Dagblaðið Vísir - DV - 07.03.2000, Blaðsíða 20

Dagblaðið Vísir - DV - 07.03.2000, Blaðsíða 20
32 ÞRIÐJUDAGUR 7. MARS 2000 Sviðsljós Lolo Ferrari á vit feðra sinna Franska klámmyndaleikkon- an, hin hrífandi Lolo Ferrari, lést á heimili sínu í Grasse í sunnanverðu Frakklandi á sunnudag. Hún var ekki nema þrítug. Að sögn lögreglu dó Lolo, sem réttu nafni hét Eve Valois, af náttúrlegum orsökum. Lolo var fyrst og fremst þekkt fyrir barm sinn sem ku hafa verið sá stærsti í Evrópu, ef ekki öllum heiminum. Umfang hans þó eitt- hvað á reiki. Sumir segia að um- mál brjóstanna hafi verið 130 sentímetrar en aðrir segja 177 sentímetrar. Seinfeld burt úr frumskógimim Grínistinn og íslandsvinurinn Jerry Seinfeld og nýbökuð eigin- kona hans, hin nýfráskilda Jessica Sklar, eru búin að fá nóg af borgarfrumskóginum í New York og hafa fest kaup á lúxus- höll við ströndina. Húsið var áð- ur í eigu popparans Billys Joels. Fyrir það gáfu Jerry og Jessica hvorki meira né minna en þrjá milljarða islenskra króna, að sögn dagblaðs í New York. Húsið er í hinum sívinsæla spænska stíl, með sundlaug og gestahúsi. Bruce gerir vini stór-Vina-greiða Stórleikarinn Bruce Willis hefur fallist á að gera vini sín- um, leikaranum Matthew Perry, stóran greiða og koma fram í þremur þáttum í sjónvarpssyrp- unni Vinum. Þar leikur Matthew hinn rosalega Chandler Bing. * Bruce og Matthew varð vel til vina þegar þeir léku saman í gamanmyndinni The While Nine Yards. Að vísu viðurkenndi Matthew í viðtali að hann heföi verið hræddur við Bruce fyrstu þrjár vikurnar en ástandið lagaðist, enda Bruce öölingur. Geri Halliwell, kryddpían fyrrverandi, vakti gífurlega hrifningu þegar hún kom fram á Brit-tónlistarverðlaunahátíðinni í London á föstudagskvöld. Söngatriði Geri r þótti svo krassandi að það skyggði fullkomlega á fyrrum stöllur henn- ar, sjálfar Kryddpíurnar, sem fengu verðlaun fyrir ævistarfiö á hátíöinni. Og er því þó hvergi nærri lokiö. Pamela fær sjónvarpsstöð Sílikon- og Strandvarðagellan fyrrverandi, Pamela Anderson, er í þann veginn að stofna eigin sjónvarpsstöð á Netinu. „Við erum að ganga frá samningum núna,“ segir Pamela í Entertainment Weekly. Pamelu hefur gengið vel með sjónvarpsmyndaflokkninn VIP sem fjallar um kvenleynilöggu. Pamela er framleiðandi myndaflokksins og hún leikur einnig i honum. Og það eru ekki bara karlar sem horfa á þáttinn. Suma dagana eru 40 prósent áhorfendanna konur. Nú ætlar Pamela að feta nýjar slóðir og er henni spáð góðu gengi. Naomi Camp- bell á sjúkrahús Ofurfyrirsætan Naomi Camp- bell féll í ómegin á veitingastað í París á fóstudagskvöld og var í skyndi flutt í sjúkrabíl á sjúkra- hús. „Við héldum að hún væri dáin. Hún svitnaði og féll skyndi- lega í gólfiö," sagði einn vina of- urfyrirsætunnar í viðtali við breska blaðið Sunday People. Samkvæmt heimildum blaðsins héldu læknarnir fyrst að fyrir- sætan væri með malaríu. En þeir drógu síðar þá ályktun að um einhvers konar magakveisu hefði verið að ræða. Lífvöröur Díönu prinsessu: Gaf systur sinni ný flott brjóst Kryddpían Victoria nefur geflð litlu systur sinni Louise ný brjóst. Posh greiddi reikninginn fyrir aðgerðina sem sögð er hafa kostað um 800 þúsund íslenskra króna. Áður hafði Victoria sjálf farið í brjóstastækkun. Hún hef- ur einnig gefið mömmu sinni fegrunaraðgerð á andliti. Louise sýndi stolt nýju brjóstin i flegn- um kjól á verðlaunahátiðinni Brit Awards síðastliðið föstu- dagskvöld. Keyptu engan trúlofunarhring Lífvörður Díönu prinsessu, Trevor Rees-Jones, segir það ósatt aö hún og Dodi A1 Fayed hafl valið sér trúlofunarhring rétt áður en þau létust í bíslysi í París. Rees-Jones segir að hann hafi ekki séð þau kaupa neinn hring í Monte Carlo eins og faðir Dodis, Mohamad A1 Fayed, hefur fullyrt. Lífvörðurinn segir einnig að ekki hafi verið neinar sannanir til fyrir því að Díana og Dodi hafi ráðgert að gifta sig. Þetta kemur fram í útdrætti bókar Rees-Jones sem brátt verður gefin út. í bókinni gerir lífvörðurinn grein fyrir síðustu dögunum fyrir bílslysið í París 1997 þegar Díana og Dodi létust. Rees- Jones segir að hann hafi verið með þeim þegar þau gengu á land frá skútunni í Monte Carlo. Þau hafi aldrei farið inn í neina Lífvörðurinn kveðst hafa viljað láta Itfið í staðinn fyrir Díönu prinsessu. skartgripabúð. Það er álit lífvarðarins að hringurinn kunni að vera ekta. Hins vegar hafi skapast goðsögn í kringum aðstæðurnar sem hann var keyptur við og tilgang kaupanna. Faðir Dodis segir að Díana og Dodi hafi ætlað að ganga i hjónaband og að hann hafl borgað fyrir demants- og smaragðhring sem sonur hans hafi ætlað að gefa prinsessunni. Rees-Jones segir að Faeyd hafi ekki bara gert innkaupaferðina til Monte Carlo að sönnunargagni um að Díana hafi ætlað að giftast syni hans heldur einnig að hornsteini í kenningunni um Díana og Dodi hafi verið myrt og að breska leyniþjónustan hafi átt hlut að máli. A1 Fayed sakaði um helging Rees- Jones um að hylma yfir með meintum morðingjum.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.