Dagblaðið Vísir - DV - 07.03.2000, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 07.03.2000, Blaðsíða 12
12 Skoðun ÞRIÐJUDAGUR 7. MARS 2000 I>V Hvaða bók er á náttborðinu hjá þér? Halldóra Ólafsdóttir nemi: Almenn stæröfræði 1. Tómas Eggertsson nemi: Hobbitinn. Atli Bergmann markaösfulltrúi: Hvíldardagar eftir Braga. Ólafsson er efst af mörgum. Áslaug Björgvinsdóttir nemi: Sjálfstætt fólk. Erna Björk Haröardóttir nemi: Kristnihald undir Jökli. Verðmætasti orkugjafinn hækkar enn „Efviö heföum olíuna núna væri ekki aö skella á einhver versta efnahagskreppa hér á landi sem viö höfum oröiö fyrir um iangan tíma. “ Ef við hefðum núna ... Það er fróðlegt að fylgjast með hvemig íslenskir fjölmiðlar reyna að forðast um- ræðu um setlög sem hér hafa fundist við ísland og hafa hugs- anlega að geyma vinnanlega olíu. Eft- Magnús ir að fréttin um að Sigurðsson erient fyrirtæki skrifar: hefði sóst eftir leyfi til að fá að gera tU- raunaboranir hér á íslandi hefur eng- inn fjölmiðili gert tilraun tU að ræða við sérfræðinga sem málið þekkja vegna reynslu af rannsóknum t.d. í Flatey og annars staðar norðanlands. Ég las t.d. leiðara í Morgunblaðmu hmn 29. febrúar, undir fyrirsögninni „Olíuleit á RockaU-svæðinu". Þar var vakin upp umræðan sem Eyjólfur Kon- ráð Jónsson heitinn, sá ágæti og fram- sýni þingmaður, hafði forgöngu um, að Ef við hefðum olíuna núna væri ekki að skella á ein- hver versta efnahagskreppa hér á landi sem við höfum orðið fyrir vegna verðhœkk- unar á olíu. ná rétti okkar gagnvart Bretum á Roc- kaU-svæðinu, en minna um að snúa sér að þeim svæðum sem okkur standa nær, nefnUega í lögsögunni við ísland, og setlögunum við landið norðanvert. - En látum það nú gott heita. Að mínu mati snýst málið núna um olíu sem enn er verðmesti orkugjafinn í henninum og hefur verið okkur ís- lendingum afar dýr í gegnum tíðina, jafnt og öðrum þjóðum. Það bjargaði Norömönnum og Bretum að olía fannst í lögsögu þeirrra og njóta þeir nú óspart afrakstursins. Færeyingar olíuna og jafnvel Danir eru í þann veginn að hefla tUraunaboranir í sinni lögsögu, út af Færeyjum og á Grænlandi, og vonir standa tU að vinnanleg olía finn- ist. Hér við land eru rétt eins miklir möguleikar á að vinnanleg olía finnist og í lögsögu Færeyja, og á öUum þeim sjávarhrygg sem nær hingað tU iands og áfram tU Grænlands. Það er því mikið í húfi að við íslendingar látum á það reyna hvort setlögm hér við land innUialdi vinnanlega olíu. Ef við hefð- um olíuna núna væri ekki að skeUa á einhver versta efnahagskreppa hér á landi sem við höfum orðið fýrir vegna verðhækkunar á olíu. Líklega er aðerns eitt ráð í þessum efiium hér á landi: að olíufélögin hér, eitt eða öU saman, hafi frumkvæði um að láta fullkanna möguleikann á olíu- vinnslu hér við land. - Það er a.m.k. þess virði að fá niðurstöðu í málinu. Ég afþakka flokksskírteini Sigurðar A. I grem Sigurðar A. Magnússonar í DV í gær, þar sem hann kvartar enn einu sinni yfir sjónvarpsdagskránni, segir meðal annars: „Satt að segja von- aði maður að reynslan af frammistöðu fráfarandi yfirmanns, Sigurðar Val- geússonar, fældi ráðandi öfl frá að láta flokksskírteinin áfram ráða manna- ráðningum tU ríkisfjölmiðlanna..." Sigurður