Dagblaðið Vísir - DV - 14.03.2000, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 14.03.2000, Blaðsíða 6
6 ÞRIÐJUDAGUR 14. MARS 2000 Fréttir Verðhrun á gærum - hefur verið mjög alvarlegt, segir Aðalsteinn Jónsson Staða hefðbundins búskapar hef- ur átt undir högg að sækja í þjóöfé- lagi nútímans. Fjölmargir bændur hafa flosnað upp af búum sínum og enn fækkar í sveitum af ýmsum ástæðum. Verðhrun á gærum „Það hefur komið mjög skýrt fram að laun i greininni eru mjög lág. Þar spilar ekki hvað síst inn í verðhrun á gærum. Það hefur verið mjög alvarlegt," segir Aðalsteinn Jónsson, formaður Landssamtaka sauðfjárbænda. Árið 1997 var verð á íslenskum gærum í sögulegu hámarki. Síðan þá hefur verið stöðugt verðfall og var komið yfir 500 krónur á hverja gæru á síðastliðnu hausti. Bú með 400 dilka framleiðslu er því að tapa 200 þúsundum í tekjum. „Þá hefur verið verðlækkun á heimsmarkaði á ull. Niðurgreiðslur, eða stuðningur við ullina, hafa þó að mestu haldist. Þar var þó að koma 10% lækkun á síðasta ári.“ Batavon í skinnaiðnaði - Hvað með ullar- og skinna- vinnslu hér innanlands? „Það hefur gengið nokkuð vel með ullina. Skinnaiðnaðurinn lenti hins vegar í ákveðinni klemmu út af þessu háa skinnaverði 1997. Hann fær síðan verðfall á framleiðsluvör- urnar 1998. Þannig voru menn að hluta til að selja með tapi hráefni sem keypt var mjög dýru verði. Að Laun í greininni eru mjög lág Aöatsteinn Jónsson, formaöur Landssamtaka sauöfjárbænda. öðru leyti gengur sá iðnaður nokk- uð vel, skinnin eru farin að seljast og verðið hefur þokast hægt upp. Það gefur manni ákveðnar vonir um batavon, jafnvel á komandi hausti.“ - Eru líkur á enn meiri fækkun í bændastétt? „Það gerir það örugglega eitt- hvað. Sem betur fer er þó ýmis at- vinnusköpun í gangi úti á landi. Þannig ber ég þá von í brjósti að þó einhverjir bændur selji sitt greiðslumark þá þurfi þeir ekki endilega að flytja burt úr dreifbýl- inu. Þrátt fyrir allt er að mörgu leyti gott að búa úti á landi og marg- ir kostir því samfara.“ -HKr. Hellisfjörður: Bryggjan Snekkjulægi er í Hellisfiröi og þarna er þaö báturinn Ýmir, i eigu Fjaröaferöa, sem liggur bundinn. Báturinn var áöur í eigu Rolfs Johansens stórkaupmanns. Ríki í sumarafdrepi Sigurjóns Sighvats- sonar í Hellisfirði var á fyrstu árum síðustu aldar rekin hvalstöð sem vann 1234 hvali á árunum 1903 til 1913 þegar hvalveiðar lögðust af vegna hvalveiði- banns. Hvalveiðistöðin var reist af Norðmönnum en síðar tók skoskt fyr- irtæki við rekstrinum. Þegar mest var voru 14 hús, stór og smá, í Hellisfírði en þar hefur ekki verið búið frá árinu 1952. Eftir að hvalveiðistöðin var lögð af voru 4 býli í fírðinum: Hellisfjörður, Hellisfjarðarsel, Sveinsstaðir og Bjömshús. Hellisfjörður bíður nú nýs eiganda í Sigurjón Byrjaöi ungur aö ávaxta sitt pund. UV-MTINUIK UUUMUNUUK Ö/tMUIVUÖt>UI\ Minjar um hvalveiðlstöð Ryögaöur gufuketill og rústir af steinhleöslu eru þaö eina sem minnir á hval- veiöistööina sem starfrækt var í Hellisfiröi á fyrstu árum siöustu aldar. Fjarðarmynnið Viöfjarðarmúli rís tígulegur viö mynni Hellisfjaröar þegar siglt er inn fjöröinn. Um aörar samgönguleiöir er ekki aö ræöa nema þá fótgangandi. Sigurjóns vetrarbúningi en þegar vorar ku hvergi vera failegra eða friðsælla á Austfjörðum. Sigurjón Sighvatsson keypti íjörðinn af erfingjum Karls apó- tekara i Austurbæjarapóteki fyrir rúmlega 20 milljónir króna eins og greint var frá í DV á sínum tíma. Þá hefur Sigurjón að auki fest sér eyju á Breiðafírði og fjárfest í sjónvarpshús- inu við Laugaveg. Að sögn gamalla fé- laga Siguijóns hefur kvikmyndafram- leiðandinn alltaf kunnað að fara með fé og ávaxtað vel sitt pund, þó í litlu hafi verið til að byija með. Er hann lék með popphljómsveitum á skólaárum sínum lét hann laun sín renna í fast efni á meðan aðrir hljómsveitarmeð- limir sólunduðu sínu. Nú bíður