Dagblaðið Vísir - DV - 10.03.2000, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 10.03.2000, Blaðsíða 8
I 1 □1-l-Í-Í-ö.F..F...X.T.—B V T M M I I JLiJLajiL.............m.a.r.s,....11.1..........„m-a.,.E-s. Ifókus •Klúbbar ■ FLÓVENT í KJALLARANUM Það verður heitt á dansgólfi Þjóðlelkhúskjallarans þegar Geir Flóvent grípur skífurnar og þeytir þeim tvist og þast. ■ HUGARÁSTAND Á THOMSEN Það er alltaf allt vitlaust á hugarástandskvöldunum á Kaffi Thomsen. Arnar og Frímann eiga eftir að kreista úr þér hvern einasta svitadropa í dúndr- andi house- og techno-keyrslu sem mun standa langt fram eftir morgni. Mættu snemma með nýja skó. ■ SKUGGABARINN Við göngum að því vísu aö Dj. Nökkvi sjái um sitt fólk á Skugganum eins og vanalega. ■ SPOTUGHT Dj ívar er orðinn fastagestum á Spotlight að góðu kunnur. 500 krónur kostar inn eftir kl. 1. •Krár ■ ATÓWI#3 Á GAUKNUM Atóm nr. 3 veröur haldið á Gauknum og eru herlegheitin I boði Undirtóna. Stjarna kvöldsins verður hinn heimsfrægi og sjóöheiti plötusnúður Christian Smith. Honum til fulltingis verða síðan þeir Dj Bjössi og Dj Exos. Eitthvað sem enginn ætti að láta óathugað. Þeir sem ekki sjá sér fært að mæta geta hlustað á geðveikina á www.xnet.is ■ AMMÆLI Á GRANPROKK Grandrokk heldur upp á sjö ára afmæli sitt nú um þessar mund- ir. Það er hljómsveitin Úlrik sem sér um tryllt djamm og læti. ■ BONGÓKVÓLP Á PRIKINU Hann er mættur aftur með bongótrommurnar sínar, hann Jay. í þetta sinn er I fylgd með honum Dj Tommi og munu þeir sjá gestum Priksins fyrir þéttum takti og þrusandi diskói. Það fer enginn svekkt- Rccbok GUESS Watches mira.is SJÁÐU Á NETINU BÆJARLIND 6 200 KÓPAVOGI Sími: 554 6300 • Fax: 554 6303 ur út. Brjálæöið byrjar um 23. ■ RÓMANTÍK í FJÓRUNNI Fjaran, Fjöru- kránni, býöur gestum sínum upp á rómantíska kvöldstund. Snæðið matinn á meðan Jón Möll- er lætur Ijúfa tóna líða um loftin. ■ ÍRSKT Á AMSTERDAM Það veröur hin írskættaöa glaum- og glyssveit Papar sem skemmtir gestum Café Amsterdam. Látið Ijúf- an Guinness gutla I belgnum meðan þið hopp- ið við hátt spilaöa rauðhærða freknótta tónlist fram á rauðamorgun. ■ UÚFIR TÓNAR Á NAUSTINU Matargestir Naustsins geta látið líða úr sér með Ijúfa tóna frá Liz Gammon í eyrum sér. Kjörin kvöldstund. ■ S&H Á GULLÓLDINNI Gullöldin býöur gest- um sínum til skemmtunar. Svensen og Hall- funkel munu fylla húsiö af feikna fjöri. Ham- ingjustund til kl. 23.30 þar sem ódýrt öl lekur I strlðum straumum úr ótæmandi uppsprett- unni sem barinn er. ■ STUÐ Á SPORTKAFFI Þaö verður meg- astemning á ísafold Sportkaffi þegar plötu- snúöarnir Albert og Siggi mæta á svæðið og dæla út dúndurtakti. Eins og áður skuluð þið vera snyrtileg til fara eða fara annað. ■ BLÁI ENGILUNN Karókið lifir enn á Bláa englinum I