A. má að sjálfsögðu hafa þá skoðun sem hann vUl á dagskrá Sjónvarpsins og minni hlutdeUd í henni en mér er illa við að hann skrái mig í Sjálfstæðisflokkinn. Ég hef aldrei verið innritaður í stjómmálaflokk, hvorki Sjálfstæðisflokkinn né aðra flokka. Þetta hefur ekki aftrað mér frá því að vinna og þrífast í íslensku fjölmiðla- og menningarlífi í tæpa tvo áratugi og starfa með ágætum mönnum og kon- um með ýmsar stjómmálaskoðanir að margvíslegum verkefnum. Það hefúr ekki vafist fyrir samferðamönnum minum að ég starfa ekki í skjóli stjóm- málaflokka eða hagsmunabandalaga. Ég hef á hinn bóghm rekið mig á það að sumum þeirra sem best hefur liðið á pólítískum kuldaskeiðum er þetta ráðgáta. Mér hefur liðið vel í hinum pólitíska almennmgi utan flokka og bandalaga. Það kom sér tU dæmis vel þegar ég var deUdarstjóri innlendrar dagskrárdeUd- ar Sjónvarpsins. Þá leitaðist ég við að meta verkefni og hugmyndir án tUlits tU þess hvar menn stæðu í pólitík eða hvort þeir teldu sig meðal þeirra inn- lendu menningarpáfa sem enginn skyldi þora að hafha. Sigurður G. Valgeirsson Hryllilega leiknir áhorfendur Margir hugsa tU þess með hryllingi að þurfa um hver mánaðamót að borga Sjón- varpinu áskriftargjaldið. Sumir horfa ekki neitt á þessa sjónvarpsstöð en þurfa samt að borga af því að þeir eiga sjónvarpstæki til að horfa á aðrar sjónvarpsstöðvar eða vídeó. Síð an eru þeir sem horfa en með hálfgerðum hundshaus, af því að þeir eru búnir að borga afnotagjaldið. Þeir finna sig knúa tU þess að horfa svo þeir fái eitthvað fyrir peningana. Samt finnst þeim flest það sem þeir sjá heldur leiðinlegt. Þeir hrylla sig yfir dagskránni rétt áður en þeir fara að sofa. Jafnvel Derrick er hættur á skján- um og Taggart dauður. Það hafa jafnvel verið stofnuð samtök til þess að berjast gegn skylduáskriftinni en án ár- angurs. Auövitað veit starfsfólk Sjónvarpsins af þessu. Óánægðir áskrifendur hringja og skrifa og vUja losna. Þeir nota sem rök í baráttu sinni að dagskráin sé hryllilega léleg. Það skUur hver mað- ur að leiöinlegt er að sitja undir þessu ár og sið og alla tíð. Starfsmenn Sjónvarpsins eru þó sein- þreyttir tU vandræða en svo má brýna deigt járn að bíti. Það sást á dagskrá sjónvarps aUra lands- manna frá laugardegi fram á sunnudag. Þá léku Eftir þessa nótt þorir enginn annaö en aö borga áskriftargjöldin möglunarlaust. Blóösugur ríkis- sjónvarpsins höföu fullnaðarsigur. starfsmenn þar þvílíkum snUldarleikjum aö áskrifendur sátu eftir skák og mát - hryUUega leiknir. Kvölddagskráin á laugardagskvöld byrjaði nefnUega á hryUingi fyrir börn þar sem múmía lifnaði við, svo geðslegt sem það er. í kjölfariö fylgdi enn meiri hryUingur í formi viðtals við blóösugu. Viðkvæmt fólk var farið að bugast þegar hér var komið og böm grétu. Sjónvarpið lét þó ekki staðar numið í hryUUegri dagskrá sinni og kýldi á hroU- inn með frásögn af úlfi en þær skepnur ótt- ast mannfólkið meira en flestar aðrar. Við- vörun fylgdi þó til þeirra áhorfenda sem enn máttu mæla. Harðjaxlar þeir sem lifðu af sýninguna á úlfinum hroðalega kynntust næst vandfýs- inni blóðsugu, þeirrar náttúru að hún lagð- ist aðeins á þá sem verðskulduðu að deyja. Klukkan var orðin