fjörö- urinn fyrir austan í allri sinni fegurð eins og sjá má á þeim myndum sem Guðmundur Sæmundsson tók í firðin- um sumarið 1998. -EIR Tveimur bílum stoliö - annar talinn vera á höfuðborgarsvæðinu DV, AKUREYRl:_________________________ Tveimur bílum var stolið á Akureyri um helgina. Annar er fúndinn en hinn ekki og er sá bíll talinn vera á höfuð- borgarsvæðinu. I annað skipti skildi pitsusendiil bíl sinn eftir í gangi fyrir utan skemmtistaðinn Club 13, en bíllinn var á bak og burt eftir að sendillinn hafði farið inn með pitsumar. Bíllinn fannst þó fljótlega uppi á Brekku og hef- ur einhver „fengið hann lánaðan bæjar- leið“. Hinum bílnum var stolið frá bænum Einarsstöðum i Glæsibæjarhreppi að- faranótt sunnudags. Um er að ræða Toyotya-sendiferðabíl, rauða að að lit sem ber skráningamúmerið SL-267. Bif- reiðin sást sömu nóttina og henni var stolið í Hvalfirði og grunar menn að bíll- inn sé einhvers staðar á höfúðborgar- svæðinu. Þeir sem geta gefið einhveijar upplýsingar um bifreiðina em beðnir að hafa samband við lögregluna á Akur- eyri. -gk ______■■■r.Hmsjón: Haukur I. Hauksson netfang: sandkorn@ff.is Ringulreiö Þrengsli og afdala- háttur sem ríkja þyk- ir móttökumegin í Leifsstöð er farinn að gera ófáum manninum gramt í geði. Á sunnudag gekk á með hvöss- um éljum og ekki nema eðllilegt að þeir sem voru að taka á móti far- þegum hafi reynt að komast í skjól. Þar beið hins vegar lögregluþjónn, þungur á brún, og vísaði fólki á bílastæðin. Þegar þangað kom voru þau annaðhvort upptekin eða á þeim skaflar og þau ill yfirferðar. Segja gárungar að lögreglunni væri nær að vísa einhverjum af flugvél- unum til Egilsstaða. Það sé á sig leggjandi, miðað við aðstæður á Miðnesheiði, að fara með rútunni í bæinn eða innanlandsfluginu. Að- koman sé betri bæði á Reykjavík- urflugvelli og BSÍ. En þar sem nafnarnir, Halldór Ásgrímsson utanríkisráðherra og Halldór Blöndal, þingforseti og fyrrum samgönguráðherra, voru meðal far- þega á sunnudag og fundu fyrir ringulreiðinni eins og aðrir farþeg- ar vonast menn til að Qjótt fari að rofa til í aðkomumálum Leifsstöðv- ar... Verði ykkur að góðu Eftir að framboð Lúðvíks Berg- vinssonar komst í hámæli komst ókyrrð á vísna- menn. Minnugur þess að Lúðvík hafi stutt þá hug- mynd að koma áfenginu inn í matvöruverslanir undir merkjum „Vínlistans“ setti einn hagorður maður þessa vísu saman: Flott er nú Samfylking-inn frábœr eru hennar mál. Vínlistinn komast vill nú inn, verði ykkur að góðu - skál! Fréttafletta Nýtt fyrirkomulag á 19-20, frétta- tima Stöðvar 2, þar sem fréttaþul- irnir gera það annaðhvort sitjandi eða standandi, hafa mælst prýði- lega fyrir utan hvað fólki finnst svolítið ruglingslegt þegar sífellt er verið að byrja fréttatímann í fréttatímanum. Þannig er fréttun- um ekki fyrr lokið i en lestur þeirra s hefst á ný. En ef j grannt er skoðað eru standatriðin fréttaskýringar eða magasín sem slíta fréttirnar í sundur. Og þar sem búið er að slíta fréttirnar í sundur með fréttaskýr- ingum með magasínyfirbragði er ekkert í veginum fyrir því að birta auglýsingar milli frétta. Forvitni- legt verður að sjá hvort þar til bær „yfírvöld“, sem banna að fréttir séu slitnar sundur með auglýsing- um, eigi eitthvert svar við þessum ruglingi... Hvar Davíð keypti öiið Ófáir hafa fylgst með deilu þeirra Davíðs Oddssonar og Garðars Sverrissonar þar sem ásakanir og brigslyrði ganga á víxl. Upphafíega var ver- ið að ræða fjármál stjórnmálaflokka á þingi, kröfu um að bókhald flokkanna verði opið en orð Davíðs á þingi urðu til þess að málin fóru í ann- an og óvæntan farveg. Hafa mörg stór orð síðan fallið. PK fékk inn- blástur úr þessum deilum öflum sem fæddi af sér þessa vísu: Ef einhver setur það á blað, að enn hér finnist bölið, hann skal fá aö heyra það, hvar Davíð keypti ölió.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.