Dagblaðið Vísir - DV - 07.03.2000, Blaðsíða 13

Dagblaðið Vísir - DV - 07.03.2000, Blaðsíða 13
ÞRIÐJUDAGUR 7. MARS 2000 13 IDV Tónlist Framandi hljóðheimur Á efnisskrá Caput-tónleikanna í Salnr um á sunnudagskvöld voru m.a. fimm verk sem sameiginlegir kraftar ýmissa tónskálda og myndlistarmanna höfðu getið af sér í Flash margmiðlunarverk- efni Bifrons-stofnunarinnar. Verkin voru gefin út á DVD og frumsýnd sl. haust i Amsterdam. Það er Þóra Kristín Johansen semballeikari sem veitir stofnuninni forstöðu en hún var stödd hér fyrir ekki svo löngu og lék einleik 1 sembalkonsert Góreckis með Kammer- sveitinni, sællar minningar. Ekki er hlaupið að því að lýsa þessum verkum með orðum. Mér virtust þau held- ur þunn og tilgangurinn hulinn nema í tveimur fyrstu verkunum, öðru eftir Lou- is Andriessen (tónlist) og Marijke van Warmerdam (myndverk) þar sem flæði tónlistar og myndar virkuðu sem ein fal- leg heild og Flash You/Puzzling eftir Chiel Meijering og Jaap Kroneman sem var skemmtilega unnið. Tónverkin voru öll prýðileg áheymar fyrir utan sírenu- sönginn Lirica eftir Roderik de Man við texta T.S. Eliots sem hafði þann ókost helstan að vera of langt. Svo orðlengi ég ekki um þetta frekar en bendi fólki á að skella sér í Nýlistasafnið þar sem verkin eru til sýnis og upplifa sjálft. Annars voru á efnisskrá fyrir hlé tvö mun myndrænni verk en þau sem voru í mynd. Wood-Spirit sænska tónskáldsins Staffans Mossenmarks frá 1989 er ágætt og hnitmiðað verk sem lýsir upplifunum göngumanns á leið gegnum skóg. Harm- oníkusnillingurinn Tatu Kantoma lék það af mikilli sannfæringu og kallaði fram ýmsa skógarálfa og anda í öðruvísi skóg- arferð en maður er vanur. Tatu nær góð- um tengslum við áheyrendur og miðlar tónlistinni til þeirra af alhug. Sama má segja um Camillu Söderberg sem flutti þetta kvöld Sononymus II fyrir kontrabassa-, tenór- og altblokkflautur og rafhljóð eftir Hilmar Þórðarson. Verkið var frumflutt í Vín í fyrra en heyrðist nú í fyrsta sinn á íslandi. Það er í þremur þátt- um, Þankagangur, Glaðlyndi og Eftirþank- ar og er kontrabassablokkflautan áberandi í þeim fyrsta og síðasta. Það er eitthvað dularfullt og frumstætt við hljóm þessa hljóðfæris og ekki skemmir útlitið fyrir. I þeim framandi hljóðheimi sem Hilmar hafði skapað í kringum hana varð útkom- an hreint kynngimögnuð. Leikur Camillu var afbragð og verkið hrífandi og á vonandi eft- ir að heyrast sem oftast. Eftir yfirlýsingu þess efnis að síðasta verk- inu á efhisskránni Kópíu eftir Hauk Tómasson gerð tilraun til þess eins og Janácek-pí- anósónatan sem var leikin í Salnum dag- inn áður. En nýtt fyr- ir mér er að tónskáld ákveði fyrir fram að eyða sköpunarverki sínu. Kópía var samin fyrir óvenjulega hljóð- færasamsetningu, flautu, horn, gítar, víólu, sembal, harm- oníku og kontrabassa og er (eða var) í sex köflum sem hver um sig fást við endur- tekningu. Þetta var spennandi tónlist, ófyrirsjáanleg þrátt fyrir endurtekning- arnar, hljóðfænmum att saman á nýstárleg- an máta. Hrifnust var ég af þriðja þætti, Hlekkjum, þar sem bassagítarinn var í unisono með hinum hljóðfærunum til skiptis og falleg flaut- ulinan sveif yfir í öðru rúmi. Eins og oft áður gerir Haukur hljóðfæraleikurunum ekki auðvelt fyrir, nú einkum hvað varðaði hryn í tveimur síð- ustu þáttunum, Déjá vu og Stúfum þar sem hver þrautin á fætur annarri var leyst und- iF' góðri stjórn og skýru slagi Guðna Franzsonar. Þetta var sem sagt eina tækifærið til að heyra þetta verk. Nú er það horfið og sit- ur bara eftir í minn- ingu þeirra sem tón- leikana sátu - nema náttúrulega einhver hljóðfæraleikarinn hafl gerst sekur mn ólöglega eftirritun eins og með