Dagblaðið Vísir - DV - 14.03.2000, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 14.03.2000, Blaðsíða 14
14 ÞRIÐJUDAGUR 14. MARS 2000 ÞRIÐJUDAGUR 14. MARS 2000 27 Útgáfufélag: Frjáls fjölmiðlun hf. Stjórnarformaður og útgáfustjórí: Sveinn R. Eyjólfsson Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: Eyjólfur Sveinsson Ritstjórar: Jónas Kristjánsson og Óli Björn Kárason Aöstoóarritstjóri: Jónas Haraldsson Auglýsingastjóri: Páll Þorsteinsson Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaöaafgreiösla, áskrift: Þvcrholti 11,105 RVÍK, SÍMI: 550 5000 Fax: Auglýsingar: 550 5727 - Ritstjórn: 550 5020 - Aörar delldir: 550 5999 Græn númer: Auglýsingar: 800 5550. Áskrift: 800 5777 Stafræn útgáfa: Heimasíöa: http://www.skyrr.is/dv/ Vísir, netútgáfa Frjálsrar fjölmiölunar: http://www.visir.is Ritstjórn: dvritst@ff.is - Auglýsingar: auglysingar@ff.is. - Dreifing: dvdreif@ff.is Akureyrl: Strandgata 25, sími: 462 5013, blaðam.: 462 6613, fax: 4611605 Setning og umbrot: Frjáls fjölmiölun hf. Filmu- og plötugerö: Isafoldarprensmiðja hf. Prentun: Árvakur hf. Áskriftarverð á mánuöi 1950 kr. m. vsk. Lausasöluverö 180 kr. m. vsk., Helgarblaö 250 kr. m. vsk. DV áskilur sér rétt til aö birta aösent efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. DV greiöir ekki viömælendum fyrir viötöl við þá eöa fyrir myndbirtingar af þeim. Teppalagning auðrœðis George Bush hefur slæman feril í umhverfismálum sem ríkisstjóri í Texas. John McCain hefur hins vegar góöan feril í umhverfismálum sem þingmaöur. Samt voru aug- lýsingar í umhverfismálum meðal þess, sem varð McCain að falli í stóru prófkjörshrinunni í síðustu viku. Tveir auðugir vinir Bushs stofnuðu samtök, sem borg- uðu teppalagningu auglýsinga gegn McCain, þar sem hald- ið var fram, að hann hefði ekki staðið sig í umhverfismál- um. Enginn þeirra, sem stóðu að samtökunum, hafði áður sýnt neinn feril til stuðnings umhverfismálum. Þetta sýnir, hvað hægt er að gera, ef nóg er til af pen- ingum og ófyrirleitni. Þá er hægt að segja með árangri, að svart sé hvítt og að hvítt sé svart. Sumir sáu gegnum áróð- urinn og aðrir ekki, en meðalniðurstaðan varð, að fleiri urðu fráhverfir McCain en snerust til hans. Það er gamalkunn staðreynd, að margir fara að trúa lyginni, ef hún er endurtekin nógu oft. Þar sem lygin á í samkeppni við sannleikann, hafa menn hingað til verið hræddir við að teppaleggja kosningabaráttu með öfugmæl- um. í bandarísku forkosningunum var sá múr rofinn. Þar sem menn hafa nú séð, að teppalagning lyganna ræður úrslitum um, hver verður forsetaefni annars af stóru flokkunum í Bandarikjunum, má búast við, að fjand- inn verði laus í framtíðinni. Hann mun líka koma til ís- lands, því að hér læra menn fljótt nýjabrumið. Kjósendur á íslandi eru ekkert ólíkir kjósendum í Bandaríkjunum eða annars staðar í heiminum. Þeir hafa að meðaltali ekki þroska til að sjá gegnum lygina. Þótt hún fæli suma frá, eru þeir fleiri, sem hlaupa eftir henni, jafnvel þótt aðgangur sé að réttum upplýsingum. Stjómmálaskýrendur i Bandaríkjunum tala nú í aukn- um mæli um, að