Austurstræti. Hér þarf enginn að vera feiminn við að syngja því staðurinn er ekki meö svið heldur getur maður bara staðið við barinn og sungið sitt eftirlætislag um leið og maður pantar sér bjór. ■ CATALÍNA. KÓPAVOGI Nei, nei, vá, mætir ekki bara allt Þotuliðið í Kópavoginn á Catalín- una í kvöld. Mætið ef þið viljið vera meðal þeirra ríku og flottu. ■ EIKI HAUKS í MOSÓ Rauðhærði rokkarinn Ei- ríkur Hauksson mætir á Álafossföt bezt I Mosó þar sem hann mun troða upp ásamt Gildrufélögun- um. Hann mun syngja mörg af sínum þekktustu lögum ásamt þeirra bestu lögum. Missið ekki af þessari einstöku rokkhá- tíð I Mosó þar sem tveir langkröftugustu rokksöngvarar landsins, Biggi og Eiki, sameina krafta sína. Mætiö tímanlega því borð og miöar verða ekki tekin frá. Verð 1000 krónur. ■ KAFFl STRÆTÓ Eigandi Kaffi Strætós í Mjódd, Hermann Hermannsson, á afmæli þessa helgi og því er staðurinn með afmælistil- boð í gangi. Trúbadorinn Einar Jóns spilar. ■ LÉTT Á NÆTURGALANUM Gestir Næturgal- ans geta látið sér líða vel við léttan undirleik og Ijúfan söng þeirra Önnu Vilhjálms og Hilmars Sverrissonar. Húsið opnar kl. 22.00 ■ NJÁLL í NJÁLSSTOFU Það verður Ijúf stemmning í Njálsstofu. Hinn sívinsæli Njáll úr Víkingabandinu spilar létta tóna fyrir gesti. Ókeypis aðgangur. ■ PRIKHO Dj Tommi og ásláttarleikarinn Jay endurtaka leikinn á Prikinu frá þvl um slöustu helgi. ■ RÚNAR ÞÓR Á PÓBB PÉTURS Gestir Pét- urs pöbbs geta látið öliö líða Ijúft niður við und- irleik hins síunga Rúnars Þórs. Eins og alltaf er sá kaldi aðeins á 350kall. Opið til 3.00 ■ TVEIR Á SPRETTI Dúettinn ólafsfirski, Létt- ir sprettir, spilar og syngur fyrir gesti Kringlu- krárinnar. Mætið I stuttbuxum því svitinn mun flæða I sveiflunni. ■ VARÐSKIPIÐ THOR Hljómsveitin Helðurs- menn mætir með rokk og ról á Varöskiplð Thor sem liggur viö bryggju I Hafnarfirði. Hress sveit sem spilar öll sixties-lögin meöan aldan leikur við kjölinn. Böl 1 ■ DANSLEIKUR í FJÓRUKRÁNNI Fjörugarður- inn, Fjörukránni býður gestum slnum upp á rokna dansleik. Um fjörið sjá hinir eldhressu meðlimir Nýju Víkingasveitarinnar. Et, drekk og ver glaðr. ■ NÆTURGALINN Hið slvinsæla söngpar, Hilmar Sverris og Anna Vilhjálms, sjá um stuð- iö á Næturgalanum I Kópavoginum. Ekta ball- stemning. Takið danskóna með I poka. ■ TJÚTT Á NAUSTINU Þeir eru mættir aftur, fé- lagarnir I hljómsveit Friöjóns Jóhannssonar. Gestir Naustsins geta notið léttrar sveiflu og losað sig viö nokkrar af kaloriunum sem þeir bættu á sig I matnum. Ballið byrjar kl. 23. D jass ■ JAZZ Á HÚSAVÍK Kvartett Sunnu Gunn- laugs leikur I Borgarhólsskóla á Húsavik kl. 17. Kvartettinn skipa þauSunna Gunnlaugs- dóttir, Tony Malaby á tenór-saxófón, Drew Gress á bassa og Scott McLemore á trommur. •Klassík ■ BURTFARARPRÓF