Dagblaðið Vísir - DV - 14.03.2000, Blaðsíða 13

Dagblaðið Vísir - DV - 14.03.2000, Blaðsíða 13
ÞRIÐJUDAGUR 14. MARS 2000 13 DV Glíman viö grunnformin Sá heiður hlotnast ekki mörgum ungum og sprelllifandi listamönnum að þeim sé boðið að halda yfirlitssýningu í Listasafni íslands. Þar sýnir þó nú Svava Björnsdóttir (f. 1952) sér- kennilega aðlaðandi og athyglisverðar „högg- myndir" úr pappír, margar þeirra í sterkum litum. Ferill Svövu er líka sérkennilegur. Hún fór til Parisar 1972, strax eftir stúdentspróf, og settist í Beaux Arts listaháskólann, en ekki varð sú dvöl iöng. „Þar var allt í upp- lausn eftir stúdentaóeirðirnar," segir hún, „ekkert var horgaralegra og púka- legra en stunda listir. Það var eiginlega bannað! Þess i stað áttu menn að mót- mæla með verkalýðnum og standa verk- fallsvaktir." Hún fór heim, skráði sig i íslensku og frönsku í Háskólanum og lauk þaðan BA-prófi. Lokaritgerðin hennar í ís- lenskum bókmenntum hét Áhrif ridd- arasagna á Víglundar sögu. Fátt er hægt að hugsa sér ólikara pappírshögg- myndunum í Listasafninu en það. Við göngum frá græna kubbnum og inn í sjálfan salinn þar sem litrík verkin hanga upp um alla veggi, hið stærsta á syðri endavegg, geysistórt rautt verk, samsett úr fjórðungum úr hring sem raðað er upp hlið við hlið. Þetta verk hefur aldrei fyrr hangið á svo stórum vegg að það gæti notið sín í fullri reisn. Núna sést það eins og því hefur alltaf verið ætlað að sjást. „En þú spurðir hvað ég væri að fara með „Hér í salnum er verkunum raðað í timaröð og þetta eru þau nýjustu, 2000-verkin,“ segir Svava og bendir á alhvít, hringmynduð, nútíma- leg og glæsileg verk á norðurvegg salarins. „Það var erfitt að búa til ný verk í samhengi með þeim gömlu; þau voru öll hugsuð fyrir ákveðið rými því þegar ég vinn sýningu þá vinn ég hana í heild sinni og hverju verki er ætlaður ákveðinn staður. Hér vissi ég að þau yrðu sam- an komin og myndu æpa hvert á annað svo það Okannað efni 1978 hélt Svava aftur utan, ófús til að gefa listagyðjuna upp á bátinn, og sett- ist. í Listaakademíuna í Múnchen í Þýskalandi. Þaðan lauk hún námi 1984 og hélt fljótlega á eftir stóra einkasýn- ingu þar í borg sem vakti mikla athygli. Eitt verk af þeirri sýningu má sjá í neðsta sal safnsins, „Níu tilbrigði". Við byrjum ferðalag okkar um sýninguna í þeim sal og hún segir: „Ég vann verkin öðruvísi á þeim árum, mótaði þau í leir fyrst, tók síðan af þeim mót og steypti loks í pappír." - En hvers vegna pappír? „Ég kynntist pappír 1983, þá var hann alveg ókannað efni sem lítið hafði verið notað í höggmyndir. Ég sá strax mikla möguleika í þessu ódýra, létta og óvenjulega efni og hef haldið mig við það síðan. Ég fæ sendar arkir frá pappírsverksmiðju í Þýska- landi, hráunninn pappír sem er kallaður sellulósi eða beðmi, hræri hann upp í vatni þangað til úr honum verður eins konar kvoða sem ég steypi í gipsmótum, þurrka og lita. Þetta er svolítið fóndur," segir listakonan og brosir hæversklega afsakandi. - Hafðirðu einhverja fyrirmynd í upphafi? „Nei, enga. Ég þróaði þetta sjálf - sem gerði það kannski svona heillandi. Þú sérð að elstu verkin eru mun minni að umfangi en þau yngri. Ég hafði ekki trú á því þá að hægt væri að gera stór verk úr pappír. Nú held ég að það sé hægt að gera alveg óendanlega stór verk úr pappír. En þau eru náttúrlega viðkvæm, aðal- lega fyrir vatni. Ef þau blotna verða þau að graut!“ Frelsiö heillaði - Hvað var það við þetta efni sem höfðaði til þin? „Það var frelsið - að vera laus við söguna. Vera laus við gömlu efnin, marmarann og jámið, sem flytja svo margt með sér. Ég hef miklu meira frelsi til að gera eitthvað sjálf heldur en ef ég væri að nota hefðbundin efni.