auðræði sé að leysa lýðræði af hólmi. Bush varði 5,2 milljörðum íslenzkra króna til að sigra McCain og fékk að auki milljarðastuðning í óbeinum aug- lýsingum á borð við ofangreinda teppalagningu. Ástandið er engan veginn alvont í Bandaríkjunum. Hvergi í heiminum er meira gegnsæi í þjóðmálunum. Nánast allt er vitað um, hvaðan peningar koma í kosn- ingabaráttu og hvert leið þeirra liggur. Þess vegna er hægt að kortleggja vandann þar, vega hann og meta. Hér á íslandi eru hins vegar engin lög til að vestrænum hætti um fjárreiður stjórnmálaflokka og kosningabaráttu einstaklinga og flokka. Ríkisstjómarflokkamir eru and- vígir gegnsæi. Þess vegna höfum við ekki sömu vamir gegn auðræðinu og Bandaríkjamenn hafa þó. Við sáum það þegar í fyrra, að flokkur, sem ekki getur útvegað sér meira en tíu milljónir króna í kosningabar- áttu með eðlilegum hætti, ver sextíu milljónum króna til hennar. Við höfum sterkan grun um, hvemig Framsókn- arflokkurinn er rekinn, en getum ekki sannað það. Með vaxandi auðsæld íslenzkra stórfyrirtækja má búast við, að peningar frá þeim streymi í auknum mæli til stjómmálamanna og stjómmálaflokka, sem eru þessum fyrirtækjum að skapi. Með innleiðingu auðræðis verður áróður ósvífnari og þéttari en hann hefur verið. Ef kjósendur væm næmari fyrir rökum og raunveru- leika, gæti lýðræðið staðið sig gegn innreið auðræðis og staðreyndir staðið sig gegn teppalagningu lyginnar. En fréttirnar að vestan tala sínu máli. Nógu margir kjósend- ur em nógu blindir til að grafa undan lýðræðinu. Kosningabarátta Bushs gegn McCain sýnir, að ástandið er orðið þannig, að með auðmagni er hægt að ná árangri í að segja, að svart sé hvítt og að hvítt sé svart. Jónas Kristjánsson DV Skoðun Ein milljón til Mósambík! Ég hélt að mér hefði misheyrst. Ríkisstjómin ákvað á fundi sínrnn að verja einni milijón króna til hjálparstarfsins í Mó- sambík. Undanfarið höf- um við horft á í sjónvarp- inu hörmungar vegna flóða í Mósambík. Miilj- ónir manna eiga í gríðar- legum erfiðleikum. Mannfall er óskaplegt. Neyðaróp er sent um heimsbyggðina: Sendið hjálp. Hjálpin berst of seint Vesturlönd bregðast of seint við. Aðalritari Sameinuðu þjóðanna sendir ákall til þjóða heims: Látið af hendi rakna, bregðist skjótt við, hjálpiö, neyðin er gífurleg, hjálpið strax, ella verður aht um seinan. - ís- lenska ríkisstjórnin varð við kallinu. Á fundi sínum ákvað hún að verja einni milljón króna til hjálparstarfs- ins. í þessari stöðu hefði flestum fundist eins og tíu sinnum meira lít- ið. Á uppgangstímum í okkar þjóðlífi er ríkissjóður sem betur fer rekinn með margra milljarða af- gangi. Og auðvitað bregðumst við hart við þegar neyðarkali- ið berst: - Við sendum eina milljón! Öllum sama? Ég verð að játa að ég hélt að við yrðum að athlægi. Að vísu átti ég ekki von á viðbrögðum erlendis frá opinberlega. Með- fædd kurteisi heldur aftur af mönnum þótt þeim ofbjóði eða þyki harla lítið til koma. En enginn íslendingur segir orð. Þessu framlagi íslensku þjóðar- innar til hjálparstarfsins hefur veriö svo rækilega gerð skil í fjölmiðlum að varla hefur farið