Dagblaðið Vísir - DV - 14.03.2000, Blaðsíða 9

Dagblaðið Vísir - DV - 14.03.2000, Blaðsíða 9
9 ÞRIÐJUDAGUR 14. MARS 2000 DV Þetta helst HEILDARVIÐSKIPTI 530 m.kr. - Hlutabréf 461 m.kr. - Skuldabréf 60 m.kr. MEST VIÐSKIPTI 0 Marels, 102 m.kr. ©íslandsbanki, 93 m.kr. © Opin kerfi, 75 m.kr. MESTA HÆKKUN © Pharmaco 11,94% © Opin kerfi, 9,62% © íslandsbanki 9,09% MESTA LÆKKUN ©Fiskiðjusaml. Húsavíkur 15,43% © SR-mjöl, 8,57% ©SÍF, 4,00% ÚRVALSVÍSITALAN 1.777 - Breyting O 2,39% Miklar sveiflur í hlutabréfaverdi Úrvalsvísitalan hækk- aði um tæp 2% i gær. Mikið ílökt hefur ein- kennt visitöluna unda- farið og hækkanir og lækkanir í kringum 2% hafa ekki verið óalgengar. Sérfræðing- ar á innlendum mark- aði virðast á einu máli um að þessar sveiflur séu til marks um aukna skilvirkni á mörkuðum og að hlutabréfaverð sé með auknum hætti að bregðast við fregnum af fyrirtækjum. Hækkunin í gær var mjög almenn og voru mörg fyrirtæki að hækka mikið. Sindri Sindrason Parmaco hækk- aöi 12% ígær. O Landsbanki | © Össur | O FBA | 0 Opin kerfi I 0 Marel síiastntma 30 dasa 1.432.496 877.116 737.737 660.102 638.849 síiastliina 30 daga ; ©ísl. hugbúnaðarsjóðurinn 81% O Össur 58% ©Skýrr 57% 0 Þróunarfélagið 39% © Pharmaco 37% j ÍilfrkAfoijlVlim*. síiastliina 30 daga © Opin kerfi -66% © Samvinnuferðir Landsýn -22% © Loðnuvinnslan hf. -21% j 0 Flugleiðir -20% I 0 SÍF -19% Jenið styrkist Gengi japanska jensins hefur styrkst undanfarið gagnvart helstu gialdmiðlum heims. Þetta vekur nokkra undrun, sér- staklega í ljósi þess að hagvöxtur var neikvæður um 1,4% á síðasta ársfjórð- ungi síðasta árs í Japan. Japansbanki heftir einbeitt sér að því að halda jeninu veiku því sterkt jen veikir stöðu útflutn- ingsgreina í Japan. GENGID j&j 14.3.2000 M. 9.15 KAUP SALA BSPoBar 73,640 74,020 ELIPuihI 115,640 116,230 i*lkan. dollar •50,400 50,710 SDönskkr. 9,5120 9,5640 BrtNorsk kr 8,7240 8,7720 ESssnskkr. 8,4340 8,4810 Í+Hn. mark 11,9153 11,9869 8_IjFra. franki 10,8003 10,8652 [jÍBelg. frankl 1,7562 1,7668 [ ‘ Sviss. franki 43,9900 44,2300 CShoíI. gyllini 32,1481 32,3413 ^jÞýskt maik 36,2225 36,4402 Jífjít líra 0,036590 0,036810 QHausí. sch. 5,1485 5,1795 |§j|Port. escudo 0,3534 0,3555 [iJjSpá. pcseti 0,4258 0,4283 1 '4 [jap. yen 0,700600 0,704800 | 1 lírskt pund 89,954 90,495 SDR 98,970000 99,570000 : 0ECU 70,8451 71,2709 Viðskipti Umsjón: Viöskiptablaðið Viðskiptajöfnuður við útlönd: Hallinn 42,8 milljarðar króna Neysluverö hækkar um 0,8% - talsvert meira en viö var búist Vísitala neysluverðs, miðuð við verðlag í marsbyijun 2000, var 196,4 stig og hækkaði um 0,8% frá fyrra mánuði. Vísitala neysluverðs án hús- næðis var 195,7 stig og hækkaði um 0,5% frá febrúar. Þetta er nokkuð meiri hækkun en búist var við. Spár fjármálafyrirtækja hljóðuðu upp á 