Dagblaðið Vísir - DV - 07.03.2000, Blaðsíða 24

Dagblaðið Vísir - DV - 07.03.2000, Blaðsíða 24
ÞRIÐJUDAGUR 7. MARS 2000 Sigurður G. Ólafsson milljónasti gestur Sundmiðstöðvar Keflavíkur: Öskudagurinn er mikil hátíð skólakrakka. Öskudagsglens Haldin verður öskudagshátíð á morgun fyrir nemendur í 1.-6. bekk Grunnskólanna í Reykjanesbæ. Hátíð- in stendur yflr frá kl. 14-16 og verður í Reykjaneshöllinni. Dagskráin verð- ur með heíðbundnu sniði: Kötturinn sleginn úr tunnunni, leikir, glens og grín. Ailir fá viðurkenningu fyrir að mæta og einnig fá þeir verðlaun sem slá köttinn úr tunnunni. Samkomur Samtök þolenda eineltis Samtök þolenda eineltis halda fundi á Túngötu 7, Reykjavík, á þriðjudagskvöldum kl. 20. Fyrirlestur um öskudaginn í dag kl. 17 verður fyrirlestur í til- eftii öskudags í stofú 301, Ámagarði. Danski þjóðfræðingurinn Carsten Bergenhoj flytur erindið: Masks in Action - Nordic Christmas Mumm- ing, um bakgrunn, tilgang og skipuiag dulbúningasiða bama á Norðurlönd- um. Lestur Passíusálma Lestur Passíusáima á fóstu Passíusálmar verða lesnir í Hall- grímskirkju hvem virkan dag á fóst- unni kl. 12,15 eins og venja hefur ver- ið undanfarin ár. Krossgátan 1 2 3 4 5 6 7 8 3 10 TT" 12 13 14 JL 16 17 18 19 20 21 22 Lárétt: 1 skrifstofu, 8 rækti, 9 merk, 10 batna, 11 vigtaði, 12 prílar, 14 reið, 16 skortur, 17 regntíð, 19 hlóðir, 21 áköf, 22 beitan. Lóðrétt: 1 hlaðar, 2 megni, 3 karl- mannsnafn, 4 málmur, 5 markieysu, 6 mgga, 7 mikla, 11 óstöðugi, 13 blaut, 15 hrós, 18 átt, 20 ólm. Lausn á síðustu krossgátu: Lárétt: 1 skrekks, 8 mein, 9 lok, 10 ey, 11 Snati, 12 kringum, 14 kima, 16 ama, 17 una, 19 gráð, 21 árinni. Lóðrétt: 1 smekkur, 2 keyri, 3 risi, 4 enn, 5 klagar, 6 kotum, 7 skimaði, 13 nagi, 15 mar, 18 ná, 20 án. Sundið er hluti af mínu daglega lífi DV, Suðurnesjum: „Sundið er bara hluti af daglegu lífi mínu og ég held ég gæti ekki tekist á við daginn fyrr en að hafa synt a.m.k. 1200 metra,“ segir milljónasti sundgestur Sundmiðstöðvar Keflavíkur, Sigurður G. Ólafsson. Það var iþrótta- og tómstundafuiltrúi Reykjanesbæjar, Stefán Bjarkason, sem afhenti honum viðurkenningarskjal af þessu tilefni síðastliðinn fóstudag en þann dag varð Sundmiðstöð Keflavíkur 10 ára. Sigurður byrjaði ungur að æfa sund með íþróttabandalagi Akraness og varð unghngameistari í sundi aðeins 14 ára gamall. „Ég hef verið 8-9 ára þegar ég byijaði að æfa að staðaldri en sneri síð- an yfir í fótbolta á unglingsárum, þá spilaði ég fyrst með ÍA og eftir að ég flutti til Reykjavíkur með Val.