ÚR TÓNUSTARSKÓL- ANUM Tónlistarskðlinn í Reykjavík stendur fyr- ir tónleikum I Salnum, Tónlistarhúsi Kópavogs, kl. 17. Tónleikarnir eru burtfararpróf Ingunnar Jónsdóttur flautuleikara frá skólanum. Anna Guðný Guðmundsdóttir leikur meö á píanó. Að- göngumiðar seldir við innganginn. ■ KAMMERTÓNLEIKAR í GARÐABÆ Kl.17 verða haldnir kammertónleikar I Vídalínskirkju I Garðabæ. Eftir hlé fer dagskráin fram I safn- aðarheimilinu. Hljómkórinn mun koma fram I fyrsta sinn undir stjórn Gerrit Schuil og flytur m.a verk fyrir kammerkór og fjórhentan planó- leik. Planóleikariar verða þeir Gerrit Scuil og Richard Simm. •Svgitin ■ DANSLEIKUR I BORGARFIRÐI Hesta- mannafélagið Skuggi I Borgarfirði heldur dans- leik I veitingastaöanum Panorama, Borgarnesi. Pétur Pétursson mun stjórna hópsöng og spila fýrir dansi. Húsið er opið öllum og sem flestir hvattir til að mæta. ■ ÍSFIRÐINGAR. PÓNKIÐ! Nú er mál að gripa gæsina meðan hún gefur sig svo Ijúflega. Það verður enginn væll þegar fatlafólin I Örkuml taka á því I Framhaldskóla Vestfjaröa, ísafirði. Pönk, pönk og aftur pönk sem byrjar kl. 21.00. ■ AFMÆU GRANDROKKS Akurnesingar og nærsveitungar ættu ekki aö láta sig vanta á Grandrokk, Akranesi. Um þessar mundir er Grandrokk, Reykjavík að halda uppá sjö ára af- mæli sitt og nær það alla leið yfir flóann. Um stuðiö sér gamli rokkhundurinn Björgvin Gísla- son. ■ BUTTERCUP í HÓFÐANUM Súpergrúppan Buttercup heldur þrusu ball I Höfanum, Vest- mannaeyjum. Þaö verður dúndurstuð og stemmning þegar skötuhjúin íris og Valur þenja raddböndin viö lýtalausan undirleik félaga sinna. ■ HAFRÓT Á RÁNNI Hljómsveitin Hafrót léttir fólki stundir er þeir djamma á Ránni, Keflavík. Tjútt og tralala. ■ SÓLPÓGG í EYJUM Loksins kemur Sóldögg I Fjöruna I Vestmannaeyjum. Þaö klikkaði sein- ast þegar þeir áttu að koma en nú skeður það. Það verður allt á suöupunkti og mikill hiti á svæðinu. Enginn ætti láta sig vanta þvl strák- arnir kunna svo sannarlega aö rokka. ■ BJARNI TRYGGVA Á NESKAUPSSTAÐ Hinn óseðjandi Bjarni Tryggva og bassaleikarinn víð- frægi Kristinn Gallagher tjútta I Stúkunni Hótel Egilsbúð frá 23-3. Ókeypis fyrir miðnætti en annars er miðaverð 500 kr. Rétt er að minna á að sýningin með Hellisbúanum sem vera átti 26 þessa mánaðar frestast og verður nánar auglýst síðar. ■ DJ ÝMIR Á SIRKUS Það verður tribal house- stemmning á Sirkus þegar að Dj Ýmir mætir á svæðiö. Alltaf tjill á Sirkus með rautt I glasi og glampa I glyrnum. ■ KAFFl AKUREYRI Leyniflélagið mætir á Kaffi Akureyri þar sem aldurstakmarkið er 20 ár. Einnig: „Stærsta von Islands", valið á Is- lensku tónlistarverðlaununum. Látið álit ykkar I Ijós. ■ LAND OG SYNIR í NJARÐVÍK Land og syn- ir ætla ekki að drepa neinn I Stapanum Njarð- vlk . Aftur á mót hvetja þeir