Dagblaðið Vísir - DV - 07.03.2000, Blaðsíða 11

Dagblaðið Vísir - DV - 07.03.2000, Blaðsíða 11
ÞRIÐJUDAGUR 7. MARS 2000 11 I>V Stjórn Kjells Bondeviks getur fallið í dag Kjell Magne Bondevik, forsæt- isráðherra Noregs, ætlar að láta greiða atkvæði á þingi í dag um fyrirhugaða nútímatæknimiðstöö á Fornebu i Ósló, að því er norska blaðið Verdens Gang greinir frá. Talið er líklegt að stjómin falli tapi hún í atkvæðagreiðslunni. Samkvæmt blaðinu sættir stjórn Bondeviks sig ekki við pólitík sem hún er andvíg. Þess vegna hótar stjómin atkvæða- greiðslu og afsögn geri meirihluti þingsins alvöru úr áætlunum um að skipuleggja í smáatriðum hvernig byggja eigi upp miðstöð- ina á Fornebu með framlögum hins opinbera og frá einkageiran- um. Stjórnin, sem vill að hið opin- bera taki minni þátt í uppbygg- ingunni, hyggst ekki sætta sig við ákvörðun þingsins. Þó svo að stjórnin fari með sig- ur af hólmi í dag bíður önnur erf- ið atkvæðagreiðsla á fimmtudag- inn. Meirihluti þingsins vill þvinga stjórnvöld til þess að hefja byggingu gasorkuvera strax. Morðingja Arkans er leitað í Svíþjóð 38 ára gamall veitingahússeig- andi í Stokkhólmi og 33 ára vinur hans eru grunaðir um aðild að morðinu á serbneska stríðsglæpa- manninum Arkan. Sænska lög- reglan telur að þeir séu í felum í Svíþjóð. Zeljko „Arkan“ Raznatovic var skotinn til bana 15. janúar síðast- liðinn á Hotel Intercontinental í Belgrad. Lögreglan greip þrjá menn sem grunaðir eru um morð- ið. Tveir til viðbótar eru taldir tengjast morðinu. Veitingahússeigandinn sem leitað er að var dæmdur fyrir þjófnað í Svíþjóð fyrir mörgum árum og var honum vísað úr landi. Hann kom hins vegar til- baka undir folsku nafni. Hann notaöi til dæmis grísk nöfn. Nú ber hann serbneskt nafn og er með nýja kennitölu. Arkan, sem var leiðtogi Tígr- anna í Serbíu, var eftirlýstur af stríðsglæpadómstólnum í Haag. Hann var eftirlýstur í Svíþjóð fyr- ir bankarán á áttunda áratugn- um. Danski pólfarinn gafst upp Danska ævintýrakonan Bettina Aller gafst í gær upp við tilraun sína til að komast á norðurpólinn. Á sunnudaginn misstéig Bettina sig og meiddi sig á hné. Hún reyndi í gær að draga sleða sína en varð að gefast upp eftir fjórar klukkustundir. Þá gat hún hvorki beygt hnéð né rétt úr fætinum. I dag mun rússnesk björgunarþyrla halda af stað til þess að ná í Bett- inu. Bettina rakst á ný á ísbjörn í lok síðustu viku eftir að hafa neyðst til að skjóta ann£m fyrr í vikunni. Henni tókst að hrekja þann seinni á brott. Utlönd Bush og Gore í góöum málum: Tilnefning í sjónmáli A1 Gore, varaforseti Bandaríkj- anna, og George W. Bush, ríkisstjóri í Texas, gætu svo gott sem tryggt sér forsetaefnistilnefningu flokka sinna, demókrata og repúblikana, eftir forkosningar sem verða haldn- ar I sextán ríkjum i dag. Skoðanakannanir benda til að A1 Gore muni fara með sigur af hólmi í öllum ríkjunum sextán þar sem forkosningar demókrata verða haldnar og þar með binda enda á kosningabaráttu Bills Bradleys, fyrrum öldungadeildarþingmanns. Bush er spáð sigri í að minnsta sjö ríkjum af þrettán þar sem repúblikanar ganga að kjörborðinu til að velja sér forsetaframbjóðanda. Bush er meðal annars spáð sigri í Kalifomíu þaðan sem flestir fulltrú- amir á landsfund flokksins koma. Helsti keppinautur hans, öldunga- deildarþingmaðurinn