“ Sigurður fór siðan aftur út í sundið af alvöru fyrir um tíu árum þegar Sund- miðstöðin var opnuð. „Mér líkaði illa að synda í gömlu 16 m lauginni í Sundhöll Keflavíkur og gafst fljótlega upp á henni. Við opnun Sundmiðstöðvarinnar bytjaði ég síðan aftur af fullum krafli. Þetta er bara hluti af lífsstil að synda og ég syndi að lágmarki 12-1400 metra en þó aldrei meira en tvo km en kflómetr- ann syndi ég á svona 16 mínútum. Síð- an syndi ég ýmsar millivegalengdir þar á milli. Sigurður er mættur þegar laugin er opnuð, hvem ein- asta virkan morgun fyr- ir klukkan sjö, og Maður dagsins um helgar klukkustund seinna. „Það er úrvalsdeild Sundmiðstöðvarinnar i Keflavík sem mætir þama en við erum um 25 manns sem erum í henni, bæði karlar og konur. Að loknu sundi er far- ið í kaffistofu Sundmiðstöðvarinnar og tekinn púlsinn á deginum. Við höldum aðalfund um leið og við erum með þorrablótið, sem er að sjálfsögðu haldið niðri í sundlauginni. Þá er kosið í stjóm deildarinnar og verkum skipt. Á hverju hausti forum við síðan aust- ur í Hruna- rétt. Við erum þá mættir á fixnmtu- degi, tök- um á móti safninu afftalli og hjálpum síðan við að draga í dilka og koma fénu í heimahaga. Þarna upplif- um við sannkailaða réttarstemningu og syngjum og gleðjumst með heimamönn- um. Við eigum einn mikiihæfan söng- mann í deiidinni, Ragnar Jónasson, stórlátúnsbarka. Hann gerði svo mikla lukku i síðustu réttum að hann sló rétt- arstjóra í Hmnarétt til margra ára, Dag- bjart Einarsson úr Grindavík, út af lag- inu og er þá langt til jafnað." Enn sem komið er hafa eingöngu karlamir í hópnum farið í þessa árlegu réttarferð en Sigurður segir að konum- ar sæki það stíft að fá að koma með í næstu réttir og segir hann að þeir muni finna lausn á þvi ef þær sæki það fastar. Fyrir utan sundið segist Sigurður vera mikiil íþróttaunnandi. „Ég er til dæmis mikill fótboltaaðdáandi og hef alltaf ver- ið.“ Sigurður er viðskiptafræðingur og er nýráðinn skrifstofú- og fjármálastjóri 1 Rafveitu Hafharfjarðar. Hann flutti til Keflavíkur árið 1976 þegar hann giftist Lilju Björk Sigurð- ardóttur hárgreiðslumeistara, sem er Keflvíkingur, og eiga þau tvo syni. Ólafur Ágúst er 24 ára vélstjóri og Guðni Sigurbjöm er 18 ára nemi í Fjölbrautaskóla Suðumesja. „Síð- an eigum við tvö bama- böm, systumar Ólöfu Björk og Lilju Björk.“ -AG Englabörnin fóru í síðustu viku í Grunnskóla Hafnarfjarðar á vegum Tónlistar fyrir alla. Hér var um leikræna útfærslu á tónverki eftir John Speight að ræöa, sem hann hefur tileinkaö Sverri Guöjónssyni kontratenór. Aörir flytjendur voru Guöni Franzson, bassaklarinett, Ármann Helgason, klarinett og Pétur Grétarsson, slagverk. Verkiö er nokk- urs konar óöur tii bernskunnar og fór l'var Guömundsson, 6 ára, meö þögult hlutverk drengs meö vængi. Hvítur á leik Staðan kom upp í meist- aramóti Hellis í síðustu um- ferð. Þar var hart barist, þeir Pétur Atli og Vigfús höfðu komið á óvart í mót- inu með hvassri tafl- mennsku og sú varð raunin einnig þeirra á milli.. Skák Hvítt: Pétur Atli Lárus- son - Svart: Vigfús