0,4-0,56% hækkun. Oliufelagið hf Vöruskiptahallinn er stærsti þáttur viðskiptahallans Nam 22,4 milljöröum í fyrra. Samkvæmt bráðabirgðauppgjöri Seðlabanka' íslands var viðskipta- hallinn 42,8 mifljarðar króna á ár- inu 1999 samanborið við 40,1 millj- arðs króna halla árið áður. Aukinn halli í viðskiptum við útlönd stafar af lakari jöfnuði þjónustuviðskipta og auknum vaxtagreiðslum af er- lendum skuldum, en hallinn á vöru- skiptum varð 2,6 milljörðum króna minni en árið áður. Eftir sem áður er hafli á vöru- skiptum stærsti þáttur viðskipta- hallans og nam 22,4 milljörðum króna á árinu 1999. í heild var ljár- magnsjöfnuður við útlönd jákvæður um 58,1 milljarð króna. Að sögn Seðlabankans stafar fjármagns- innstreymi að mestu af erlendum lántökum lánastofnana og atvinnu- fyrirtækja en umtalsvert fjár- útstreymi var vegna fjárfestinga í erlendum verðbréfum og aukinna innlána 1 útlöndum. í frétt Seðlabankans er athygli vakin á því að uppgjörsaðferð þátta- tekna hefur verið breytt til sam- ræmis við alþjóðlega staðla sem gilda um uppgjör þjóðhagsreikn- inga. í þáttatekjum eru ekki lengur taldar breytingar á markaðsvirði er- lendra verðbréfa í eigu íslendinga. Nú eru einungis taldar til þátta- tekna arö- og vaxtagreiðslur af verð- bréfunum. Afleiðing þessa er sú að viðskiptahallinn mælist hafa verið meiri á árinu 1998 og fyrstu níu mánuði 1999 en áður hafði verið greint frá. í spá Þjóðahagsstofnunar frá desember sl. var gert ráð fyrir að viðskiptahallinn 1999 yrði 38 milljarðar króna. Að teknu tilliti til breyttra uppgjörsaðferða varð út- koman áþekk spánni, vöruskipta- hallinn varð heldur minni en þjón- ustuhallinn meiri en búist var við. Eign íslendinga í erlendum verðbréfum: 124 milljarðar Áætlanir Búnaðarbankans árið 2000: Áætlaður hagnað- ur 1,9 milljarður - starfsmenn fengu 120 þúsund í launaauka Aðalfundur Olíufélagsins hf. verður haldinn miðvikudaginn 22. mars 2000 á Hótel Loftleiðum, þingsal 1-3, og hefst fundurinn kl. 14.00. Dagskrá 1. Venjuleg aðalfundarstörf skv. 12. gr. samþykkta félagsins. 2. Önnur mál, löglega upp borin. Dagskrá, endanlegar tillögur og reikningar félagsins munu liggja frammi á aðalskrifstofu félagsins, hluthöfum til sýnis, viku fyrir aðalfund. Aðgöngumiðar og fundargögn verða afhent á aðalskrifstofu félagsins, Suðurlandsbraut 18, 4. hæð, frá og með 20. mars, fram að hádegifundardags. Stjórn Olíufélagsins hf. Erlend hlutabréf í eigu Islendinga hækkuöu um 50% á tveimur árum Seðlabankinn telur að í árslok 1999 hafi íslendingar átt jafn- virði 124 milljarða króna í erlendum verðbréfum á mark- aðsvirði. Þar af hafl um 87% verið í hluta- bréfum og hlutdeild- arskírteinum verð- bréfasjóða. Hrein erlend staða þjóðarbúsins var nei- kvæð um 314 millj- arða króna i árslok 1999, samkvæmt bráðabirgðauppgjöri