hlustendur slna til þess að nota ekki eiturlyf og fremja ekki sjálfs- morð. Lesið nánar um kvartanir vegna lagsins Freistingar á síðu 31 Fókus. ■ SKÍTAMÓRALL Á AKUREYRI Hljómsveitin Skítamórall skellir sér noröur og verður með funheitt ball I Sjallanum hinum klassíska skemmtistað Akureyringa. ■ TÓNLISTARVEISLA Á AKUREYRI Tónlistar veislan heldur áfram I Kompaníinu staður unga fólksins á Akureyri. Staöurinn sem er til húsa að Hafnarstræti 73 býður upp á Metalfest 2000 I kvöld sem byrjar upp úr kl. 19.Fram koma:Shlva, Toy machine, Brain Police, Choke, Elexír, Burning Eyes, Squirt og Klink.Aðgangseyrir 500 kr. ■ VIÐ POLLINN AKUREYRI Hljómsveitin PKK+ frá Akureyri mætir á Við pollinn skemmti- staðinn I Strandgötunni. Frítt inn fyrir miönætti. ■ ÍSUÐU GELLURNAR Á SIGLUFIRÐI ísuðu gellurnar I leikstjórn Guðjóns Sigvaldasonar veröa frumsýndar I Nýja Bíói á Siglufirði en þeg- ar eru ráðgerðar a.m.k. tvær sýningar til viðbót- ar. ■ ÖSKUDAGSSTEMMING Á EOILSSTÖÐUM Það verður sannkölluð öskudagsstemming á Orminum Egilsstöðum. Allir sem mæta I bun- ing fá óvæntan glaöning á barnum.Áður en ball- ið byrjar verður boxkvöld til miönættis. Prinsinn Naseem mætir Vuyani Bungu. Stuðpúði á staönum. Húsið opnar kl 20. Frltt inn. Leikhús ■ BANEITRAÐ SAMBAND íslenska óperan sýnir leikritiö Baneitrað samband á Njálsgöt- unni sem er byggt á samnefndri skáldsögu Auðar Haraldsdóttur. Þetta er svört kómedía I anda Auðar sem höfðar til unglinga og þeirra sem þekkja unglinga. Hallærisplanið svlfur yfir vötnum og Kalda striðiö minnir á sig. Meöal leikara eru Gunnar Hansson, Hildigunnur Þrá- insdóttir og Margrét Kr. Pétursdóttir. Leikstjóri er Gunnar Gunnsteinsson. Sýningin hefst klukkan 20 en þetta er með síðustu sýningum. Slmi I miðasölu er 5514200. ■ DJÖFLARNIR Leikfélag Reykjavíkur sýnir Djöflana eftir Dostojevskí en þetta er leikgerð I tveimur þáttum. Fyrir sýninguna er formáli sem hefst klukkan 18 en sýningin sjálf byrjar klukk- an 19. Meöal leikenda eru Halldór Gylfason og Friðrik Friðriksson. Slmi I miðasölu Borgarleik- hússins er 580 8000. Þetta er næstsíðasta sýning. ■ GULLNA HLIÐIÐ Þaö veröa tvær sýningar á Gullna hliðinu eftir Davíð Stefánsson I Þjóðlei- húsinu, klukkan 15 og 20. Leikstjóri er Hilmir Snær Guðnason, tónlist er eftir Pál ísólfsson og meðal leikara eru Edda Heiðrún Backman, Pálmi Gestsson, Guðrún S. Gísladóttir og Er- lingur Gíslason. Gullna hliöiö er álitið eitt af gullmolum Islenskrar leiksögu og sagan um kerlinguna sem ferðast með sálu karls slns svikur engan. Sími I miðasölu er 5511200 og þaö eru nokkur sæti laus. ■ HELUSBÚINN Hellisbúinn heimsækir Akur- eyringa og gleðin hefst klukkan 20. Leikstjóri er Sigurðu Sigurjónsson en hellisbúinn er Bjarni Mér Hauksson. ■ LANGAF1 PRAKKARI