Janácek-verkið og það finnist í pappakassa barnabams hans eftir 100 ár. Amdís Björk Ásgeirsdóttir DVJvlYND PJETUR CAPUT hópurinn. „Hver þrautin á fætur annarri var leyst undir góöri stjórn og skýru slagi Guöna Franzsonar. “ skyldi eytt eftir frumflutning hvarflaði hugur minn að því hversu mörg verk hefðu aðeins heyrst einu sinni og svo týnst eða hreinlega verið eytt af tónskáldinu sjálfu - eða a.m.k. Bókmenntir Söguvitund unglinga DV-MYND TEITUR Með söguna á hreinu. „Ánægjulegt er aö ísienskir ungiingar hafna því meö öllu að sagan sé þeim óviökomandi. “ Bók Gunnars Karlssonar og Braga Guðmundssonar Æska og saga, um rannsókn þeirra á söguvitund ís- lenskra unglinga, er forvitnilegt og skemmtilegt rit sem er til fyrirmynd- ar fyrir aðrar tölfræðirannsóknir. Úr slíkum rannsóknum verður einatt til þurr raunvísindalegur fróðleikur sem er jafnvel háiihlægilegur í gervi- empírisma sínum, en Bragi og Gunn- ar leyfa sér að vera hugvísindamenn þó að þeir hafi gert könnun og lýsa forsendum hennar, efni og niðurstöð- um á lifandi og alþýðlegan hátt. Bók sem þessi hefur vitanlega ekki síst hagnýtt gildi. Víst er að ýmsar niðurstöður rannsóknarinnar munu nýtast vel sögukennurum og öðrum sem láta sagnfræðinám sig nokkru varða. Fram kemur hér að kennslu- hættir i sögu eru býsna einhæfir, fel- ast einkum í vinnu með námsbók. Kannski mættu sögukennarar vera frumlegri í starfi sínu? Foreldrar og aðrir uppalendur geta lika dregið nokkurn lærdóm að; til að mynda kemur fram að unglingum þykir áhugaverðara að heyra um söguna frá öðrum fullorðnum en kennurum. Þvi miður virðast sögulegar skáld- sögur ekki lengur þykja nógu áhugaverðar. Það þarf greinilega að kynna íslenska æsku aftur fyrir Walter Scott og Alexandre Dumas! Æska og saga veitir líka greinargott yfirlit um sögukennslu á Islandi og hérlenda um- ræðu um sögukennslu, samþættingarstefnuna svokölluðu og margt fleira. Erfitt er annað en að skemmta sér yfir því að margir íslenskir unglingar telji sig heyra til rétttrúnaðarkirkj- unni. Má kallast nokkuð afrek hjá höfundun- um að segja frá tölfræðilegum niðurstöðum á skemmtilegan þátt. Hér skiptir mestu máli að þeir setja rann- sóknina í vítt samhengi. I raun snýst könnun- in um hvernig tekist hafi til í íslenska skóla- kerfmu við menningaruppeldi. Meginspum- ingin er hver söguvitund ungmenna sé í sam- félagi þar sem skólaár er stutt, skóladagurinn stuttur, kennarar lítt menntaðir, námsefnið rýrt og foreldrar vinnufíknir og fjarlægir. Niðurstaðan er sú að skólakerfið standi sig merkilega vel. Þó hafa markmið sögukennslu ekki að öllu leyti náðst. Nemendur virðast ekki hafa mikinn áhuga á sagnfræði sem fræðigrein, málefnum sem fjalla um þróun og formgerð sögunnar, atvinnuvegum, lýðræði og þess háttar. Ekki er áhuginn heldur ýkja mikill á nýjum straumum i sögunni, t.d. hversdagssögu. Ekki kemur á óvart að strák- ar séu sérstakir áhugamenn um stríð og harð- stjóra; það kemur heim við mínar endurminn- ingar úr skóla. Og áhugi á sögu fyrir 1945 er óverulegur. Mestur er áhuginn á sögu sem tengist lífi unglinganna, t.d. sögu eigin fjöl- skyldu. Almennt má draga þá ályktun af öllu sam- an að unglingar séu vel viti bornir og hafi ágæta dómgreind á flest sem spurt er um. Ánægjulegt er að íslenskir unglingar hafna því með öllu að sagan sé þeim óviðkomandi. Samt má verða fyrir vonbrigðum með hversu trúaðir þeir eru á að sagan sé safn lærdóms- rika dæma. Það virðist frjórra að líta á söguna sem spennandi ævintýri eða leið til að öðlast innsýn í eigið líf. En þannig svarar kannski enginn fimmtán ára unglingur. Skólakerflð eflir líklega tilhneigingu manna til að svara því sem menn halda að sé rétt fremur