fram hjá nein- um. Hvar eru allir okkar dugmiklu fjölmiðlamenn? Hvers vegna vekur enginn þeirra upp spurningar um þetta rausnarlega framlag íslend- inga, þjóðar í hópi ríkustu þjóða heims? Það er ekki eins hér sé um að ræða eyri ekkjunnar. öðru nær. Ég hélt að þetta einstæða atvik mundi hrinda af stað umræðum um framlag okkar til hjálparstarfa, tii þróunarhjálpar. En við getum líklega Guðmundur G. Þórarinsson verkfræöingur „Þessu framlagi íslensku þjóðarinnar til hjálparstarfs- ins hefur verið svo rœkilega gerð skil í fjölmiðlum að varla hefur farið fram hjá neinum. Hvar eru allir okk- ar dugmiklu fjölmiðlamenn?“ Einvaldstilburðir í Skorradal í ágætri forystugrein DV (13. jan. 1998) var vakin athygli lesenda á af- skræmdu lýðræði í Skorradal í Borg- arfjarðarsýslu. Davíö Pétursson, odd- viti og hreppstjóri, hefur ríkt þar í yfir 30 ár. Eins og komist var aö orði í DV hefur hann beitt brögðum til þess að framkalla niðurstöðu í málefnum hreppsins með svindlbraski. Tilburð- ir oddvitans til þess að hindra lögleg- ar framkvæmdir í Hvammi í Skorra- dal þar sem bora á eftir heitu vatni er enn ein tilraunin til þess aö koma í veg fyrir frumkvæði landeigenda og beita brögðum til þess að valda- hlutfóllinn í sveitarfélaginu haldist óbreytt. Mýmörg önnur dæmi frá fyrri árum mætti draga fram til þess að rökstyðja þá valdníðslu sem tíðkast hefur. Þá er ómældur kostnaður sveitarfélagsins vegna aðgerða odd- vitans. Eins og kunnugt er reyndi Davíð að koma i veg fyrir að Dags- brún eignaðist Hvamm á sínum tíma en tapaði málaferlunum. Málskostn- aður mun hafa numið mörgum millj- ónum króna. Það sem vekur furðu er sú staö- reynd að félagsmálaráðuneytið sem fer með málefhi sveitarfélaga skuli ekki hafa gripið inn í og stöðvað þá vitleysu/lög- leysu sem embættisfærslur Daviðs eru. Samkvæmt 5. gr. sveitarstjórnarlaga 1. kafla um almenn ákvæði segir svo: Lágmarksíbúatala 50 íbúar „Nú hefúr íbúafjöldi sveit- arfélags verið lægri en 50 í þrjú ár samfleytt og skal ráðuneytið þá eiga frum- kvæði að því að sameina það nágrannasveitarfélagi. Einnig má þá skipta hinu fámenna sveit- arfélagi milli nágranna- sveitarfélaga. Undantekn- ingu frá þessu ákvæði skal gera ef sérstakar aðstæður hindra það að mati ráðu- neytisins aö íbúar hins fá- menna sveitarfélags geti myndað heild með íbúum nágrannas veitarfélags. “ Úrskurður Hagstofunnar um að íbúafjöldi 1 Skorradal hafi verið lægri en 50 í þrjú ár samfleytt liggur fyrir. Það eru engin rök fyrir því að beita undantekningarreglunni þar sem ljóst er að íbúar Skorradals eru betur komnir í sameinuðu sveitarfé- lagi Borgarf] arðars veitar en einir sér. Að lokum liggur það fyrir að utan- sveitarfólk hefur verið skráð í hrepp- inn, einkum á heimili oddvitans. Þannig er ljóst að hann hefur beitt brögðum og svindlbraski til þess að tryggja sér völd sem hann hefur ekki. Jón Kjartansson bóndi Stóra-Kroppi í Borgarfíröi „Það eru engin rök fyrir því að beita undantekningarreglunni þar sem Ijóst er að íbúar Skorradals eru betur komnir í sameinuðu sveitarfélagi Borgarfjarðarsveitar en einir sér. “ Lögleysan náði fram í niðurlagi ofannefndrar forystu- greinar DV segir m.a.: „Aðalatriðið er, að svindlað var á leikreglum til að fá niðurstöðu sem verður önnur en yrði, ef leikreglum hefði verið fylgt. Fróðlegt verður að fylgjast með hvort lögleysan í Skorradal nær fram að ganga.