Möguleikhúsið sýnir barnaleikritið Langafi prakkari sem er byggt á sögum Sigrúnar Eldjárn. Sýningin hefst klukkan 14. Það er uppselt en miðapantanir eru I slma 562 5060. ■ LEITIN AÐ VÍSBENDINGU Edda Björgvins- dóttir fer á kostum I einleiknum Leitin að vís- bendingu um vitsmunalíf í alheiminum. Þar bregður hún sér I fjölda hlutverka og setur sig I spor óllklegasta fólks. Höfundur verksins er Jane Wagner. Sýningin hefst klukkan 19. Það eru örfá sæti laus og slmi I miðasölu er 568 8000. ■ SJEIKSPÍR Maraþonsýningin Sjeikspír eins og hann leggur sig hefst klukkan 23 og það verður rennt yfir Sjeiksplrverkin á aðeins 97 mínútum og geri aðrir betur. Leikstjóri er Bene- dikt Erlingsson og leikendur eru Halldóra Geir- harðsdóttir, Halldór Gylfason og Friörik Frið- riksson. Ekta klassík I hreinum Bónusumbúð- um og þeir sem nenna ekki aö lesa meistarann sjálfan græða slatta. Simi í miðasölu er 530 3030 og þaö eru aðeins örfá sæti laus. ■ SKÆKJAN RÓSA Hjá Leikfélagi Akureyrar gengur leikritið Skækjan Rósa og verður það sýnt kl. 20. Leikritið er eftir Luis Martín Descalso og fjallar um vændiskonuna Rósu sem á Kristlíkneski upp á lofti sem hún talar oft við. ■ SPANSKFLUGAN í ARATUNGU Leikdeild Ungmennafélags Biskuptungna sýnir Spansk- fluguna eftir Þjóðverjana Arnold og Bach I Ara- tungu, Biskupstungum. Leikstjóri er Björn Gunnlaugsson. Boöiö er upp á sérstakan leik- húsmatseöil fyrir sýninguna I Aratungu, sem er samansettur af léttum réttum og tilheyrandi veigum. ■ VÉR MORÐINGJAR Leikritið Vér morðingjar eftir Guömund Kamban verður sýnt I Þjóöleik- húsinu. Leikstjóri er Þórhallur Sigurösson og meöal leikara eru Halldóra Björnsdóttir, Valdi- mar Örn Flyering og Kristbjörg Keld. Vér Morð- ing'ar tels vera eitt af meistaraverkum ís- lenskra leikrita og sigraði danskar sálir I Kaup- mannahöfn árið 1920. Það eru nokkur sæti laus og sími I miðasölu er 5511200. ■ ÉG VAR EINU SINNI NÓRD Jón Gnarr nör dast I stykkinu Ég var elnu sinni nörd sem verð- ur sýnt I Loftkastalanum klukkan 21. Upphitari er Pétur Sigurðsson og það eru aðeins örfá sæti laus. Um aö gera að ná þeim því fátt er fyndnara en Gnarrinn I góöum glr. Áhugasömum húmoristum er bent á pöntunarsíma 552 3000. ■ Ó ÞESSI ÞJÓÐ Revían Ó þessi þjóð gleöur glaða I Kaffileikhúsinu. Handrit er eftir Karl Ágúst Úlfsson, tónlist eftir Hjálmar H. Ragnars- son og leikstjóri er Bryna Benediktsdóttir. Sýn- ingin hefst klukkan 21, það eru örfá sæti laus og slmi I miðasölu er 551 9055. ■ ÞREK QG TÁR Leikfélag Menntaskólans að Laugarvatnisýnir leikritið Þrek og Tár eftir Ólaf Hauk Slmonarsson kl. 21 á Vík. ■ JÓNATAN Halaleikhópurinn frumsýnir leikrit- ið Jónatan kl. 20 I Halanum, Hátúni 12. Höf- undur og leikstjóri er Edda V. Guðmundsdóttir. Slmi Halaleikhópsins er 