“ - Og hvað viltu segja með þessu efni og út- færslunni? „Þetta er erfið spurning," segir Svava, horf- ir um stund á gólfið og síðan upp á dökkgrænt verk með djúpri flauelsáferð sem stendur við dymar inn í aðalsalinn. „Lítum til dæmis á þennan græna kubb sem er stillt upp eins og hefðbundnum skúlptúr, á stöpli meira að segja. Hann er hugsaður fyrir vegg en end- aði hér á stöplinum. Mér hefur oft verið bent á að það væri sniðugt að steypa þetta í eitthvað varanlegt, pottjárn eða brons eða eitthvað slíkt, en þú sérð að þá myndi verkið gerbreytast og verða eitthvað allt ann- að en það er. Ég get kannski ekki beinlínis út- skýrt það en þá er það orðið miklu tengdara listasögunni og verkum annarra og við það myndi það missa eitthvað sem það hefur í þessum brjálæðislega græna lit og þessu óhefðbundna efni.“ ÐV-MYND E.ÓL. Svava Björnsdóttlr myndlistarmaöur Verkin mín segja enga sögu og eru engin áróðurstæki að neinu leyti. Þau höfða aöeins til skynjunarinn- ar og annaðhvort standa þau eða falla." Ólafur Gíslason: DV 27.1. 1997. þessum verkum mín- um,“ segir hún. „Fyrst og fremst er ég að glíma við grunnform- in. Verkin mín segja enga sögu og eru engin áróðurstæki að neinu leyti. Þau höfða til skynjunarinnar og annaðhvort standa þau eða falla. Það er bara þetta augnablik sem áhorfandinn upp- lifir og annaðhvort meðtekur eða hafnar.“ Eins og fram kemur í texta Ólafs Gíslasonar listfræðings hér á síð- unni er málið ekki al- veg svona einfalt. „Skerpan í verkum hennar birtist í þeirri margræðni sem felst í því að vera á mörkun- um,“ segir hann, mörk- um þess að vera mál- verk, lágmyndir eða höggmyndir. „Sem slík vekja þau til umhugs- unar um skilyrði og möguleika myndlistar- innar í sam- timanum." svo rum- frek, stór og þykk, að það er erfitt að ímynda sér þau á venjulegum stofuvegg; þó segir Svava að sum þeirra hangi á slíkum veggjum. Til dæmis hangir fallega gullverkið sem hún stendur hjá á myndinni í íbúð i Hlíðunum - „og ég held að eig- endurnir hafi ekkert sofið mjög illa eftir að það kom í hús!“ segir hún. Hvítt var lausnin - Heldurðu áfram á sömu braut eða er list þín að þróast? Vió getum byrjaö ú því að spyrja hvort þau séu málverk eða skúlptúrar eða hvor- ugt. Svarið liggur ekki á lausu því einmitt í þessari tvíræðni eóa margrœóni er gald- urinn í verkum Svövu fólginn. Þau eiga þaó sameiginlegt með málverkinu að hanga á vegg og vera lituð og úr lífrœnu, for- gengilegu efni en eru hins vegar hol að inn- an og uppblásin í samhverf en margbreyti- legform eins og skúlptúr eða lágmynd. Sem skúlptúrar eru verkin síðan loftkennd og órœó eins og flauelsmattur og órœóur 7 liturinn undirstrikar og standa ekki í efnis- kennd sinni heldur miðla þau „eterískri“ tilfinningu. /.../ Verk Svövu eru ekki ein- hlít. Skerpan í verkum hennar birtist í þeirri margrœóni sem felst í því að vera á mörkunum. Sem slík vekja þau til umhugs- unar um skilyrði og möguleika myndlistar- innar í samtímanum. .Hlutareölið og hillingarnar" Nafnlaust 1992, í fullri reisn. Verk- in eru flest var ekki um annað að ræða en hafa nýju verk- in litlaus. Hvit. Til að létta á hrópunum og köllunum. Svo sérðu að ég nota þarna þessa út- jöskuðu hugmynd með grunnformin. Eldri verkin byggjast á þeim en þama nota ég grunn- formin hrein og klár,“ segir Svava og vísar til þess að inn í hringlaga hvítan massann er stimplað ólíkum form- um, femingi, þríhym- ingi, sexhymingi og hring. Ekkert skraut í kring eða litir eða neitt sem truflar. „Ég held að þetta verk boði nýtt timabil og verkin mín séu að verða einfaldari," bætir hún við. „Menn fara alltaf í hringi. Þegar þeir hafa verið tíu ár í list- um þá koma þeir að upphafinu aftur og þurfa kannski að brjóta sér leið út úr vananum. Ég gæti auðvitað gert hundrað svona samlokur," segir hún og bendir á þykkt rautt verk á vestur- veggnum; „það væri bara algerlega tilgangs- laust. Hér opnast alveg nýir möguleikar. Nýja verkið er líka unnið með nýrri aðferð sem er mun einfaldari en sú gamla. Eins og þú sérð em þetta negatívur - hin era pósitívur. Ég spara mér einn hlekk í vinnsluferlinu." Að lokum var Svava spurð hvemig svona ungri manneskju liði við að fá yfirlitssýningu yfir feril sinn - sem sýnd er í safninu á sama tíma og verk eftir Svavar Guðnason og Nínu Tryggvadóttur. - Finnst þér þú nokkuð vera dáin? Svava hlær innilega. „Nei, mér finnst ég einmitt vera að lifna,“ segir hún. „Þetta er orð- inn einn albesti salur á landinu eftir að lausu veggirnir voru teknir niður, og mér finnst alveg stórkostlegt að fá að sýna héma.