fjögur aðfaranótt sunnudagsins þegar þeim hryUingi lauk. Vafasamt er að nokkur hafi þolað meira ógrátandi en dagskrárgerðarmenn Sjónvarpsins voru ekki hættir. Þeir klykktu út með hryUilegri sögu af bruna á vaxmyndasafni er ungur maður breyttist í skrímsli. Klukkan var langt gengin í sex þegar þeirri skelfingu lauk. Eftir þessa nótt þorir enginn annað en borga áskriftargjöldin möglunarlaust. Blóðsugur ríkis- sjónvarpsins höfðu fuUnaðarsigur. EtgfHri' Laun: einkamál Hallgrimur Jðnsson skrifar: í blaðaauglýsingum að undanfomu hefur mátt sjá menn sem dregnir eru fram með umsagnir sínar um launa- mál, tveir og tveir í senn; annar úr lág- launahópum, hinn út hópi forstjóra, prófessora eða annarra hátekjumanna og lýsa báðir yfir hörmungum hinna láglaunuðu. Reyndar gefúr láglauna- maðurin upp sín lágu laun en undir ummælum hálaunamannsins stendur einungis: Laun einkamál. Þetta gengur þvert á lýsingu hins hálaunaða á því hve illa hinn aðilinn í auglýsingunni hljóti að vera settur miðað við sig. Og því missir auglýsingin auðvitað marks þegar ekki sést hve launabilið er mik- ið milli þessara aðila. En sá láglaunaði má nú samt vera þakkláturr forstjór- anum eða prófessomum fyrir að láta þó samúð sína í ljós! Clinton fær að lifa Margrét Einarsdóttir hringdi: Ég las í blaði sl. sunnudag að skynug úrskurðamefnd skipulags- og byggingarmála hefði nú valtað yfir borgárstjóm Reykjavíkur með því að ógilda fyrri samþykkt borgarstjómar um að nektarstaðurinn Clinton þyrfti að hætta rekstri sínum í Aðalstsræti. Nú fær Clinton að lifa áfram og allir sem vettlingi valda geta farið inn á Clinton-staðinn og gaukað seðlum að stelpunum á súlunum. - Ó, borg, mín borg, mín menningarborg! Clinton-dansstaðurinn. - Þarfekki aö hætta, þökk sé úrskuröar- nefnd borgarinnar. Gengisfelling úr sögunni? Ámi Einarsson hringdi: Lendum við í hremmingum vegna nýrrar olíuverðshækkunar hlýtur annað tveggja að gerast, at- vinnuvegimir verða að draga veru- lega saman og þar með skapast at- vinnuleysi eða að stjómvöld grípi til gamla ráðsins og tilkynni gengis- fellingar fyrir uppistööuatvinnuveg- inn, útgerðina. Að vísu græðir rík- issjóður en þó ekki nema almenn- ingur haldi kaupmættinum og geti verslað og verslað sem brjálaður sé sem fyrr, farið í ferðalög og keypt nýju bílana. Vonandi er gengisfell- ing úr sögunni, en það er varla að maður þori að vera svo bjartsýnn því eitthvað verður að láta undan. Raflínur í jörd niður Axel hringdi: í óveðrinu, sem geisað hefúr undan- farið og skemmt raflínur og fellt staura, hefði línan betur verið neðan- jarðar. Spuming er hvort ekki megi grafa línur niður á þeim svæðum var- hugaverðust eru þegar veðurham- urinn er hvað verstur, t.d. víða fyrir austan, eins og í grennd við Hvolsvöll. Það er ekki einsdæmi að illa fari í slík- um veðrum og því meira en athugandi að gera breytingu á lögnunum. - Jöröin geymir þær best. Lesendur geta hringt allan sólarhring- inn í síma: 550 5035. Eða sent tölvupóst á netfangiö: gra@ff.is. Eða sent bréf til: Lesendasíða DV, Þverholti 11,105 ReyKiavik. Lesendur eru hvattir til að senda mynd af sér til birtingar með bréfunum á sama póstfang.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.