“ Lögleysan náði fram að ganga. Vinnubrögð oddvitans eru eins og „í eymdarríkjum harðstjóra heimsins". Sterk rök má færa fyrir því að sveit- arstjómarlög hafi verið brotin. Spumingin er aðeins hve lengi á þetta að ganga svona og hvort ein- hver hefur frumkvæði að þvi að vekja athygli á þessu ástandi. DV hefur á vissan hátt gert það en betur má ef duga skal. Jón Kjartansson Með og á móti Gönguferðir á norðurpólinn Útrás þjóðarinnar Pissað á pólnum „Það að íslend- ingar leggja til at- lögu við norður- pólinn er hluti af þeirri útrás þjóð- arinnar sem átt hefur sér stað allan þennann áratug. Það eru ekki nema tvö ár síðan íslendingar gengu á suðurpólinn og skömmu síð- ar á Mont Everest. Nú munum við vonandi innan tveggja mánaða hafa náð norðurpólnum. Við höfum séð ís- lerisk fyrirtæki hasla sér völl af auknu sjálfsöryggi víða um heim. Við höfum fjárfiest j út- löndum og einstakir íslend- ingar hafa gert góða hluti á erlendri grundu. Við höfum fengið aukið sjálfstraust til að fara út í hinn stóra heim til að taka þátt í menningu, viðskipt- um eða til að ganga á norð- urpólinn. Þetta er hluti af vitundarvikkun Islendinga." „Ég er heldur lítið fyrir svona sprikl almennt en þó myndi ég eins og aðrir íslending- ar verða rigmontinn ef mönn- um tekst að rífa sig upp einn morguninn; taka upp staf sinn og hatt og ganga á norðurpól- inn. Ég yrði ekki síður mont- inn af því en þegar þeir gengu á suðurskautið. Ekki svo að skilja að þetta séu nein sérstök afrek í dag þegar tæknin hefur breytt þessu mikið. Við íslendingar erum norður- búar og eigum þessa miklu sögu Vilhjálms Stefánssonar þannig að vel fer á því að við göngum einstöku sinnum á norðurpólinn sem eins konar morgungöngu. Það er bara að ísbirnir, sem nokkuð er um þama, fái ekki frið til að éta þá. Það má tlokka norðurpóls- ferðir sem nokkurt grín ef vel gengur en þær breyta engu um að norðurpóllinn verður áfram á sínum stað með ísþekjuna yfir og ekkert hefur gerst nema tveir menn hafa pissað á pólnum." -rt Hallsson framkvæmdastjóri. Indriði G. Þorsteinsson rithöfundur. Islendingarnir Haraldur Orn Olafsson og Ingþór Bjarnason eru lagðir af stað gangandi á norðurpólinn. Ymsar hættur steðja að þeim á leiðinni, svo sem ís- birnir og fimbulkuldi. lagst glöð á hina hliðina, sofnað og sagt að við höfum gert okkar. íslendingum hlýtur að vera minn- isstæð hjálpin erlendis frá þegar Vestmannaeyjagosið var. Meira að segja Færeyingar, dvergþjóð, sendi hingað verulegar fjárhæðir þegar hér varð tjón vegna snjóflóða. Hér varð ákall aðalritara Samein- uðu þjóðanna til þess að ríkisstjóm- in lagði fram eina milljón til nauð- staddra í Mósambík. Frjó umræða er undirstaða lýðræðis Líklega em það hnignunarmerki þegar atvik sem þetta vekur menn ekki til umræðu. Ég væri ekki mont- inn af því að taka þátt í