Dagblaðið Vísir - DV - 14.03.2000, Blaðsíða 20

Dagblaðið Vísir - DV - 14.03.2000, Blaðsíða 20
32 ÞRIÐJUDAGUR 14. MARS 2000 Tilvera I>V Þráir Winonu Angelina Jolie er ekkert að skafa utan af hlutunum þegar hún segir að þeim Winonu Ryder hafi ekki komið allt of vel saman þegar þær léku saman í kvikmyndinni Glötuðu árunum. „Winona hafði kærastann Matt Damon með sér hvert sem hún fór. Við áttiun ekki alveg skap saman. Það hefði kannski gengið betur ef við hefðiun sofið saman,“ segir Angelina. Sagan segir að hún sé jafnvig á karla og konur þegar kynlif er annars vegar. Sjálf segist leikkonan unga vera mjúk og rómantísk. Noel vill öryggi * Breski Oasis- popparinn Noel Gallagher trompaðist á ■f 4 dögunum þegar hann frétti að einhver náungi 7 hefði skotiö eiginkonu hans og ungu bami skelk í bringu með þvi að hringja dyrasímanum um miðja nótt. Popparinn fyrir- skipaði að öryggiskerfið á heim- ilinu skyldi eflt þegar í stað. Noel var í útlöndum þegar atvikið átti sér stað. Um leið og hinn óboðni gestur þrýsti á hnappinn, þrýsti Meg Matthews, eiginkona Noels, á annan og við það breyttist svefnherbergið nánast í virki. Þá fór viðvörunarbjalla af stað hjá löggunni sem kom á vettvang. Vonlaust að gera ísland segir Haulcur Dalinar heilagrar Haukur Dalmar „Einstaka maöur er enn aö sulla í áfengi í helvíti en unga fólkiö er allt í fíkniefnum í neöra." eiturlyfjalaust 2003: til af 2006 í Lækningareglu Margrétar Maríu „Ég frestaði fundinum," sagði Haukur Dalmar í Lækningareglu heilagrar Margrétar Maríu sem ætl- aði að vera með samkomu í höfuð- stöðvum reglu sinnar að Skúlagötu 61 i kvöld þar sem fjölmargir, þjóð- þekktir en látnir einstaklingar ætl- uðu að ræða fikniefnavandann og leiðir til heilbrigðs lífs. Meðal þeirra sem fram áttu að koma var dáður íþróttamaður sem lengi hampaði titilinum „Sterkasti maður heims“. Það voru annir Hauks Dal- mars við lækningu og líkn í þessum heimi og öðrum sem urðu til þess að samkomunni í kvöld var frestað. „Fíkniefnavandinn er mikill sem sést best á því að í neðra eru menn að mestu hættir að drekka. Ein- staka gamall bolti er enn að suila þar en unga fólkið er allt í fikniefn- um í helvíti og það segir sína sögu,“ sagði Haukur sem á dögunum tókst að sannfæra prest um að markmið yfirvalda um að gera ísland að eit- urlyfjalausu landi fyrir árið 2003 væri vonlaust verk. „Það kom til mín prestur og ég setti mig umsvifa- laust í samband við annan heim og þar fengum við svarið sem við þurftum. Sá að handan, sem var þjóðþekktur maður á sinni tíð, tjáði okkur að þegar væru nógar birgðir til af dópi í landinu og þær myndu í það minnsta duga til ársins 2006,“ sagði Haukur Dalmar. „Ríki fóður okkar er engin afvötnunarstöð en i neðra er allt fullt af fíkniefnum." Haukur Dalmar gat ekki upplýst hvenær fyrirhugaður fikniefnafund- ur með framliðnum yrði haldinn en í efra væru menn til taks hvenær sem væri. -EIR HJ0LAB0RÐ FBcom MEB SKUFFUM McoM-Plastbakkar fyrir öll verkfæri Armúll 17, lOB Reykjavík Síml: 533 1334 fax: 5EB 0493 Öruggur staður fyrir FAC0M verkfærin, og alit á sínum stað! ..það sem fagmaðurinn notar! Rapparinn Puff Daddy leysir frá skjóðunni: Of óþroskaður til að giftast Lopez Rapparinn og vandræða- gemlingurinn Puff Daddy er ekki orðinn nógu gamall til að ganga með kærustunni, sexí skvisunni Jennifer Lopez, upp aö altarinu. „Allt hefur sinn tíma. Ég þarf að þroskast aðeins meira áður en ég gifti mig,“ segir puffarinn sem viðurkennir að samband hans og Jennifer sé það erfiðasta sem hann hefur nokkru sinni staðið í. En ánægjan er þeim mun meiri. „Við Jennifer erum sálufé- lagar. Þegar við erum saman lít ég ekkert á hana sem söngv- ara eða neitt svoleiðis. Hún er bara Jennifer," segir stráksi enn fremur í viðtali við breska götublaðið The Sun. Puff Daddy, eða Puffy, eða bara Sean Combs, eins og hann heitir réttu nafni, hefur valdið Jennifer nokkrum áhyggjum og vandræðum með hegðun sinni og framkomu. Skemmst er að minnast skotævintýrisins í nætur- klúbbi einum í New York seint á síðasta ári. Puffy hefur verið ákærður fyrir þátt sinn í þeirri vitleysu allri. Skötuhjúin voru handtekin á sinum tíma og færð til yfir- heyrslu á næstu lögreglustöð. Þar var Jennifer lokuð inni í fangaklefa í margar klukku- stimdir og hafði ekki gaman af. En hún hefur staðið sem klettur við hlið Puffys nema kannski fyrst á eftir. „Jennifer hefur aðstoðað mig við að komast yfir þetta,“ segir rapparinn sem var í Englandi fyrir helgi til að undirbúa tón- leikaferðalag sitt um Evrópu. „Hún hefur verið mér mikil stoð og stytta, rétt eins og kærasta hvers sem er hefði verið, jafnvel þótt erfitt sé að standa í svona sambandi fyrir alira augum," segir kappinn Combs, einhver fremsti hipphopparinn sem sög- ur fara af. Puff Daddy Rapparinn segir aö hann og ieikkonan Jennifer Lopez séu sálufélagar.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.