“ Sýning Svövu stendur til 2. apríl. í tilefni hennar var gefin út sýningarskrá með myndum af verkunum og greininni „Rýminu raskað", ít- arlegri úttekt á ferli listakonunnar eftir Halldór Björn Runólfsson listfræðing. ___________Menning Umsjón: Silja Aöalsteinsdóttir DVWYND HILMAR ÞÓR Auður Gunnarsdóttir söngkona Sækir orku til íslands. Auður og Jónas í Salnum Auður Gunnarsdóttir sópran og Jónas Ingi- mundarson píanóleikari halda tónleika í 3. Tí- brárröðinni annaö kvöld kl. 20.30. Á efnis- skránni eru sönglög eftir Schubert, meðal þeirra „Greta við rokkinn", R. Strauss og Jean Sibelius. Eftir hlé flytja þau Auður og Jónas lagaflokk úr Pétri Gaut eftir Hjálmar H. Ragnarsson og „Ljóð fyrir böm“, lög eftir Atla Heimi Sveinsson við texta Matthíasar Johann- essen. Að lokum syngur Auður vinsæl lög úr þýskum söngleikjum. Auður Gunnarsdóttir lauk 8. stigi frá Söng- skólanum í Reykjavík árið 1991 undir leiðsögn Ólafar Kolbrúnar Harðardóttur. 1993-1997 stundaði hún framhaldsnám við tónlistarhá- skólann í Stuttgart og lauk þaðan prófi frá óp- eru-, ljóða- og einsöngvaradeild með hæstu einkunn. Á námsárunum söng hún m.a. hlut- verk Mariu í Seldu brúðinni, Micaélu i Car- men og Fiordiligi í Cosi fan tutte, einnig kom hún reglulega fram á ljóða- og kirkjutónleik- um heima á íslandi og í Þýskalandi. Hún starfar nú við Óperuhúsið í Wúrzburg í Þýzkalandi og hefur komið fram sem gesta- söngvari við óperuhúsin í Mannheim, Heidel- berg og Bielefeld. Samstarf Jónasar og Auðar hefur staðið síðan 1997. Auður söng einmitt á fyrstu eiginlegu söng- tónleikunum í Salnum i janúar í fyrra ásamt Gunnari Guðbjörnssyni viö undirleik Jónasar og vöktu þeir verðskuldaða hrifningu. Hún sagði í viötali viö DV af því tilefni að það gæfi henni mikla orku að syngja fyrir sitt fólk - nú er hún komin til að sækja meira. íslenskar nútímabókmenntir Á morgun kl. 17.15 flytur Erik Skyum-Niel- sen, bókmenntafræðingur við Konunglega danska bókasafnið, opinberan fyrirlestur í boði heimspekideildar HÍ sem nefnist: „ís- lenskar nútímabókmenntir á Norðurlöndum - útbreiðsla og viðtökur" í stofu 101 í Lögbergi. Fyrirlesturinn verður haldinn á islensku og er öllum opinn. Erik Skyum-Nielsen er íslendingum að góðu kunnur, hefur til dæmis kennt danskar bókmenntir hér við Háskólann. Hann er virt- ur bókmenntagagnrýnandi við dagblaöið In- formation, hlaut m.a. gagnrýnendaverðlaunin dönsku þegar þau voru veitt í fyrsta sinn í fyrra og hiröir verulega vel um íslenskar bók- menntir í blaði sínu. Þar fyrir utan er hann sérlega vandaður bókmenntaþýðandi og hefur m.a. þýtt bækur Einars Más á dönsku. Verður fróðlegt að heyra hvað hann segir um móttök- ur íslenskra bókmennta í grannlöndunum. Grettir og Freud Torfi H. Tulinius, dósent í frönsku, heldur erindi á vegum Félags íslenskra fræða í Skóla- bæ, Suöurgötu 26, annað kvöld kl. 20.30. Er- indið nefnist „Grettir og Freud: Er sálgreining nothæf til að skýra miðaldatexta?" og byggir Torfi á kafla eftir sig í bókinni Heiðnum minnum sem kom út á seinasta ári hjá Mál og menningu. Þar setur hann fram drög að túlk- un að Grettis sögu sem byggir á kenningum sálkönnunarinnar. Fyrst rekur hann lauslega helstu atriði í greiningu sinni á Grettlu, síðan ræðir hann hvers vegna hann telur að unnt sé að beita hugtökum sálgreiningarinnar til að skýra miðaldatexta. Torfi er doktor í norrænum bókmenntum frá Parísarháskóla. Meðal rita hans má nefna bókina La „Matiére du Nord“. Sagas lé- gendaires et fiction dans l’Islande du XIHe siécle en hún fjallar um þróun skáldskapar í óbundnu máli á Islandi á 13. öld. Eftir framsögu Torfa munu fara fram al- mennar umræður um erindi hans. Fundurinn er öllum opinn.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.