5529188. •Kabarett ■ BEE GEES-SÝNING Á BROADWAY Enn og aftur er Bee Gees-sýningin á Broadway. I þess- ari sýningu syngja fimm strákar og tvær stelpur þekktustu lög Glbb-bræðra. HljómsveitGunnars Þórðarsonar sér um undirspiliö en hún sér einmitt llka um ballið á eftir. Miðasala og borða- pantanir I slma 533 1100. ■ OPH) HÚS í MK I dag standa allar dyr MK opnar og munu nemendur og kennarar kynna starfsemi skólans. Skemmtiatriði I boði nem- enda. Húsiö er opið frá kl. 13 til 17. •Fyrir börnin ■ GOSI Barnaleikritið Gosi er sýnt hjá Leikfé- lagi Akureyrar kl. 14. Skemmtileg útfærsla hjá Helgu Arnalds á þessarri klasslsku sögu. Sýn- ingin tekur einungis rúman hálftlma I flutningi og hvorki börnum né fullorðnum ætti að leiðast á þeim tíma. ■ UPPSKERUHÁTÍÐ KFUM OG KFUK Frá kl. 14 til 16 verður haldin uppskeruhátíð í aðal- stöðvum KFUM og KFUK við Holtaveg. Dag- skráin er I höndum barna og unglinga úr æsku- lýðsstarfi félaganna. Boðið verður upp á marg- víslegar uppákomur og listviðburði eins og söng, dans, tónlist og leikrit. Einnig verður bas- ar á staðnum. Þema æskulýðsstarfsins I vetur hefur verið mismunandi kjör barna og unglinga í helminum og hefur það verið unniö I náinni samvinnu við Hjálparstarf kirkjunnar og mun [ aðgangseyrir af hátíðinni renna óskiptur þang- aö en hann er 100 kr. fyrir börn og 200 kr. fyr- ir fullorðna. iOpnanir ■ Gfll i rní SÆVARS KARLS Milli kl. 14 og 16 verður opnum á sýningu írisar Elfu Friðriksdótt- ur I Gallerí Sævars Karls.Iris er fædd 1960. Hún útskrifaðist frá Myndlista- og handíða- skólalslands ¥84, stundaði framhaldsnám viö Jan Van Eyck Akademluna I Hollandi árin ¥84 til ¥86. Hún sýndi síðast hjá Sævari árið 1996, lágmyndir.steyptar I járnrömmum, og fékk lofs- verðadóma gagnrýnenda. íris hefur búið I Dan- mörku s.l. 2 ár og hlautð mánaða listamanna- laun árið 1999. Nánari fræðslu er að finna á heimasfðu írisar: www.geocities.com/ iriselfa/index.html ■ LISTASAFN ÍSLANDS Kl. 15 opnar Jón Gunnar Árnason sýningu á verkinu Cosmosl sal 2 I Listasafni íslands.Verk þetta er innsetning fyrir afmarkað rými og var fyrst sýnt á Tvíær- ingnum I Feneyjum 1982. Cosmos tilheyrir röð verka sem Jón Gunnar hóf að vinna að I Flatey á Breiðafirði á miðjum áttunda áratgugnum og tengjast sólarorkunni og aðdráttaraflinu. I þess- um verkum leitaöist Jón Gunnar við að fanga j rýmiö og orkuflæðið íalheiminum inn I verk sin ! og notaði til þess bæöi spegla og steina.Verkin tengjast hugmyndum Jóns Gunnars um vist- fræði og samskipti manns og náttúru I sem viðustu samhengi. Hið kunna verk Jóns Gunn- ars, Sólfar, sem stendur við Skúlagötu, er frá svipuöum tlma og er unnið út frá skyldum hug- myndum og Cosmos. Sýningin stendur til 9. april. ■ LISTHÚS ÓFEIGS Frumhópurinn Zvefn opn- ar sýninguna Svefninn vakinn, hjá ÓfeigiSköla- vörðustíg 5, kl. 15 til 17.Frumhópurinn Zvefn samanstendur af Ágústu Magnúsdóttir, Úlf- jj hildiGuömundsdóttir og Ingimari Hólm Guö- j mundssyni. Öll eru þau stúdentar frá Mennta- skólanum við Hamrahlíð og hafa stundað list- nám frá unga aldri. Frumhópur: hópar sem oft- ast eru litlir þar sem tengls eru náin, persónu- legog varanleg.