umræðufundi, ráðstefnu eða þingi erlendis þar sem þetta framlag Islendinga bæri á góma. Mér er spum hvort íslendingum þykir þetta ásættanlegt. Ef svo er, er þá ekki kominn tími til að spyrja margra spurninga um okkar þjóðfe- lag? Saman fara dag eftir dag fréttir af hörmulegum náttúruhamförum og milljón króna framlagi íslensku ríkis- stjórnarinnar. Guðmundur G. Þórarinsson Ummæli Grafalvarlegur vandi „Bæði verðbólga og viðskiptahalli em meiri en við verður unað til lengdar og þennan hagstjómar- vanda þurfa menn að takast á við á næst- unni og gera það, sem gera þarf, til að ná verðbólgu niður á viðunandi stig og minnka viðskipta- haliann. Þetta em atriði, sem þarf að taka til gaumgæfdegrar skoðunar þannig að komist á betra jafnvægi." Þóröur Friöjónsson, forstj. Þjóöhags- stofnunar, í Mbl. 11. mars. Þökk sé ríkisstjórninni „Við getum ekki annað en verið ánægð með þessa samninga því segja má að við höfum fengið allt sem við fóram fram á. Við fórum af staö með ákveðnar kröfur og þær era í höfn. Ríkisstjómin stóð við sitt og slíkt ber að þakka. Ég fagna því mjög að ríkisstjómin skuli hafa brotið odd af oflæti sinu og látið skoða nýtt skattþrep." Halldór Björnsson, form. Eflingar.í Degi 11. mars. Menningarborg eða ruslahaugur? „Það þóttu mikil tíðindi, er tilkynnt var, aö Reykjavík yrði ein af menning- arborgum Evrópu árið 2000 ... Það er dýrt að vera sjálfstæð þjóð í víðfeðmu landi með aðeins 270.000 íbúa ... Ef við Is- lendingar kjósum að vera sóðar, þá er það okkar mál, þangað til við yrðum að athlægi með þeim hætti að auglýsa höfuðborg okkar sem menningarborg." Leifur Sveinsson löfræöingur í Mbl. 11. mars. Klámið þreytir mig „Netið er engan veginn hætt að koma mér á óvart... Það skal tekið fram að hér er ég að tala um klámefni sem sýnir sjálfráða og i flestum tilfellum ágætlega vakandi einstaklinga en ekki ofbeldis- efni sem sýnir dýr eða böm ... Æ, ann- ars er þetta klám nú farið að þreyta mig all ískyggilega og ég hóta þvi hér með að skrifa ekki annan staf um klám í mína verömætu dálksentímetra á þessu herrans ári.“ Ragnheiöur Eiríksdóttir, höfundur kyn- feröisdálka Dags, 11. mars. Moldríkir menn og þolinmæði fólks Þegar Salka Valka hitti Jó hann Bogesen úti á stakk stæði í upphafi stéttabarátt unnar, þá setti útgerðarhöfð inginn upp skeifu í sárri sjálfsaumkun: „Hvað er ég til dæmis í samjöfnuði við millj- ónamæringana f Ameríku? sagði hann. Aumingi og ann- að ekki, mér liggur við að segja holdsveikur flækingur. Hneyksllð sem hvarf Lengi hefur þótt stór- hneyksli að halda því fram að á íslandi væru til ríkir menn og fátækir. Oftast var því svarað með samanburðarfræðum í ætt við þau sem Bogesen greip til: hjá okkur eru svonefndir ríkismenn eins og sveitalimir hjá því sem gerist í út- löndum. Eða: hjá okkur er engin fá- tækt - miðað við það sem er í Kína eða Afríku. Þetta heyrist enn - til dæmis er Davíð Oddsson jafnan grip- inn sárri gremju þegar minnst er á íslenska fátækt. En sitthvað hefur samt breyst: ríkir menn eru ekki eins feimnir við stöðu sína í tilver- unni og áður. Þeir eru að gleyma fyrri hlédrægni