John McCain, gæti sigraö í flmm ríkjum á norð- austurströndinni. Óljósara er hvemig muni fara í New York. I síð- ustu könnunum var Bush þó með tíu prósentustiga forskot. Bush og Gore eru þegar farnir að George W. Bush leggur við eyrun Ríkisstjórinn í Texas hlustar á Lauru eiginkonu sína á framboósfundi. beina sjónum sínum hvor að öðrum og eru byrjaðir að búa sig undir komandi kosningabaráttu sem næsta vist er að verður óvægin. Snjóflóð í Svíþjóð Svona var umhorfs í eldhúsi starfsmannabústaöar viö hótel í noröurhluta Svíþjóöar eftir aö snjóflóö féll þar snemma á mánudagsmorgun. Einn maöur lét lífiö í snjóflóðinu og tvær byggingar eyöilögöust. Björgunarsveitir fundu tvo menn á lífi undir snjónum. Mikil ofankoma var þegar snjóflóöiö féll. Eggjakast gegn Albright Stjómleysingjar fleygðu í gær eggjum að Madeleine Albright, ut- anríkisráðherrá Bandaríkjanna, þegar hún kom frá háskólanum í Bmo í Tékklandi þar sem hún hafði verið heiðruð. Lögreglan leiddi stjómleysingjana á brott. Albright lét engin orð falla um atvikið og ekki heldur um þau orð Vaclavs Havels Tékklandsforseta að honum þætti það frábært tæki hún þátt í forsetakosningunum í Tékklandi ár- ið 2003 þegar hann lætur af emb- ætti. Albright fæddist í fyrrverandi Tékkóslóvakíu og hlaut þá nafnið Marie Korbelova. Faðir hennar, sem var gyðingur og stjómarerind- reki, flúði tvisvar land. Fyrst þegar nasistar hertóku Tékkóslóvakíu og síöar þegar kommúnistar komust til valda. Albright hefur lýst því yfir að sér þætti heiður að þvi að sum- ir vilji fá hana fyrir forseta Tékk- lands. Hún hefur vísað hugmynd- inni á bug en i gær kaus hún að tjá sig ekki um tilmæli Havels. Að lokinni opinberri heimsókn sinni í Tékklandi heldur Albright til Lissabon, Sarajevo og Brussel. Blaðbera vantar í Reykjavík Kópavogi bæði í afleysingar og Hafnarfiröi og föst hverfi. Upplýsingar í síma 800 7080. ..það sem fagmaðurinn notar! Rýrnun ó efni er undir 0,0003mm Lím fyrir festingar í stein - snittteinar í stein -steypustyrktarsfál Verkfræðingar, tæknifræðingar, hönnuðir! . ,þið getið sótt hönnunarforrit fyrir múrfestingar á heimasiðu — okkar sem er www.isol.is SHSSSr <“ LYFJAVERSLUN ÍSLANDS H F. AÐALFUNDUR Aðalfundur Lyfjaverslunar íslands hf. verður haldinn að Grand Hótel Þriðjudaginn 21. mars 2000 og hefst hann kl. 16.00. DAGSKRÁ 1. Venjuleg aðalfundarstörf skv. 14. gr. samþykkta félagsins. 2. Breytingar á samþykktum félagsins. a) Útvíkkun á tilgangi félagsins. b) Breyting á 21. gr. á þá leið að nægilegt verði að kjósa tvo endurskoðendur eða endurskoðunarfélag í stað tveggja endurskoðenda og skoðunarmanna. 3. Tillaga stjómar um að félaginu sé heimilt að kaupa eigin hluti samkvæmt 55. grein laga um hlutafélög. 4. Tillaga stjómar um vilnunarsamninga við lykilstarfsmenn. 5. Önnur mál, löglega upp borin. Tillögur frá hluthöfum, sem bera á fram á aðalfundi, þurfa að vera komnar í hendur stjómarinnar eigi síðar en 7 dögum fyrir aðalfund. Dagskrá, endanlegar tillögur, svo og reikningar félagsins, munu liggja frammi á skrifstofu félagsins 7 dögum fyrir aðalfund. Aðgöngumiðar, atkvæðaseðlar og fundargögn verða afhent á skrifstofu félagsins, Borgartúni 7 á 2. hæð, dagana 14. - 20. mars kl. 9 -16. Stjóm Lyfjaverslunar íslands hf.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.