnig gert rammasamninga við þróunarríki og fyrrum komm- únistaríki til að undirbúa útrás nor- rænnar starfsemi inn á nýja mark- aði.“ Jón Sigurösson: Áfram veröur stööug oggóö afkoma hjá bankanum. Hagnaöur félagsins af reglulegri starfsemi jókst um 198% frá árinu á undan Afkoma Skeljungs eins og búist var við Gengið rauk upp í gær Hagnaður Skeljungs hf. árið 1999 nam 495 milljónum króna eftir skatta en var 242 milijónir árið 1998 og hefur hagnaður félagsins því aukist um 105% á milli ára. Hagnað- ur nýliðins árs var í fullkomnu sam- ræmi við væntingar markaðsaðila en þeir höfðu að meðaltali spáð um 495 milljóna króna hagnaði á árinu. Hagnaður Skeljungs af reglulegri starfsemi fyrir skatta var 593 millj- ónir sem er um 198% aukning mið- að við árið á undan. Þrátt fyrir að afkoman sé í samræmi við spár virðist markaðurinn hafa tekið af- komunni vel því gengi bréfa félags- ins hækkaði um 10% á VÞÍ í gær. I>V ucii nnDuincuiDTi HEILDARVIÐSKIPTI 506 m.kr. - Hlutabréf 174,3 % - Bankavíxlar 139,4 % MEST VIÐSKIPTI ! © ísl. hugbúnaöarsjóðinn 24,4 m.kr. j Q Skýrr 20,2 m.kr. j o íslandsbanki 19 m.kr. MESTA HÆKKUN í o Skeljungur 7,0 % j \ Q FBA 4,9 % O Frumherji 2,7 % MESTA LÆKKUN ©ísl. hugbúnaöarsjóöurinn 14,3% O Hampiöjan 8,0 % O SR-mjöl 5,7 % ÚRVALSVÍSITALAN 1.713 stig í - Breyting O 1,23 % Skeljungur rífur úrvalsvísitöluna upp í gær hækkaði úrvalsvísitalan um 1,3% og er það fyrsta hækkunin í nokkum tíma. Það var einkum gott uppgjör Skeljung sem stuðlaði að hækkun visitöl- unnar en nýjar Kristinn fregnir af fyrir- Björnsson tækjakaupum FBA Hækkun á bréf- höföu einnig já- um Skeljungs kvæð áhrif á lyfti vísitölunni. markaðnum gær. í “mm kjölfar kaupa á dönskum netbanka hækkaði gengi FBA um 4,88%. MESTU VÍÐSKIPTI © Landsbanki o slandsbanki © FBA o Eimskip o Flugleiðir siöastliöna 30 daga 1.700.421 | 750.543 750.366 730.653 647.277 __ sJÞastllönaJOidaga ! © tsl. hugbúnaöarsjóöurinn 59 % © Opin kerfi 52 % | O Fiskmarkaöur Breiöafjarðar 37 % o Pharmaco 30 % © Skeljungur 27 % ■Al L - stöastKOnaaOdn*, © Loðnuvinnslan hf. -21 % O Stálsmiðjan -20 % o Flugleiöir -19 % | O tsl. járnblendifélagið -17 % © Jaröboranir -15 % Vadafone rífur FTSE upp Breski fjarskiptarisinn Vadaforie hækkaði mikið í gær og stuðlaði það að hækkun FTSE 100- vísitöl- unnar. Lokagildi vísitölunnar var 6.543,2, hækkaði hún um 56,1 stig. Vadafone vegur þungt á breskum markaði og því skiptir hækkunih þar miklu fyrir vísitölunna. ... . zzy HSdow jones 103.67,40 Q 1,93% , Enikke. 19942,75 O 0,74% HbÍs&p 1391,28 O 1,27% HBnasdaq 4904,85 O 0,20% ^SFTSE 6487,50 O 0,86% ÍWPAX 7960,03 O 0,18% I ICAC 40 6545,98 O 0,88% 5B 7.3.2000 kl. 9.15 í KAUP SALA ■S Dollar 73,800 74,180 SS Pund 115,870 116,460 1*1 Kan. dollar 50,780 51,090 gg' Pönsk kr. 9,4990 9,5520 ÍFflNorsKkr 8,7520 8,8010 CuSsænsk kr. 8,3810 8,4280 Hhfj Fi. mark 11,8965 11,9679 U _J Fra. frankl 10,7832 10,8480 n Belg. frankl 1,7534 1,7640 □ Sviss. franki 44,0000 44,2400 j Ma Holl. gyllini 32,0973 32,2902 “"Þýskt mark 36,1653 36,3826 IJít líra 0,036530 0,036750 SEausí. sch. 5,1404 5,1713 Port. escudo 0,3528 0,3549 Ll—Soá. pesoti 0,4251 0,4277 1 * 'Jap. yon 0,685600 0,689700 1 1! írskt pund 89,812 90,352 SDR 98,640000 99,230000 Hecu 70,7331 71,1581

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.