og varfæmi og fyll- ast sjálfstrausti þess sem er viss um að hann sé ekki aðeins ríkur heldur hafi heilagan rétt til þess. Réttlætingin er sú að skjóta sér á bak við töfraorð í tímanum - mark- aðsvæðingu og alþjóðavæðingu - og segja: þetta eru þau náttúrulögmál sem enginn kemst undan. Og víst er Arni Bergmann rithöfundur löngu mál til komið að tekjumunur verði hér meiri en var og einsog hjá framsæknum þjóðum! Þeg- ar stjómendur Fjárfesting- arbankans úthluta sjálfum sér allmörgum milljónum umfram það sem áður hef- ur þekkst, þá segja ungir menn og efnilegir úr Sjálf- stæðisflokki og fiármála- geira að loksins séu menn famir að meta einhvers stjómun hér á landi. Við þessa réttlætingu er margt að athuga. í fyrsta lagi sýnir reynsla hér sem annarsstaðar aö einatt er losaralegt samband á mfili sjálfskammtaðra hátekna og frammi- stöðu í „stjórnun". Fjárfestingar- bankinn stendur sig ver en aðrir bankar - en stjómendur taka sér miklu meira fyrir. I Bretlandi og víð- ar er kvartaö yfir því aö flestir for- stjórar skammti sér svosem 25% tekjuaukningu á ári - hvort sem fyr- irtækin eru að tapa eða græða. Ef aö þetta er „markaður með mannauð“ þá lýtur hann allt öðrum lögmálum en allur annar karlmaður. Kemur hverjum við? Stundum er spurt: hvað kemur öðrum það viö þótt fyrirtæki borgi sínum stjómendum fimavel? Það er þeirra mál. Þetta er rangt. Slík mál koma öOum við, vegna þess að þau lúta því í hvers konar samfélagi menn vOja búa. Kannanir sýna víst, að almenningur geri sér öngvar griO- ur um að hægt sé að koma á aOsheij- arjöfnuði - menn búist tO dæmis ekki við því lengur að hægt sé að smíða tekjuskala sem gæfi engmn nema þrefalt eða fimmfalt meira en láglaunamanni. Einu sinni gátu menn reiðst slíkum mun - en það er ekki lengur. Hitt er svo annað mál, að þolinmæði fólksins teygist ekki endalaust á hinn veginn. Þótt Ameríkanar virðist sætta sig við að forstjóragengið taki að meðal- tali um 200 sinnum meira tO sín en venjulegir starfsmenn þeirra, þá sætta Evrópumenn sig ekki við slík- an mun - og íslendingar enn síður. Vegna þess að menn vita hve ömurleg og háskaleg áhrif það hefur á aOt mannlíf ef litiO hópur fólks tekur á rás með geipOeg auðæfi á herðum. Sá hópur er að stinga samfélag sitt af. Það kemur honum æ minna við. Hann hleypur frá samábyrgð þess og skyldum. Hann heimtar aö borga minna tO þess - og ef einhver rukkar hann hótar hann að fara annað. Hann býr i landi alþjóðavæðingar og hefur ekki aðrar skuldbindingar en við leikreglur þess kerfis - og varla það. Það skiptir máli á hvaða leið menn eru. Ef hegðun FBA-manna verður gerð að fordæmi þeirra sem best eru settir - þá erum við að taka stefnu á verra líf. Með meiri hörku, meira hatri, fleiri glæpum, meiri örvílnan - og grimmari frekju, meiri sérgæsku, fáránlegri friðindum. Árni Bergmann „Þótt Ameríkanar virðist sœtta sig við að forstjóragengið taki að meðaltali um 200 sinnum meira til sín en venjulegir starfsmenn þeirra, þá sœtta Evrópumenn sig ekki við slíkan mun - og íslendingar enn síður. “

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.