Seðlabankans, en í árslok 1998 var staðan neikvæð um 285 milljarða króna. Staðan versnaði því um 29 milljarða króna á liðnu ári, sem er mun minna en viðskiptahallinn gaf til- efni til. Skýringar á þessum mun eru nokkrar en þyngst vegur hækk- un á markaösvirði erlendra verð- bréfa í eigu íslendinga auk gengis- hækkunar íslensku krónunnar. Hækkun á markaðsvirði erlendra hlutabréfa var mikil á síðustu tveimur árum, nær 20% 1998 og 30% 1999. Einnig kann stór skekkjuliður greiðslujafnaðar, sem var neikvæð- ur um 15,3 milljarða króna, að benda til þess að fjárfesting inn- lendra aðila I útlöndum hafi verið meiri en tekist hefur að mæla með reglulegri gagnaöflun Seðlabank- ans. Rekstraráætlun Búnað- arbanka íslands hf. fyrir árið 2000 gerir ráö fyrr að hagnaður fyrir skatta verði 1.900 milljónir króna en 1.400 milljónir að teknu til- lit til skatta. Er þá gert ráð fyrir að vaxtamunur lækki enn frekar og verði 3,2% i árslok í stað 3,37% 1999. Stefán Pálsson, aðal- bankastjóri Búnaðarbank- ans, greindi frá helstu liðum rekstraráætlunar yfirstand- andi árs á aðalfundi Búnað- arbankans á laugardag. Á síðasta ári skilaði Búnaðar- bankinn 1.704 milljóna króna hagnaði fyrir skatta en 1.221 milljón eftir skatta. Stefán Pálsson, aðalbankastjóri Búnaðarbank- ans Til stendur aö kanna aö taka upp afkomu- tengt launakerfi hjá bankanum. Á fundinum kom enn fremur fram að bankinn hefur í ljósri góðrar afkomu ákveðið aö allir starfsmenn, sem voru í fullu starfi allt síðastliðið ár, fái 120 þús- und króna launaauka og njóti þannig rekstrarárang- urs bankans. Starfsmenn í hlutastarfi og þeir sem byrj- uðu á árinu fá greitt hlut- fallslega. Á aðalfundinum var einnig samþykkt tillaga þar sem þeim tilmælum er beint til bankaráðs að kanna hvort unnt sé að koma á afkomutengdu launakerfi í bankanum. Uppgjör áVÞÍ Afkoma Olíufélagsins framar vonum Nokkur félög skiluðu uppgjöri sínu fyrir árið 1999 á föstudag- inn sl. Hagnaður Olíufélagsins ESSO var 606 milljónir króna á árinu sem er besti rekstrarárangur í sögu félagsins. Hagnaður félags- ins var ívið meiri en markaðsaðilar höfðu vænst en í spám þeirra var að meðaltali gert ráð fyrir 520 millj- óna króna hagnaði. Hagnaður Olíufé- lagsins árið áður var 394 milljónir króna. Geir Magnússon Forstjóri Olíufé- lagsins getur ver- iö ánægöur meö afkomuna. Metafkoma Marels Hagnaður af rekstri Marels á ár- inu nam 331 milljón króna saman- borið við 9 milljónir árið áður. Þetta er nokkuð undir meðaltali af spám sérfræðinga sem birtust i Viðskipta- blaðinu sem spáðu 403 milljóna króna hagnaði. Hagnaður nemur 5,8% af rekstrartekjum samstæðunn- ar og er þetta besta afkoma samstæð- unnar frá upphafi. Hagnaður móður- félagsins var 47 milljónir króna.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.