en að segja það sem þeim finnst. Ármann Jakobsson Bragi Guömundsson og Gunnar Karlsson. Æska og saga. Söguvitund íslenskra unglinga í evrópskum samanburði. Sagnfræðistofnun 1999. (Sagnfræöi- rannsóknir 15) ___________Menning Umsjón: Silja Aðalsteinsdóttir Georg Guðni á síðasta snúningi Nú fer hver að verða síðastur að sjá mál- verkasýningu Georgs Guðna í kjallaranum hjá Sævari Karli við Bankastræti. Þetta er gullfal- leg sýning eins og aðdáendum Georgs Guðna kemur síst á óvart. Einkum eru stóru myndirn- ar á endaveggjunum áhrifamiklar og er gestum bent á að ganga hægt eftir salnum endilöngum og horfa dýpra og dýpra inn í myndina gegnt sér, snúast síðan á hæli og upplifa myndina á hinum endaveggnum. Það merkilega er að þá stækkar hún og fyllir út í rýmið - eins og opn- ast hafi risastór gluggi inn til landsins. Sýningu Georgs Guðna lýkur þegar verslun- inni verður lokað síðdegis á fimmtudag, en á laugardaginn hefst á sama stað myndlistarsýn- ing Irisar Elfu Friðriksdóttur á vegum gallerís- ins og Reykjavíkur menningarborgar. íris Elfa útskrifaðist frá Myndlista- og handíðaskóla ís- lands ‘84 og stundaði framhaldsnám við Jan Van Eyck Akademíuna i Hollandi 1984-6. Hún sýndi síðast hjá Sævari Karli 1996 lágmyndir steyptar í járnrömmum sem vöktu athygli. Lennon & McCartney á túbu Á morgun kl. 12.30 leika túbuleikaramir Finnbogi Óskarsson og Þórhallur Ingi Halldórs- son, félagar í Túbuleikarafélaginu, verk eftir Bach, Mozart, Wennerberg, Stevie Wonder, Lennon & McCartney og Henry Mancini á Há- skólatónleikum í Norræna húsinu. Tónleikam- ir taka um það bil hálftíma. Aðgangseyrir er kr. 500, en ókeypis er fyrir handhafa stúdentaskír- teinis. Krítarhringur á diski Út er komin á geisladiski tónlist Péturs Grét- arssonar við leikrit Bertolts Brechts, Krítar- hringinn i Kákasus, sem er um það bil að hverfa af fjölum Þjóðleikhússins. Á diskinum eru níu sönglög auk prógrammtónlistar, en söngtexta Brechts þýddu Þrándur Thoroddsen og Þorsteinn Þorsteinsson. Söngvarar á diskin- um eru Amar Jónsson, Margrét VOhjálmsdótt- ir, Ingvar E. Sigurðsson, Jóhann Sigurðarson og Ragnheiður Steindórsdóttir. Hljóðfæraleikur er í höndum Matthíasar M.D. Hemstock, Hilm- ars Jenssonar og Eyjólfs B. Alfreðssonar. Auk þeirra leikur Pétur Grétarsson sjálfur á slag- verk og harmoníku. Fiðla og píanó Annað kvöld kl. 20.30 halda Sigurlaug Eð- valdsdóttir fiðluleikari og Valgerður Andrés- dóttir píanóleikari tónleika í Salnum í Tónlist- arhúsi Kópavogs. Á efnisskránni eru Sónata fyrir fiðlu og píanó (1952) eftir Jón Nordal, Sónata fyrir fiðlu og píanó (1943) eftir Prokoffl- eff og Sónata fyrir fiðlu og pianó (1889) eftir Brahms. Flytjendur eru báðir vel kunnir í tónlistarlífi landsmanna. Sigurlaug hefur leikið með Sinfón- íuhljómsveit Islands frá 1994 og er auk þess meðlimur í ýmsum tónlistarhópum eins og Kammersveit Reykjavíkur, Caput og Camer- arctica. Valgerður hefur haldið fjölmarga tón- leika innanlands og erlendis, unnið með söngv- urum og i kammermúsík. klípu núna að hinn umsetni og elskaði höfundur bókanna um galdra- strákinn Harry Potter, Joanna K. Rowling, sé komin í vanda með fjórðu bókina sína, Harry Potter and the Doomspell Tournament. Hún átti að koma út í byrjun júlí og er búið að selja hana fyrir fram í milljónum eintaka en nú er ljóst að útgáfan frestast fram i september. Joanna hefur gefið sér stöðugt styttri tíma til að skrifa bækurnar - sem þó lengjast jafnt og þétt - og hafði einung- is átta mánuði til að skrifa þessa. En biðin fæl- ir ekki kaupendurna frá; það færi illa unnin bók hins vegar létt með. Rowling í Fréttirberastafþví

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.