Vig- fússon 23. Rb6+ Kb8 24. Rxd5 Rxe4 25.Ba7+ Kc8 26. Rxc7 Kxc7 27. Dc2+ 1-0 Næsta mót í bikarkeppni *É WM Af 14A £rS A & MjjT. A A # S4? taflfélaganna verður á fimmtudag í Garðabæ, nán- ar tiltekið í Garðaskóla, og hefst kl. 20.00. Mótið verður jafnframt Skákþing Garða- bæjar 2000. Umsjón: Sævar Bjarnason Myndgátan Hefur vaðið fyrir neðan sig Lausn á gátu nr. 2648 Verk eftir Pétur Gaut. Pétur Gautur í Hafnarborg. Pétur Gautur hefur opnað mál- verkasýningu í Hafnarborg, menningar- og listastofnun Hafn- arfjarðar. Pétur Gautur stundaði nám við Myndlistaskóla Reykja- Sýningar víkur og málaradeild Myndlista- og handiðaskóla Islands. Undan- farin ár hefur Pétur Gautur unnið af krafti að list sinni, á Islandi og í Danmörku. Þetta er sjöunda einkasýning Péturs Gauts, en áður hefur hann m.a. sýnt í Gall- erí Borg og Gerðarsafni. Að þessu sinni sýnir Pétur Gautur á fjórða tug verka sem unnin eru á síðustu tveimur árum. 10 dagar í geimskipi Sigþrúður Pálsdóttir, „Sissú“, heldur myndlistarsýningu í Veislugalleríi Listhússins við Laugardal. Sýningin ber heitið 10 dagar í geimskipi og er samsett af mál- verkum. Sissú hefur haldið einka- sýningar og tekið þátt í samsýn- ingum hérlendis og erlendis frá 1979 og segir þessa sýningu vera ídýfu af mörgum ferðalögum sem hún njóti frá vinnustofu sinni í skammdeginu í Reykjavík. Sýn- ingin stendur til 16. mars. Bridge I úrslitakeppni Forbo Krom- menie-boðsmótsins í Hollandi voru spiluð sömu spilin í öllum leikjum. Þetta spil olli miklum sveiflum í mörgum leikjanna, meðal annars 14 impum í viðureignum Kanada og Póllands annars vegar og Banda- rikjanna og Rússlands hins vegar. I fyrrnefnda leiknum gengu sagnir þannig í opna salnum, austur gjaf- ari og allir á hættu: 4 DG norour v «109865 + Á1087 * 3 * Á10753 4» 72 + D * K10965 * 6 * ÁG * 5432 * ÁDG842 Austur Suður Vestur Norður Kokish Jassem Mittelm. Tuszy. pass 1 * 1 4 dobl 4 + pass pass dobl pass 5 * dobl p/h Stökk Erics Kokish er dæmigert fyrir hans sagnstíl: nákvæm sögn sem sýnir spaða- stuðning og styrk í tígli. Pólverjinn Tuszynski gat ekki stillt sig um að dobla og Jassem var ekki svo hepp- inn að finna pass á þá sögn. George Mittelman átti auð- velt dobl og spilið fór 800 niður. Á hinu borðinu í leiknum lauk sögn- um í 4 spöðum sem fóru einn niður. Kanadamenn fór illa með Pólverja í þessum leik, unnu hann meö 41 impa gegn 3 í 8 spilum. I leik Banda- ríkjamanna við Rússa kom svipað slys fyrir. Þar höfnuðu Bandarikja- mennimir í 5 laufum dobluðum í NS eftir svipaðar sagnir og fóru 1100 niður. Samningurinn var 3 spaðar, slétt unnir á hinu borðinu og sveifl- an þar einnig 14 impar. Bandaríkja- menn unnu þann leik með 23 imp- um gegn 16, þrátt fyrir þetta slæma spil. Isak öm Sigurðsson

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.