Á sýningunni veröa málverk eftir Ágústu, Ijósmyndir eftir Ingimar ogfrumsamin tónlist eftir Úlfhildi og Ágústu sem verður gefin út I tilefni sýningarinnar og frumflutt á opnun- inni. Þema sýningarinnar eru svefn og tengjast verkin saman í gegnum svefnstigin. Sýningin stendur til 28. mars ■ STEINUNN OG ÁSMUNPUR 1 USTASAFNI REYKJAVÍKUR Verk Steinunnar Þórarinsdóttur og úrval af verkum Ásmundar Sveinssonar verður stillt út I Ásmundarsal Listasafns Reykjavíkur I dag. Þetta eru verk tveggja af merkustu myndhögguvurum Islands á heillandi sýningu.Sýningin stendur til 14. april. •Síöustu forvöö ■ GESTIR AÐALHEIÐAR Á MOKKA Aðalheið- ur S. Eysteinsdóttir tekur ekki viö fleiri gestum á Mokka frá og með morgundeginum. Sýning hennar Gestir hefur staðiö þar síðasta mánuö- inn en sjálf tekur Aðalheiður venjulega á móti gestum á Akureyri þar sem hún býr og er með j vinnustofu I Listagilinu þar sem hún hefur starf- rækt Ljósmyndakompuna undanfarin ár. •Fundir ■ RITÞING ÞÓRARINS ELDJÁRNS Ritþing Þórarins Eldjárns verður haldið I Menningar- miðstöðinni Gerðubergi kl. 13.30Stjórnandi: Andri Snær Magnason. Spyrlar: Steinunn Sig- urðardóttir og Adda Steina Björnsdóttir.Einnig koma fram Steindór Andersen kvæðamaöur, Jóhann G. Jóhannsson tónlistarmaöur og Örn Árnason leikari og flytja brot úr verkum Þórar- ins. ■ STOFNFUNDUR UNGRA JAFNAÐAR- MANNA Kl. 151 Iðnó verður haldinn Stofnfund- ur ungra jafnaðarmanna. Ungir jafnaðarmenn eru hvattir til að sameinast og mæta á fundinn. Fjölbreytt dagskrá er I boöi. M.a. mun Úlfur skemmtari skemmta, hljómsveitin Ensími stíg- ur á stokk, sem og Ingibjörg Sólrún Gísladðtt- ir. Kynnir: Oddný Sturludóttir. •Sport ■ KVENNA HANDBOLTI Úrslitakeppni kvenna í handknattleik fer fram I Garðabæ kl. 16.30 . og þar mætast Stjarnan-Grótta/KR. ■ KVENNAKARFA Eftirfarandi þrir leikir fara fram I 1. deild kvenna í körfuknattleik:Kenn- araháskólinn kl. 14: IS-KR,Sauðárkrókur k. 14. Tlndastóll-Keflavíkjsafjöröur kl. 14 FFÍ-Grinda- vík. •Feröir ■ HELGARFERÐ Á GÖNGUSKÍÐUM Hvernig væri að skella sér I gönguskíðaferö á Rmm- vörðuháls þessa helgina? Farið verður á göngu- skíðum upp með Skógaá og upp á Skógaheiði. Gist verður I Fimmvörðuskála I 1100 metra hæö. Panta þarf í þessa ferð. Síminn hjá Úti- vist er 5614330. Brottför kl. 8.30 og komið i heim á sunnudag. I

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.